NT - 09.01.1985, Blaðsíða 24
Hreinsanir í Alþýðuflokknum?
W 'IfillWllllHIIWPfliliWIMBBBMBI
Jón Baldvin vill sína
menn í trúnaðarstöður
■ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum NT vinnur
hinn nýkjörni formaður Alþýðuilokksins, Jón Baldvin
Hannihalsson, nú að því að losa sig við fólk úr
trúnaðarstörfum á vegum flokksins, sem hann telur vera
sér andsnúið. Þannig mun hann opinskátt hafa látið í
ljós að hann vilji losna við Kristínu Guðmundsdóttur úr
starfl framkvæmdastjóra flokksins. Það mál hefur verið
rætt í framkvæmdasttjórn flokksins, en engin ákvörðun
hefur verið tekin um að segja henni upp. Tveir menn
hafa einkum verið nefndir sem arftakar liennar. Þráinn
Hallgrímsson, fyrrum blaðamaður á Alþýðublaðinu og
á Tímanum, nú starfsmaður MFA, og Helgi Már
Arthúrsson, fræðslufulltrúi BSRB, en'vafi leikur á um
áhuga þeirra.
Annar maður sem rætt hefur
veriö unt að brátt muni þurfa
að taka pokann sinn er Haukur
Helgason sem gegnir starfi
þinglóös, þ.e. fulltrúi flokks-
stjórnar í þingflokknum, en
þar situr hann mcð fullum
réttindum. Par mun Jón vilja
breytingu á, samkvæmt söntu
heimildum, og er nefndur góð-
ur stuöningsmaður Hans, Birg-
ir Dýrfjörð. Sú hefð hefur ríkt
varðandi þessa stöðu, að hana
skipi maður úr verkalýðshreyf-
ingunni. bar sem bæði Karl
Steinar og Karvel Pálmason
eiga sæti á þingi, hefur þótt
rétt að maður úr röðum BSRB
gegni henni, en Haukur Helga-
son er þar stjórnarmaður.
Birgir Dýrfjörð er hins vegar
ekki tengdur launþegarhreyf-
ingum, hins vegar hefur hann
verið með eigin rekstur í nokk-
ur ár.
Heimildir NT segja aö Jón
Baldvin hafi viljaö skipta um
alla fulltrúa flokksins í banka-
ráðum, en aöeins komið því í
gegn í einu tilviki, þ.e. þegar
Bjarna P. Magnússyni var ýtt
út úr bankaráði Landsbankans
og í staöinn var settur Þór
Guðmundsson, áður starfs-
maður Landsbankans á ísa-
firði. Aðrir bankaráðsmenn
Haukur Hclgason.
Alþýðuflokksins sitja áfram í
stöðum sínum.
„Ég hef nú ekki unnið mikið
að þessu að undanförnu, þar
sem ég hef veriö á mikilli
fundaherferð á Austfjörðum,"
sagði Jón Baldvin, þegar NT
spurði hann um þessi mál í
gær. Um innri mál Alþýðu-
flokksins er það að segja, að
framkvæmdastjórn Alþýðu-
flokksins hcfur verið að ræða
og nióta tillögur um endur-
skipulagningu á innra starfi;
útgáfustarfi, rekstri og öðru
slíku. Þessar tillögur liggja fyr-
ir á frumstigi. Þær verða innan
tíðar afgreiddar hjá fram-
kvæmdastjórn, lagðar fyrir
flokksstjórn og þegar þær hafa
verið afgreiddar kemur auðvit-
að til álita að á grundvelli
þeirra verði tekin afstaða til
hvers konar mannahalds sem
þarf á vegum flokksins og
þangað til þær hafa verið út-
kljáðar innan hans er ekkert
frá mér að hafa um það
frekar."
Unt það sem að bankaráðs-|
mönnunum snýr sagði Jón
Baldvin að hann hefði lagt
fram tillögur í þingflokknum
um þrennt: Flokkurinn beiti
sér fyrir því í samstarfi við
aðra flokka að kosið verði
árlega í stjórnir ríkisfyrirtækja
og stofnana eins og annars
staðar í atvinnulífinu. að
flokkurinn beiti sér fyrir þeirri
starfsreglu, fyrir utan að skipa
ekki þingmenn í slíkar stofnan-
ir, að enginn skuli sitja þar
lengur en fjögur ár hið lengsta,
og loks að hver sá sem gegni
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn
og þyggi fyrir einhver laun
skuli gjalda í flokkssjóð þriðj-
ung launa.
Jón Baldvin Hannibalsson
Ný spariskírteini ríkissjóðs:
Fjölbreyttir ávöxtunar-
möguleikar hjá ríkissjóði
Margir möguleikar standa
nú þeim til boða sem hug hafa
á að ávaxta peningana sína í
spariskírteinum ríkissjóðs því
íslenskir bridgespilarar:
Náðu 5. sæti á
móti í Svíþjóð
■ Jón Baldursson og Sig-
urður Sverrisson náðu 5. sæti
á sterku bridgcmóti sem
haldið var í Lundi í Svíþjóð
um síðustu helgi, en flestir
sterkustu bridgespilarar Sví-
þjóðar tóku þátt í mótinu.
