NT - 18.01.1985, Blaðsíða 7

NT - 18.01.1985, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. janúar 1985 7 erlendis í lengri tíma svo og allmörgum þeim sem stund- að hafa nám erlendis. Ástæður fyrir því að íslendingar hafa ekki orðið varir við slíka starf- semi eru þær að venjuleg ís- lensk fyrirtæki hafa haft litla þekkingu á slíkri starfsemi og þau, sem til þekktu, litla þörf. Það sem greinarhöfundur hef- ur rekið sig þó mest á, er sú staðreynd að menn vilja fá að vita skilmála slíkra samninga áður en þeir eru samdir. Slík tregða er væntanlega af svipuð- um rótum runnin og áhuga- leysi gagnvart íslenskum upp- finningamönnum. Eitthvað virðist þó vera að rofa til í slíkum málum og er nýleg stofnun hlutafélags til fjárfest- ingar í nýjum iðnfyrirtækjum dæmi um það. Hverjar eru þá aðalhættur við notkun áhættu- fjár? í fyrsta lagi eru það vanskil, svo alvarleg að lána- drottinn telur grundvöll brostinn. Óarðbær fyrirtæki fara á hausinn, slíkt er hag- kvæmast þegar til lengdar lætur... einnig á íslandi. Al- gengast er að fyrirtækjum séu gefin 2-4 ár til þess að komast á skrið. Lán eru oft til lengri tíma og hlutabréfakaup eru yfirleitt bundin skilmálum um endurkauprétt og/eða skyldum til endurkaupa að vissum tíma liðnum. Þó er allur gangur mála á þessu og er til dæmis Venture Capital Consultants með það form að þeir hálfpart- inn leigja bankaábyrgð til lengri tíma. Dæmi um „venture“ - starfsemi Eftirfarandi er einungis eitt dæmi um margar aðferðir sem áhættulánadrottnar nota. Ástæðan fyrir að þessi aðferð er tekin sem dæmi er sú að greinarhöfundur hefur hana svarta á hvítu á umboðsbréfum sínum. Fyrirtækið, sem hér um ræðir, kallast Venture Capital Consultant og er eitt af eldri fyrirtækjunum. Eins og mörg önnur slík fyrirtæki er það í einkaeigu. Fyrirtækið var stofnað 1960, hefur 10 starfs- menn (algengt að fyrirtækin noti svo umboðsaðila sem eru lítið annað en upplýsingasafn- arar og sendisveinar), rating ER6 og eiga eigendur þess ■ Góð hugmynd er peninganna virði. ■ Óarðbær fyrirtæki fara á hausinn, slíkt er hagkvæmast þegar til lengdar lætur.... einnig á íslandi. 88% í Los Angeles Discount Securities. (Einnig annað dæmi um starfsemi slíkra fyrir- tækja). Hefuryfir200 útistand- andi reikninga. (Einnig gott dæmi um starfsemi, þ.e.a.s. hefur mörg járn í eldinum í einu). Umsækjandi byrjar á að senda inn umsókn (Business Proposal) þar sem fram kemur fjármagnsþörf. eigur, markaðs- áætlun, notkun fjármagns, o.s.frv. Bréfið fer fyrir nefnd sem metur það og ákveður hvort slegið sé til. Fari svo þá er umsækjanda sent bréf þar sem fram koma skilyrði, kjör. réttir og skyldur beggja aðila. (Þetta er sameiginlcgt með næstum öllum áhættulánafyrir- tækjum) síðan aðgreinir vent- ure sig frá mörgum öðrum slíkum fyrirtækjum því að þcir „leigja út“ bankatryggingu í nokkur (yfirleitt 10) ár. Einnig beita þeir uppsetningu fyrir- bæris sem nefnist „sinking fund" óspart fyrir sig. Kostir og gallar erlends áhættufjármagns í fyrsta lagi þá er það kostur að við fáum inn !()()% af því fjármagni sem við þurfum. fyr- ir þau fyrirtæki sem hljóta náð fyrir augunt áhættulánafyrir- tækja. I öðru lagi fá þau er- lendan bakstuðning og í þriðja lagi vekjum við athygli á okkur sem arðvænlegunt stað fyrir fyrirtæki. Fcð er í erlendum gjaldeyri í flestum tilfellum og hægt er að staðgreiða það sem þarf og koma þannig í veg fyrir frekari skuldasöfnun. Gallarn- ir eru þeir að ef um hlutafésölu er að ræða þá fáum við íslend- ingar ekki allan hagnaðinn (en á liinn bóginn hefðum við ekki fengið neinn hvort eða var), ef um lán er að ræða þá þurfum við að borga þau. Aðalvanda- málið og gallinn er sá að ef fyrirtækið ber sig ekki þá er það gert upp og það er