NT - 09.01.1985, Side 20

NT - 09.01.1985, Side 20
1u Miðvikudagur 9. janúar 1985 20 írakar ráðast á 3 skip í Persaflóa Baharain-Reuter ■ írakar segjast hafa ráðist á þrjú skip í gær. Þetta er annar dagurinn í röð sem þeir senda flugvélar til árása á skip í Persa- flóa. Árásirnar höfðu ekki enn all- ar verið staðfestar í gærkvöldi en svo virðist sem s uður-kóreskt flutningsskip hafi meðal ann- ars orðið fyrir skemmdum. í neyðarkalli frá flutningaskipinu Hanlim Mariner, sem er 11.367 tonn, segir að skipið hafi orðið fyrir flugskeyti og tveir áhafn- Lækkandi verðbólga í Finnlandi Helsinki-Reuter. ■ Verðbólga í Finnlandi var aðeins sex prósent á síð- asta ári samanborið við 8,5 prósent árið áður. Finnska stjórnin segist stefna að því að verðbólga á þessu ári ntinnki enn frekar og verði um sex prósent. Finnski seðlabankinn ákvað í gær vaxtalækkun eftir að forsætisráðherrann, Kalevi Sorsa, fór fram á að lánsvext- ir yrðu lækkaðir til að stuðla að auknum hagvexti í land- inu. Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Háti'im 12 - Sími 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Rcykjavlk - íslanJ Happdrætti Sjálfsbjargar 24. desember 1984. Aðalvinningur: Bifreið, Volvo 740 GL., árg. 1985 á miða nr. 30119 49 vinningar - vöruúttekt, að verðmæti kr. 4.500.00 hver. 1 8202 21183 35387 1453 10996 21286 36468 1604 11595 22602 36801 1869 12801 24385 39069 1963 12971 25421 40022 2322 14501 26462 40164 2500 14537 29035 40308 3775 15474 29046 42275 3825 17250 29936 44011 4849 19234 30345 44390 5206 20934 30549 46690 7593 7983 21142 34377 48053 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Sjúkraliðaskóli íslands Nýir nemendur verðateknir inn í skólann í byrjun mars 1985. Umsóknareyðublöð um skólavist liggja frammi á skrifstofu skólans að Suður- landsbraut 6, 4. hæð milli kl. 10 og 12. Umsóknir skulu berast fyrir 26. janúar n.k. Skólastjóri Framsóknarvist Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fram- sóknarvistsunnudaginn13.janúar kl. 14.00 að Hótel Hofi Rauðarárstíg 18. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Verð 150,- og innifalið eru kaffiveitingar. Allir velkomnir og takið með ykkur gesti. Stjórnin armeðlimir séu alvarlega særðir. Allt frá því að stríðið á milli írlands og íraks byrjaði í sept- ember 1980 hafa írakar reynt að stöðva olíuútflutning frana. ír- akar hafa lýst stríðsástandi á ákveðnum svæðum í Persaflóa í nágrenni við Kharg-eyju sem er aðalolíuútflutningshöfn írana. frakar og íranar hafa ráðist á yfir fimmtíu stór flutninga- og olíuskip frá því í ársbyrjun í fyrra. Irakar hafa yfirleitt skýrt frá sínum árásum en íranar hafa ekki viðurkennt neinar árásir. ■ Logandi olíuskip í Persaflóa. Þótt mörg oh'uskip hafi orðið fyrir árásum og laskast eða jafnvel sokkið í Persaflóastríðinu hefur stríðið orðið gullnáma fyrir tryggingarfyrirtæki. Þau hafa hækkað iðgjöld sín meira en nemur kostnaði vegna hærri bótagreiðslna. Hlutabréf hækka í Evrópu og Japan London-Reuter ■ Verð á hlutabréfum í London, Frankfurt og Tokyo hækkaði mikið á verðbréfamörkuðum í gær og hefur aldrei verið hærra. Verðbréfakaupmenn telja að hækkun hluta- bréfa stafi m.a. af háu gengi Bandaríkjadollars sem fólk telji að komi sér vel fyrir útflutningsfyrir- tæki í Evrópu og Japan. Dollarinn hækkað líka nokkuð í gær eftir að hafa lækkað skyndilega í fyrra- dag og gullverð var á upp- leið. Bandaríkjaþing: Frumvarp um viðskipta bann á Suður-Afríku Washington-Reuter ■ Bandarískir þingmenn leggja til að viðskiptabann verði sett á Suður-Afríku. 