NT - 18.01.1985, Blaðsíða 24

NT - 18.01.1985, Blaðsíða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónurfyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fvrir ábendinau sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttír 686495 NT-viðtal: Derrick í tólf ár og ekki orðinn þreyttur ■ Egill Hdgason tók í gær .símaviötal viö lögregluinanninn Derrick, ööru nafni Horst Tappert, en hann er nú staddur í Sviss. ■Á þriðjudagskvöldum birtist hann, sallarólegur og hvergi banginn, óvinur þrjóta og þorpara, en samt blíðlegur til augnanna. Hann er engin týpísk hetja, Derrick lögregluforingi suöur í Miinchen, en Derrick-þættirnir eru heldur ekkert týpískt íslenskt sjónvarpsefni. í fyrsta lagi eru þeir náttúrlega þýskir og talaðir á þýsku og í öðru lagi rista þeir á sinn afslappaða hátt oft dýpra en þeir amerísku og ensku formúluþættir, sem eru einsog alfa og beta ísienska sjónvarpsins, uppfullir af klisjum og útblásinni dramatík. Sumsé - okkur datt í hug að eiga nokkur orð við Derrick sjálfan, sem reyndar heitir Horst Tappert og fæst við sitthvaö fleira en að elta bófa í gervi Derrick. Það var svosem enginn hægðarleikur að hafa upp á hr. Tappert. Umboðsskrifstofa Derrick-þáttanna í Múnchen tjáði okkur að hann væri á leikferöalagi í Sviss og tæpast hægt að ná í hann. Við fengum samt símanúmer og hringdum og þar var komin á hinn endann kona Tapperts, sem gaf okkur upp nafn, hótel og símanúmer í ókunnuglegu byggðarlagi í Sviss. Við mættum samt í öllum bænuni ekki hringja strax, eiginmaður hennar væri ábyggilega að hvíla sig eftir langt ferðalag. Loks áræddum við þó að hringja á Hótel Anker í Aarau í Sviss. Karlmaður sem varð fyrir svörum tjáði okkur á svissaraþýskunni, sem Þjóðverjum finnst svo hlægileg, að vissulega væri Horst Tappert þarna, hann skyldi athuga málið. Eftir andartak var á línunni kunnugleg rödd, sterk og skýr, sem fagnaði íslenskum blaðamanni einsog þar héldi aldavinur á tóli. Hann var ekkert að flýta sér þótt leiksýning biði hans um kvöldið, svaraði greiðlega og vandlega og þakkaði fyrir sig - einsog fyrir eitthvað væri að þakka. „Hvernig er veðrið á íslandi?“ spurði Tappert áður en við slitum símtalinu. „Er það svona gott!? Til hamingju! Það gerir Golfstraumurinn! Hér er ískalt! Allt á kafi í snjó!“ - Horst Tappert, cr yður kunnugt um uð þér cruð cin uf vinsælustu sjónvarps- stjörnunum á íslundi? Já, ég hcf reyndur hcyrt uf því. Mér hurst líku hoð uin uð hcintsækju íslund í októ- her á síðastu ári, frá for- manni þýsk-íslensku vinafé- lagsins. Þá vur ég svo önnum kafinn uð ég sá ckki fram úr því og gut því miöur ekki komið, cn ég vildi gjarnurr koma til íslands við fyrstu hentugleika. - Finnst yðurckkcrtskrít- ið aö Derrick-þættirnir skuli vera svona vinsælir hér norðurfrá? Nú sjáum við ís- lendingar yfirlcitt ekkcrt annað en enskt og handarískt; sjónvarpsefni. Nei, í rauninni kemur það ntér ekki á óvart, svo víða hafa þessir þættir fariö. Nú er Derrick til dæmis sýndur í sjónvarpi í Astralíu, í Suöur- Afríku, í Japun og í einhvcrj- unt hluta austurblokkarinn- ar. Og á Norðurlöndunum. í Noregi og Svíþjóð, ganga þessir þættir mjög vel, svo eitthvað hlýtur að vcra í þá spunnið sent höfðar til alls þessa fólks. - Hversu margir Derrick- þættir hafa verið festir á filmu? Þeir eru orðnir 128 og 20.; febrúar tökum við aftur upp' þráðinn og tökum upp tólf þætti í viðbót. Hvað svo verður? Það er opið í alla enda. - Hversu vinsæll er Der- rick þá í Þýskalandi? Hann er í frentstu röð. næstum fremstur. - Verðið þérekki þreyttur