NT - 18.01.1985, Blaðsíða 21
Vestur-Hollywood:
Kynhverfum
ekki mismunað
skv. nýjum lögum
Hollywood-Reuter
■ Skilti sem á stóð „Hommar
fá ekki aðgang" var fjarlægt í
vikunni í bar einum í borginni
en þar hafði það hangið í 50 ár.
Ný lög tóku gildi í vikunni í
Vestur-Hollywood seni' banna
mismunun sem byggir á kyn-
hneigð viðkomandj eða löngun-
um.
Vestur-Hollywood er fyrsta
borgin í Bandaríkjunum sem
stjórnað er af kynhverfum.
Eigandi barsins sagðist óttast
að dregið gæti úr viðskiptum á
barnurn ef hann hefði skiltið
uppi. Hann hefði því kosið að
fylgja lögum og tekið skiltið
niður.
Eigandinn hefði þurft að
borga 2000 króna sekt á dag
hefði hann streist við.
Taiwan:
Slóttuair
loftkæ
sölumenn
■ Taiwaneyja hefur oft
verið rómuð fyrir milt og
þægilegt loftslag þótt íbú-
ar þar kvarti stundum yfir
því hvað sumrin geti vcrið
heit.
Fimm óprúttnir svindl-
arar notfærðu sér sumar-
hitana í fyrra til að selja
sveitafólki svikin lofkæli-
tæki. En svcitafólkiö lét
ekki gabbast og kallaði til
lögregluna sem handtók
fimmmenningana. Viö at-
hugun á „lofkælitækjun-
um" kom nefnilega í ljós
að þau voru í rauninni
aðeins kassar með stórum
ísmolum og rafmagns-
viftu.
Föstudagur 18. janúar 1985 21
heróín-
smyglara
BiT}>aino ílalíu-KeutcT
■ ítalska lögreglan handsam-,
aði nú í byrjun vikunnar 32
menn, þar af 14 Egypta fyrir
áætlanir um umfangsmikla
dreifingu eiturlyfja.
Lögreglan gerði um leið upp-
tækt hálft kíló af heróíni, sama
magn af marijúana og 200
grömm at' þéttu hassi ásamt
skartgripum og fölsuðum
skjölum.
Eiturlyfjunum var smyglað á
bát frá egypskum höfnum til
.......................... _ . Norður-Evrópu og síðan flutt á
■ Mitterrand, forseti Frakklands, fer i skyndiheimsokn til Nyju-Kaledomu i dag til stuðnmgs við |ant)i suður til Italíu gegnurn
áætlun um takmarkað sjálfstæði eyjanna. Mitterrand sendi um helgina 1000 manna sveit sérþjálfaðra Sviss.
lögreglumanna til að halda uppi röð og reglu. Stjórnarandstæðingar segja ferð hans vera lýðskrum til
að leiða huga almennings frá efnahagsvanda Frakka. -------------------------
ítalir
handtaka
Paris-Reufer
■ Francois Mitterrand, forseti
Frakklands, reynir að auka
stuöning almennings við áætlun
um takmarkað sjálfstæði eyj-
anna með því að fara í óvænta
ferð til Nýju-Kaledóníu.
Mikill órói hefur verið á eyj-
unum og hafa 19 látist í átökum
á síðustu tveini mánuðum.
Mittcrrand tilkynnti ferð sína
í sjónvarpsviðtali á miðvikudag-
inn. Hann sagðist fara ferðina
til að auka stuðning við hina
umdeildu áætlun um sjálfstæði
Nýju-Kaledóníu.
Eyjaklasinn li_ggur um 1500
km austur af Astralíu. Nýja-
Kaledónía hefur verið undir
stjórn Frakka síðan 1853.
Margir telja að Mittcrrand
fari ferðina til að rcyna að auka
vinsældir sínar, sem ckki eru
miklar um þessar mundir, og
hann ætli sér einnig að beina
athygli almcnningS frá efna-
hagsvandamálum Frakka.