ekki hægt að ræða málið fyrst við stéttarfélagið sitt og fá að halda áfrarn.... taprekstri. Hlynur Jörundsson Dagfaradálki. Kallar hann blaðafulltrúa og fleiri óvirðu- legum nöfnum og hæðist að hópnum fyrir misheppnaðar tilraunir til að komast í ráð- herrastól og fyrir það að láta Morgunblaðið taka af sér ráðin. Raunar sanna þessi nafnlausu skrif þá kenningu undirritaðs að það fari illa með sálarlíf manna að hanga saman í Sjálfstæðisflokknum án þess að eiga nokkra samleið. Baldur Kristjánsson. ■ Á landsfundi er sjálfsímynd llokksins styrkt með ýmsum skringilegum tiltektum. V Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrlft 300 kr. Málsvarl frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju ' Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason^ Innblaðsstj.: Oddur Ólalsson Taeknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstolur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blröaprent h.f. Tíðin leikur við okkur ■ Veðrið hér á landi hefur verið dásamlegt allt frá því í fyrravor. Vorið var með eindæmum gott, stillur og hlýindi. Sumarið ágætt, að vísu vætutíð á kafla ög haustið bauð upp á hlýindi og kyrrð alveg fram undir jól. Það sem af er nýja árinu hefur verið alveg aldeilis frábært. Um allt land er nær auð jörð. Snjór lítið meiri en í júlí og ágúst og menn komast allra sinna ferða. Á sama tíma berast fréttir um mikla kulda í Evrópu, 10-20 stiga frost og mikla snjóa víða. Það blessaða fólk sem býr í þessum löndum er óvant slíkum kulda og illa búið undir það að mæta honum. Hundruðir manna krókna því úr kulda og gamalmenni hrynja niður. Þetta góða veður hér er þó ekkert einsdæmi. Frá 1949 eru fjögur ár þar sem fyrsti hálfur mánuður ársins hefur verið betri og þess kafli var t.d. hlýrri árin 1972 og 1973. Það er ástæða til þess að fagna því hvað tíðin leikur við okkur á þessum síðustu og verstu tímum. Það er nefnilega gaman að vera til þegar veðrið er gott. Þó er það nú ekki að sjá á mönnum svona almennt. Menn vaða um með strengda kjamma og reyna örvæntingarfullir að leysa úr málurn hvers- dagsins. Flestir vinna allt of mikið. Það er nauðsynlegt til þess að standa undir því lúx.uslífi sem allir sem það geta hafa vanið sig á. Það felst einkum í því að fólk býr í allt of stórum íbúðurn, 50-60 fermetrar skulu það vera á hvern fjölskyldu- meðlim. Opinberir aðilar ganga á undan í þeirri hugsjón að lýsa upp og kynda sem stærstan hluta af alheiminum. Það skal fullyrt hér að lífshamingjan er ekkert meiri í 200 fermetra höll á Arnarnesinu en í lítilli, gamalli, en notalegri íbúð í Hafnarfirði eða hvar sem er. En fyrir þessi fölsku gæði vinnur fólk baki brotnu í 20-30 ár og stendur uppi á fullorðinsárum án þess að hafa lesið nokkuð af viti, án þess að hafa kynnst börnunum sínum til hlítar, hvað þá maka sínurrr, ættmennumog vinum. Þessi steinsteypuárátta leiðir þannig tii þess að þjóðin er fátækari af andlegum gæðum en efni standa til. Hún leiðir einnig til þess að þessi ríka þjóð er í raun og veru fátæk, Auð sinn grefur hún í jörð. Þess vegna er hún í stöðugri þörf fyrir lausafé en áráttan er slík að það sem hún þó önglar saman fer í það að steypa upp í kringum sig víðáttumikla niúra. Skiljanlegt væri að þjóðin vildi búa í stórum húsum ef hún væri eitthvað í þeim, en þetta er þjóð sem alltaf er á flandri og er aldrei heima hjá sér. Fyrir utan það að hún má ekkert vera að því að eyða tímanum innan veggja heimilsins. Hún er stöðugt að vinna fyrir höllinni. Grunur vor er sá að allt of fáir landsmenn hafi tekið eftir þeirri dáindistíð sem hér hefur verið. Þjóð í húsnæðishraki hefur ekki þá sálarró sem nauðsynleg er til þess að skynja lífið og tilveruna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.