NT - 21.08.1984, Blaðsíða 1
Verðbréfamarkaðir bjóða enn hærri vexti:
Brýtur starfsemi eins
í bága við bankalögin?
athugasemdir bankaeftirlitsins í meira en mánuð hjá viðskiptaráðuneytinu
■ í framhaldi af vaxta-
ákvörðunum bankanna hafa
þrír verðbréfamarkaðir, Fjár-
festingafélagið, Kaupþing og
Ávöxtun, auglýst hækkun á
vöxtum hjá sér, en þessir vextir
eru mun hærri en bankavextir.
Einn þessara markaða,
Ávöxtun sf., sem hefur veru-
lega sérstöðu, býður almenn-
ingi að ávaxta sparifé sitt fyrir
fasta vexti, nær tvöfalt hærri
en vexti af sparisjóðsbókum,
og vexti umfram verðtrygg-
ingu, um þriðjungi hærri en
sambærilega vexti hjá
bönkum.
En Ávöxtun sf, e'r undir
smásjá bankaeftirlitsins, sem
gerði athugasemdir við starf-
semi fyrirtækisins til viðskipta-
ráðuneytisins fyrir einum og
hálfum mánuði.
„Ef þarna er um að ræða
móttöku innlánsfjár frá al-
menningi og boðin ákveðin
vaxtakjör, þá er það sam-
kvæmt mínum skilningi brot á
bankalögum,“ sagði Þórður
Ólafsson, forstöðumaður
bankaeftirlitsins, í samtali við
NT í gær.
Ármann Reynisson, fram-
kvæmdastjóri Ávöxtunar,
sagði að sér þætti bankaeftirlit-
ið hafa verið ansi lengi að átta
sig ef það hefði Iátið fyrirtækið
starfa ólöglega í eitt og hálft
ár.“
- sjá viðtöl á bls 3.
Kartöflu-
viðskipti
Hagkaups
líklega
lögleg
■ Að líkindum munu op-
inberir aðilar ekki aðhafast
neitt vegna kartöflusölu
Hagkaups, en það ætti að
koma í Ijós í dag. Að sögn
Guðmundar Sigþórssonar
skrifstofustjóra í landbún-
aðarráðuneytinu var fjallað
um málið í gær og töldu
lögfræðingar að vera kynni
að það varðaði ekki við lög
að framleiðandi seldi afurðir
sínar beint til kaupmanna.
Hitt væri svo annað hverjum
augum samtök framleið-
enda litu á það að einn
framleiðandi tæki sig út úr á
)ann hátt. Það er margt í
>essu, sagði Guðmundur og
>enti á að Grænmetisversl-
unin byði framleiðendum
ákveðin kjör t.d. varðandi
kaup á útsæði, þannig að
það væri ekki augljós hagn-
aður fyrir framleiðanda að
selja framhjá samtökum
sínum.
Að sögn Gísla Blöndal
hjá Hagkaupi voru við-
tokur neytencla mjög góöar
og seldist farmurinn, 1 tonn,
upp í gærdag, en verslunin
vcrður komin með nýja
sendingu í dag.
Mesta hlaup í Skaftá síðan 1972
■ Hlaupið í Skaftá vex enn en þetta er mesta hlaup í ánni síðan 1972. Búist var við að draga færi úr hlaupinu í dag en í gær var Skaftá
sem stöðuvatn á að líta. Þessi mynd var tekin sunnan við Fögrufjöll þar sem áin á upptök sín, en þar rennur hún venjulega fram í nokkrum
litlum kvíslum. NT-mynd: Ámi Bjama
Greiðir Vinnu-
málasamband-
ið 3% þrátt
fyrir uppsögn
launaliða?
■ Ýmislegt bendir til
þess að Vinnumálasam-
band samvinnufélaga
hyggist greiða 3% launa-
hækkun til viðsemjenda
sinna 1. september þrátt
fyrir að launalið samning-
anna hafi verið sagt upp.
