NT - 21.08.1984, Blaðsíða 11
að sauma og var einriig í vist á
velmetnu heimili þar í borg. og
ntá segja að það hafi verið
hennar skólaganga fyrir utan
barnaskólanáin. Þetta nýttist
vel hinni dugmiklu og glæsilegu
stúlku. sem Kristín var. Ung
giftist hún Bjarna Jónssyni frá
Alviðru, miklum myndar- og
dugnaðarmanni. Ungu hjónin
tóku við búi í Öndverðarnesi af
foreldrum Kristínar. en þau
voru áfram á heimilinu til
dauðadags. Kristín og Bjarni
voru samhent og sátu þessa
fallegu jörð af miklum myndar-
brag. Börnin voru orðin átta,
frísk og dugleg. Bjarni fór oft á
vertíð á vetrum og þá kom til
kasta húsmóðurinnar að stjórna
búi sínu ásamt börnunum. En
árið 1926 barði sorgin dyra, en
Bjarni lést af slysförum, er hann
var á leið í kaupstað að sækja
jólavarning. Hann var þá aðeins
43ja ára gamall og var mikill
harmdauði öllum er hann
þekktu. Kristín var barnshaf-
andi er bóndi hennar lést og hún
eignaðist sitt 9. barn, Unni, 17.
ágúst 1927. Kristín var kjörkuð
og þróttmikil og hún ákvað að
halda áfram búskap með hjálp
barna sinna og naut þar mest
aðstoðar 2ja elstu sona sinna
Ragnars og Jóns. Það útheimti
mikla vinnu og ráðdeild að leiða
þetta stóra heimili af þeim
myndarskap sem Kristín gerði
og koma barnahópnum til
mennta svo sem auðið varð.
Kristín hlaut marga góða eig-
inleika í vöggugjöf. Hún var
falleg kona og vel greind. Hún
fylgdist vel með þjóðmálum og
tók þátt á félagsmálum sveitar
sinnar, var lengi í stjórn Kven-
félags Grímsneshrepps. Hún
var mjög vinmörg og höfðingi
heim að sækja. Hún hafði gam-
an af garðrækt og mörg vor-
kvöldin hirti hún um garðinn
sinn austan fjalls og sunnan, svo
vel að eftir var tekið. Allt lék
vel í höndum hennar. Hún var
myndarleg við saumaskap og
prjón og óteljandi eru peysurn-
ar, sjölin og vöggupokarnir,
sem hún gaf börnum, barna-
börnum og öðrum vinum.
Kristín brá búi 1955 og fluttist
til Reykjavíkur þar sem hún
festi kaup á húsinu Hólsvegi 11
og þar hefur hún búið síðan.
Hún naut umhyggju barna sinna
og barnabarna og átti góða elli.
Um helgar dvaldi hún á heimil-
urn þeirra bæði hér í Reykjavík
og austan fjalls. Barnabörnin
kynn’tust því ömmu sinni vel og
þótti ntjög vænt unt hana, dáðu
hana og virtu, enda sýndi hún
þeim mikla ástúð og áhuga allt
frant á síðasta dag. Síðustu 10
árin naut hún umhyggju frá-
bærrar konu, frú Helgu
Tryggvadóttur frá Víðikeri.
Helga aðstoðaði hana af ein-
stakri alúð, vakti yfir hverju
hennar skrefi - ef svo má segja,
og þakkar fjölskyldan henni af
heilum hug.
Á svo langri ævi átti Kristín
margar hamingjustundir með
börnum sínum og fjölskyldum
þeirra. En sorgin sótti hana oft
heim. Hún var búin að missa 6
af 9 börnum sínum. Þau voru:
Ragnar, húsasmiður, Þórunn
húsfreyja á Selfossi, Jón bóndi í
Öndverðarnesi, Hjalti, húsa-
smiður og kaupmaður, Gunnar.
bifreiðarstjóri og Unnur,
íþróttakennari. Börnin sem eft-
ir lifa eru Halldóra, húsfreyja á
Selfossi, Anna, húsfreyja í
Kópavogi og Bjarni, borgar-
dómari í Reykjavík.