Vinsældir stjórnar sósíalista
ídag
hafa minnkað hröðum skrcfum
cftir að gripið var til sérstakra
cfnahagsráðstafana í mars 1983.
Efnahagsráðstafani rnar bci nd-
ust gegn vcröbólgu cn margir
tclja að stcfna sósíalista hafi
leitt til harðra stéttaátaka og
atvinnulcysis í atvinnugreinum
og fyrirtækjum sem ríkisstjórn-
in tclur óhagkvæm.
■ Samband námumanna á Bretlandi sakar lögregluna uni að valda
oflieldinu í verki'allsaögeröum. Evrópuþingiö rannsakar málið.
Bretland:
Lögregluofbeldi
í kolaverkfall-
inu rannsakað
- á vegum Evrópuþingsins
l.ondon-Reutc'r
■ Rannsókn er hafin á vegum
Evrópuþingsins á afskiptum
bresku lögreglunnar af verkfalli
námuverkamanna. Rannsókn
þcssi var gagnrýnd í gær af
reiðum breskum stjórnmála-
mönnum.
„Það er út í hött að Efnahags-
bandalagið, sem ekki er einu
sinni fært um að stjórna eigin
málum, skuli vera svo ósvífið að
hafa afskipti af innanríkismál-
um Breta." Þetta sagði Anthony
Beaumont-Dark, einn af þing-
mönnum íhaldsmanna, eld-
rauður af vonsku.
Samband námuverkamanna
hefur ásakað lögregluna um að
magna ofbeldi í verkfallinu sem
nú hefur staðið í 44 vikur.
Stjórn námufélagsins ásakar
verkfallsnienn um ofbeldið.
Thatcher, forsætisráðherra,
mun sitja fyrir svörum í þinginu
í dag, en íhaldsþingmenn hafa
lagt hart að henni að skipa
lögreglumönnum að hunsa
rannsóknina.
Sovétríkin:
Spilltir
sveitaem-
bættismenn
dæmdir
Moskva-Reuter
■ Sovéska blá'ðið „Sveitalíf"
hefur skýrt frá því að þrír hátt-
settir embættismenn á ríkisbúi
hafi veriö dæmdir til nauðungar-
vinnu vegna spillingar.
Embættismennirnir drógu sér
fé frá ríkisbúinu með því
m.a. að falsa reikninga vfir
fóðurkaup. Þeir kcyptu fóður
frá smábændum á verði sem var
mun lægra en reikningar til
ríkisbúsins sýndu. Síðan stungu
þeir mismuninum í eigin vasa.
Finnski
forsætis-
ráðherrann
í Guinness
■ Finnar státa sig af því
að vera mikil bókmennta-
þjóð ekki síður en við
Islendingar. Sérstaklega
virðast sumir Finnar hafa
gaman af Ijóðalestri. Aö
minnsta kosti á þetta við
um forsætisráðherrann
þeirra. Kalevi Sorsa. sem
komst nýlega í heims-
metabók Guinness fyrir
kvæðalestur.
Sorsa tók þátt í mara-
þonljóðalestri sem stóð í
hvorki meira né minna en
tólf klukkustundir. Geri
aðrir forsætisráðherrar
betur!
rransrapid 6, austur-þýskur einteinungur. Lest þessi náði 302 km hraöa á klukku-
d sem er nýtt heimsmet.
Austur-Þýskaland:
Þýskt heimsmet í
hraðakstri lesta
■ I a-þýska tímaritinu
Kultur Clironik, sem ný-
lega kom út, er sagt að nýtt
heimsmet í hraðakstri lesta
hafi verið sett í A-Þýska-
landi.
Lestin, sem metið var
slegið á , er rafmagns ein-
teinungur og náði hann 302
km hraða á klukkustund.
Einteinungurinn, Trans-
rapid 6, er í tveim hlutum
og tekur hvor um sig 100
farþega. Þegar hraöametið
var slegið var 10 manna
áhöfn í lestinni og mælinga-
tæki.