NT - 09.01.1985, Blaðsíða 7
við viljum og því sem við
getum en við ættum að láta
það sem við getum verða tii
þess sem við viljum. Að virkja
fallvötn og reka stóriðjufyrir-
tæki eru hlutir, sem við kunn-
um sæmilega vel og áframhald
á þeirri braut skilar sér fljótt í
atvinnu og nokkrum arði.
Reynslan af tæknilegum mál-
efnum álfélagsins og árvekni
og röggsemi starfsmanna og
stjórnenda járnblendifélags-
ins, sem tóku við verksmiðju,
sem upphaflega var gerð fyrir
52.000 tonna ársframleiðslu og
framleiða nú í henni 59.000
tonn, sýna það og sanna.
Lífefnaiðnaður og jafnvel
fiskeldi þarf lengri aðdrag-
anda, enda erum við byrjendur
á því sviði, og þær greinar
krefjast tíma til undirbúnings
og fjármagns til að mæta þeim
kostnaði, sem lagt er út í við
undirbúning og uppbyggingu,
þar til tekjur af fjárfestingunni
skila sér. Ef erlendar skuldir
væru ekki eins sligandi og í dag
væri val okkar í ýmsum málum
annað og meira.
Stefnan hlýtur að vera sú að
jafnframt stórfyrirtækjum í
orkuiðnaði verði hlúð að
smærri fyrirtækjum, sem
byggja á sköpunarmætti ein-
staklingsins og athafnaþrá og
geta greitt hærra verð fyrir
raforkuna en hinar stóru
rekstrareiningar orkuiðjunn-
ar, sem finna rekstrargrund-
völl sinn í lágu raforkuverði.
Menn eiga ekki að velja á milli
stóriðju og smáiðnaðar, heldur
að byggja framleiðsluna á
breiðum grunni frá stóriðju
til smáiðnaðar og allt þar á
milli.
Ný stóriðja
Ef raktir eru þeir möguleik-
ar, sem gætu komið til greina í
framtíðinni fyrir utan stækkun
álvers, stækkun járnblendi-
verksmiðju og byggingu kís-
ilmálmverksmiðju á Reyðar-
firði, kemur til greina magnes-
íumframleiðsla, bæði með raf-
greiningaraðferðinni og raf-
bræðsluaðferðinni, þar sern hrá-
efnið er annars vegar sjór og
skeljasandur og hins vegar
járnblendi og dólomít. Seinni
aðferðin er mjög athyglisverð,
ef hægt er að nota fínefni og
undirverðsmálm frá járn-
blendiverksmiðjunni. Kalsíum
silisíð framleiðsla og járn-
krómframleiðsla með plasma-
tækni, þar krómgrýti frá
Grænlandi og Finnlandi yrði
Vettvangur
Nauðsyn þess að framleiða eldsneyti
fyrir flotann með innlendri orku fer
vaxandi og rannsóknir á þessu sviði
ætti skilyrðislaust að auka.
notað, eru einnig áhugaverðar.
Úrvinnsla kísilmálms í silikon-
efni eða framleiðsla einkris-
talla kísilmálms (poly/mono
Crystalline silicon) og innlend
eldsneytisframleiðsla eru einn-
ig áhugaverð.
Það er margt, sem bendir til
þess að það eru ekki einungis
togarar sem eru of margir á
íslandi, heldur einnig frysti-
hús. Eftir því sem ég kemst
næst fæst á mörkuðum í Japan
og Bandaríkjunum hærra verð
fyrir fisk, sem er frystur og
færður í umbúðir urn borð í
skipunum. Eetta mun leiða til
þess að eldsneytisnotkun tog-
ara mun aukast á hvert kíló
fisks, þótt siglingum af miðum
í land fækki. Nauðsyn þess að
framleiða eldsneyti fyrir flot-
ann með innlendri orku fer
vaxandi og rannsóknir á þessu
sviði ætti skilyrðislaust að
auka. Efframleiðslaeldsneytis
með innlendri orku er hag-
kvæm þá skapast grundvöllur
fyrir gífurlegri stóriðju, sem
væri mjög svo tímabær.