Alls tóku 56 pör þátt í
mötinu og spilaðar voru átta
14 spila umfcrðir. Jón og
Sigurður unnu tvisvar til sér-
Stakra vcrölauna fyrir aö ná
hæstu skor í umferð og þegar
sex umfcrðum var lokið af
óg Sigurður
. n
átta voru Jón
efstir á mótinu. I tveim síð
ustu umferðunum gáfu þeir
þó eftir og hleyptu fjórum
pörunt uppfyrir sig.
Sigurvegarar á mótinu
urðu Anders Brunzell og Jim
Nilsen en aðrir landsliðs-
menn Svía, eins og Bcrglund
og Hallberg sem spiluðu á
Ólympíumótinu í haust, Ek-
bcrg og Nilsland, og Hallen
og Stenberg, urðu að gcra
sér að góðu að enda fyrir
neöan 10. sæti.
sala á fjórum tegundum ríkis-
skuldabréfa hefst á morgun.
Ríkissjóður býður almenn-
ingi nú í fyrsta sinn að kaupa
gengistryggð spariskírteini,
tryggð samkvæmt gengi SDR
(sérstök dráttarréttindi Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins), auk þess
sem þau bera 9% fasta vexti
allan lánstímann-5 ár. Vextirn-
ir greiðast allir í einu lagi við
innlausn. í SDR vega þyngst:
Bandarískur dollar rúm 55%,
þýskt mark um 15% og japanskt
yen tæp 14%, en auk þess fransk-
ur franki og sterlingspund.
Annað nýmæli er verð-
tryggð skírteini þar sent eigandi
getur fengið vextina greidda út
tvisvar á ári, en verðbættur
höfuðstóllinn er síðan laus til
innlausnar að 5 árum liðnum.
Sýnist það álitlegur kostur fyrir
þá sem njóta vilja nokkurs góðs
af eignum sínum án þcss þó að
ganga á höfuðstólinn. Vextir
þessara skírteina eru 6,71% á
ári, jafnir allan lánstímann og
verða greiddir út 10. janúr og
10. júlí ár hvert, gegn vaxtamið-
um sem fylgja skírteininu sjálfu.
Þriðji kosturinn er verð-
tryggð spariskírteini með hreyf-
anlegum vöxtum og vaxtaauka.
Þau eru til 18 mánaða, þ.e.
gjalddaga 10. júlí 1986. Vextirn-
ir eru hreyfanlegir og ákveðnir
sem einfalt- meðaltal þeirra
vaxta sem viðskiptabankarnir
greiða að meðaltali á 6 mánaða
verðtryggða reikninga á hverj-
um tíma, auk 50% vaxtaálags
sem bætast við. Meðalvextir
þessir eru nú 3,43% á ári, en
5,14% að viðbættum vaxtaauk-
anum. að sögn fjármálaráðu-
neytisins. Þessi bréf segir fjár-
málaráðuneytið hugsað fyrir þá
sparendur scm njóta vilja ríf-
legrar ávöxtunar án þess að
binda fé sitt í langan tíma.
Fjórði flokkurinn er hin hefð-
bundnu verðtryggðu spariskírt-
eini, með 7% jöfnum vöxtum
allan lánstímann. Hægt er að
innleysa þau eftir 3 ár, en láns-
tími er lengstur í 14 ár.
í öllum flokkunum eru gefin
út 3 verðgildi spariskírteina:
5.000 kr.. 10.000 kr. og 100.000
krónur. Verðbætur miðast við
lánskjaravísitölu.
Skólabílastríðið á Suðurlandi:
Enginn akst-
ur er á veg-
um skólans
En krakkarnir koma samt
■ Á Suðurlandi virðist ekki
þurfa að biðja menn um að
gera hlutina því þar cr nú
enginn ráðinn til skóln-
aksturs Fjölbrautarskóla-
nema en krökkunum engu
að síður skilað á Selfoss á
tilsettum tímum.
Frá áramótum hefur skóla-
nefndin ekki haft önnur af-
skipti af akstrinum en að hún
sagði Sérleyflsbílum Selfoss
upp ölluni akstri eftir mikið
stríð sem þeir höfðu átt í við
Austurleið frá Hvolsvelli og
Sérleyfi Kristjáns í Hvera-
gerði og Þorlákshöfn. Frá
því stríði hefur verið sagt í
NT.
Sérleyfisbílar Selfoss voru
þó beðnir um það munnlega
að lialda áfram akstri nem-
enda frá Stokkseyri og Eyr-
arbakka. Aftur á móti hafa
einungis nemendur skólans
beðið Sérleyfi Kristjáns að
aka sér og hann gert það. Frá
Hvolsvelli ekur Austurleið
en við þá hafði sýslunefnd
Rangárvallasýslu samið um
akstur til áramóta meðan
skólanefnd Fjölbrautaskól-
ans leysti úr því ófremdar-
ástandi sem var á þessum
málum fyrir jól. Nú eftir jól
aka þeir samningslaust eins
og aðrir og ekkert hefur enn
heyrst frá skólanefndinni
þess efnis að hún þori að
ráða neinn til akstursins.