NT - 21.08.1984, Blaðsíða 3

NT - 21.08.1984, Blaðsíða 3
Brýtur starfsemi Avöxtunar bankalögin? „Þarf starfsleyfi til móttöku á innlánum“ - málið lagt fyrir viðskiptaráðuneytið, segir Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlitsins ■ „Ef þarnaer um að ræða móttöku innlánsfjár frá almenn- ingi, og boðin ákveðin vaxta- kjör, þá er það samkvæmt mín- um skilningi brot á banka- lögum,“ sagði Þórður Olafsson, forstöðumaður bankaeftirlits- ins í samtali við NT í gær um starfsemi Avöxtunar s.f., sem stundar ávöxtun sparifjár fyrir almenning, með hærri vöxtum en bankar greiða. „Reglan er sú,“ sagði Þórður, „að það hafa engir heimildir til þess að taka á móti innlánum frá almenningi til ávöxtunar nema þeir sem hafa fengið starfs- leyfi samkvæmt lögum. Það eru bankar og sparisjóðir, innláns- deildir samvinnufélaga, Söfn- unarsjóður íslands og Póst- gíróstofan, sem nú hafa þessar heimildir.11 Hvað varðaði mál Ávöxtunar sf. sagði Þórður Ólafsson það vera á því stigi að hann vildi ekki úttala sig um það. „Okkar skyldur eru þær að gera við- skiptaráðuneytinu grein fyrir öllum þeim atriðum sem við komumst að að séu ekki í samræmi við gildandi lög, og við höfum gert það í þessu tilfelli." Er þá afskiptum bankaeftir- litsins af því lokið? var spurt. „Nei, málið er í skoðun," svar- aði Þórður. Aðspurður um hvort afskipti bankaeftirlitsins ættu e.t.v. ræt- ur að rekja til þess að einkafyr- ■ „Við höfum starfað algjörlega fyrir opnum tjöldum, og mér finnst að það hafi tekið þá ansi langan tíma að átta sig ef við höfum starfað ólöglega í eitt og hálft ár,“ sagði Ármann Reynisson, fram- kvæmdastjóri Ávöxtunar sf., en bankeftirlitið hefur gert athuga- semdir við starfsemi fyrírtækis- ins. „Við bjóðum upp á ávöxtunar- þjónustu á sparifé,“ sagði Ármann „en þetta er ný þjónusta hér á landi, þó það hafi auðvitað tíðkast á íslandi fyrr að einkaaðilar tækju að sér fjárvörslu. Okkar starf felst í því að við kaupum skuldabréf af fyrirtækjum, og fjárfestum í þeim með sparifé frá almenningi. Það er engin bindiskylda á sparifénu, og við getum losað fjármunina með irtæki byðu hærri vexti en bankar, kvað Þórður nei við, og sagði hér vera eingöngu um prinsipmál að ræða. stuttum fyrirvara án þess að ávöxt- unarkjörin breytist." Ávöxtun hefur í framhaldi af vaxtaákvörðunum bankanna auglýst hækkun á föstum vöxtum á sparifé, í 32%, og á vöxtum um- fram verðtryggingu samkvæmt lánskjaravísitölu í allt að 10%. Sparisjóðsbækur banka bera 17% vexti, og verðtryggir reikningar hæst 6,5%. Ármann Reynisson sagði það væri eðlilegt í samkeppninni að þegar einhver biði betur þá kæmi öfund hjá þeim sem undir væru. Ármann sagði að starfsemi Ávöxtunar væri í samræmi við starfsemi fjölmargra einkaaðila í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um - á sjöunda þúsund aðila í Bandaríkjunum einum; þar væri 28% peningamarkaðarins í hönd- um slíkra aðila. „Hér hefur verið alltof mikil miðstýring á peningamarkaðn- um,“ sagði Ármann ennfremur," og ég er hærddur um að sparnaður hefði orðið meiri cn erlendar skuldir lægri ef þjónusta á borð við okkar hefði komið fram fyrr. Bankalöggjöfin er úrelt, en löggjöf þróast nú oft eftir nýjungum sem koma upp. Ég álít að það séu miklar breytingar í vændum á næstu árum. En ég hef ekki áhuga á að reka starfsemi sem er 30 til 50 árum á eftir tímanum.“ Um lagalegan grundvöll fyrir starfseminni sagði Ármann að það væri öllum heimilt að gera samn- „Löggjöf þróast oft eftir nýjungum sem koma upp“ - segir Ármann Reynisson, framkvæmdastjóri Ávöxtunar Þriðjudagur 21. ágúst 1984 2 Eftirlitið þarf ekki að bíða eftir ráðu- neytinu - segirBjörnLíndal íviðskipta- ráðuneytinu ■ Ármann Reynisson, fram- kvæmdastjóri Ávöxtunar sf. inga í þessu þjóðfélagi: „Ef þetta væri ólöglegt, þá byggjum við alls ekki í lýðræðisþjóðfélagi." ■ Björn Líndal, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu. ■ „Við erum búnir að kynna okkur efni hennar, en það liggur engin ákvörðun fyrir frá ráðherra,“ sagði Björn Líndal, deildarstjóri í viðskiptaráðu- neytinu, er hann var spurður um afgreiðslu ráðuneytisins á skýrslu bankaeftirlitsins vegna athugana þess á starfsemi Ávöxtunar s.f., en eftirlitið sendi skýrsluna frá sér fyrir einum og hálfum mánuði. Björn sagðist búast við að afstaða ráðuneytisins myndi liggja fyrir innan fárra vikna. í rauninni þyrfti eftirlitið ekki samkvæmt lögum að bíða eftir afstöðu ráðuneytisins, en eftir- litið er framkvæmdaaðili í málum sem þessum. „Það er ljóst að samkvæmt viðskiptabankafrumvarpinu sem bankamálanefnd skilaði af sér, þá yrði þessi starfsemi talin ólögleg,“ sagði Björn ennfremur. „Hins vegar hefur skilgreining á bankastarfsemi verið nokkuðóljós í íslenskum lögum hingað til.“ Canon 3 DLYMPIU METHAFÍNN Framkvæmdanefnd Olympíuleikana valdi Catton myndavél leikanna í LA.1984 Linsurnar á sjónvarpsvélum A.B.C. Sjénvarpsstðdvarinnar voru einnig frammleiddar a( Canoti

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.