Formleg ákvörðun um
þetta hefur ekki verið tek-
in innan Vinnumála-
sambandsins, en eitt af
því sem þykir benda til
þess að svo verði er kaup-
gjaldsskrá Vinnumála-
sambandsins sem gefin
hefur verið út nýverið. í
þessari skrá er reiknað
með 3% kauphækkun 1.
september. Ekki náðist í
forystumenn Vinnumála-
sambandsins í gær, en
kaupfélagsstjórar sem
blaðið ræddi við í gær
sögðu að það kæmi ekki á
óvart þó umrædd 3%
kauphækkun kæmi til
framkvæmda. Vinnuveit-
endasamband íslands hef-
ur hins vegar samþykkt að
greiða ekki 3% til þeirra
félaga sem hafa sagt upp
launaliðum.
Verkamannasambandið leggur fram kröfur sínar:
Myndu sliga
fiskvinnsluna
■ „Ég veit ekki hvernig þeir
fá út 100% verðbólgu þó kaupið
hækki um 40-50% sem er nú
ansi vel smurt á okkar kröfur .
Kannski ætla þeir að taka 50%
fyrir sig sjálfa" sagði Guðmund-
ur J. Guðmundsson aðspurður
um þau viðbrögð Magnúsar
Gunnarssonar framkvæmda-
stjóra Vinnuveitenda-
sambandsins að kröfur Verka-
mannasambandsins væru upp á
40-50% hækkun launa fisk-
vinnslufólks og verðbólgan færi
upp fyrir 100% ef að þeim yrði
gengið.
Verkamannasambandið lagði
formlega fram kröfur sínar á
fundi með vinnuveitendum í
gær. NT hefur áður skýrt frá
kröfunum en þær eru um 14.000
króna lágmarkslaun og síðan
■ „Við ætlum ekki að láta okkar fólk deyja þó að útgerð og
fiskvinnsla séu illa rekin“ gæti Guðmundur J. Guðmundsson
verið að segja við framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands-
ins í upphafi fundar í gær. NT-mynd Róbert
-seg/rfraui.
kvæmdastjóri
Wnnoveítenda.
sambandsins
4-5% hækkun milli flokka.
Lægsti taxti er nú 10.522, en
lægstu lögleyfðu laun yrðu
13.300 krónur 1. sept.
„Við höfnuðum þessum
kröfum“, sagði Magnús Gunn-
arsson. „Það er Ijóst mál að ef
þessar kröfur næðu fram að
ganga þá myndu þær t.d. sliga
fiskvinnsluna sem nú horfir
fram á verðfall og birgða-
söfnun."
„Fiskvinnslufólkið er í lægsta
taxta sem til er og það er ægilegt
að horfa upp á það að allir sem
geta flýja þaðan og ungt fólk
fæst ekki í þessi störf. Og launin
verða með hverju árinu sem
líður lægra hlutfall af rekstrin-
um“, sagði Guðmundur J. eftir
fundinn í gær. Aðilar hittast
aftur á miðvikudaginn.
Illindi í fjölbýlishúsi:
Aldraður
maður á
gjörgæslu
- gæsluvarðhalds krafist vegna málsins
■ Maður á áttræðisaldri ligg-
ur nú þungt haldinn á
gjörgæsludeild eftir að til ill-
inda kom í fjölbýlishúsi við
Lönguhlíð í gærmorgun. Ekki
liggur ljóst fyrir hvort kom til
handalögmála, en gæsluvarð-
halds, hefur verið krafist yfir
einum íbúa hússins sem hafði
veist að gamla manninum.
Forsaga málsins er sú að
aðfararnótt mánudagsins var
slökkvilið kvatt að umræddu
húsi við Lönguhlíð en þar
logaði í potti á eldavél, og var
umráðamaður fbúðarinnar þá
í fastasvefni. í gærmorgun
veittist hann mjög harkalega
að fullorðnum hjónum vegna
þessa máls og lyktaði deilun-
um með því að gamli maður-
inn hné niður meðvitundarlaus
og hefur hann ekki enn komist
til meðvitundar. Er ekki ljóst
hvort um líkamsárás var að
ræða eða hvort áfallið stafaði
af öðrum orsökum. Ekki hafði
verið kveðinn upp gæsluvarð-
haldsúrskurður í gærkvöldi.