NT - 09.01.1985, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 9. janúar 1985 11
■ Uppboðshaldararnir kunna sitt fag - eru ekki nema um hálfan
til einn tíma að bjóða upp hcilan skipsfarm, um 3-4.000 kassa af
fiski.
sama bili slokknaði á öllum vél-
um skipsins. í Ijós kom að
rafall við vél hafði brunnið yfir
og allt komst í gang á ný eftir
stutta stund.
Leyndur draumur rættist
Þessi bilun varð hins. vegar
til þess að leyndur draumur
okkar kvennanna - sem við
höfðum ekki þorað að játa
fyrir nokkrum manni - rættist
heldur betur. Sá leyndi draum-
ur var um það, að eitthvað
tefði fyrir þannig að við fengj-
um svona 3ja daga stopp í
Bremerhafen í stað tveggja.
Vegna viðgerðar varð stoppið
ytra hins vegar 7 dagar. sem að
sjálfsögðu voru vel notaðir.
Mikil spenna lá í loftinu -
hvað fengist nú fyrir þau tæp
150 tonn sem Vestmannaey
var með, þar sem algerir dag-
prísar eru á svona fiskuppboð-
um. Niðurstaðan varð 332.403
þýsk mörk, eða um 28,50 kr. á
kíló, sem menn töldu nokkuð
gott.
Búðirnar ofsalega
freistandi
Dagarnir í Bremerhafen
fóru auðvitað að mestu í búð-
arráp hjá okkur konunum.
Búðirnar voru rosalega freist-
andi.sérstaklega fötin. Að vísu
voru þau kannski ekkert ódýr-
ari en í Reykjavík, en úrvalið
hins vegar margfalt og margt
nýtt. Karlarnirokkar urðuhins
vegar því óþolinmóðari að
komast heim eftir því sem
búðarferðunum fjölgaði, því
andvirði innkaupanna var auð-
vitað allt sótt í budduna þeirra.
Enn sannaðist að ástin
er blind
Eftir lokun verslana var far-
ið út að borða, dansa og líta
svolítið á hið fræga „ljúfa líf“
hafnarborgarinnar, þeir ógiftu
í áhöfninni þar auðvitað fremst-
ir í flokki. Einn þeirra varð
m.a.s. svo ástfanginn af ungri
snót frá Thailandi, að hann
hélt því statt og stöðugt fram -
og trúði því - að hún væri hrein
mey, þrátt fyrir starf í einum
..kassanum" í ein tvö ár.
■ „Ég er alveg bálreiður -
taldi víst að ég yrði kosinn
„maður ársins“ en enginn fjöl-
miðlanna het'ur útnefnt mig.
Er þeim eitthvað illa við mig,
eða hvað?“
■ Þótt eggjamaskinn eigi að vera góður fyrir húðina verður ekki það sama sagt um útlitið meðan
á fegrunaraðgerðum stcndur.
■ Tollur var tekinn á „tollinum" - vissara að vita hvort ekki var allt í lagi með hann, eða hvað?
■ Eyjólfur skipstjóri og Birgir stýrimaður gera að gamni sínu
við cinn starfsmanninn á fiskmarkaðinum.
Símaævintýri
Af þessum og öðrum ævin-
týrum höfðu allir góða
skemmtan. T.d. vandræðun-
um hjá Birgi stýrimanni, sem
tvær nætur í röð reyndi að
hringja í konuna sína heima í
Eyjum. Línunum sló hins veg-
ar svo einkennilega saman, að
í bæði skiptin lenti hann á
sama númeri í Dýrafirði.
Seinni nóttina komst hann að því
að konan sem svaraði er gift
skólabróður hans úr Stýri-
mannaskólanum, sem einmitt
var þá á leið til Cuxhaven.
Annar skipsfélagi saknaði svo
konunnar sinnar heima, að
hann mátti ekki sjá símaklefa
án þess að þurfa aðeins að slá
á þráðinn. Að lokum vorum
við farin að kalla alla símaklefa
Þorsteinu.
Þymirós svaf alla
leiðina heim
Þótt aukadagarnir væru vel
þegnir voru flestir hvíldinni
fegnir þegar lagt var á stað
heimleiðis 3. desember. Svava
vinkona var m.a.s. orðin svo
uppgefin að segja mátti að hún
svæfi í einni lotu alla leiðina
heim - sama hvað eiginmaður-
inn reyndi að láta vel að henni,
ekkert dugði til að vekja hana.
Varð mikið grín úr þessu -
enda hefur hún gengið undir
nafninu Þyrnirós síðan.
Eftir að vinna upp tapið
af „góðu kaupunum"
Þótt siglingin væri í alla staði
frábær var líka yndislegt að
stíga aftur á land heima í
Eyjum þann 8. september.
Karlarnir okkar lifa nú í von-
inni um gjöfula vertíð til að
vinna upp tapið af „góðu
kaupunum" sem við gerðum í
Bremerhafen. Og ætli við
verðum ekki að vona að sú ósk
rætist - til að eiga möguleika á
annarri slíkri ævintýraferð á
nýja árinu.
- Inga Gísla.