Er ég nú kveð elskulega
tengdamóður mína, sakna ég
bæði mikillar mannkostakonu
og vinkonu í 30 ár. Hún var fróð
og skemmtileg og miðlaði okkur
af þekkingu sinni og reynslu.
Hún samfagnaði á gleðistund-
um og hún átti einstaka hugar-
ró og æðruleysi á sorgarstund-
um, sem vissulega voru margar.
Hún var sérstaklega elskulegt
gamalmenni, Ijúf og þakklát
fyrir hvert lítið viðvik. En hún
hélt virðingu sinni og reisn allt
til dauðadags. Við kveðjum nú
mikilhæfa konu. Blessuð sé
minning hennar.
Ólöf Pálsdóttir
Anna Hulda Símonardóttir
Fædd 17. ágúst - Dáin 10. ágúst
- kveðja frá synihennar, Aðalsteini
Sigurpálssyni og fjölskyldu hans
á Húsavík
í dag fer fram frá Fossvogs-
kirkju úrför Önnu Huldu Sím-
onardóttur, Þinghólsbraut 41,
Kópavogi, sem lést á Landspít-
alanum 10. ágúst sl. Anna
Hulda var fædd í Fljótum í
Skagafirði 17. ágúst 1923, dótt-
ir Sigríðar Jósepsdóttur og
Símonar Márussonar. Hún
.giftist eftirlifandi manni sínum
Sigurpáli A. ísfjörð 10. júlí
árið 1943. Þau bjuggu fyrstu
árin á Siglufirði, en fluttust
þaðan til Húsavíkur, þar sem
þau bjugg'u í 22 ár. Árið 1968
flytjast þau suður í Kópavog
og kaupa íbúð á Þinghólsbraut
41 og háfa búið þar síðan.
Anna Hulda og Sigurpáll
eignuðust sex börn sem eru
uppkomin.
Hver bíður ei klökkur ú kveðjustund
um kraft til að þakka og minnast?
Hver leitar ei hljóður að liðinni tíð,
þar sem Ijúfustu myndirnar finnast?
Við hlýðum því kalli, sem kveður sér hljóðs,
vegna kvaða sem lífið varðar,
þegar haustkulið fellir sitt fölnað lauf
í faðm hinnar þöglu jarðar.
Kemur
áóvart
- Satt plata nr. 1
SATT
H Þá er komið að því að fara
nokkrum orðum um hinn
myndarlega 3 platna SATT
pakka sem kom á markaðinn á
dögunum. Ætli maður taki
barasta ekki hverja plötu fyrir
sig. Númereittgjörðusvovel.
Takk fyrir. A fyrstu SATT
plötunni eru eingöngu lög með
íslenskum textum og satt best
að segja er ýmislegt ansi gott á
þessari plötu. Halldór Fannar
hefur leikinn og syngur af
mikilli tilfinningu fallegt lag
eftir sig og annan Rimlarokk-
ara, Rúnar Þ. Pétursson. Lagið
er fallegt og vel sungið. Ingvi
Þór Kormáksson er skrifaður
fyrir næsta lagi. Sverrir Guð-
jónsson syngur þar létt djass
popp Ingva. Lagið heitir Stein-
steypurómantík og er ágætt.
Hvar er friður kemur næst, lag
Bergþóru Árnadóttur og það
hefur heyrst oft í útvarpinu og
er geðþekkt og venst vel. Vin-
arkveðja heitir næst síðasta
lagið á hlið eitt. Það syngur
Pálmi Gunnarsson. Lagið er
sakleysislegt og einlægt en
Pálmi hefur oft sungið betur
en þarna. Lagið skrifast á
Hallgrím nokkurn Bergsson.
