NT - 18.01.1985, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. janúar 1985 11
til að auka gróða sinn. „Því
miður er aðaltakmark þessara
fyrirtækja ekki að þjóna
mannkyninu. Heldur það eitt
að græða“ hljóðuðu hin hörðu
orð í upphafi fyrirlestursins.
„Þið getið ímyndað ykkur
þegar 80% af framleiðslu fyrir-
tækisins Hoffmann-La Roche
er byggt á framleiðslu aöeins
10 lyfja hversu geysilegt fjár-
hagslegt spursmál það er að
þessi lyf seljist alltaf jafn vel,“
.sagði hann. Og hann rakti
dæmi um það hversu mikið
því vitum við ekki ennþáneitt
um tengsl brjóstakrabba og
róandi lyfja," sagði Stanley
Adams.
Hann rakti annað dæmi og
óhuggulegra. Talidomid. Lyfið
sem olli svo alverlegum fóstur-
sköðum. Þeir vísindamenn
sem reyndu að sýna fram á
tengsl lyfsins viðfósturskaðana
voru hindraðir með öllum
ráðum. Janfvel það dugði ekki.
Sannanir fengust ein og ein.
Jafnvel eftir að þær lágu fyrir
var ekki verið að flýta sér að
sjúkdóma er mikill á það að fa
einhverja bót meina sinna. Það
vill töfrapillu sem því batnar
strax af. Og pilluna fær það.
það vantar ekki. Til sölu í
þriðja heiminum eru um 30
þúsund tegundir lyfja. Þegar
alþjóða heilbrigðismálastofn-
unin hefur metið að 200 teg-
undir væru nóg.
Verðiðeruppsprengt. Stanl-
ey nefndi dæmi um innflutning
á valíum til Kólumbíu. Þar var
verðið rúmlega 6 þúsund prós-
entum hærra en það kostaði að
■ Dæturnar þrjár, Natalie 15 ára, Alexandra 13 ára og Stephanie 12 ára með föður sínum.
Myndir: Jim Rice.
hafði verið lagt í sölurnar fyrir
áframhaldandi sölu.
Roche framleiðir bæði valí-
um og líbríum. róandi Iyf sem
tekin eru í miklum mæli um
allan heim. Á árunum 1976 til
1977 kemst kanadískur vís-
indamaður að því að einhver
tengls virðast vera milli notk-
unar á þessum og öðrum ró-
andi lyfjum og brjóstakrabba.
Hann sér að rottur sem fengu
valíum fengu þrisvar sinnum
oftar brjóstakrabba- en þær
sem ekki fengu róandi lyí.
Hann telur að lyfin ekki bein-
línis valdi krabbanum heldur
að þau minnki mótstöðuafl
líkamans gegn honum.
Rannsóknarmaðurinn
bregst þannig við að hann
lætur Hoffmann-La Roche vita
af þessu. Bendir á að 42%
bandarísksra kvenna noti að
staðaldri róandi lyf og því sé
þetta mjög alvarlegt mál.
Rekinn
Roche leggur þegar í stríö.
Og þegar grein birtist í hinu
þekkta breska læknatímariti
Lancet um málið er lagt út í
alvarlegustu atlöguna.
Vísindamaðurinn er kallaður
á fund yfirmanna sinna og
beðinn að segja af sér. Á borð-
inu sér hann bréf frá Hoff-
mann-La Roche.
Maðurinn missti vinnuna og
rannsóknunum var hætt. „Og
kippa lyfinu af markaði. Það
var dregið úr hömlu í mörgum
löndum. „Og guð einn veit
hversu mörg börn verða ævi-
langt örkumla vegna þessara
mánaða," sagi Stanley
Adams.
Þriðji heimurinn
Viðbjóðslegust rnun hins
vegar hegðun þessara alþjóð-
legu fyrirtækja vera gagnvart
fátæku fólki í þriðja heimin-
um. Alls konar lyf sem hefur
tekist að sanna, þrátt fyrir
baráttu lyfjafyrirtækjanna, að
eru hættuleg fást í löndum
þriðja heimsins, án tilvísunar
lækna. Hversem ergeturgeng-
ið inn í lyfjabúð og keypt þessi
lyf í eins miklu magni og
fjárráð leyfa.