Efling iðnaðar
Brýn nauðsyn er á að efla
iðnað og treysta þannig efna-
hag þjóðarinnar. Eina raun-
hæfa tryggingin fyrir fullri at-
vinnu er öflug fyrirtæki. Sjóð-
ir þurfa að fá að geymast í
fyrirtækinu án sköttunar og
ávöxtunarmöguleika fyrir-
tækja þarf að bæta þannig að
almenningur og félagasamtök
sjái sér hag í því að fjárfesta í
fyrirtækjum og taka þar með
virkari þátt í atvinnulífinu.
Koma þarf á virkum hluta-
bréfamarkaði, sem tryggir að
arðsemissjónarmið ríki og að
stjórnendur fyrirtækja fái
nægilegt aðhald. Virkur hluta-
bréfamarkaður gerir m.a. rík-
inu mun auðveldara fyrir með
að auka og minnka eignir sínar
í ýmsum fyrirtækjum og gefur
öllum sparifjáreigendum og
sparendum tækifæri.
Efnahagsástand þjóðarinnar
mun ráða því hversu mikilvægt
verður að fá til samstarfs er-
lenda aðila. Ef erlendum aðil-
um er boðið til samstarfs við
ríkið um stóriðju þá eigum við
ekki að undanskilja virkjanirn-
ar, sem að baki liggja. Ýmis-
legt bendir til þess að hag-
kvæmari fjármögnun geti
fengist, ef fyrirtækið á virkjun-
ina, sem orkuna gefur, og að
ríkið verði fjármagni sínu bet-
ur með því að fjárfesta í fram-
leiðslufyrirtækjunum, þar sem
þeim er ætlað að bera meiri
arð en virkjanirnar, a.m.k.
fram til þessa. Reynsla Norð-
manna á samstarfi við erlend
fyrirtæki við öflun og vinnslu
olíunnar úr Norðursjó ætti að
verða okkur til hliðsjónar í
slíku samstarfi. Virkt forræði
íslendinga í eigin orkumálum
er nauðsyn, bæði hvað varðar
orkuöflun og orkunýtingu.
Samvinna við erlend fyrirtæki
á fyllilega rétt á sér, ef báðir
aðilar hafa hag af. 51% eignar-
aðild tryggir ekki virkt forræði,
ef þekkingu vantar á sviðum
framleiðslutækni og markaðs-
Menn eiga ekki að velja á milli stór-
iðju og smáiðnaðar, heldur að byggja
framleiðsluna á breiðum grunni frá
stóriðju til smáiðnaðar og allt þar á
milli.
Þetta eru óneitanlega grein-
arbetri lýsingar en þegar Al-
þýðublaðið sagði frú ferð
Kjartans um sömu slóðir í
sumar, en þá voru engar tölur
nefndar, enda lítið um Al-
þýðuflokksmenn á þessu
landsvæði. En auðvitað er
nýjabrum af Jóni Baldvin,
enda maðurinn ágætlega hress
og skemmtilegur, hvort sem
það leiðir til þess að Alþýðu-
flokkurinn verði stærsti flokk-
ur þjóðarinnar, eður ei.
En hin leyndu skilaboð Al-
þýðublaðsins í þessu blaði
sem fjallar að uppistöðu til um
hinn nýja Messías Alþýðu-
flokksins, má finna í dálki sem
heitir Molar, þar sem upplýst
er og fjallað um að Jesús hafi
ekki fæðst í gripahúsi eins og
álitið hefur verið um aldir,
heldur inni á venjulegu heim-
ili. M.ö.o. fæðingarstaðurhans
hafi ekki verið jafn merkilegur
og af hefur verið látið., Þetta
skiljist í því samhengi að þegar
Jón Baldvin var krýndur kon-
ungur Alþýðuflokksins var
ntikið gert úrþví að hann hefði
verið borinn í þennan heim í
Aiþýðuhúsinu ú ísafirði. Þetta
er gamalt stef úr konunga- og
Miðvikudagur 9. janúar 1985 7
setningar, en hún aftur á rnóti
skuldbindur landsmenn til þess
að leggja fram meirhluta fjár-
magnsins og ábyrgða.