Síðasta lagið á þessari hlið
flytur hljómsveitin Foss. Lag
og Ijóð Ágústs Ragnarssonar
Jarðlings finnst mér hund-
leiðinlegt og innilega þreytt
tónlistarlega séð.
Ef við snúum okkur að hlið
tvö þá hefur þar leikinn bróðir
Ágústs, hinn Jarðlingurinn og
lagið það er mun skárra. En
tónlistin er úrelt keyrslurokk
finnst mér. Þá kemur lag plöt-
unnar, það langskemmtileg-
asta fyrir minn smekk.
Iðjuleysinginn Sverrir
Stormskersyngur þar eigið lag
og Ijóð, Ég um þig frá okkur
til beggja. Textinn er frábær
og lagið sérlega skemmtilegt.
Söngur Sverris er sérstakur en
ég fíla þetta í botn. Þá kemur
Halldór Fannar með annað
lag, nú rokkara á gamla
móðinn. Þá kemur Ingvi Þór á
ný en nú er það Guðmundur
Hermannsson sem syngur,
hreint út sagt leiðindarödd sem
þar ómar fyrir minn smekk, en
orgelsóló Inga er smekklegt.
Loks er það hljómsveitin
Þrymur með svona la la lag af
einhvers konar rokk-uppruna.
En er Þórður ekki hálf falskur
á köflum??
Sándið á þessari fyrstu
SATT plötu er nokkuð gott
yfir heildina nema kannski í
lagi Sverris Stormsker, þar
hefði hljóðblöndunin mátt fara
betur. Én Sverrir veður ekki í
seðlum frekar en undirritaður
og hefur e.t.v. ekki haft ráð á
að taka betur upp en þetta.
Þetta er fín plata... — Jól.
(6 af 10)
Ekki
alveg
jaf n gott
Guð fylgi þér vina, að heiman og heim,
þó hverfur þú aldrei úr sýnum.
Að fórna í Idjóði með huga og hönd
var hamingja í lífsdraumi þínum.
Hver samverustund vefur Ijóma og lit
um lífstrú hins góða og sanna.
Hún vakir hjá okkur, viðkvœm og hlý
í vorbirtu minninganna.
Valdimar Hólm Hallstað
- Satt plata nr. 2
SATT
■ Plata númer tvö hefst á
lagi Jóns Þórs Gíslasonar,
Fjörorku-manns og málara
með meiru, Love in Motion.
Það er dágott og sándið firna-
Þriðjudagur 21. ágúst 1984 11
CRAFÍK
0T2JÍ 0T2JÍ 0T2JÍ
' TAKTLA2K
TAPPI TÍKARRASS
^RMACUSTARNIR
með noktum
bylur
BAftlO NÚTÍMANS
JOÐ EX
AST
jÓN ÞÓR GÍSLASON
ÖRON
einar vilberg
CENTAUR
hallgrimur berg
MAGNÚS ÞOR
BELLO & DUPAIN
Hvar er melódían?
fínt og undirleikur til fyrir-
myndar endá leika þar alvanir
popparar undir. Þetta er vel
sungið. Þá kemur lag eftir
Mána vin minn, hljómborðs-
leikara DRON sálugu sem
sigraði í fyrra í Músíktilraun-
um að mig minnir. Þetta er allt
í lagi en lagið á hinni hliðinni
með ÐRON er enn betra. Ég
vil vekja athygli á sérlega góð-
um söng Braga Ragnarssonar.
Einar Vilberg rokkar og rokk-
ar í næsta lagi og gerir það af
lífi og sál. Þá koma heví
rokkararnir í Centaur með
leiðinlegt lag, Old Song (bara
minn smekkur sko). En söngur
Sigurðar er alltaf skemmti-
legur og þetta er sæmilega
spilað. Eiríkur Hauksson er
inaður þessarar hliðar því hann
syngur lag Hallgríms Bergs-
sonar, Pain, af stakri smekk-
vísi og þó ekki, krafturinn er
gígantískur. Svona eiga heví-
rokkararað syngja. Bestalagið
á hliðinni er þetta Pain.
