NT - 21.08.1984, Blaðsíða 22

NT - 21.08.1984, Blaðsíða 22
■ Stjórn Golfsambands ís- lands hefur valið karla og kvennalandslið sem keppa fyrir íslands hönd á Norðurlanda- meistaramótinu sem fram fer á golfvelli GR í Grafarholti dag- ana 24. og 25. ágúst næstkom- andi. Liðineruskipuðeftirtöld- um kylfingum. Karlalið: Sigurður Pétursson GR Ragnar Ólafsson GR Björgvin Þorsteinsson GR Ivar Hauksson GR Úlfar Jónsson GK Gylfi Kristinsson GS Jón Haukur Guðlaugsson NK Magnús Ingi Stefánsson NK Magnús Jónsson GS Kvennalið: Ásgerður Sverrisdóttir GR Sólveig Þorsteinsdóttir GR Steinunn Sæmundsdóttir GR Jóhanna Ingólfsdóttir GR Krístín Þorvaldsdóttir GK Þetta er fyrsta Norðurlanda- mótið þar seem keppt er sam- tímis um titilinn í sveitakeppni og einstaklingskeppni. Þá hefur verið valið ung- lingalandslið drengja til að keppa á Evrópumeistaramót- inu sem fram fer í Dublin á írlandi 29. ágúst til 2. sept. Er það þannig skipað: Úlfar Jónsson GK ívar Ilauksson GR Magnús Ingi Stefánsson NK Sigurður Sigurðsson GS Kristján Hjálmarsson GH Þorsteinn Hallgrímsson GV Þá var um helgina tilkynnt hverjir myndu taka þátt í úr- tökumóti Evrópuiiða fyrir heimsmeistaramótið í golfi. Þetta úrtökumót fer fram í Waterville á írlandi 22. og 23. sept. Á mótið fara Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson, báðir úr GR. Þriðjudagur 21. ágúst 1984 22 íþróttir ■ Valsstúlkurnar urðu bikarmeistarar KSÍ í kvennaknattspyrnu nýlega, og var þessri mynd smellt af þeim, en þær höfðu lagt Skagastúlkurnar að velli í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Valsstúlkurnar munu leika um 3. sætið í 1. deild gegn KA, því þær gerðu markalaust jafntefli gegn ÍA fyrir helgi, og því leikur IA gegn Þór um íslandsmeistaratitilinn. Kastaði 84.84 m ■ Einar Vilhjálmsson náði góðu kasti í 2. deild bikarkeppni FRÍ um helgina. Einar kastaði spjótinu 84.84 metra á Húsavík, og má til gam- ans geta þess að þetta kast Einars hefði dugað honum til bronsverð- launa í Los Angeles á dögunum. UBK-Víkingur ■ í kvöld er einn leikur í 1. deild karla í knatt- spyrnu á dagskrá. Breiða- blik og Víkingur mætast á Kópavogsvelli kl. 19. Þá eru cinnig fjölmargir leikir í 2. fl. í kvöld, en í 1. og 2. deild verður ekki leikið fyrr en um næstu helgi ef leikur UBK og Víkings er undanskilinn. BirgiríÞór? ■ Unglingalandsliðs- maðurínn í körfubolta, Birgir Mikaelsson sem dvalið hefur í Bandaríkj- unum undanfarin ár, en lék áður með KR, mun að öllum líkindum leika með Þór á Akureyri í 1. deildinni í vetur. Hann hefur ekki enn tilkynnt félagaskipti, en mun lík- lega gera það nú á næstu dögum. Þjálfari Þórs í vetur verður Eiríkur Sig- urðsson. Juantorena hættur ■ Kúbanski hlauparinn Alberton Juantorena, sem frægur varð árið 1976 er hann vann tvenn gull- verðlaun, sagði í samtali við kúbanskt blað í gær, að hann væri hættur keppni. Juantorena er nú í Moskvu, en þar vann hann 800 metra hlaupið á Vináttuleikunum á laug- ardag. Juantorena er 34 ára. Hann missti af Ólympíu- | leikunum í Moskvu 1980 vegna meiðsla, og stór- slasaðist á fæti á Heims- leikunum í fyrra. Til Los | Angeles komst hann því Kúba mætti [ ekki. Landslið í golffi: Eitt mark nóg í Eyjum ■ Vestmannaeyingar unnu langþráðan sigur í gærkvöldi er þeir fengu Njarðvíkinga í heimsókn í 2. deildinni í knattspyrnu. Eyjamenn skoruðu eitt mark og það var nóg til þess að hreppa þrjú stig. Markið skoraði Viðar Elíasson í síðari hálfleik með sinni fyrstu snertingu í leiknum, en hann var