NT - 21.08.1984, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. ágúst 1984 7
Danir hafa loks eignast arftaka Larsens
■ Sigur Kurt Hansen á
heimsmeistaramóti unglinga í
Finnlandi á dögunum markar
viss tímamót í skáklífi Dana
auk þess sem Hansen verður
fyrsti skákmaðurinn til þess að
vinna bæði Evrópumeistarmót
unglinga og heimsmeistaramót
síðan núverandi heimsmeistari
Anatoly Karpov vann það
afrek. Karpov sigraði í
Evrópumótinu í Groningen
um áramótin 1967/68 og síðan
vann hann yfirburðasigur á
heimsmeistaramóti unglinga í
Stokkhólmi 1969. Kurt Hans-
en vann Evrópumót unglinga
um áramótin 1981/82 og nú í
þriðju eða fjórðu tilraun sigrar
hann á heimsmeistaramótinu.
Nú eru 33 ár síðan fyrsta
heimsmeistaramótið var
haldið. í Birmingham 1951
mættu nokkrir af snjöllustu
ungu skákmönnum heims til
keppni og þeir áttu síðar eftir
að gera garðinn frægan margir
hverjir. Júgóslavinn Boris Ivk-
ov bar sigur úr býtum og þegar
maður rennur í gegnum þátt-
takendalistann rekur maður
þegar augun í nöfn skákmeist-
ara á borð við Bent Larsen og
Friðrik Ólafsson. 33 ár eru
langur tími og þess vegna er
það dálítið undarlegt að Danir
skuli nú fyrst eignast arftaka
Bent Larsens. Sem skákmaður
þróaðist Larsen hvorki hratt
né hægt; hann vann unglinga-
mótið aldrei, en þegar hann
stóð á tvítugu átti hann sér
engan jafnoka í Danaveldi og
árið 1956 sló hann í gegn þegar
hann náði bestum árangri allra
1. borðsmanna á Ólympíumót-
inu í Moskvu. Sjálfur Mikhael
Botvinnik mátti þakka fyrir
jafntefli gegn hinum sjálfum-
glaða Dana sem lék eins og
hann ætti lífið að leysa. Þá
þegar hefur Larsen sennilega
farið að ala með sér drauminn
um að verða heimsmeistari.
„Næsti heimsmeistari er ég,“
sagði hann einhverju sinni að-
spurður um möguleika sína í
heimsmeistarakeppninni.
Ekkert virtist geta haggað
sjálfstrausti Bent; hann mætti
í Laugardalshöllina sumarið
1972 og var þá eitt ár frá
einvígi hans við Ficher og nær-
göngular spurningar blaða-
manna er vörðuðu stöðu hans
í skákheiminum fengu sömu
svörin: „Eg hlýt að benda á
sjálfan mig þegar spurt er hver
sé sterkasti skákmaður heims.
Þó Fischer vinni Spasskí hér í
Reykjavík þá sannar það á
engan hátt að hann sé bestur,"
sagði hann.
Kurt Hansen mun að þessu
leyti vera alger andstæða
Larsens. Hann er feimnislegur
lítill piltur frá Sjálandi sem
aukið hefur styrk sinn frá inóti
til móts og má mikið vera hafi
hann ekki náð Larsen að styrk-
leika. Danir hafa enda mikinn
áhuga á því að sjá þá tvo etja
kappi og í fyrra komu þeir á
litlu einvígi sem lauk með sigri
Kurt, 2:0. Húsfyllir var, en
þess má geta að umhugsunar-
tíminn var af skornum
skammti, 30 mínútur á hvorn
til að ljúka skák.
Frammistaða Karls Þorsteins í
þessu móti er kapítuli út af
fyrir sig. Karl deildi 3. sætinu
ásamt heimsmeistara síðasta
árs, Kiril Georgiew og var
hærri á stigum. Hann var í
fararbroddi allt frá byrjun og
einn efstur þegar tefldar höfðu
verið sex umferðir. Þá mætti
hann Sovétmanninum Dreev
sem varð í 2. sæti og síðan
Hansen, tapaði báðum skák-
unum en náði sér verulega vel
á strik í lokaumferðunum. Ár-
angur Karls er einn sá besti
sem íslendingur hefur náð í
þessu móti en mig rekur
minni til að Friðrik Ólfasson
hafi lent í 3.-4. sæti á mótinu
1953. Jóhann Hjartarson varð
í 4.-6. sæti á mótinu í Mexíkó
1981 og árangur þeirra Mar-
geirs Péturssonar og Jóns L.
Árnasonar var eilítið lakari.
Sú kynslóð ungra skákmanna
sem tekið hefur þátt í þessum
mótum hefur skilað góðum
árangri og verður fróðlegt að
fylgjast með hvernig fulltrúum
íslands reiðir af á næstu árum.
Margeir og Guðmundur í
fremstu röð í Gausdal
Á sama tíma og Karl barðist
hart í Finnlandi sátu þeir að
tafli í Gausdal Margeir Péturs-
son og Guðmundur Sigurjóns-
son. Eg hef ekki lengur tölu á
þeim skákmótum sem skák-
frömuðurinn Arnold Eikrem,
hefur haldið þarna í fjöllum
uppi og nú sem oft áður, dró
mótið til sín marga snjalla
skákmenn. Átta stórmeistarar
og góður slatti af alþjóðlegum
meisturum mættu í hópi 54
keppenda. Stigahæstur þeirra
var Ungverjinn Guyla Sax og
var honum spáð sigri en vísast
þótti að gamlir mótarefir frá
Gausdal eins og Margeir Pét-
ursson, Lars Karlsson, Ana-
toly Lein og Guðmundur Sig-
urjónsson myndu veita honum
keppni.
