NT - 09.01.1985, Blaðsíða 23

NT - 09.01.1985, Blaðsíða 23
• VW* i ■ Valdimar Grímsson, Valsmaður.kominn á auðan sjó í leiknum gegn Víkingum í Laugardalshöll í gær. Ellert Vigfússon er til varnar og Guðmundur Guðmundsson fylgist sorgmæddur með. Víkingur-Valur 19-15 Markverðirnir í aðalhlutverkunum ■ Það urðu Víkingar sem unnu Valsmenn fyrstir liða í 1. deildinni í handknattleik karla á þessu keppnistímabili. Leikn- um lauk með 4 marka Víkings- sigri, 19-15. Víkingar höfðu ávallt yfir- höndina nema á allra fyrstu mínútunum þegar staðan var 1-1 og 2-2. Víkingur komst 3 mörkum yfir en Valur jafnaði aftur 6-6 og var það í síðasta skipti sent jafnt var á tölum. Það var hinsvegar allan leik- inn jafnmikíi barátta í báðum liðuni og var mikill munur á þessuni leik eða leik KR og Stjörnunnar sem fram fór á undan.að því leytinu. Einnig voru dómararnir alveg hnífjafnir í vitleysunni og stundum grátbroslegt að fylgj- ast með dómgæslu þeirra. Víkingar höfðu náð 5 marka forskoti í hálfleik, 1 l-6,og eftir það ógnuðu Valsmenn ekki sigri þeirra. Valsmenn náðu að minnka munin í 13-11 en nær komust þeir ekki, Víkingar juku muninn aftur í 5 rnörk, 18-13, Valsmenn svöruðu fyrir sig, 18-15 en Víkingar áttu síðasta orðið og sigruðu 19-15. Leikur þessi var ágætur í fyrri hálfleik, hraðinn mikill í sókninni og baráttan geysileg í vörninni. En það sem gerði fyrst og fremst útslagið var að Valsmenn vantaði að ógna meira fyrir utan og skoruðu sárafá mörk úr langskotum. Jón Hjaltalín formaður HSÍ: Breytingar nauðsynlegar ■ „Ég tel að það sé nauðsyn- legt að breyta fyrirkomulaginu á 1. deildarkeppninni í hand- knattleik,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, á fundi sem Arnarflug boðaði til í gær vegna samnings félagsins og 1. deildar félaganna í hand- knattieik (sjá annarsstaðar). „Ég á von á því að tillaga þess efnis verði lögð fyrir næsta aðalfund HSÍ. I hvaða átt hún mun ganga get ég ekki alveg svarað en hugsanlega gæti hún oröiö í formi sex liða deildar með fjórfaldri umferð,“ bætti Jón við. Mikillar óánægju gætir nú með fyrirkomulag það sem er á 1. deildarkeppninni. Margir leikir eru hrcinlega allt að því ónauðsynlegir og enginn áhugi á þeim hjá leikmönnum livað þá áhorfendum. Þá hefur fyrri hluti íslandsmótsins verið slit- inn allt og mikið í sundur vegna landsleikja og hefur hann því farið fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum og leikmönn- um einnig. Má segja að fyrri hluti mótsins hafi verið hreint hörmulegur handknattleiks- lega séð og engin skemmtun fyrir þá fáu áhorfendur sem mæta á leikina. „Fyrri hluti mótsins var hreint hörmulegur og því fór- um við af stað í að reyna að gera eitthvað til að lyfta þessu á hærra plan. Þessi samningur er afrakstur þess,“ sagði Bjarni Jónsson hjá Val.-en hann hefur staðið einna fremst í flokki félaganna í að breyta þessum hlutum. Bjarni bætti við að hann teldi núverandi fyrir- komulag á íslandsmótinu alveg fyrir neðan allar hellur og að því þyrfti að breyta. Markverðir beggja liða áttu stórleik og Einar Þorvarðarson varði t.d. 11 skot í fyrri hálfleik og alls 18 skot í leiknum. Ellert Vigfússon varði einnig 18 skot, 10 í seinni hálfleik. Mörkin skoruðu fyrir Val: Jón Pétur 4, Valdimar 3, Jakob 3, Þorbjörn G. 2, Júlíus 2 og Geir Sveinsson 1. Fyrir Víkinga: Þorbergur 7, Viggó 4, Hilmar, Karl og Stein- ar 2 og Guðmundur og Einar Jóhannesson 1. Arnarflug styrkir handknattleikinn - veitir verðlaun fyrir frammistöðu í undankeppni ■ Flugfélagið Arnarflug hf. og 1. deildarfélögin í hand- knattleik hafa gert með sér samning sem felst í stórum dráttum í því að Arnarflug veitir verðlaun fyrir undan- keppni íslandsmótsins í hand- knattleik en fær í staðinn að auglýsa og hafa samráð við 1. deildarfélögin um auglýsingar og uppákomur á leikjum lið- anna í 1. deild. Aðalverðlaunin sem Arnar- flug veitir eru 16 farseðlar í millilandaflugi félagsins til þess liðs sem sigrar í undankeppn- inni. Þá veitir félagið bikara til besta leikmanns mótsins og efnilegasta leikmanns mótsins. Þessir leikmenn verða kosnir af leikmönnum 1. deilarliðanna. Hér er handknattleikurinn að fara inná sömu brautir og knatt- spyrnan gerði á síðasta ári. Tilgangur Arnarflugs og 1. deildarfélaganna með þessu er að gera undankeppnina meira spennandi og gera leikina áhugaverðari fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Þór sigraði í Akureyrarmótinu í innanhúsknattspyrnu Frá Gylfa Kristjánssyni, fréttamanni NT á Akureyri: ■ Þór sigraði í meistaraflokki karla á Akureyrarmótinu í knattspyrnu innanhúss sem haldið var um áramótin. Þrjú lið tóku þátt í keppninni og Þór og KA unnu bæði sigut yfir Vaski sem var þriðja liðið. í úrslitaleiknumnægðiKA jafn- tefli gegn Þór og staðan var 1-1 þegar skammt var til leiksloka. Þá tókst Bjarna Sveinbjörns- syni að skora fyrir Þór og tryggja sigurinn. KA sigraði hins vegar óvænt í meistaraflokki kvenna. Þó komst Þór í 4-1 og leiddi þannig rétt fyrir leikslok, en KA skor- aði þá þrívegis, tryggði sér framlengingu og sigraði aö lok- um 5-4. Úrslit í öðrum flokkum urðu sem hér segir: Þór sigraði í 5. flokki-a, 3. Ilokki-a og yngri flokki kvenna, en KA í 6. flokki-a. 4. flokki-a, 2. flokki-a. 1. fiokki og llokki „old-boys“. Miðvikudagur 9. janúar 1985 23 — Handknattleikur 1. deild: Jafnt hjá KR og Stjörnunni ■ Stjarnan náði að jafna met- in á næst síöustu mínútunni í leik sínum gegn KK í Laugar- dalshöll í gærkviildi. Þegar 1:17 mín. voru eftir skoruðu þeir jöfnunarmarkið og KK tókst ekki aö skora á þeim tíma sem eftir var. KR-ingar misstu því af öðru stiginu en þeir voru með 3-4 niarka forystu um miðjan seinni hállleik. Undir lokin færðist mikil spenna í annars lélegan leik og Stjarnan náði að krækja sér í stig. KR-ingar höfðu nær alltaf yfirhöndina og skoruðu 3 fyrstu mörkin í leiknum. Stjarnan náði að jafna 5-5 en KR komst aftur yfir 11-7 og staðan í leikhléi var 12-8 KR í vil. Stjarnan minnkaði niuninn í byrjun seinni hálflciks en þá voru á tímabili aðeins 3 KR- ingar á leikvellinum, hinir höfðu verið reknir útaf í 2 mínútur. Stjarna nýtti sér þetta þó ekki sem skyldi og KR hafði 2 marka forystu 14-12 eftir 10 mín. af seinni hálfleik. Stjarnan náði að ntinnka niuninn í 14-13 cn þá tóku KR-ingar við sér kom komust í 17-13. En uppúr því fór að gæta ráðleysis í sókn KR-inga og Stjarnan minnkaði muninn í 17- 16 og náði svo að jafna 18- 18. KR komst í 19-18 en síðasta markið var Stjörnunnar og jafntefli staðreynd. 1 heild sinni var leikur þessi mjög lélegur og mikiö um dæntalausar vitleysur. Brynjar Kvaran ntarkvörður Stjörn- unnar var langbesti maðurinn á vellinum og varði hann alls 15 skot í leiknum. Hjá KR var Páll Björgvins- son bestur, stjórnaði spilinu og hélt ávallt haus en það gerðu ekki margir aðrir. Mörkin skoruðu fyrir KR: Páll 5, Ólafur 3, Jóhannes 3, Haukur3, Jakob2, Friðrik 2 og Hörður Harðarson 1. Fyrir Stjörnuna: Guðmund- ur Þórðarson 7 og lék ágætlega, Sigurjón 4, Eyjólfur 3, Skúli Gunnsteinsson 2, Herntundur 2, og Magnús 1. Víkingar leika báða leiki sína hér á landi ■ Það er nú Ijóst að Víkingar munu leika báða leiki sína gegn júg- óslavneska liðinu Cre- venka í Evrópukeppninni í handknattleik hér á landi. Leikirnir verða háðir í Laugardalshöll 25. og 27. janúar. ■ Siglingakapparnir ásamt þjálfara sínum. Frá vinstri: Ari Bergmann Einarsson, þjálfari, Gunnlaugur Jónas- son og Jón Ólaíur Pétursson. Siglingamenn á OL heiðraðir ■ Nýlega héldu íþróttaráð og bæjarráð Kópavogs heiðurs- samsæti þeimGunnlaugiJónas- syni og Jóni Ólafi Péturssyni vegna þátttöku þeirra og góðs árangurs í siglingakeppni á Ól- ympíuleikunum í Los Angeles s.l. sumar. Formaður íþróttaráðs, Unn- ur Stefánsdóttir, aflienti þeim félögum tíu þúsund krónur hvorum frá íþróttaráði og Björn Ólafsson forseti bæjar- stjórnar afhenti þeini áletrað- an, sérhannaðan minningar- stein með kveðju frá Kópa- vogsbæ. Þeir Gunnlaugur og Jón Ólafur eru báðir félagar í sigl- ingafélaginu Ými í Kópavogi og þar hafa þeir notið leiðsagn- ar og þjálfunar. Þeir hafa einnig stundað æfingar og keppni erl- endis s.s. í Þýskalandi, Frakk- landi og á Mallorca. Gunnlaugur er margfaldur (slandsmeistari í siglingum. Þeir félagar hyggjast halda áfram af fullum krafti í siglinga- íþróttinni. Getraunir: Einn með 12 rétta ■ í 19. leikviku kom aðeins einn seðill fram með 12 rétta. Hinn heppni hlaut kr. 342.765.00 fyrir röðina svo hann/hún getur aldeilis gert sér glaðan dag. Með 11 rétta voru hins- vegar hvorki meira né minna en 38 raðir og vinningurinn fyrir það var snökktum minni eða kr. 3.866 fyrir hverja röð.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.