NT - 21.08.1984, Blaðsíða 20

NT - 21.08.1984, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 21. ágúst 1984 Réttarhöld hefjast í dag yfir fölsurunum tveimur - ákæruskjalið yfir 4000 blaðsíður Hamborg-Reuter ■ Eitt stærsta svindlmál seinni ára verður í sviðsljósinu í þessari viku þegar tveir menn koma fyrir rétt, sakaðir um að hafa falsað dagbækur sem eignaðar voru Adolf Hitler. Heimurinn stóð á öndinni fyrir rúmu ári þegar þýska tímaritið Stern skýrði frá því að blaðamaður þess, Gerd Heideman, hefði fundið dag- bækurnar í austur-þýsku þorpi, en þar átti flugvél með dagbækurnar innanborðs að hafa nauðlent á síðustu dögum seinni heimsstyrjaldarinnar. Stern keypti dagbækurnar, sem voru 60 talsins, á 9,34 milljónir marka (tæpar 100 milljónir ísl. króna), og breska blaðið Sunday Times keypti birtingarréttinn á 400 þús. dali. Dagbækurnar ollu strax deilum meðal sagnfræðinga en fram að þessu hafði verið talið að Hitler hefði sjaldan tekið sér penna í hönd. Og í bók- unum kom ýmislegt fram sem gekk þvert á fyrri söguskýring- ar eins og það að Hitler hefði viljandi látið breska herinn komast undan við Dunkirk árið 1940 og síðan hvatt Rudolf Hess til að fara friðarferð til Englands árið eftir. Nokkrir sagnfræðingar brenndu sig illa á dagbókun- um, þar á meðal Hugh Trevor- Roper sem lýsti því yfir í fyrstu að bækurnar væru örugglega ekta, þó að hann skipti um skoðun seinna. Og það kom líka fljótt í ljós, þegar sér- fræðingar fengu að rannsaka bækurnar að þær voru illa gerðar falsanir, skrifaðar á pappír frá því eftir stríð. Eftir að upp komst um fölsunina skilaði Stern 400 þús- und dölunum til Sunday Times og stokkaði upp í yfirmanna- stöðunum .Tveiraðalritstjórarn- ir sögðu af sér og starfsmenn fóru í setuverkföll til að krefj- ast uppsagna annarra yfir- manna. En í dag, þriðjudag, sest Heidemann í sakborninga- stúkuna, ákærður um svik. Auk hans sætir Konrad Fischer ákæru, fommunasalinn sem undir nafninu Konrad Ku- jau viðurkenndi í fyrra að hafa falsað dagbækurnar. Heidemann heldur því fram að hann hafi verið í góðri trú um að bækurnar væru ekta og hann hafi ekki ætlað að hagn- ast fjárhagslega á fyrirtækinu. En grunsemdir vekur að ekki hefur verið hægt að gera grein fyrir hvar sex af þeim níu milljónum, sem Stern pungaði út, eru niðurkomnar. Ríkis- saksóknarinn heldur því fram að Heidemann hafi stungið a.m.k. 1,7 milljón marka í eigin vasa og Kujau um 1,6 milljón. Kujau heldurþvífram að Heidemann, sem var milli- liður hans og Stern, hafi haldið eftir bróðurpartinum af níu milljónunum. Búist er við að réttarhöldin standi yfir í nokkra mánuði en ákæruskjal saksóknarans er yfir 4000 blaðsíður á lengd. Peningum stolið frá fjármála- ráðherra Breta London-Rcuter ■ Breska lögreglan er nú að athuga hvernig þjófar gátu stolið 90 pundum úr veski fjármálaráðherra Bretlands, Nigel Lawson í seinustu viku. Veski ráðherrans mun hafa verið í jakka sem hékk í hinni opinberu íbúð hans í Downing-stræti 11. Lög- reglumenn, sem stóðu vörð fyrir utan næsta hús þar sem Margrét Thatcher á heima urðu ekki varir við neitt óvenjulegt. Er það álit lög- reglunnar að einhver, sem átti greiðan aðgang að húsi ráðherrans, hafi ef til vill stolið peningunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stolið hefur verið frá fjármálaráðherra Breta. Þegar Geoffrey Howe lá- varður var fjármálaráðherra árið 1982 nöppuðu fingra- langir lestarþjófar buxunum frá honum ásamt 100 pund- um þar sem hann svaf í lestarklefa sínum. Ellimörk geta orðið til þess að draga úr fylgi Reagans ' Honum þó spáð að fá yfirgnæfandi meirihluta kjörmanna ■ TALSVERÐUR glímu- skjálfti ríkir hjá republikönum um þessar mundir, en í gær hófst í Dallas landsfundur þeirra, sem á að ganga endan- lega frá formlegu framboði Regans og Bush í forsetakosn- ingunum í haust. Ef litið er á síðustu skoðana- kannanir ætti þessi glímu- skjálfti þó að vcra óþarfur. Fylgisaukning sú, sem Mond- ale virtist fá eftir landsíund demókrata í San Francisco, virðist horfin út í veður og vind. Skoðanakönnun ávegum New York Times og sjónvarps- spáð hafði verið, og valið á Ferraro sem varaforsetaefni vakti mikla athygli óg setti eftirminnilegan svip á þingið. Fram til þessa hefur þaö ótvírætt styrkt demókrata, að þeir völdu konu sem varafor- setacfni. Republikanar hafa verið í hálfgerðum vandræðum með, hvernig þeir ættu að bregðast við þessu. Þeir hafa ekki þorað að ráðast beint á Ferraro, en virð- ast n ú vera að undirbúa sókn, sem geti dregið úr vinsældum hennar. Hún beinist að skatta- málum manns hennar. TIL VIÐBÓTAR þeim ótta republikana, að landsfundur þeirra verði svipminni en fund- urinn hjá demókrötum og að þeir geti ekki boðið upp á ncitt glansnúmer á borð við Ferr- aro, kemur það spurningar- merki, hvort ellin sé ekki farin að setja of mikil mörk á Reagan. Þetta er ekki síst byggt á klaufalegum ummælum Reag- ans, sem hann lét falla um Sovétríkin, þegar verið var að prófa raddstyrk hans áður en hann hóf sjónvarpsræðu. Vegna þess, sem kalla má mannleg mistök, hófst ræðan . v; ::;•: mmm ........ 