Þau bestu þessara lyfja gera
ekkert gagn. Fátæka fólkið
eyðir hins vegar peningum sem
dugað gætu fyirr mat vikum og
mánuðum saman til kaupa á
þeim. Verri lyfin viðhalda hins
vegar sjúkdómum með því að
ráðast á afleiðingar þeirra en
ekki orsakir. Sum veikja mót-
stöðuaflið fyrir öðrum sjúk-
dómum. Þau allra verstu valda
beinlínis dauða þegar fólkið
ætlar að auka virknina með því
að taka þau í of stórum
skömmtum.
Þrýstingur hins fátæka fólks
sem líður alls konar hörgul-
framleiða lyfið í Evrópu.
Þrátt fyrir að þriðji heimur-
inn leggi þannig umtalsvert til
lyfjafyrirtækjanna cr aðeins
um 1% af rannsóknarfé þess-
ara fyrirtækja eytt í að reyna
að finna lækningar á sjúkdóm-
um sem herja í þriðja heimin-
um. Það dugar um það bil til
að uppgötva eitt nýtt lyf á ári
hverju. Á meðan finnast 87
sjúkdómar s'em eru einkenn-
andi fyrir þriðja heiminn, til
eru mótefni gegn 32, ófull-
nægjandi lyf gegn 33 en við 22
finnst engin lækning. Tveir
þriðju mannkyns líða þannig
af því að lyfjafyrirtækjunum
finnst gróðinn af þeim ekki
nægur.
Stanley Adams krafðist þess
að komið yrði í veg fyrir þessa
hegðun lyfjafyrirtækjanna.
Hann krafðist laga í þeim lönd-
um þar sem þessi fyrirtæki
starfa, laga sem banna fram-
leiðslu lyfja sem eru hættuleg.
Banna útflutning á nokkru sem
ekki er sannað að sé hættulaust
að minnsta kosti. Hann krafð-
ist líka alþjóðlegra laga um
bann við að flutt væri til eins
lands það sem hættulegt væri í
öðru. Hann sagði að eina ráðið
væri að ríkisstjórnir yrðu harð-
ar við þessi fyrirtæki. Eftir það
sem hann hefur staðið í er
hann ennþá bjartsýnn á að svo
geti farið. einhvern tíma.
Oddný Guðmundsdóttir
rithöfundur og kennari
Fædd 15. febrúar 1908.
Dáin 2. janúar 1985.
Hún Oddný er dáin. Fórst í
umferðarslysi á Raufarhöfn að
kvöldi 2. janúar s.l. Undarleg
eru örlögin og erfitt að sætta sig
við, þegar vinir, sem eru í fullu
fjöri eru hrifnir brott fyrirvara-
laust, er okkur þykir að enn eigi
svo margt ógert og langa leið
framundan hérna megin árinn-
ar.
Með hryggð og söknuði
kveðjum við nú Oddnýju
Guðmundsdóttur og þökkum
samíylgdina.
Oddný Gunnhildur Guð-
mundsdóttir var fædd á Hóli á
Langanesi N.-Þing.
Foreldrar hennar voru Guð-
mundur bóndi á Hóli Gunnars-
son bónda að Djúpalæk Pcturs-
sonar og kona hans Kristín
Gísladóttir bónda í Kverkár-
tungu Árnasonar.
Oddný átti tvo bræður Gísla
og Gunnar. Gísli var alþingis-
maður N.-Þingeyinga og seinna
Norðurlandskjördæmis eystra
langa tíð. Gunnarer járnsmiður
og býr í Reykjavík.
Heima á Hóli ólst Oddný upp
og sleit sínum barnsskóm.
