NT - 21.08.1984, Blaðsíða 24

NT - 21.08.1984, Blaðsíða 24
 HRINGDU Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólaitiringinn. Greiddar verða 1000 krónur ffyrir hverja ábendingu sem leiðir til ffréttar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðir til bitastaeðustu ffréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt Svavar Guðni Svavars- son með viður- kenningargrip- ina frá Reagan forseta, sem hann nú hefur í hyggju að skila. Á innfelldu myndunum sjást gullpeningurinn; Metal of Merit ásamt heiðurs- skjali og áritaðri mynd af forset- anum sjálfum. NT-myndir: Kóbert íslendingur sem á í útistöðum við yf irmenn sína á Vellinum: Ætlar að skila persónulegum viðurkenningum frá Reagan!! ■ „Ég hef hugsað mér að fara með þessar viðurkenningar, þakka fyrir góða viðkynningu og skila þeim, því sú framkoma sem ég varð fyrir er ekki mönnum bjóðandi.“ Það er Svavar Guðni Svavarsson sem svo mælir og er þungt niðri fyrir. Hann er múrarameistari að atvinnu og hefur undanfarin fimm ár starfað fyrir varnarliðið suður á Keflavíkurvelli. Hefur hann fengið margar viðurkenningar fyrir störf sín þar syðra og síðast í fyrra fékk hann sendar persónulegar viðurkenningar frá forseta Bandaríkjanna Ronald Reagan og konu hans, frú Nancy Reagan. Er þar um að ræða þjóðfána Bandaríkjanna, sérlega áritaða mynd af forsetanum, viðurkenningarskjal og gullpening; Metal of Merit í skotheldu stálhylki, klæddu bláu plussi. Þær eru veittar fyrir störf í þágu samskipta íslensku og bandarísku þjóðanna, en að sögn Svavars sinnti hann ýmsum störfum sem þurftisérstakrargætni við í samstarfl við fólk er hann var aðstoðarframkvæmdastjóri húsnæðisdeildar vamarliðsins. Sagði upp sjálfur Við spyrjum Svavar hver sé ástæðan fyrir þessum orðum hans og hann svarar að bragði. „Ég þurfti að fara til útlanda í vetur til að sinna einkaerindum og bað um að fá að taka mitt sumarfrí fyrirfram, en því var alfarið neitað af yfirmanni mínum. Nú, ég tók mér þá frí án launa og við því var auðvit- að ekkert að gera, en er ég kom til baka þann 13. febrúar s.l. var mér sagt af yfirmanni mínum að búið væri að reka mig. Ég hafði þá strax sam- band við æðstu yfirmenn varn- arliðsins og tjáðu þeir mér að þetta væri rangt. Þá hafði ég aftur samband við yfirmann minn og sagðist hann þá ekki hafa meint það sem hann sagði og er mér síðan boðið starf, sem er tæplega helmingur þeirra launa er ég hafði. Mér þótti þetta lítilfjörlegt tilboð og held að enginn hefði getað tekið því, að minnsta kosti gat ég ekki gert það, virðingar minnar vegna. Þann 26. mars s.l. skrifaði ég síðan bréf og sagði upp starfi mínu og þegar ég var beðinn um skýringu neitaði ég því alfarið, enda vissu þeir mætavel hvern- ig málinu var háttað.“ Fer áfram Hvernig standa þessi mál í augnablikinu? „Það má segja að það hafi verið eldur í símanum síðan ég hótaði að skila þessum viður- kenningum og það hefur verið hringt stanslaust í mig. Mér er ekki ljóst ennþá hvað þeir ætla að gera, en fyrir mig skiptir þetta ekki lengur máli. Málið er núna í höndunum á góðum lögfræðingi, sem mun annast þetta fyrir mig. Ég varð þarna fyrir dálitlum „hnykk", eins og það er orðað og hef ekki verið fær til að fara til vinnu síðan. Ég er með læknisvottorð og reikna með því að ég muni krefjast launa alveg þar til þeir bjóða mér starf sambærilegt því er ég hafði, eða þar til ég fæ fulla uppreisn æru.“ Hvað hyggstu fyrir nú? „Það er búið að bjóða mér starf við tímaritið Skák og eins hefur verið farið þess á leit við mig að vera byggingarmeistari við fjögur stór verk hér á höfuðborgarsvæðinu en vegna þess áfalls sem allt þetta mál hefur verið mér er ég ekki fær um að taka þessi störf að mér eins og stendur. Suðureftir fer ég einungis svo fremi sem mér býðst betra starf en það sem ég hafði. Ég held að ég eigi velvilja að fagna þarna suðurfrá, ég var að vísu harður eftiriitsmaður, en það komu heldur engir gallar fram þar sem ég starfaði! Þess vegna sárnar mér þessi óréttláta framkoma. Og til að bíta höfuðið af skömminni þá var persónu- legum eigum mínum haldið frá mér þarna suðurfrá og er ég loksins fékk þær til baka vant- aði einn veigamesta hlutinn." Hvaða hlut? „Það vantaði mynd af Nancy og Ronald Reagan, sem var árituð af þeim báðum og það vill enginn kannast við hvar hún er niður komin. Ég hef margoft haft samband við þá suðurfrá en engin svör fengið. Mér er alltaf tjáð að málið sé í rannsókn. Þessi mynd fylgdi með viðurkenningunum sem ég fékk í fyrra og þó að ég sé að hugsa um að skila þessu öllu saman, þá finnst mér hart að eigur manna séu gerðar upp- tækar og komist síðan ekki til skila. En það er eftir öðru í þessu máli..‘.‘

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.