NT - 18.01.1985, Blaðsíða 10
Föstudagur 18. janúar 1985
■ Stanely Adams hefur
verið brugðið um heimsku.
En um kjarkleysi verður
seint hægt að bregða þeim
manni. Æfi hans síðustu 10
ár hefur líkst sögunni af
Davíð og Golíat. Nema
hvað Adams í hlutverki
Davíðs virðist þurfa að
fórna mun meiru en
fyrirtækið Hoffmann-La
Roche í líki Golíats.
Adams hefur misst mikið.
ÖII sín auðæfi. Það er þó
ekkert hjá því að hann
missti líka konuna sína.
Hún framdi sjálfsmorð
þegar sigur Golíats virtist
augljós.
■ Stanley Adams á drungaleguni enskum vordegi.
En liyrjum ;í hyrjuninni.
Stanley. Adams er fæddur á
eynni Möltu fyirr 57 árum.
Hann cr hreskur ríkisborgari.
Fyrir 20 árum réðist hann til
lyfjafyrirtækisins Hoffmann-
La Roclie í Sviss. Hann giftist
um svipað leyti svissneskri
stúlku og þau eignuðust þrjár
dætur með stuttu millibili,-
Velgengni Adams hjá fyrir-
tækinu var mikil. Hann var vel
menntaður, bráðgreindur og
ekki síst hörkuduglegur. Hann
varkominn í metorðeftirstutt-
an tíma. Launin voru góð og
framtíðin virtist brosa við
hjónunum.
bað var hins vcgar þá sem
Stanley Adams fór að fram-
kvæma það sem mörgum finnst
heimskulegt af honum. Hann
fór að skoða nánar pappírana
hjá Roche. Og sá ýmislegt sem
honum geðjaðist ekki að. Svik,
lygar, hæpinn gróða og svo
mætti lengi telja. „Rétt cr rétt
og rangt er rangt,“ sagði Stanl-
ey síðar um hugsanir sínar a
þessum stundum. Og án urn-
hugsunar gerði hann það sem
honum fannst rétt. Hann
ákærði fyrirtækið Hoffmann-
La Roche fyrir samkeppnis-
nefnd Efnahagsbandalagsins.
Síðan eru liðin 10 ár. Nefnd-
in hafði veriö stofnuð til þess
að koma í veg fyrirað fyrirtæki
í löndum Efnahagsbandalags-
ins beittu óheiðarlegum að-
ferðum í samkeppninni hvert
viö annaö. í reglum nefndar-
innar segir að þeir sem kæra
fyrirtæki fyrir brot á þcssum
reglum geti veriö óttalausir.
nafns þeirra verði gætt og þeir
þurfi því ekki að óttast hefnd
frá fyrirtækjunum. Um þetta
sagði danskur leiöarahöfund-
ur. „Það er barnalegt aö trúa
því að þessar reglur séu hafðar
í heiðri. Efnahagsbandalagið
var stofnað fyrir fyrirtæki, ekki
einstaklinga. Það hikar því
ekki við að skaða einstakling-
ana í þágu fyrirtækjanna.
Hallar undan fæti
Það var þetta sem gerðist.
Hoffmann-La Roche frétti
mjög fljótlega um lekann úr
fyrirtækinu. Hið sama gerðu
svissnesk stjórnvöld.
Sa m keppn isnefn d i n hafði
farið þess á leit viö Stanley
Adams að hann héldi áfram að
vinna hjá Roche til að afla
frckari sannana. „Þegaréggeri
eitthvað geri ég það vcl. Fyrst
ég var búinn að ákæra fyrirtæk-
iö og aðeins nærvera mín gerði
það mögulegt að sanna nokkuð
á það hélt ég auðvitað áfram
að vinna.
Þegar stjórnin frétti um
kæru Adams lét hún hins vegar
ekki á sér staijda að gera
honum skiljanlegt að nærveru
hans væri ekki óskað lengur.
Hann gæti leitaö sér að vinnu
annars staðar.
Stanley tók þessu vel. Taldi
málinu lokið með þessu og sá
fram á að fá vinnu annars
staðar. En svissnesk stjórnvöld
áttu nú eftir að leika sinn leik.
Um áramótin 1974-1975
þegar Stanley, kona hans og
börn og tengdaforeldrar komu
til Sviss úr jólafríi á Italíu beið
handtökuskipun á landamær-
unum. Þá fyrst frétti Stanley af
svissneskum lögum sem banna
það sem kallað er iönaöar-
njósnir. „Ég vissi af slíkum
lögum í Rússlandi og hefsíðan
frétt að þau séu líka til í
Suður-Afríku og Suður-Kór-
eu. En að þau væru til í Sviss
hafði ég ekki minnsta grun
um".