Oskandi væri að almenn
fyrirtæki í landinu verði virkari
þátttakendur í stóriðjumálum
okkar og að færni stjórnenda
stærri fyrirtækjanna nýttist við
áætlanagerð, uppbyggingu og
rekstur stóriðju í framtíðinni.
Reynsla þeirra mála hefur sýnt
að full þörf er á að við undir-
búning og samninga um stór-
iðju þurfum við á okkar fær-
ustu mönnum að halda og
atvinnulífið geymir marga
þeirra.
Lokaorð
Verð í lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskrlft 300 kr.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
' Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT..
Prentun: Blaáaprent h.t.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Hér hefur verið stiklað á
stóru um orkufrekan iðnað og
stóriðju. Á öllum málum eru
a.m.k. tvær hliðar og þær þarf
að skoða vel áður en farið er í
framkvæmdir. Þó svo að vatns-
orka sé endurnýjanleg auðlind
þá er hún takmörkuð auðlind,
sem nýta ber með skynsemi og
með langtímamarkmið í huga.
Langtímamarkmið okkar í
orku- og iðnaðarmálum þurfa
að vera greinilegri og stjórn-
málaflokkarnir þurfa að kynna
betur stefnu sína í orku- og
iðnaðarmálum, svo almenn-
ingi gefist betur kostur á að
hafa áhrif á komandi framtíð
hvað varðar orkufrekan iðnað
og stóriðju.
Virkja þarf þá öldu umbóta
og framfara, sem nú fer um
þjóðfélagið til stofnunar virks
hlutabréfamarkaður, sem mun
leiða til betri stjórnunar fyrir-
tækja og aukinnar þátttöku
almennings í uppbyggingu at-
vinnuveganna, þ.m.t. stóriðju.
Gera þarf þær kröfur til fyrir-
tækja að þau skaði ekki um-
hverfi sitt og greiði a.m.k.
lágmarkslaun, en til stjórn-
valda að stjórna með sköttun,
að ávöxtunarmöguleikar vel
rekinna fyrirtækja verði um-
fram banka, sparisjóði og
spariskírteini ríkissjóðs, enda
áhættan ekki sambærileg. Jafn-
framt byggingu stóriðju þarf
að hlúa að smáiðnaði og haga
vali orkufreks iðnaðar þannig
að smáfyrirtæki njóti góðs af.
Arðsemi, rannsóknirogþró-
unarstarf eiga að vera grund-
völlur ákvarðana. Menn verða
að hafa hugfast að varma- og
raforkan er ekki auðlind nema
notendurnir geti a.m.k. greitt
framleiðslukostnað hennar og
þekking er lykillinn að því að
gera varma- og raforkuna að
auðlind.
Magnús Magnússon
guðasöguni, að eitthvað sér-
stakt sé við fæðingu þeirra sem
sé fyrirboði þess sem koma
skal. Nú væri ekkert við þettu
að athuga ef Alþýðublaðiö
væri blað sem flytti reglulega
lærðar greinar um Jesú Krist
og kristna trú. En þar sem svo
er ekki cru skilaboðin augljós.
Jón Baldvin fæddist í hrörlegu
Alþýðuhúsi öreiganna á ísa-
firði á meðan „Jesús fæddist á
gestrisnu heimili umkringdur
ættingjum og vinum alveg eins
og flest gyðingleg börn fyrr og
síðar“.
En kannski er skýringin á
þessum lævísa samanburði sú
að Jón Baldvin á litla skoðana-
lega samleið með öðrum
Alþýðuflokksmönnum og
snerti viðkvæman streng í
brjósti ritstjórans þegar hann á
fyrsta formennskudegi sínum
gaf þá yfirlýsingu að Alþýðu-
blaðið ætti að leggja niður.
BK
■ Mikilvægt er að aðstæður
við fæðingu séu táknrænar -
Jón Baldvin fæddist í Alþýðu-
húsinu á Ísafírði...