nýkominn inn á sem vara- maður. Ekki var mikið um færi í leiknum, en sigur Eyjamanna þó sanngjarn. Þrátt fyrir sigurinn eru Eyjamenn ennþá í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 19 stig. Baráttan um annað sætið er þó hörð því aðeins munar fimm stigum á liðinu í öðru sæti og IBV í áttunda sætinu. ■ Drangsmenn unnu sinn fyrsta sigur í 4. deildinni í sumar fyrir helgi, en þeir lögðu Hvergerðinga 3-2. Þessi mynd var af þeim tekin er þeir léku við Létti á Melavelli fyrr í sumar. Léttismenn sigruðu í riðlinum og keppa í úrslitum 4. deildar, þó þeir séu ekki ýkja léttir á þessari mynd. Á myndinni má kenna Salómon Jónsson Drang lengst til vinstri, og Kjartan Pál Einarsson lengst itl hægri, en hann skoraði gegn Hveragerði. NT-mynd Ámi Bjarna. 4. deildin í knattspyrnu: Haukar f ramreiddu markasúpu - keppni lokið og úrslitakeppnin hefst um næstu helgi ■ Þá er spörkunum í 4. deild lokið og stóðu nokkur lið uppi sem sigurvegarar í sínum riðlum. Þá tekur við úrslitakeppnin sem mun skera endanlega úr um það hvaða lið af öllum þeim fjölda sem tók þátt í deildinni á þessu „sumri“ (útleggst rigning á suður og vesturlandi) komast í 3. deild. Þau lið sem nú eru eftir í slagnum eru Ármann, Léttir, ÍR, Reynir Á, Tjörnes og Leiknir F. Úrslitakeppnin hefst síðan á laugardaginn 25. ágúst og verður án efa bæði spennandi og söguleg. Rúllum nú yfir síðustu leikina og skoðum lokastöðuna í riðlunum sex: A-riðill Arvakur-Víkverji .......... 3-2 Ármann-Hafnir.............. 3-1 Haukar-Drengur............ 12-0 Aygnablik-Afturelding..... 1-0 Árvakur vann þarna sann- gjarnan sigur á Víkverja. Það var Níels Guðmundsson. sem j náði forystu fyrir Víkverja en Árni Guðmundsson jafnaði. Árvaksmenn voru ívið sterkari í leiknum en þó náðu Víkverjar forystu 2-1 gegn gangi leiksins með marki Vilhjálms Sigur- i hjartarsonar úr vítaspyrnu. Árni Guðmundsson jafnaði og svo skoraði Björn „Blöffi“ Pét- ursson sigurmarkið með þrumuskoti af minnst 30 m færi. Sannkallaður þrumu- fleygur. Ármenningar höfðu tryggt sér sigur í riðlinum en vildu líka ljúka riðlaspilinu með sigri og var það létt verk. Sveinn Guðjónsson skoraði Lið fyrir NM, EM og HM valin tvívegis og Öskar Þorsteinsson gerði eitt markanna. Haukarnir voru í kokka- stuði og framreiddu markasúpu fyrir Drengina sem voru liðfáir. Er nú víst að ekkert Drengja- lið verður í 4. deild næsta sumar. Björn Svavarsson gerði þrennu fyrir Hauka og þeir Sigurjón Dagbjartsson og Páll Poulsen gerðu tvö hvor. Aðrir sem hrærðu í súpunrii voru Lýður Skarphéðinsson, Einar Einarsson, Kristján Þ. Kristj- ánsson, Loftur Eyjólfsson og Gunnar Svavarsson. Augnablik krækti í annað sætið í riðlinum með marki sem Gunnlagur Helgason gerði. Sigurinn þótti sanngjarn en það var þó ekki mjög mikið sem á milli bar. Afturelding átti skot í stöng rétt fyrir leikslok og rúllaði boltinn eftir línunni en fór alls ekki inn. Lokastaðan í A-riðli: Ármann.......14 12 1 Augnabl......14 8 2 Víkverji.....14 6 3 Afturelding ... 14 80 Haukar.........14 6 2 Árvakur......14 5 1 Hafnir ........14 3 2 Drengur......14 2 1 37-11 37 4 22-16 26 5 21-15 21 6 28-22 24 6 35-23 20 8 21-26 16 9 14-30 11 11 14-48 7 B-riðill: Drangur-Hveragerði...................3-1 Stokkseyri-Hildihrandur Hil gal Þór Eyfellingur..................... 