NT - 18.01.1985, Blaðsíða 12

NT - 18.01.1985, Blaðsíða 12
Kl ■ Þau hjónin Þórarinn og Ragnheiður eru búin að afhjúpa gjöfina, silfur- skjöld gerðan eftir forsíðu fyrsta tölublaðs Tímans, sem Þórarinn rit- stýrði. ■ Áflestum skemmtunum er happdrætti og hér er það Krist- ín Halldórsdóttir skrifstofustúlka, sem hefur dottið í lukkupottinn. Róbert Ágústs- son formaður starfsmannafé- lagsins notar tækifærið og smellir kossi á kinn hennar. ■ Sigurður Brynjólfsson var um langt árabil dreifingarstjóri Tímans og því samstarfsmaður Þórarins um langa hríð. Hann hefur nú látið af störfum fyrir blaðið, en kom til að samfagna fyrrum sam* starfsfólki og hélt í því tilefni viðeigandi ræðu.Guðmund- ur Óli er tilbúinn að taka lagið þegar botninn er sleginn í ræðuna. Föstudagur 18. janúar 1985 12 Starfsme heiðra Þc og Ragnl ■ í NT þriöjudaginn 23. okt. sl. birtist tilkynningfrá Þórarni Þórarinssyni ritstjóra blaösins þcss efnis að hann hcfði sagt upp störfum, enda varö hann sjötugur 19. scpt. sl. Þá átti hann aö baki meira cn hálfrar aldar óslitinn blaðamennsku- feril. þar af scm ritstjóri í 48 og hálft ár, fyrst viö Nýja Dag- blaðiö, þá Tímann og síöast við NT. Þórarinn cr handhafi skírteinis nr. I í Blaðamannafé- lagi íslands. í tilefni af þessum tímamót- um hélt stjórn Nútímans h.f. og starfsmannafélag NT mik- inn fagnað til hciðurs Þórarni og konu hans Ragnheiði Vig- fúsdóttur Þormar um miðjan desember. Hófst gleðin með samdrykkju í húsakynnum NT að Síðumúla, en síðan var fært sig uin set og þaö alla leið upp í skála Golfklúbbs Reykjavík- ur í Grafarholti. Voru haldnar ræður, skálað. sungið, etið, dansað og yfirleitt flest gert til að fólk skemmti sér sem best. Enda fór fagnaðurinn hið bcsta frant og varð engum meint af. Stóðu allir scm sagt tvícfldir upp að morgni. og hressir og endurnærðir voru menn mættir til vinnu á mánudeginum. Myndirnar hcr með gefa smásýnishorn af stemmning- unni sem var hin besta, eins og sjá ntá. (NT-myndir Ámi Biama)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.