NT - 09.01.1985, Blaðsíða 21

NT - 09.01.1985, Blaðsíða 21
 Miðvikudagur 9. janúar 1985 21 J LlL Útlönd Ný varnarmálastefna Grikkja: Ógnunin stafar frá Tyrklandi en ekki kommúnistaríkjunum Frakkland: Verkamenn taka skipasmíðastöð Aþena-Reuter ■ Grikkir gefa sér nýjar for- scndur fyrir stefnu sinni í varn- armálum. Grískir utanríkis- og varnar- málasérfræðingar mæltu í gær með nýrri varnarmálastefnu sem embættismenn sögðu felast í þeirri kenningu að hernaðarleg ógnun væri meiri frá Tyrklandi en kommúnistaríkjunum, þrátt fyrir að bæði Grikkland og Tyrkland væru aðilar að NATO Sérfræðingarnir sem áttu fund með forseta Grikklands. Andreas Papandreou, mæltu með slíkum stefnugrundvelli en nánari útfærsla stefnumörkunar- innar hefur ekki verið opinber- uð. Embættismenn sögðu fyrir fundinn að hernaðarleg ógnun stafaði ekki frá nágrannaríkjun- um, Júgóslavíu, Búlgaríu eða Albaníu. Ógnunin stafaði frá Tyrklandi. Kenningar sérfræðinganna byggja á þeirri hugmynd að „Grikkland krefjist einskis af öðrum þjóðum, og láti ekki af hendi yfirráð sín eða full- veldi." Grískir embættismenn sögðu að hin nýja kenning myndi ekki hafa áhrif á önnur NATO ríki. Papandreou hefur sagt að lang- tímamarkmið Grikkja sé úrsögn úr NATO. Dagblöð, tengd hinni íhalds- sömu stjórnarandstöðu sögðu varnarmálastefnuna ekki nýja, Grikkir hefðu ávallt lagt höfuð- ■ Sósíalistinn Andreas Pap- andreou, forsætisráðherra Grikklands. Grikkir boða nýja varnarmálastefnu sem byggir á þeirri forsendu að NATO-ríkið Tyrkland ógni Grikklandi en ógnun stafi ekki frá kommún- ískum nágrannaríkjum. Pap- andreou hefur sagt að langtíma- markmið Grikkja sé úrsögn úr NATO. áherslu á hugsanlega innrás Tyrkja síðan 1974, er Tyrkir gerðu innrás á Kýpur. La Seyne-Reuter ■ Næstum því þúsund verka- menn í La Seyne nálægt Toulon í Frakklandi hafa tekið skipa- smíðastöðina, þar sem þeir vinna, á sitt vald. Verkamennirnir hófu mót- mælaaðgerðir í gær vegna áætl- ana um að fækka starfsfólki við skipasmíðastöðina þar sem um fjögur þúsund verkamenn vinna. Þeir tilheyra CGT-verka- lýðsfélaginu sem er undir stjórn kommúnista. Pegar önnur verkalýðsfélög í Frakklandi skrifuðu undir samkomulag við stjórnvöld í desember um endurmenntun verkamanna neituðu fulltrúar CGT að skrifa undir. í lok síðustu viku fengu 480 verkamenn við skipasmíða- stöðina bréf um að þeir ættu að fara í endurþjálfun sem varð svo aftur til þess að verkamenn ákváðu að taka stöðina á sitt vald. Kolanámaverkfallið á Bretlandi: Níu námuverkamenn dæmdir Kveiktu í vögnum verkfallsbrjóta Derby-London-Reuler ■ Níu breskir námumenn, sem nú eru í verkfalli, hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir ofbeldi og íkveikjur. Námumennirnir munu hafa kvcikt í vögnum sem notaðir voru til þess að flytja verka- menn, sem virtu verkfallið að vettugi. 1 árásinni eyðilögðust fimm vagnar og eignir verktakafyrir- tækis. Dómurinn var kveðinn upp í Derby og var 18 ára námuverka- maður dæmdur í þriggja ára fengelsisvist fyrir að hafa vætt vagnana bensíni. Hinir átta verkamennirnir ásamt landbún- aðarverkamanni voru dæmdir í 30 mánaða fangelsi. Af hinu 10 mánaða verkfalli námumanna í Bretlandi bárust þær fréttir í gær, frá stjórn bresku kólanámanna, að 435 verkamenn hefðu mætt til vinnu í gær og bæst í hóp þeirra 1200 sem hófu störf í fyrradag. Stjórn kolamanna ver nú miklum fúlgum í áróðursher- ferð gegn verkfallinu. Haft er eftir stjórn námanna að meira 71000 manns hafi snúið aftur til vinnu af þeim 188000 sem starfa í kolanámunum. Verkalýðsfélagið, Samband kolanámumanna, hefur vísað þessum tölum á bug og segir að enn séu 140.000 manns í verk- falli. Arthur Scargill, formaður Sambands kolanámumanna, sagði að áróðursherferð náma- félagsins hefði gjörsamlega mis- heppnast. Stjórn kolanámanna hefur einbeití sér að áróðri gegn verk- fallinu síðan slitnaði upp úr samningaviðræðum í október á síðasta ári. 9,1 prósent atvinnuleysi í V-Þýskalandi Niircmiiers-Keuicr Vestur-Þýskalands, Norbert ■ Skráðir atvinnuleysingj- Blum, segir í