NT - 09.01.1985, Blaðsíða 2

NT - 09.01.1985, Blaðsíða 2
■ Þau greindu frá upplýsingaherferðinni á blaðamannafundi í gær. Snjólaug Ólafsdóttir ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs, Stefán Benediktsson alþm., sem sæti á í upplýsinganefndinni, Páll Pétursson formaður forsætisnefndar Norðurlandaráðs, Guðrún Helgadóttir, formaður upplýsinganefndarinnar og Kristín Stefáns- dóttir, sem sá um samningu bæklingsins af íslands hálfu ásamt Karli Jeppesen. NT-mynd: Sverrir Norðurlandaráð kynnir starf- semi sína fyr- ir ungu fólki I í samræmi við samþykkt forsætisnefndar Norðurlandaráðs frá haustinu 1983, hefur verið unnið að undirbúningi upplýsingaher- ferðar meðal ungs fólks á Norðurlöndum um starfsemí Norðurlanda- ráðs og ávinninga af norrænni samvinnu. Það er upplýsinganefnd Norðurlandaráðs sem hefur haft veg og vanda af undirbúningnum. Kveikjan að þessari ákvörðun er sú að í skoðanakönnun meðal ungs fólks sem framkvæmd var 1983 kom fram mikill áhugi á starfsemi Norðurlandaráðs, en um leið vanþekking á því hvert gagn það starf hefði haft fyrir íbúa Norðurlanda. A blaðamannafundi í gær voru kynntir bæklingar með að- gengilegum fróðleik um Norðurlöndin og þær þjóðir sem þau byggja en þessir bæklingar eru gefnir út samtímis á 8 tungu- málum, sem töluð eru á Norður- löndum og verður þeim dreift til skóla og æskulýðsfélaga. Efnið var unnið á mjög óvenjulegan hátt, leitað var samstarfs við samtök æskufólks á Norður- löndunum og m.a. var haldin ráðstefna í Malmö s.l. vor þar sem saman voru komnir 80 fulltrúar þessara samtaka og urðu þar líflegar umræður um innihald kynningarinnar. Síðan vann sérstök nefnd að samningu bæklinganna og voru fulltrúar Islands í því starfi þau Karl Jeppesen og Kristín Stefáns- dóttir. í framhaldi af þessari kynn- ingu verður efnt til ritgerðasam- keppni meðal ungra Norður- landabúa um efnið „Norður- löndin, möguleikar.“ Rétt til þátttöku hafa nemendur 8. og 9. bekkjar grunnskóla og fólk undir 19 ára aldri, sem er virkt í æskulýðssamtökum. 38 þess- ara ritgerða verða verðlaunaðar og gefnar út í sérstakri bók í lok ársins og verðlaunahöfum boðið til Lundar í Svíþjóð dagana 12.-15. desember, þar sem þeim gefst kostur á að kynnast og ræða um þátt æskufólks í norr- ænu samstarfi. Larsen lá fyrir arftaka sínum önnur umfcrð svæðamótsins í Gausdal: ■ í dag beinast augu flestra að viðureign dönsku keppendanna Þótt Bent Larsen hafi tapað í fyrstu umferð, eftir ævintýra- lega viðureign við Margeir Pét- ursson, þá þarf eitt tap til eða frá ekki að koma svo mikið að sök. Hann gengur einbeittur til leiks við Curt Hansen. Þó Bent hafi svart er hann greinilega staðráðinn í að bæta sér upp tapið frá því í gær. Hann teflir þungt og fast, notfærir sér óná- kvæman peðsleik mótstöðu- mannsins og nær umtalsverðum yfirburðum, og virðist hafa alla þræði í hendi sér. Hansen verst af grimmd og ákafar tilraunir Larsens virðast ekki ætla að verða að miklu haldi. Eftir 5 klukkustunda setu fer skákin í bið. Undirritaður gerist svo djarfur að spyrja meistarann hvernig staðan sé. „örlítið betri, en hann á að halda jafn- tefli,“ er svarið. Þegar bið- skákirnar hafa verið tefldar í um það bil