NT - 21.08.1984, Blaðsíða 5

NT - 21.08.1984, Blaðsíða 5
IX Þriðjudagur 21. ágúst 1984 ..... ' '■ . íá Ballstríð í Borgarfirði Frá Mapnúsi Mapnússyni fréttarítara NT í Reykholtsdal: ■ Hótel Borgarnes hefur á undanförnum misserum boðið öðrum samkomuhöldurum í héraðinu birginn í skemmtana- haldi. Næstliðin sumur hefur ríkt samkomulag um það hvern- ig helgum hefur verið skipt á samkomuhúsin og því ekki komið til að tveir dansleikir séu haldnir sömu helgina. Hótel Borgarnes hefur nú rofið þetta með því að fá til sín margar af bestu hljómsveitum landsins og halda dansleiki í Borgarnesi á föstudags og sunnudagskvöld- um. Þykir forsvarsmönnum fél- agsheimilanna nóg um og er haft eftir einum þeirra að haldi þessu fram þá sé þess skammt að bíða að allt dansleikjahald félagsheimilanna í Borgarfirði leggist niður. Félagsheimilin mótmæltu þessum hátíðum hótelsins á úthlutunarfundi með sýslu- manni í vor, en ekkert var. aðhafst af hans hálfu. Að sögn Gísla Kjartanssonar sýslufull- trúa í Borgarnesi er réttur hótelsins til þess að bjóða upp á tónlist ótvíræður þar eð hótel- ið hefur vínveitingaleyfi allt árið. Samkomuhúsahaldarar telja þetta aftur á móti óviðun- Orkuverð Hækkar í 20,5 millidali - Framleiðslukostnaður rafmagns helmingi hærri en hér ■ í samræmi við niður- stöður gerðardóms hefur orkuverð til fransks álvers í Grikldandi nýverið verið hækkað úr 15 millidölum í 20,5 millidali á kílówattstund fyrir árið 1985, en samningur aðila rann út árið 1983. Hækkunin er afturvirk. Verður 18,6 millidalir fyrir árið 1983 og 19,5 millidalir fyrir árið 1984. Til saman- burðar má geta þess að orku- verð til álversins í Straumsvík er 9,5 millidalir, en samn- ingaviðræður um endur- skoðun á núverandi samningi milli íslendinga og Alusuisse munu halda áfram í Zurich í Sviss 23. og 24. ágúst n.k. Báðir aðilar hafa lýst ó- ánægju sinni með niðurstöður gerðardómsins og hefur orkumálaráðherra Grikk- lands lýst því yfir, að hann vilji setja málið í grískan gerðardóm og reyna þannig að fá hærra verð. Fram- leiðsluverð á rafmagni er hátt í Grikklandi eða um 44 milli- dalir á kílówattstund skv. skýrslu frá breskri ráðgjafa- stofnun Commodities Res- earch Unit Limited, miðað við árið 1980 (18-22 millidalir hér). Um 80% af rafmagninu er framleitt úr brúnkolum og olíu, en aðeins um 20% með vatnsafli. Þácrfyrirsjáanlegt að Grikkir verða uppiskroppa með brúnkol árið 1990 og mögulegar vatnsaflsstöðvar verða þá að fullu nýttar. Eftir það verða Grikkir að byggja á innfluttum kolum og kjarnorku í rafmagnsfram- leiðslunni. Álverksmiðjan í Grikk- landi er að 60% í eigu fransks álhrings Pechinery, sem þjóðnýttur var fyrir nokkrum árum. Verksmiðjan hóf framleiðslu 1966 og var fram- leiðslugetan þá 62 þús. tonn á ári. Hún var stækkuð árið 1973 og afkastar nú 145 þús. tonnum (ísal afkastar 80 þús. tonnum á ári). Orkunotkun verksmiðjunnar er u.þ.b. 10% af orkunotkun Grikkja (ísal notar 35% af orkufram- leiðslu íslendinga.) Hin dýra raforkufram- leiðsla er s.s. mikið vanda- mál hjá Grikkjum og greiddi álverksmiðjan á árunum 1980, 1981 og 1982 helming af þeim ágóða, sem fór um fram 10% af veltu, til þess fyrirtækis sem framleiðir raf- magnið. Forseti gerðardómsins var svissneskur (svo) og með honum var grískur maður og franskur. (Ath. Millidalurerhérnotað í stað orðskrípisins mill, en um er að ræða verðeiningu sem stendur fyrir 1/1000 úr Bandaríkjadal) ■ Hótelið í Borgamesi. Þar eru nú haldnir stordansleikir og er þá ekkert tillit tekið til þeirrar skiptingar á ball-helgum sem félagsheimilin í héraðinu hafa gert með sér. andi og benda á að það sé nokkuð dýr tónlist yfir vínglasi að fá Sumargleðina, Stuðmenn og fleiri til að skemmta gestum. Þannig var aðgöngumiðaverð á dansleikíhótelinu ,núsíðastlið- inn föstudag 400 krónur og mættu um 700 manns á sam- komuna. Hafa margir í Borgar- nesi orðið til að spyrja sig þeirr- ar spui ningar hvort það sé hrein tilviljun að hótelið hefur dans- leikjarekstur nú því einn stjómar- manna í hótelinu hefur einmitt með úthlutun dansleikjaleyfa fyrir sýslumannsembættið að gera. I viðtali fréttaritara NT við einn lögregluþjóna í Borgarnesi kom fram að allt niður í 14 til 15 ára unglingar hefðu komist inn á fyrrnefndan dansleik í Hótel Borganes nú um helgina. Dansleikjahald í Borgarfirði hefur annars verið fremur líflegt undanfarin sumur og og ennþá haldið ball í einhverju samkomu- húsanna um hverja helgi. ( ■ Baráttan um ballgcsti í Borgarfírði virðist fara harðn- andi, því þrátt fyrir stöðugar rigningar heldur tjúttið áfram og segja fróðir menn að í bígerð sé að hanna sérstakan vatns- heldan samkvæmisklæðnað fyr- ir íbúa á Suðvesturlandi. i ISEGG IVKjmG A ISIAMll! r stærðarflokkuð og gæðaskoðuð egg frá ÍSEGG. lOlítll ® ÍSEGG Þyngdarfli pakkaði lOmeðal ®ÍSEGG ttyngdarfli pakkaði ÍSEGG lOstór ® ÍSEGG ttyngdarfli pakkaðt bcst fyrlrt verðt SAMBAND EGGJAFRAMLEIÐENDA Vesturvör 27. 200. Kópavogur. Sími: 45222. 35 22 v.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.