viðtali við dag- ar í Vestur-Þýskalandi voru blaðið Bild í dag að Itann að meðaltali 2,27 inilljónir á hafi ekki trú á því að áætlanir síðasta ári sem er 9,1% af' stjórnvalda, um að skapa ný atvinnufærum inönnum. atvinnutækifæri, muni Rannsóknarstófnun minnka atvinnuleysið. Hann þýskra verkalýðsfélaga segir segist sjálfur telja að það Itins vegar að séu allir at- verði aö slaka á vinnulög- vinnuleysingjartaldirmcðcn gjöfinni til þcss að gefa at- ekki aöeins þeir sem liafa vinnurekendum frjálsari skráð sig hafi atvinnulausir í hcndur við að reka eða ráða fyrra verið um 3,68 milljónir fólk, það sé skarra að hafa eða 14,8%. vinnu til skamms tíma cn að Atvinnumálaráöhcrra vera stöðugt atvinnulaus. Vopnaviðræðufund inum í Genf lokið ■ Kolanámavcrkfallið á Bretlandi hefur einkennst af miklu ofbeldi. Arthur Scargill, leiðtogi kolanámumanna, hefur sjálfur margoft verið handtekinn fyrir það sem lögreglan telur vera ófríðsamlegt athæfí. Norskt skip fast í ís við suðurheimskautið Osló-Reutcr ■ Norska rannsóknaskipið Andenes er fast í þriggja metra þykkuin ís við suðurheimskaut- ið þar sem norskir vísindamenn hyggjast taka þátt í alþjóðaráð- Skíðakennari greiði bætur vegna snjóflóðs Grenoblc-Reutcr ■ Franskur dómstóll hefur dæmt skíðakennara til að greiða fímm milljónir franka (rúml. 20 milljónir isl. kr.) til Ijölskyldna fjögurra skíða- manna sem fórust í snjóslvsi fýrir tveim árum. í niðurstöðu dómsins segir að skíðakennarinn, Emile Ferrand, hafi gert sig sekan um vanrækslu á öryggisreglum með hóp 11 skíðamanna í frönsku Ölpunum í febrúar 1983. Daginn sem slysið átti sér stað, vöruðu yfirvöld við snjó- flóðahættu vegna mikilla snjó- þyngsla og sagt var að hættan væri sérstaklega mikil við Champagney-En-Vanoise þar sem Ferrand fór með hópinn. Tveir fullorðnir og tvö 13 ára gömul börn fórust í snjóflóð- stefnu á Beardomre-jökli á Suðurskautslandinu. Skipstjórinn, Torstein Myhre, segir að vísinda- mennirnir og áhafnarmeðlimir, samtals 41 maður, séu í engri hættu og að skipið muni líklega losna eftir nokkra daga. Auk Norðmannanna munu vísindamenn, diplómatar, lög- fræðingar og umhverfisvernd- unarmenn frá 27 öðrum löndum sækja ráðstefnuna á Beardom- re-jökli sem er í um 70C kíló- metra fjarlægð frá suðurskeut- inu. Þar er ætlunin að ræða framtíð 25 ára gamals alþjóða- samnings um Suðurskautsland- ið. Norsku vísindamennirnir munu einnig gera jarðlagarann- sóknir á Suðurskautslandinu, leita að loftsteinum og kanna hugsanleg námuefni. ■ Utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, George Shultz og Andrei Gromyko, ræddu um vígbúnað ríkja sinna í fímm tíma og tuttugu mínútur í gær. Á þessum fjórða vopna- viðræðufundi Bandaríkja- manna og Sovétmanna ræddust þeir Shultz og Gromyko við í samtals fjórtán og hálfa klukku- stund. Fyrir fundinn var talið heldur ólíklegt að nokkur ák- veðinn árangur myndi nást í átt til afvopnunar en menn eru þó almennt sammála um að það sé góðs viti að fulltrúar risaveld- anna skuli ræðast við um víg- búnað sinn. Hvorki Shultz né Gromyko Presti rænt í Líbanon Beirut-Rcuter ■ Bandariskum presti, Lawr- ence Martin Jenco, var rænt í gær í Líbanon aðeins hálfum sólarhríng eftir að mannræningj- ar létu svissneska sendiráðs- manninn Eric Wherli lausan úr haldi en honum var rænt á fimmtudag í síðustu viku. Faðir Jenco, sem er fimmtug- ur að aldri, er yfirmaður hjálp- arþjónustu sem bandarísk hjálparstofnun rekur í Bcirut. Hann er sagður hjartaveill. Skömmu áður en föður Jcnco var rænt skutu óþekktir byssu- menn transkan herforingja til bana í Beirut. vildu segja neitt við fréttamenn strax eftir fundinn í gær en seint í gærkvöldi boðaði Shultz þá 800 fréttamenn, sem hafa fylgst með viðræðunum, á sinn fund og mun hann þá hafa ætlað að skýra fréttamönnum frá árangri viðræðnanna ef einhver væri. Garðabær - Grindavík Umboðsmenn vantar fyrir NT í Grindavík, Hveragerði og Garða- bæ. Upplýsingar gefur dreifingarstjóri (Kjartan Ásmundsson) í síma 686300.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.