Margt fer öðru vísi en ætlað
er. Svíinn Ernst, lítt þekktur
en eftir því sem kunnugir
segja, heilmikið teóríulexíkon
bar glæstan sigur frá borði,
hlaut 7 vinninga. Næstur kom
landi hans Lars Karlsson stór-
kostlegur baráttumaður sem
er greinilega næstbesti skák-
maður Svía um þessar mundir.
Hann hlaut 6V4 vinning. Síðan
komu Guðmundur Sigurjóns-
son, Margeir Pétursson, Guyla
Sax, Anatoly Lein og Vlastimil
lansa, allir með 6 vinninga.
Guðmundur tefldi af öryggi
og tapaði ekki skák og Margeir
tapaði aðeins einu sinni. Hann
er allra manna hagvanastur í
Gausdal, tefldi í annað sinn á
þessu ári á þessum vinalega en
afskekkta stað. Þeir félagar
juku heldur betur við hagstætt
hlutfall íslenskra titilhafa í
viðureignum þeirra við Piu
Cramling. Pia vakti eigi litla
athygli þegar hún tefldi á
Búnaðarbankamótinu hér á
landi í byrjun þessa árs og fyrst
í stað virtist hún eiga í fullu tré
við fremstu skákmenn þessa
lands. Hún byrjaði á því að
leggja Jón L. Árnason að velli
í frægri skák og nokkrum um-
ferðum síðar virtist ætla að
fara eins fyrir Jóhanni Hjartar-
syni. Hann slapp með jafntefli
og þá hófst martröðin. í níu
skákum gegn íslenskum titil-
höfum frá og með þeirri skák
og að meðtöldu mótinu í
Gausdal hefur hún aðeins
fengið Vi vinning. Hún tefldi
við Guðmund Sigurjónsson í
5. umferð þessa móts. Viður-
eign þeirra var um margt
merkilega keimlík skák þeirra
á Búnaðarbankamótinu:
Hvítt: Guðmundur Sigurjóns-
son.
Svart: Pia Cramling.
Nimzoindversk vörn
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rc3 Bb4
4. e3 c5
5. a3 Bxc3f
6. bxc3 0-0
7. Bd3 d5
(Traustari aðferð til þess að
mæta Sámisch - afbrigðinu þyk-
ir 7. - b6 8.0-0 Ba6 9. e4 Re8!)
8. cxd5 exd5
9. Re2 Rc6
10. 0-0 He8
11.13 Bd7
12. Rg3 Dc7
(Ljubojevic lék 12. - Da5 gegn
Petrosjan í skákmótinu í
Niksic s.l. haust. Eftir því sem
næst verður komist var þetta
síðasta sigurskák Petrosjan.
Hann náði öflugu frumkvæði
eftir 13. Dd2 Da414. Hbl!Ra5
15. Bc2 Dc4 16. Bd3 Da4 17.
e4! Það gefur auga leið að
möguleikar hvíts liggja í fram-
rás miðborðspeðanna á meðan
svartur sækist eftir eftir færum
á drottningarvæng. Reynslan
hefur sýnt að svartur á erfitt
um vik í þessu afbrigði.)
13. Ha2 Had8
14. He2 a5
15. Khl b5!?
(Þetta má heita einkennandi
leikaðferð fyrir Piu. Hún leitar
. Helgl
Olafsson
skrifar
umskák
eftir öllum tiltækum leiðum til
þess að ná mótspili. B5 - peðið
er ósnertanlegt : 15. Bxb5?
Rxd4! 16. Bxd7 Rxe217. Bxe8
Rxg3f o.s.frv.)
16. Bb2 Re7
17. Dd2 Rg6
(Pia var vart búin að sleppa
riddaranum þegar Ijósin fóru
af skáksalnum - atvik sem oft
hendir á skákmótum. í miklu
fárviðri sem gerði þegar 1.
umferð Grindavíkurmótsins
fór fram fóru ljósin rétt um
það bil þegar skákir áttu að
fara í bið. Hugsuðu menn þá
biðleiki sína yfir kertaljósi. En
í Gausdal varaði rafmagnsleys-
ið harla lengi, 2. klst! Menn
voru beðnir um að vera ekki
að þvæla í stöðunum á meðan,
en þegar tekið var til við þessa
skák að nýju komu næstu leikir
leifturhratt.)
18. e4! dxe4
19. fxe4 b4?
(Pía lék þessum slæma leik
samstundis. Þrátt fyrir hléið
hafði hún ekki öðlast nægilega
innsýn í stöðuna. Best var 18.
- Rg4 og staðan er flókin og
óljós þó möguleikar hvíts séu
sennilga betri.)
20. axb4 axb4
21. cxb4 cxb4
22. Hxf6!
(Þessi skiptamunsfórn vísar
beinustu leið til sigurs rétt eins
og skiptamunsfórn Guðmund-
ar gegn Piu á Búnaðarbanka-
mótinu. Hún kom einnig í 22.
leik.)
22... gxf6
23. Rh5 Kh8
24. Dg6 Hg8
25. Bxd4
- og svartur gafst upp. Lag-
legur sigur hjá Guðmundi en
sá grunur læðist að manni að
Pia eigi verulega erfitt með að
tefla við íslendinga.
Með því
aö fylla út
þennan
seðil getur
þú fengið
sent tii þín
nýtt eintak
x
n>
af NT hlað-
ið fréttum
á hverjum
degi.