29 þingmenn á bandaríska þinginu lögðu fram frumvarp í gær í fulltrúadeildinni þess efnis að bann verði sett á útflutning tölva og vopna frá Bandaríkjun- um til Suður-Afríku. Frumvarpið er santhljóða frumvarpi sem dagaði uppi við þingslit í október síðastliðnum. „Reaganstjórnin hefur aflétt takmarkanir á útflutningi til Suður-Afríku,“ sagði þingmað- ur demókrata Howard Berrnan, „afleiðingin hefur verið aukin ofbeldisverk á íbúum Suður- Afríku.“ ■ Jóhannesarborg í Suður- Afríku. Kynþáttastefna stjórn- valda hefur skapað gífurlegan aðstöðumun á milli hvítra íbúa landsins og svartra. Hvítt fólk hefur myndað yflrstétt sem býr í höllum og háhýsum en blökku- menn, sem eru í miklum meiri- hluta búa í kofum í útjaðri borgarinnar. Kínverjar sviptir hádegis- blundinum ■ Nú um áramótin gengu í gildi nýjar reglur um hádcgisblund opin- berra starfsmanna í Peking. Nú fá starfs- mennirnir aðeins eina klukkustund í hádegis- verðarhlé í stað einnar og hállrar til tveggja klukku- stunda áður. Kínversk stjórnvöld segja að sá siður að leggja sig í hádeginu hafi dregið ntjög úr starfsorku fólks og tíminn eftir hádegi hafi ekki nýst sem skyldi. Með styttri hádegishléi ætti starfsfólk líka að geta lok- ið vinnudeginum fyrr og því fengið lengri tíma til tómstunda og fjölskyldu- lífs. Enn eitt sprengjutil- ræði Rauðu herdeildanna Karlsruhe-Rcutcr ■ Rauðu herdeildirnar í V- Þýskalandi eru grunaðar um að JAPANSKT GEIMFAR í HALASTJÖRNUFERD Tokyo-Reuter ■ Japanir hafa sent geimfar lil að kanna halastjörnu Halleys sem fer í gegnum sólkerflð á 76 ára fresti. Þetta er í fyrsta skipti sem Japanir senda geimfar út fyrir aðdráttarsvið jarðarinnar. Geimfarið heitir Sakigake sem þýður könnuður og það er 138 kíló á þyngd. Vísindamenn segja að á föstudaginn muni það komast á sjálfstæða braut um- hverfís sólu sem það muni fylgja þar til það kemst í námunda við halastjörnuna í mars á næsta ári j 4,4 til 5 milljón mílna fjarlægð frá jörðinni. Sovétmenn hafa einnig sent tvö geimför. Vega-1 og Vega-2, til móts við halastjörnuna og er ætlunin að þau sendi könnunar- Itylki niður á yfirborð Venusar á leið sinni. Japanska geimfarið Sakigake Itefur meðferðis tæki sem verða notuð til að kanna sólstorma og segulsvið á milli reikistjarn- í næsta ntánuði munu Japanir senda annað geimfar, Plánctu A, til móts við halastjörnu Halleys til að taka ntyndir af vetnisskýjum sem myndast fremst í halastjörnunni þegar hún nálgast sólina. Dr. Kunio Hirao, sem er framkvæmda- stjóri Plánetu A geintfarsins, segir að vísindamenn frá Banda- ríkjunum, Sovétríkjunum og Evrópsku geimstofnuninni hafi samþykkt að taka þátt í sameig- inlegum rannsóknum á hala- stjörnunni. hafa sprengt í loft upp olíu- leiðslu. Sprengjan sprakk nálægt olíuieiðslu NATO í nágrenni Giessen í gær. Talsmaður dóms- yfirvalda í héraðinu sagði að félagar í Rauðu herdeildunum væru grunaðir um verknaðinn. Sprengjan sprakk í viðgerðar- leiðslu sem lá við hlið olíuleiðsl- unnar en hún var ekki nægilega öflug og skemmdir því minni- háttar. Þetta er átjánda sprengjutil- ræðið síðan í byrjun desember en þessi alda sprenginga í V- Þýskalandi er talin vera í tengsl- um við hungurverkfall Rauðu herdeildanna í fangelsum þar í landi. Sprengingin varð á sama stað og sprenging hafði verið skráð á kort, sem fannst í íbúð félaga Rauðu herdeildanna, þegar þeir voru handteknir í júlí síðast liðnum.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.