Hlið tvö hefst á lagi Magnús-
ar Þórs Sigmundssonar, Po-
etry, alltof þunglamalegt fyrir
mig takk. Radíus frá Vest-
mannaeyjum lætur svo til sín
taka í laginu My Old Friénd.
Það er svona í Áfsakið stíl og
ágætlega spilað en lagasmíðin
ekki neitt spes. Söngurinn
hefði mátt vera framar í mix-
inu. Ogopoco kemur næst og
lagið Creature, hratt lag í
nýbylgjustíl og ég fíla það vel.
Gaman að heyra hvernigstrák-
arnir samkrulla dúrana og
mollana á gítar og hljómborð.
Simon Bello og Dupain leikur
næsta lag, en það er eftir Sævar
Magnússon. Hann syngur
ágætlega og lagið er þokkalegt
en sándið afar slakt og hljóð-
blöndunin hræðileg, en það er
sjálfsagt engu öðru að kenna
en fjárhagsskorti Sævars.
SATT borga jú ekki upptök-
una fyrir alla. Hlið tvö á plötu
tvö lýkur með löngu lagi
hljómsveitarinnar DRON sem
var skipuð þrælungum piltum
þegar hún var og hét. Músíkin
er eitthvað af gömlum rokk-
klassískum stofni en þetta er
vel spilað og söngvarinn Bragi
er sérlega áhugaverður. Plata
tvö finnst mér ekki alveg jafn-
góð og sú númer eitt en innan
um er ýmislegt nokkuð gott.
T.d. Jón Þór, lagið hans Hall-
gríms lag Ogopoco og þetta
síðast-dæmda, lagið Priests
með DRON. Það má geta þess
að öll lögin á þessari plötu eru
með enskum textum og er það
vel til fundið að raða þeim
saman. Þetta verður jú heil-
steyptara. Jól.
Arnadóttir
FOSSCR,MUR bercsson
cuenm* RACNARSSON
Hflff5!?DSJ0RMSKER
HALLDOR FANNAR
miGVI ÞOR KORMÁKSSON
PRYMUR
(5 af 10)
- Satt plata nr. 3
SATT
■ Voðalega eru íslendingar
nú langt á eftir í poppinu þessa
dagana. Það skín í gegn á
þriðju SATT plötunni. Enn er
verið að hrærast í moll/svart-
sýnis/kenndum EGÓ/ÞEYS
lögum. Niðurdrepandi lög og
undergrándið ekki ýkja fjarri.
Úti er það melódían sem ræður
ríkjum í dag. Það er alveg
sama hvaða band er hlustað á,
melódían er alls staðar alls
ráðandi. Þetta skortir algjör-
lega og það kemur lang best í
ljós á þessari þriðju plötu
SATT. Hér eiga held ég að
vera svona „framsæknar“ ís-
lenskar hljómsveitir. Á bak við
þessi lög eru meðal annars
Tappi Tíkarrass, Með nöktum
og Otzjí, Otzjí, Otzjí og
Grafík.
Tappinn er alltaf Tappinn
og verður sjálfsagt aldrei ncitt
annað. Grafík er að rugla í
einhverjum eldgömlum Police-
fíling, þessir nöktu eru auðvit-
að undir Þeys áhrifum og restin
er rugl nema kannski Rugliði
hjá Byl. Það er instrúmental
og sem slíkt er það virkilega
gott, klassískt rokk með ný-
bylgjuívafi.
Flutningur er yfirleitt hinn
ágætasti en sándið svona upp
og ofan. Hræðilegast er að
hlusta á Otzjí þarna hvað
bandið nú heitir. Það er
hörmulegt vægast sagt.
Það skásta á þessari plötu
cru lög Grafíkur og Með
nöktum. Það er ágætt sánd en
sem fyrr segir. Lögin innilega
ómelódísk. Það vantar nýjan
. Gunna Þórðar!!! — Jól
(3 af 10)