NT - 21.08.1984, Blaðsíða 9

NT - 21.08.1984, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. ágúst 1984 9 ■ Erfíðlega gekk að koma hjólastóinum að húð- og kynsjúkdómadeildinni. lega haft í öðru að snúast og um að þinga. Eins og fram kom í viðtal- inu er enginn vaskur í aðal- skoðunarherberginu, og heitir það á máli Heimis „fullnægjandi aðstaða til handþvotta.“ 5. Heimir segir m.a.: „Skrif- stofa er nýmáluð. sem er skýring á gluggatjaldaleys- inu þar.“ Ég starfaði á deildinni í ca. 6 vikur í sumar. Búið var að mála gluggana þegar ég byrjaði en gardínur ókomn- ar þegar ég fór, þó að hjúkrunarkonur kvörtuðu undan gluggatj aldaleysi á hverjum degi. Skv. upplýs- ingum frá Málarameistara- félagi Reykjavíkur þá full- þornar gluggamálning innanhúss á 2-3 dögum. 6. Heimir segir: „Af viðtalinu má skilja að ekki sé byrjuð lyfjagjöf gegn klamydiu fyrr en rannsóknarniðurstaða liggur fyrir. Þetta er ekki rétt. Lyf eru gefin strax eftir sýnistöku ef þess er talin þörf.“ Þetta eru helber ósannindi. Ég hef leyfi 20-30 sjúklinga, sem reynst hafa verið með klamydiu, en ekki fengið nema lekandameðferð, til þess að birta nöfn þeirra. Þeir fengu ekki meðferð við klamydiu fyrr en 10-12 dögum eftir skoðun, þegar svar við ræktun lá loks fyrir. Embættisþrælsótti ætti tæpt að leyfa svona fullyrðingar. Hjúkrunarkonur deildar- innar vita betur en svo sé hægt. 7. Heimirsegirm.a.: „Deildin hefur að sjálfsögðu nauð- synleg lyf til að bregðast við ofnæmi og fram að þessu hefur enginn „drepist“ inn- an hálfrar mínútu eins og læknirinn er látinn orða það svo smekklega" (letur- breyting er mín). Að skrifa á rósamáli að maður sé óheiðarlegur, væntanlega í ómældri yfir- vinnu hjá Borgarlæknis- embættinu er furðu djarft og er maður þó ýmsu vanur. Flestir íslenskir lækna- stúdentar og kandidatar kannast við bók sem heitir Current Medical Diagnosis and Treatment, og er al- þekkt fræðirit. Bókina skrifa um 30 heimsfrægir sérfræðingar, þ.á.m. er kafli um ofnæmislost eftir Milton J. Chatton M.D., prófessor í lyflæknisfræði við sjúkrahús Stanford há- skólans í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem er í svipuðum klassa og Mayo klínikin í Minnesota, sem margir íslendingar hafa notið góðs af. Af mörgum meðulum sem hann nefnir við ofnæmislosti og „deildin hefur að sjálfsögðu nauð- synleg lyf til að bregðast við ofnæmi" nefnir prófessor Chatton þrjú lyf, bráðnauð- synleg, sem aldrei hafa ver- ið til staðar í Húð- og kynsjúkdómadeildinni. En kannski veit Heimir meira unt penicillin ofnæmi en prófessor Chatton. 8. Heimir segir: „Samkvæmt nútímalegum viðhorfum til heilsuverndar ber hverjum þegni að haga lífi sínu svo að sem minnstu heilsutjóni valdi honum sjálfum og öðrum..." Mér finnst þetta, hvað sem öðrum þykir, algjört rugl. Það er alltaf hægt að slengja fram fallegum orðum og setningum sem enginn botnar í. En það er mikii tíska með embættis- mönnum nú að slá um sig með fögrum og vart skiljan- legum orðum. Bið ég Heimi þegn vel að lifa. Sæmundur Kjartansson. ■ý; v ■ Enn verr gekk að koma stólnum inn í húsið. Að endingu tók Sæmundur það til bragðs að skoða sjúklinginn úti. Á myndinni sést starfsmaður Droplaugarstaða, en sjúklingurinn kom þaðan, reyna án árangurs að opna útidyr stofnunarinnar. Þetta fólk kallar Heimir Bjamason Ijúgvitni. Málsvari frjálslyndis,: samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórárinn Þór^rinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Í-rf’MT Setnihg og umbrot: Tæknideild NT. ^ Prentun: Blaðaprent hf. Endalok 007 ■ Sjónvarpið sýndi á föstudagskvöldið var athyglisverð- an