Þar, á Hóli á Langanesi hef
ég séð síðsumars, grasið grænna
og safaríkara en annarsstaðar
og þar eru margir stórir huldu-
steinar.
Oddný fékk í vöggugjöf góð-
ar gáfur, sem hún ræktaði vel
alla ævi. Hún tók gagnfræðapróf
frá Akureyrarskóla 1929.
Dvaldi í Svíþjóð við nám og
störf, var jafnframt um tíma,
fréttaritari ríkisútvarpsins þar í
landi. Árið 1936 stundaði
Oddný nám við Norræna lýðhá-
skólann í Genf í Sviss.
Á þessum námsárum ferðað-
ist hún víða um Evrópu m.a til
Sovétríkjanna. Það var gaman
að heyra hana minnast þeirra
tíma. Ævistarf Oddnýjar
Guðmundsdóttur var að kenna
börnum og unglingum, aðallega
farkennsla í sveitum, þ.e. kenna
heima á bæjum til skiptis.
Kennslan var Oddnýju meira
en starfið eitt, heldur hugsjón.
Hún kenndi mjög víða um
landið, var gjarnan einn vetur í
stað, breytti þá til og réði sig á
nýjan stað á næsta hausti.
Þess vegna eignaðist hún
marga vini og hélt tryggð við. Á
sumrin réði hún sig oft í kaupa-
vinnu. Úti á túni, með hrífu í
hönd naut Oddný lífsins.
Þegar björgunarafrekið var
unnið við Látrabjarg árið 1947,
sem frægt er, var Oddný á
vettvangi. Þá sögu rakti hún
skemmtilega í útvarpi, ekki alls
fyrir löngu í þættinum „Út og
suður".
Sagt er að „tilvera okkar sé
undarlegt ferðalag", og er það
oft í mörgum skilningi.
Oddný hafði alla tíð mikið
yndi af ferðalögum.
Þar fór hún oft á tíðum sínar
eigin leiðir. Hún notaði reið-
hjólið, hana Skjónu og hjólaði
sína götu. Á slíkum ferðum
kynntist hún íslandi vel. Þegar
Oddný var fimmtug skrifaði
hún, „Hef hjólað nær alla ak-
vegi landsins samfylgdarlaust."
Island og íslensk tunga var
Oddnýju Guðmundsdóttur
helgidómur. Oft þótti henni
menn misbjóða landi og tungu.
þá greip hún gjarnan pennann,
var hvöss og viðhafði enga tæpi-
lungu. Hún hafði ríka réttlæt-
iskennd, málsvari minnimáttar,
mannréttindakona. Hún var
„vinstrisinni", og virkur félagi á
þeim vettvangi. Hennardraum-
ur var:
- ísland úr NATO - Herinn
burt -
Oddný var rithöfundur. Rit-
aði margar skáldsögur, gaf út
Ijóðabækur, þýddi mikið, bæði
bækur og framhaldssögur í
blöð, flutti erindi í útvarp, skrif-
aði smásögur og fjölmargar
greinar í blöð og tímarit.
Og aðaláhugamálið alltaf það
sama: - að skapa betri heim -.
„Orðaleppar" og „Ljótar
syrpur" þætti hennar um ís-
lenska tungu og menningu,
skrifaði hún marga og birti í
Þjóðviljanum og Tímanum.
Þessir pistlar og fleiri í sama dúr
voru frábærir og vel eftir þeim
tekið, skipuðu höfundi í heið-
urssæti.
Oddný Guðmundsdóttir var
fjölskylduvinur okkar í Austur-
görðum svo lengi ég man eða
m.k. 40 ár. Alltaf var hátíð
þegar hún kom, hafði frá svo
mörgu að segja og var fyndin,
kát og skemmtileg, og átti svo
auðvelt með að blanda geði við
alla, unga sem aldna. Já, hún
var vinur vina sinna. Og hún var
einkar lagin og næm að veita
aðstoð, með nærveru sinni þar
sem sorg var í húsi og erfiðleik-
ar.