klukkustund kem ég niður í sal til að fylgjast með baráttunni. Bentsiturmeðhönd undir kinn og ég skil það strax að eitthvað hefur farið úrskeið- is, og ekki ber á öðru en að vopnin hafi snúist í höndum hans. Tæplega þekkist nokkur baráttujaxl á borð við Larsen, en æði oft teygir hann sig of langt. í þessu tilviki hefur hann hleypt frípeði Hansens úr byrj- uninni of langt og glíman við að stöðva það lánast ekki. Skákir þessarar umferðar voru flestar heldur tilþrifaminni en í fyrstu umferð. Sá darrað- ardans sem þar var á ferðinni tók greinilega sinn toll. Stutt jafntefli varð í minni skák og Margeirs Péturssonar. Sama niðurstaða varð í skák Finn- anna, Yrjola og Westerinen, og skák Svíanna Ernst og Schússlers, en þó urðu snarpari viðureignir á þeim borðum. Þá náði Agdestein sér á strik og vann landa sinn, Moen, örugg- lega. Jóhann Hjartarson átti í nokkrum erfiðleikum með Ost- enstadt, þrátt fyrir að hafa unn- ið peð snemma tafls. Báðir lentu í tímahraki og þar missti Ostenstadt sennilega af mögu- leikanum ájafntefli. Skákinfór í bið, en staða Jóhanns var unnin, það tók hann aðeins örfáa leiki að ljúka verki sínu. Eftir tvær umferðir hafa fjórir skákmenn hlotið 1 Vi vinning. Auk Margeirs og Jóhanns, þeir Ernst og Hansen. Á botninum situr Bent Larsen ásamt Norð- manninum Moen. Þeir eiga enn eftir að komast á blað. II I • Ál » | *M Miðvikudagur 9. janúar 1985 Sambandið og Landsbankinn stærstu fyrirtæki á íslandi: Um 1 % íslendinga vinn- ur hjá Landsbankanum ■ „Samdráttur í höfuðatvinnuvegunum, fiskveiðum og vinnslu sjávaraflans er enn mjög vel merkjanlegur. Nú er svo komið að voldug útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni hafa mörg hver fallið í neðri sæti - sum jafnvel alveg út af listanum (um 100 stærstu fyrirtæki á Islandi 1983). Hins vegar hefur peningavaldið, bankar og sparisjóðir, haldið áfram „sigurgöngu“ sinni á listanum. Hinir „þrír stóru“, Landsbanki, Búnaðarbanki og Útvegs- banki halda vel í við verðbólguna, hver um sig með þetta rétt tæplega 100% veltuaukningu. Opinber verðbólgu- stuðull reyndist vera 71,6%. Það er því Ijóst að bankarnir voru reknir með ágætum hagnaði 1983“. Ofangreint er úr samantekt ritsins „Frjáls verslun“ á 100 stærstu fyrirtækjunum á íslandi árið 1983. Meðal annars sem þar er vakin athygli á er að innlendir orkusalar sigla hrað- byri upp framangreindan lista með langt yfir 100% aukningu, Landsvirkjun t.d. með 185% og hefur þá hoppað úr 18. í 13. sæti stærstu fyrirtækja á landinu. Stærð fyrirtækjanna er miðuð við veltu þeirra á árinu. Hjá bönkunum er miðað við brúttó vaxtatekjur og verðbætur þeirra. Sambandið er enn sem fyrr stærsta fyrirtækið, með nærri 7,1 milljarð í veltu þetta ár og 1.574 starfsmenn að meðaltali á árinu. Annað stærsta fyrirtækið var svo Landsbankinn með yfir 4,5 milljarða króna veltu og um 1.068 starfsmenn í fullu starfi að meðaltali, eða nær 1 af hverjum 100 vinnandi íslend- ingum. Meiri gróska virðist þó hafa verið í Landsbankanum en SÍS, bæði í veltuaukningu milli ára og fjölgun starfsmanna um 3,5% meðan starfsmannafjöldi SÍS stóð í stað. Sölumiðstöðin var í 3. sæti fast á hæla Lands- bankanum með veltu. Fimm önnur fyrirtæki