Uppstokkun í
ríkisstjórn
■ Hjá valdamönnum þjóðfélagsins eru nú uppi
mikilvægar breytingar á skipulagi stjórnkerfisins.
Eins og fram kom í frétt í NT s.l. laugardag, og vakið
hefur mikla athygli, fela þessar hugmyndir í sér
áætlun, sem lýsa má í fjórum hlutum.
I fyrstu atrennu á að koma í gegn reglugerðabreyt-
ingum, sem gera þrjú ráðuneyti í raun verkefnalaus.
Hér er um að ræða félagsmálaráðuneytið, viðskipta-
ráðuneytið og Hagstofu íslands. Breytingin, sem á að
taka gildi á næstu dögum og meðan á jólafríi
þingmanna stendur, þýðir því að ráðuneytunum
verður í raun fækkað úr þrettán í tíu.
Par sem tveir ráðherrar yrðu þannig raunverulega
atvinnulausir, verða að nýju að fara fram kosningar
í þingflokkum sjálfstæðis- og framsóknarmanna um
ráðherrastólana tíu. Þetta skref númer tvö yrði
framkvæmt fyrir 28. janúar, þegar þingmenn koma
úr jólaleyfum. Ekki er búist við neinum breytingum
á ráðherralista Framsóknarflokksins, en ráðherrar
sjálfstæðismanna gætu verið aðrir en þeir, sem nú
sitja. Þannig er talið eðlilegt að formaður flokksins,
Þorsteinn Pálsson, kæmi inn í ríkisstjórnina og jafnvel
einnig varaformaður hans, Friðrik Sophusson. Vitan-
lega þýðir þetta, að einhverjir verða að yfirgefa stóla
sína.
Þar sem ráðherrar eru nú tíu og eiga að vera tíu
eftir breytingu og þar sem ráðuneytin verða aðeins
tíu, mun hver ráðherra aðeins stjórna einu ráðuneyti.
Þetta þýðir, að í þriðja skrefinu verður að stokka upp
núverandi kerfi á skiptingu á ráðherraembættum.
Þannig mun dóms- og landbúnaðarmálum verða
skipt upp og eins heilbrigðis- og samgöngumálum.
Líklegast má telja, að sjálfstæðismenn fái dómsmálin
frá Framsókn, sem hins vegar myndi fá heilbrigðis-
málin á sína könnu.
Fjórða og síðasta skrefið yrði síðan að staðfesta
þessar breytingar með viðeigandi lagabreytingum
eftir að þing kemur saman eftir rúman hálfan mánuð.
Eins og fram kom í frétt NT á laugardaginn, hefur
Þorsteinn Pálsson mikinn hug á að sjá þessar
breytingar ná fram að ganga. Þetta kemur ef til vill
nokkuð á óvart, því Þorsteinn lýsti því yfir í
desembermánuði, að hann fari ekki í þessa ríkis-
stjórn og muni ekki gera neinar tillögur um breyting-
ar á henni.
Stefnubreyting Þorsteins kemur því nokkuð á
óvart og ekki er hægt að líta framhjá þeirri
staðreynd, að hér er um nokkuð mikið hættuspil fyrir
formanninn að ræða. í raun setur hann pólitíska
framtíð sína að veði, því fái hann ekki virðulega
kosningu til ráðherraembættis í þingflokki sínum,
glatar hann með öllu tökum sínum á flokknum.
í þessu sambandi má minna á tvö atriði, sem Jónas
Kristjánsson, ritstjóri DV, bendir réttilega á í leiðara
í gær. í fyrsta lagi, að Þorsteinn Pálsson hafi ekki efni
á að tapa þessari atrennu og í öðru lagi að
Steingrímur Hermannsson þurfi á Þorsteini að halda
til að geta blásið lífi í þessa þreyttu ríkisstjórn.
Undir þessi orð er óhætt að taka og vill NT nota
tækifærið til að ítreka fyrri yfirlýsingar þess efnis, að
eigi þessi stjórn að sitja áfram við völd, verður
formaður Sjálfstæðisflokksins að taka sæti í henni.