Þess minnast margir.
Og nú er hún Oddný dáin.
Laugardaginn 5. janúar s.l.
var minningarathöfn Oddnýjar
í kirkjunni á Raufarhöfn. Sú
athöfn var ógleymanleg og
kirkjan þéttsetin.
Konur stóðu heiðursvörð
með logandi kerti í hendi -
merki friðar. Þannig var hún
kvödd með virktum og þökk á
Raufarhöfn.
Innilegustu samúðarkveðjur
sendi ég Margréti, Gunnari,
Sólveigu og öðrum ástvinum.
Það er gott að minnast
Oddnýjar Guðmundsdóttur,
hún var kona sönn og heiðarleg.
Blessuð sé hennar minning.
Þórarinn Björnsson.
Stravinsky, já
■ Húsfyllir var í Háskólabíói
á fyrstu tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar á árinu (10.
janúar) og mikil stemmning,
því þar var flutt Vorblót Stra-
vinskýs með miklum tilþrifum.
Þetta getur semsagt sinfóníu-
hljómsveit vor, sem að þessu
sinni var aukin frá venjulegri
stærð, og voru um 90 hljóðfæra-
leikarar á sviðinu, þ.á m. fimm
í slagverki. Vorblót er magnað
verk, litríkt, hávaðasamt, takt-
fast og taktflókið - þar má finna
frumstæðan kraft þótt í kunn-
áttusamlegum búningi tón-
skáldsins sé, enda heita hinir
tveir hlutar Tilbeiðsla jarðar-
innar og Fórnin. Vorblót var
frumflutt í París árið 1913 og
olli miklum upphlaupum: „Þeg-
ar á fyrstu mínútum tók að bera
á ókyrrð í salnum sem magnað-
ist eftir því sem á leið og endaði
í handalögmálum." Og jafnvel
enn þann dag í dag eru ekki allir
sáttir við Vorblót: Kunningi
minn á tónleikunum 10. janúar
sagðist hafa lagt mikið á sig til
að láta sér líka við þetta verk,
en gæti það með engu móti
hann heyrði ekkert í því nema I
hávaðann.
Og Kuran
Tónleikarnir hófust raunar
með stuttu verki eftir 2. kon-
sertmeistara Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í vetur, Pólverj-
ann Szymon Kuran, og heitir
Elegiefyrir strengjasveit. Þetta
litla verk frá 1982 er ntjög
fallegt, ómsætt og tregafullt í
senn, en inn í það læðast
stríðir hljómar er á líður, enda
■ Stravinsky. Teikning eftir
Picasso.
verkið samið í Gdansk á ör-
lagatímum. Kuran sjálfur tók
litla einleiksstrófu, og yfirleitt
var þetta með áheyrilegustu og
fallegustu „nútímaverkum"
sem menn muna. Enda grunar
mig að ýmsir hefðu gjarnan
viljað heyra Elegie aftur á
staðnum.
En ekki Mozart
Sinfóníuhljómsveitin og
Jacquillat réðu sem sagt fylli-
lega við Vorblót Stravinskýs
og Elegie Kurans, en ekki við
41. sinfóníu Mozarts - þar var
■kastað til höndum og nánast
spilað af blaði.
Sú spurning hlýtur að vakna
hvort aðstandendur hljóm-
sveitarinnar telji Mozart úrelt-
an, þreyttan poppara sem sé
of auðveldur að spila eða neðan
við virðingu þeirra. En þá er
líka full ástæða til að sleppa
honum alveg, því það er ekkert
annað en skemmdarverka-
starfsemi af versta tagi að
þambaravambast svona gegn-
um41. sinfóníuna. Staðreynd-
in er annars sú, að hvaða
atvinnumannahljómsveit sem
er gæti klæmst gegnum bæði
Vorblót og Elegie, en það þarf
meira til að skila Mozart al-
mennilega - það gerir a.m.k.
ekki Sinfóníuhljómsveit (s-
lands án þess að æfa sig.
Sig.St.