höfðu yfir 2ja milljarða veltu: Flug- leiðir um 3,2 milljarða, ísal rúma 2,7 milljarða, Olíufélagið h.f. tæpa 2,7 milljarða, SÍF rúma 2,3 milljarða og KEA með rúman 2,1 milljarð króna. Starfsmenn KEA og Lands- bankans eru jafn margir að segja má. Brennandi biskup á jóladag ■ Um jólinhefursjónvarp- ið íslenska sýnt einhverja þá bestu mynd sem þar hefur sést. Mynd Bergmans um Fanny og Alexander. Mynd- in er óður til borgaralegs lífs, fjallar um manninn,langanir hans, þarfir og þrár. Auðvit- að fyllist lesendadálkur Morgunblaðsins af hræsnur- um sem kenna sig við kristni yfir því að svona „ljót“ mynd skuli sýnd á jólunum, þar af hluti hennar á sjálfan jóla- dag. Er það einkum atriðið þar sem skemmtilegasti mað- ur fjölskyldunnar er að skemmta börnunum í fjöl- skyldunni með því að reka við á kerti og slökkva þannig í því. Þetta samrýmist ekki kristindómi. Skil ekkert í sjónvarpinu að sýna ljótasta þáttinn á jóladag segir í cinu bréfanna. Þetta er alveg rétt. Sjónvarpið hefði átt að sjá sóma sinn í því að geyma þennan þátt þartil á gamíárs- kvöld. 1 staðinn hefði mátt sýna síðasta þáttinn, þegar kviknaði í biskupnum, á jóla- dag. Þá hefði nú heyrst... Höfum verið handteknir Bogi! ■ Eskfirðingar hafa ekki allir átt eins náðuga daga frá því upp komst um all sérstætt smygl þar eystra með togar- anum Hólmanesi. Sumir vilja þó meina að þetta hafi ekki verið meira en höfuð- paurarnir hafi átt skilið enda ganga sögur um að þeir hafi stundað þessa iðju um tíma. En önnur og nýrri saga geng- ur líka þarna í plássinu að sögn ættuð frá sýslumannin- um sjálfum, Boga Nilsson. Eftir að tveir af höfuð- paurunum höfðu verið napp- aðir aðfaranótt Þorláks- messu ætlaði annar þcirra að tilkynna skipstjóranum, sem heitir Finnbogi þessi ótíð- indi. En eins og oft vill verða þá varð manninum fingra- skortur á skífunni og hitti á kolvitlaust númer. Þar kom maður í símann og smyglar- inn stynur strax upp gælu- nafni skippersins, ,já, ílogi. það er búið að ná okkur.“ „Já, það var víst tími til kominn,“ svaraði sýslumað- urinnhinummegin á línunni og er þess ekki getið að samtalið hafi orðið íengra. En þennan seljum við ekki dýrara en við keyptum... Löggurí ham ■ Eins og venjulega á þrettándanum voru Reyk- vískir lögreglumenn sendir í Hafnarfjörð. Þeir stóðu sig vel eins og við var að búast og gengu vasklega fram. Eitt afreks- verka þeirra var, eftir að óeirðaseggirnir höfðu fellt jólatréð sem stóð á Thors- plani, að bregða spotta um tréð, hnýta aftan í bíl sinn og draga tréð langt út á Norður- garð. Ferðalag þetta spannar nokkur hundruð metra og lá meðal annars yfir cin fjöl- förnustu gatnamót þeirra WMMílIÍ gaflara. Ekki skeittu Iög- reglumennirnirneitt um jóla- Ijósaskraut trésins, sem hafði takmarkað gagn af ferðinni og að sjálfsögðu gerðu þeir félagar ekkert til að aftengja tréð í upphafi heldur slitu rafmagnsstrenginn sem lá í tréð. Að senda slíka lögreglu- menn til llafnarfjarðar, er svipað því að flytja kol til Newcastle. iráðinu: |i Lögreglan kvödd að handaríska sendiráðinu: „Sprengjan“ reyndist vera konfektkassi & I ll I! íá l "í ihU= il iU „4 -/i 3 is i

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.