breskan sjónvarpsþátt, sem hafði verið unninn af einum viðurkenndasta fréttaskýranda slíkra þátta í bresku sjón- varpi. Þáttur þessi var ekki síst athyglisverður vegna þess, að hann sýndi glöggan mun á frelsi fréttaskýrenda' austan tjalds og vestan. Með öllu hefði verið útilokað áð slíkur þáttur hefði verið gerður í Póllandi, Tékkóslóvakíu eða Austur-Pýskalandi, ef Sovétríkin hefði verið í svipuðum sporum og Bandaríkin í umræddum þætti. Efni þáttarins var að kryfja það til mergjar, hvort kóreanska farþegaflugvélin, sem merkt hefur verið með stöfunum 007 og Rússar skutu niður, hafi verið í njósnaflugi. Peirri spurningu var ekki endanlega svarað í þættinum, en mörg rök færð fram, sem geta bent til þess, að svo hafi getað verið. Það var t.d. upplýst, að það hafi fært bandarísku leyniþjónustunni mjög mikilvægar upplýsingar, að 007 flaug yfir rússneskt bannsvæði, og þannig eins og kveikt á viðvörunarkerfi Rússa á stóru landssvæði, og því viti Bandaríkjamenn nú orðið miklu meira um það en áður hvernig því er háttað. Þá var bent á, að Bandaríkjamenn hafi á margan hátt fylgst gaumgæfilega með ferðum 007, og vitað vel, að hún var að fljúga yfir rússnesk bannsvæði. Engar upplýsingar eru fyrir hendi um að þeir hafi reynt að vara 007 við þessu, sem eðlilegt hefði þó virst undir venjulegum kringumstæð- um. Sökum þessa hafa sumir aðstandendur þeirra, sem fórust með 007, höfðað mál á hendur Bandaríkjastjórn. Þá var í umræddum þætti mótmælt þeirri skoðun, að 007 hafi verið að villast vegna mistaka áhafnarinnar eða mannlegra mistaka, eins og það hefur verið orðað. Fyrir dyrum standa nú flókin og mikil réttarhöld vegna skaðabótakrafna, sem komnar eru fram og beinast bæði á hendur þeirra einkafyrirtækja og stjórnarvalda, sem hér koma við sögu. Vafasamt er þó, 'að nokkuð frekar upplýsist við þessi málaferli. Hinn svarti kassi flugvélarinnar, sem getur geymt mikilsverðar upplýsingar finnst ekki, og þeir bándarísku aðilar, sem hér kunna að hafa komið við sögu eða fylgdust með flugi 007, munu reynast þöglir eins og gröfin, enda bundnir trúnaðarheitum. Hafi hér verið um njósnaflug að ræða, hefur því sennilega verið treyst, að Rússar myndu ekki granda flugvélinni, heldur reyna að neyða hana til lendingar. Hafi þessu verið treyst, reyndist hér um oftraust á Rússum að ræða, enda mikil áhætta að gera það í þessu tilfelli. Ýmsir hafa reynt að réttlæta hinn mannúðarlausa verknað Rússa með því, að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir, að hér var um farþegaflugvél að ræða, heldur haldið að hér væri bandarísk njósnaflugvél á ferð. Kerfi þeirra hafi ekki reynst nógu fullkomið til að greina hér í sundur. Þessu mótmæla rússnesk stjórnarvöld. Flugvélin hafi verið skotin niður vegna þess að hún hafi verið á njósnaflugi og þeir geri engan mun á því, hvort unr farþegaflugvél eða herflugvél sé að ræða undir slíkum kringumstæðum. Njósnastarfsemi og gagnnjósnastarfsemi risaveldanna kallar ekki allt ömmu sína. Þar getur verið gripið til hinna furðulegustu og grimmilegustu vinnubragða. Fyrir eins hörmulegan atburð og eyðilegging 007 var, verður ekki byggt nema með bættri sambúð risaveldanna. Umræddur fréttaskýringaþáttur svarar ekki endanlega neinum spurningum um þetta hörmulega mál, en hann vekur vissulega til umhugsunar. Vafalaust á eftir að gera marga fréttaþætti um þetta mál og ólíkar skýringar eftir að koma til sögu. Þó er óvíst, eins og áður segir, að það upplýsist nokkurn tíma til fulls. Umræðan um það getur samt verið gagnleg og orðið til viðvörunar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.