1 ; . y lii k. ■ i ■ Sagan segir, að Rcagan hætti til gleymsku, þegar hann ræðir við erlenda valdamenn. Þessi mynd er frá nýlcgum fundi hans og Duartes, forseta El Salvador. ■ Gamli Hollywoodleikarinn gleymdi ekki hlutverki sínu þegar Nancy tók á móti honum eftir velheppnað kosningaferðalag. stöðvarinnar CBS, sem birt var í stíðustu viku, gaf til kynna, að Reagan og Bush myndu fá 49% greiddra at- kvæða, ef kosið væri nú, en Mondale og Ferraro ekki nema 35%. Samt virðast margir repu- blikana vera órólegir. Glímu- skjálftinn stafar meðal annars af eftirgreindum ástæðum. Landsfundur demókrata heppnaöist miklu betur eri bú- ist hafði verið við. Eining í flokknum reyndist meiri en Ferraro lofaði því, þegar hún fór í framboð, að leggja öll skattamál þeirra hjónanna á borðið, cn þau hafa haft aðskilin framtöl.Ferraro hefur lagt sitt framtal á borðið, en maður hennar hefur neitað því. Hann erfasteignasali, sem hefur auðgast vel. Hann segist ekki vilja gera þetta vegna viðskiptavina sinna, en við rannsókn á fyrirtæki hans gæti ýmislegt komið fram. sem þeir hefðu treyst á að væri leynd- armál. með þessum ummælum, sem áttu að vera spaug Reagans og ekki ná eyrum annarra en viðstaddra tæknimanna. Það nægði hins vegar ckki öðrum áheyrendum, að hér hefði ver- ið um spaug eitt að ræða, heldur hefði þaö sýnt sig, að tungunni er tamast það, sem hjartanu er kærast. Spaug Re- agans var á þann veg, að hann hefði undirritað lög um að gera Rússa friðlausa og sprengjurnar myndu byrja að falla innan fimm mínútna. Þá þykir Reagan hafa farið halloka í orðaskiptum við Mondale um skattamál. Mondale sagðist hafa heim- ildir fyrir þvf, að Rcagan og ráðunautar hans hefðu uppi áform um að hækka tekjuskatt- inn að forsetakosningunum af- stöðnum. Þetta ætti að gera til að draga úr hallarekstri ríkis- sjóðs og lét Mondale það fylgja að demókratar teldu skatta- hækkun nauðsynlega af þess- um ástæðum. Reagan brást illa við og sagði engar tekjuskattshækkanir ráðgerðar og hann myndi ekki láta hækka tekjuskattinn, ef hann yrði endurkjörinn for- seti. Eftir tnikil orðaskipti um þetta, hefur Reagan aö lokum viðurkennt, að tekjuskatts- hækkun kynni að reynast óhjákvæmileg sem síðasta úr- ræði. Líklegt þykir, að þessari um- ræðu um skattamálin verði haldið áfratn og Reagan kraf- inn svara um hvaða skatta- Þcrarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar hækkun hann geti hugsað sér sem síðasta úrræði. Það hefur svo ekki bætt úr skák, að haft hefur verið eftir háttsettum embættismanni Hvíta hússins, að það kom fyrir að Reagan sofni eða dotti á stjórnarfundum. Þetta er jöfnum höndum kennt elli og áhugaleysi. Skoðanakannanir hafa sýnt, að margir kjósendur hafa áhyggjur vegna aldurs Reag-. ans, en hann verður orðinn 77 ára þegar hann lætur af emb- ætti, ef hann verður endurkos- inn nú. Demókratar munu þó telja, að þeir verði að nota aldurinn gegn Reagan af mik- illi varfærni. SKOÐANAKANNANIR eru ekki hið eina, sem gefur til kynna, að enn standi þau Mondale og Ferraro hölium fæti. Bandaríska vikuritið US News & World Report birti um síðustu helgi álit ríkis- stjóra í öllum ríkjum Banda- ríkjanna á því, hvernig þeir teldu, að úrslit forsetakosning- anna yrðu í ríkjum þeirra, miðað við horfur í byrjun þessa mánaðar. Hver ríkisstjóri lét aðeins í I jós horfur í ríki sínu. Niðurstaða þessara svara urðu þau, að Reagan var spáð sigri í 40 ríkjum, sem hafa samtals 457 kjörmenn eða 187 fleiri en þarf að til að ná kosningu. Mondale var aðeins spáð sigri í sex ríkjum (Maine, Massachusetts, Maryland, West Virginia, Minnesota og Wisconsin), en þau hafa samt- als 54 kjörmenn. Úrslitin voru talin tvísýn í fjórum ríkjum (Kentucky, Rhode Island, Mississippi og Hawaii), sem hafa samtals 24 kjörmenn. Geta má þess að meirihluti ríkisstjórnanna eru demókrat- ar, sem gerðu sér vonir um að hlutur Mondales ætti eftir að batna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.