á því að leika sama hlutverk- ið, Dcrrick, ár út, ár inn? Nú er ég búinn að leika Derrick í tólf ár og ckki orðinn tiltakanlega þreyttur enn. Milli þess sem ég leik Derrick hef ég alitaf tækifæri til að snúa aftur heint í leikhúsið í nokkra mánuði. Leikhúsið er niinn tilveru- grundvöllur og hcfur alltaf' verið það og í ár á ég einmitt fjörutíu ára leikafmæli. I leikhúsinu vel ég sjálfur verkefnin, leikstýri og leik sjálfur. Nú erum við til dæm- is á leikferöalagi um Austur- ríki, Sviss og Sambandslýð- veldið nteö leikritið Hjarta- Ijós eftir höfund sent heitir Emelyn Williams. Svo á hinn bóginn er Derrick góð til- breyting frá lcikhúsinu, ég er leikhúsmaður en hlakka líka til þess að komast aftur til Munchen og taka upp Derrick. - Eigið þér ekki erfitt uppdráttar á sviðinu, líta áhorfendur ekki á yður sem lögreglumanninn Derrick en ekki sem leikarann Horst Tappert? Ég reyni gagngert að leika öfgafull hlutverk, persónur sem eiga ekkert sameiginlegt nteð Derrick. Náttúrlega' kemur fjöldi manns í leikhús- ið vegna þess að það þekkir nrig úr Derrick-þáttunum. En hlutverkin eru oftastnær svo ólík að ekki líður á löngu þar til áhorfendur söðla unt og hætta að sjá Derrick á sviðinu. Nú leik ég til dæmis gamlan og útjaskaðan leikara, sem getur státað sig af fornri frægð, en er að eyðileggja sig á brennivíni. Svo það er ekki svo auðvelt. að rugla þessu saman. - Flestir íslendingar þekkja yður úr sjónvarpinu, það er að segja Derrick, en vita sáralítið unt Horst Tappert. Hvernig maður er Itann? Við eiguni margar santeig- inlcgar Itliðar, marga sameig- inlega fleti. Ég hefsamsamað ntig hlutverkinu svo mjög, veitt svo mikið af eigin per- sónuleika í það, að varla er hægt að tala um eiginlegan leik í því sambandi. Ég kem og er fyrir framan myndavél- arnar, eða svona hérumbil. Það má segja að ég leggi fram persónuna frentur en leikinn. - Eruð þér þá jafn „kúl" og rólegur og Derrick? Kannski ekki. Það er rétt að ltann cr „kúl", en það þýðir samt ekki að hann hafi ekkert hjarta. Að vissu leyti er þetta engilsaxneskur eig- inleiki - að láta heiminn líða franthjá svona rólega og yfirvegað, að láta ekkert setja sig úr jafnvægi. Svona skapgerð er oft kennd við engilsaxa og sjálfur er ég ákaflega engilsaxneskur í tnér. - Hvernig er yðar daglega líf? Ég vinn svo mikiö unt þessar mundir að það er varla tími til að sinna öðru. Mér finnst gantan að fara á skíði, fer á hestbak þegar ég kemst til þess og er yfirleitt ntikill dýravinur. Svo er ég giftur, búinn að vera það í 35 ár, og við erum satt að segja mjög hamingjusöm hjón. Við búum í einu úthverfi Múnchenar. - Flestir Derrick-aðdá- endur þekkja Harry Klein, aðstoðarmanninn dygga, sem leikinn er ‘áf Fritz Weppel. Haldið þér að um hann verði gerðir sjálfstæðir þættir þegar Derrick dregur sig í hlé? Nei, það held ég ekki. Harry Klein er búinn að vera aðstoðarmaður iengi. Þetta er önnur þáttaröð hans. Fyrst var hann aðstoðarmaður í þáttunum Der Kommisar með Erich Ode og nú er hann aðstoðarmaður í Derrick. Nei, ég trúi því varla að það verði sjálfstæð sería nteð Harry Klein. - Að lokunt, orð í eyra íslenskra Dcrrick-aðdá- enda... Ég vil fyrst og fremst þakka öllum vinunt mynda- tiokksins fyrir að þeim skuli líka það sem við eruin að gera. Ég vona að ég fái fljótlega tækifæri til að kynn- ast mörgum þeirra á íslandi. ísland er staður sent ég er mjög spenntur fyrir og vildi gjarnan konia þangað á fal- legum árstíma. ■ Horst Tappcrt. NT-mynd: Óskar Jónasson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.