2-2 Léttir hafði tryggt sér sigur í þessum riðli svo sama og ekkert var í húfi fyrir liðin. Drangur vann sinn fyrsta og eina sigur í riðlinum. Kjartan Páll Einars- son og Einar Bjarki gerðu mörk þeirra. Bjarki tvö. Leki frá Eyjum hermdi að þeir leikmenn Hildibrands sem líka spila handknattleik með Þór hefðu ekki getað fengið frí og því ekki smalast í lið. NT selur þetta ekki dýrar en bætta lambhúshettu. Spilað var á grasvellinum í Þorlákshöfn sem nær ávallt er þurr enda byggður á sandi og hrauni. Lekur vel úr vellinum þrátt fyrir rigningar að undan- förnu sem minna á syndaflóðið mikla, ef blm. minnir rétt. Stefán Garðarsson og Sigurður Óskarsson gerðu mörk heima- manna en Magnús Geirsson gerði bæði fyrir Eyfelling. Lokastaðan i B-riðli: Léttir............ 12 8 3 1 45-14 29 Stokkseyri....... 12 8 1 3 34-20 25 Hildibrandur.... 12 6 4 2 32-15 22 Þór Þ ............ 12 5 4 3 26-18 19 Eyfellingur...... 12 4 2 6 26-28 14 Hveragerði....... 12 3 0 9 21-44 9 Drangur........... 12 1 0 11 12-57 3 C-riðill: Leiknir-Grundarfjörður .............0-1 Leiknir-Stefnir ....................8-1 Grótta-Stefnir......................0-1 Grundfirðingar sigruðu Leikni með marki sem gert var rétt fyrir leikslok og voru Leiknis- menn niðurlútir. Þeir tóku þó aftur gleði sína í leiknum gegn Stefni og þá sérlega Magnús Bogason sem gerði sex, 6! já sex mörk. Hin gerðu Sigurgeir og Kjartan. Stefnisstrákunum tókst þó að krækja í stig gegn Gróttunni og þar með var ferðinni bjargað. Lokastaðan í C-riðli: ÍR............... 12 11 0 1 65- 9 33 Bolungarvík .... 12 9 0 3 32-20 27 Grótta .......... 12 5 1 6 19-25 16 Grundarfjörður.. 12 5 0 7 17-35 15 Leiknir R........ 12 4 1 7 22-37 14 Stefnir.......... 12 4 0 8 13-30 12 Reynir Hn........ 12 2 2 8 16-28 8 Keppni i D-riðli er lokið og var loka- staðan þessi: Reynir Á.......... 8 7 1 0 29- 5 22 Skytturnar ........8 4 1 3 24-14 13 Svarfdælir.........8 3 1 4 18-24 10 Geislinn ..........8 2 1 5 9-16 7 Hvöt.............8206 8-29 6 E-riðill hefur líka lokið sínu ferli og er það svo: Tjörnes ........ 8 7 0 1 20- 3 21 Vaskur..........8422 21-14 14 Árroðinn........ 8 4 2 2 17-12 14 Æskan...........8 1 1 6 9-19 4 Vorboðinn.......8 1 1 6 13-32 4 K-riðiU: UMFB-Súlan ...........................6-0 Hrafnkell-Neisti .....................3-3 Sindri-Leiknir........................ 1-2 EgiU-Höttur........................... fr. Borgfirðingar kvöddu 4. deildina með markahátíð en allar líkur eru á að þeir verði ekki með á næsta ári vegna peningaskorts. Pétur Orn Hjaltason gerði 2 mörk en hin féllu í hlut þeirra Andrésar Hjaltasonar, Andrésar Skúla- sonar, Emijs Skúlasonar og Magnúsar Ásgrímssonar sem skoraði úr víti. Þess má geta að fyrsta markið gerði Andrés Hjaltason og hefur annað eins mark ekki sést í Borgarfirði um áraraðir og segja margir að elstu menn á Eyrarbakka muni ekki eftir svona þrumuskoti. Færið var mjög liðlega 30 m. Mikill markaleikur í Breið- dalnum. Bogabræðurnir Gunnlaugur og Ömar gerðu sitt markið hvor og Þorvaldur Hreinsson skoraði það þriðja fyrir Neista. Fyrir heimamenn gerði Guðmundur Hjartarson tvö og Indriði Jósafatsson eitt. Leiknir hafði þegar unnið riðilinn en bætti við fleiri stigum með sigri á Höfn. Oskar Tómasson gerði bæði mörk þeirra en Þrándur Sigurðsson skoraði fyrir Sindra. Staðan i F-riðli: Leiknir F........ 14 12 2 0 55- 9 38 Súlan............. 14 8 2 4 34-25 26 Sindri............ 14 6 4 4 27-22 22 Höttur ........... 13 5 4 4 30-23 19 Neisti............ 14 5 4 5 34-27 19 UMFB.............. 14 6 1 7 29-35 19 Hrafnkel!........ 14 3 1 10 15-54 10 Egill rauði...... 13 0 2 11 12-41 2

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.