NT - 21.08.1984, Blaðsíða 6

NT - 21.08.1984, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 21. ágúst 1984 6 Landsbyggðin: Ég fer líka í sveit og ligga, ligga lá... Frá Stefáni Lárusi Pálssyni frótturitara NT Akranesi: ■ Hjónin Linda Samúcls- dóttir og Guðni Pórðarson hófu í sumar rekstur sumar- dvalarheimilis fyrir börn. Linda sagði fréttamanni NT sem staldraði þar við, að þau hjónin hefðu flutt að Tungu frá Akranesi fyrir þrem árum. Fljótt hefði komið í Ijós að skilyrði voru ekki til að reka hefðbundinn búskap á nægi- lega arðbæran hátt; hefði þeim komið til hugar að setja upp sumardvalarheimili sem „aukabúgrein". Sá draumur varð að svo að veruleika í vor. Þá festu þau kaup á 200 fm húsi sem verið hafði félags- heimili starfsfólks við Grund- artanga. Auðvelt var að taka húsið sundur í einingar og flytja upp að Tungu og stækka lítillega. Fyrstu börnin komu svo til dvalar2. júní. Flest hafa þau verið 22 í einu, en há- marksfjöldi er 40 börn á viku. Dvalartími er breytilegur, frá viku upp í mánuð eða lengur. Mikið hefur verið spurt um pláss undanfarið, og kvaðst Linda hafa haft börn í sumar af öllum landshornum nema af Austfjörðum. Fréttamaður spurði börnin hvernig þeim líkaði vistin? Öll sögðust þau ætla að koma aftur, og helst að vera lengur. „Við ætlum sko að vera lengi næst“ sögðu tveir 4 og 6 ára bræður úr Reykjavík, íklæddir Liverpool-peysum. Aðspurðir sögðust þeir ekki halda með neinu liði í Reykja- vík, snöruðu sér í heiðgulan og svartan ÍA-galla, og upplýstu að Skagamenn væru langbestir í boltanum! Linda sagði að vikan gengi þannig fyrir sig, að á laugar- dögum væri skipt um gesti. Börnin færu á fætur kl. níu alla daga og snæddu morgunverð, síðan væri tímanum til hádegis eytt við íþróttir og leiki. Yngri börnin æfa 60 metra hlaup, en þau eldri 100 metrana. Allir æfa langstökk. Síðan er hádeg- ismatur. ■ Það er gott að kæla sig eftir vel heppnaðan útreiðartúr... og miklu skemmtilegra að koma í svona alvöru poll heldur en sundlaugarnar í henni Reykjavík. ■ Prr,... þeim er nú greinilega sumum svoldið kalt, enda nýkomin úr buslinu en önnur voru strax komin á hestbak aftur. Á sunnudögum og fimmtu- dögum er farið í langar göngu- ferðir með nesti og ef veður leyfir. Mánudagar og þriðj- udagar eru helgaðir hesta- mennsku. Þá fá öll bömin að koma á hestbak undir umsjón starfsfólks, en þægir og góðir hestar eru tiltækir í Tungu. Á miðvikudag er hópferð með rútu í sundlaugina á Leirá, en föstudagar eru keppnisdagar í íþróttum. Þá eru afhent viður- kenningarskjöl fyrir árangur í íþróttum vikunnar. Kvöld- vökur eru mánudags- og föstu- dagskvöld. Margt annað er um að vera. T.d. hefur sr. Jón Einarsson haldið barnaguð- þjónustu. Reynt er að halda útigrillveislu einu sinni í viku. Þá eru snæddar pylsur með tilheyrandi. Greinilegt er að samvistir við dýrin eru börnun- um hugleikin. Kettlingurinn Doppa átti greinilega óskipta samúð allra, en hún þarf á dýraspítalann vegna fótar- meins. Heimilið í Tungu stendur í fallegu umhverfi. Húsakynni eru rúmgóð og vistleg. Guðni sagði að ýmislegt mætti lagfæra að fenginni reynslu þessa fyrsta sumars. Vikudvöl fyrir eitt barn kostaði með ferð frá Reykjavík kr. 2.850.-. Reynslan í sumar gæfi á- stæðu til bjartsýni. Þegar undirritaðan bar að garði voru börnin að busla í polli í bæjar- læknum eftir velheppnaðan reiðtúr undir eftirliti. Ög þegar rennt var úr hlaði voru þau að ieik á nýslegnu túni undir um- sjón starfsstúlku, en þær eru þrjár í föstu starfi. Ein þeirra er 15 ára blómarós hafði nýlega ort kvæði sem byrjar svona: Ef börnin í sveitina vilja fara á borginni orðin leið. g Húsfreyjunni var það ekkert á möti skapi að stilla sér upp Þa talið viö okkur bara framan við útidyrnar , Svínadal en Guðni neitaði alfarið að og leiðin er orðm greið. ^ sig - slík, fyrirsaítuh|utverk. ■ Með þeim hjónum, Lindu og Guðna.eru við barnagæsluna nokkrar unglingsstúlkur sem vafalaust prísa sig sælar að vera lausar úr borgarskarkalanum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.