Stanley var umsvifalaust
varpað í fangelsi. Og konunni
hans líka, þó ekki væri lögð
fram ákæra á hana. Hún fékk
ekki að kalla á lögfræðing og
foreldrar hennar fengu ekki að
vera hjá henni. Henni var fyrst
sleppt eftir nokkra daga.
Henni var sagt aö maðurinn
hennar rnyndi líklega fá um
það bil 20 ára fangelsi fyrir
afbrot sitt.
í fyrstu trúði hún þessu ekki.
En þegar dagarnir liðu einn af
öðrum og hún fékk ckki að
heimsækja mann sinn og eng-
inn annar heldur fór að fara
um hana. Og eftir níu daga
fékk hún fréttir frá háttsett-
um aðilum í Sviss sem stað-
festu sögusagnirnar um árin
tuttugu í fangelsi.
Komtn brotnaði alveg
saman. Hún sá fram á líf án
síns heittelskaða eiginmanns í
fátækt og volæði með börin
þrjú, hið yngsta ekki orðið
þriggja ára. Hún gekk upp á
baðherbergið og hengdi sig.
Einangrun
Stanlcy frétti af þessu í fang-
elsið.' En það var ekki látið
breyta neinu fyrir hann. Hann
var í einangrun og fékk ekki
einu sinna að fara út til að vera
við jarðarför konu sinnar. „Ég
vissi að það breytti engu þó ég
léti hugfallast. Máliðyrði bara
verra. Ég reyndi að einbeita
mér að því að hugsa um börnin
mín. Þau varð ég að sjá um."
Fangelsisvistinni lauk eftir 3
mánuði. En þegar komið var
út biðu ekki björgulegar að-
stæður. Fjölskyldan hafði lagt
alla sparipeningana sína í að
kaupa sér lítið býli á Ítalíu. Þar
ætluðu þau að rækta svín. Til
að fjármagna kaupin höfðu
þau líka orðið að taka stórt lán
í ítölskum banka. Það varlátið
falla á nteðan Stanley sat í
fangelsinu. Aleigan var horfin.
Viðbrigðin voru óskapleg.
Ríkur yfirmaður hjá einu
stærsta fyrirtæki Evrópu var
skyndilega orðin bláfátækur.
Ekkjumaöur með þrjú börn,
atvinnulaus og heimilislaus.
Stanley og börnin fluttu til
Englands. Börnin fengu inni á
heimavistarskóla sem er rek-
inn af almannafé. Sjálfur fékk
hann fátækrahjálp, svo nauma
að hún nægði honum rétt fyrir
daglegu viðurværi.
Stanley var liins vegar ekki
á því að gefast upp. Hann fór
að safna meira efni um Hoff-
mann-La Roche og önnur
lyfjafyrirtæki. Á tíu árum hef-
ur vinnan mjakast hægt og
rólega og nú er að koma út í 18
Evrópulöndum bók um þessa
baráttu hans. Það er ekki allt
fallegt sem stendur í þeirri
bók.
Jafnframt hefur hann ákært
samkeppnisnefnd Efnahags-
bandalagsins og svissnesk
stjórnvöld fyrir framkomuna
við sig. Samkeppnisnefndin
dæmdi að vísu Hoffmann-La
Roche til þess að greiða háa
Texti: Dóra Stefánsdóttir
sekt 240.000 cnsk pund eða
tæpar tíu milljónir. Én úr vös-
um þcss ríka fyrirtækis voru
þetta aðeins smápeningar. Tap
Stanleys hefur verið miklu
meira.
Gróði aðaltakmarkið
Stanley Adams var á ferð í
Kaupmannahöfn í sumar. Til-
efnið var að kynna bók sína
með fyrirlestri. Ferðina notaði
liann líka til að bætaeinkalífið.
Hann giftist konu þeirri sem
var ritari hans við bókarskrifin.
Það var danska Sambands-
hreyfingin, FDB. sem bauð
Stanley til Danmerkur. Og
stóð jafnframt fyrir fjársöfnun
handa honum.
Dönsk blöð, útvarp og sjón-
varp birtu viðtöl við Stanely og
hann virtist vinna santúð hinn-
ar dönsku þjóðar án átaka.
Sérlega tala menn um að það
hafi verið áhrifamikið þegar
hann var spurður að því í
sjónvarpi hvað hann myndi
ráðleggja mönnum sem lentu í
sömu aðstæðum og hann
sjálfur. „Að gera nákvæmlega
það sama og ég hef gert," sagði
hann rólega og brosti meira að
segja.
Á fyrirlestrinum var hins
vegar lítiö urn bros. Hann var
ein samfælld ákæra á alþjóð-
legu lyfjafyrirtækin sem hika
ekki við að eyðileggja mannslíf