NT - 18.01.1985, Blaðsíða 1

NT - 18.01.1985, Blaðsíða 1
Vetur geng- ur í garð .0 ■ Það verður vetrarveður um helgina öllum á óvart miðað við þá tið sem verið hefur nú í janúarmánuði. Norðaustanátt heimsækir landið og er gert ráð fyrir fjórum til 6 vindstigum um allt land. Meira á stöku stað. Frostið fer svo niður í fimm til sex stig eins og hitamælirinn okkar á kort- inu sýnir. Él norðanlands og austan. Og eins og oft í þessari átt getur orðið hífandi rok í henni Reykjavík. Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar: Stí »r t tæt tl 0 in lll ista- minni skattheimta! - segir Davíð Oddsson, borgarstjóri. Farið dýpra í vasa einstaklinganna, segir Sigurjón Pétursson ■ Staða borgarsjóðs eftir síðasta ár cr hagstæð um 94 milljónir króna. Þar sem borgarsjóður þurfti ekki að taka erlend lán á síöasta ári er staðan enn betri og má allt eins telja muninn rnilli gjalda og tekna nærri 200 milljónir króna. Er þetta mikil breyting frá uppgjöri ársins 1983. Heildartekjur borgarsjóðs jónir kr., eða 21,2%. fyrir árið 1985 eru áætlaðar 3 Frumvarpið gerir ráð fyrir milljarðar 125 milljónir króna. miklum framkvæmdum á veg- Er það hækkun frá áætiaðri um borgarinnar á næsta ári og útkomu þessa árs um 546 mill- má nefna sem dæmi að til bygg- Efnahagstillögur forsætisráðherra: Ástir samlyndra stjórnarflokka? ■ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir ranga þá staðhæfingu Mofgunblaðsins í gær, að tillögur hans í efnahags- málum feli í sér skattahækkan- ir. Þá segir hann það einnig rangt hjá Morgunblaðinu, að tillögum hans heföi verið tekið þunglega af þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Þorsteinn Páls- son hefði þvert á móti tjáð sér, að fullur vilji væri fyrir því að ræða málin á þeim grundvelli. sem hann hefði lagt. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í sam- tali við NT í gærkvöldi, að hann teldi ekki ástæðu til að fjalla um það hvernig umræður hefðu fall- ið í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins um þessi rnál. „Auðvitað er alltaf einhver skoðanamunur á milli ólíkra stjórnmálaflokka, en við viljum leggja okkar af mörkum til að pólitísk samstaða náist um stefnumörkun, sem við höfum trú á að leiði til farsældar", sagði Þorsteinn Pálsson. Sjá nánar á bls. 3. Ekki þreytt- ur á Derrick - sjá viðtal við Horst Tappert á baksíðu ingarframkvæmda á vegurn borgarinnar verður varið 418 milljónum. Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi Alb. sagði þetta frum- varp vera ólíkt flestum sem hann hefði fjallað um. Tekju- aukning borgarinnar væri þó af- rakstur stórfelldrar álagningar á almenning. Tæki 30.7% lengri tíma að vinna fyrir útsvari 1985 en 1982 íyrir verkamann. Væri borgarstjóri frekari í skatt- heimtunni en verið hefði, en hann ætti eftir að meta hvort hún væri réttmæt, það færi eftir því í hvað peningunum yrði varið. ■ Pissaö á eldinn... Er íkveikja eina skynsamlega skýringin á eldsupptökum í húsi Péturs Snæland? Margeir vann millisvæðamót Einvígi hans og Agdestein í feb. á íslandi ■ Margeir Pétursson, skák- maður, mun keppa um réttinn til að taka þátt í millisvæðamóti í heimsmeistarakeppninni, við norska skákmanninn Agdeste- in, en þcir urðu efstir og jafnir á svæöamótinu í Gausdal í Nor- egi. Einvígi þeirra Margcirs og Agdcstein mun fara fram á ís- landi og ber Búnaðarbanki ís- lands kostnaðinn af mótinu, en Margcir er einn af lögfræöing- um bankans. Margeir sigraði Westerincn í síðustu umfcrð mótsins og tryggöi sér þannig cfsta sætið ásamt Agdcstein sem vann Ernst. Jóhann Hjartarson og Larsen gerðu jafntefli í síðustu umferð- inni og sömulciðis Helgi Ólafs- son og Ostenstadt. Lokastaðan varð því sú að Margeir og Agdestein urðu efst- ir með IVi vinning. Larsen í 2. sæti með 7 vinninga, Jóhann Hjartarson í 4. mcð 6!/5. Helgi Ólafsson og Ostenstadt voru með 6 vinninga. Aö sögn Helga Ólafsson tefldi Margcir skák sína í gær- kvöld mjög djarft og meistara- lcga. Aö sögn Stcfáns Hilmarsson- ar, bankastjóra Búnaðarbankáns, hefur ekki vcrið ákvcðiö hvar cinvígið fer fram, þar scm á- kvörðun bankans bar það brátt að. Seint í gærkvöld hafði bæði viökomandi svæðisstjórn og norski skákmaðurinn fallist á boð bankans, samkvæmt heim- ildum NT. Sjá viötal við Margeir og skák á bls. 2. sagt frá störfum og hlutverki hinnar svokölluðu víkingadeildar lögreglunnar, sem jafnan er til taks með vopn og verjur, þótt lítið fari fyrir henni hversdagslega. Við segjum líka frá „borginni í sjónum“, hinum risastóru olíubryggjum utan við Bakú við Kaspíahaf, en þar var blaðamaður okkar á ferð um daginn. Við segjum sitthvað af starfsdegi geðhjúkrunarfræðinga, birtum svipmyndir úr súper-stereómynd um Tarzan gamla apabróður. Krossgátan er auðvitað á sínum stað og nú hefst ný teiknimyndasería, „Sparibrosið“, eftir sænska teiknarann Lindh.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.