NT - 18.01.1985, Blaðsíða 6

NT - 18.01.1985, Blaðsíða 6
Hlynur Jörundsson: Fundið f©..s. eða ■ Þungamiða athygli lánadrottna er nefnilega stjórn fyrirtækisins, ekki framleiðslan. fjárglæfrastarfsemi ■ Vinnureglurnar eru því þær að kanna vel og rækilega rekstr- aráætlanir, markaðsáætianir o.s.frv., eigið fé fyrirtækisins skiptir hins vegar minna máli. ■ Flestir lánadrottnar reyna síðan að hlúa að fjárfestingum sínum á meðan þær eru að kom- ast á legg. Það skyldi þó enginn halda að slíkt væri af góð- mennsku gert, heldur af trú á hagnað. bjóða fé. Einn algengasti leik- ■ Til er fyrirbæri scm á ís- lensku gengur undir nafninu áhættulán. Á ensku er slík starfscmi skilgreind sem Vent- ure Investmcnts og slík l'yrir- tæki hafa nöfn cins og Venture Corporation o.s.frv. Reyndar eru fleiri um hituna því „brokers" og „investment bankers" stunda nauðalíkt ;it- hæfi. í júlíhcfti blaðsins DAT- AMATION er nokkuð góð grein um starfsemi slíkra lána- stofnana. í henni kemur fram aö slíkar stofnanir fjárfestu meira en 3.()()().000.()()() dollara árið 1983 og t.d. Digital Equip- ment Corp., Vector Grapic, Apple. McCormic and Dodge og fleiri virt fyrirtæki nýttu sér slíkt fjármagn. Samkvæmt sömu grein segir að færri cn 400 slík fyrirtæki séu nú virk en það mun eiga við Bandarík- in eingöngu því grcinarhöfundi er kunnugt um 4% virk. Eins og oft vill verða þá fóru ýmsir aðilar ótengdir áhættulána- starfsemi að hugsa sér til hreyf- ings þegar hagnaöur af slíkri starfsemi kom jafn berlega í Ijós og á áttunda tug aldarinn- ar. Því miður þá reyndust ný- græðingarnir ckki nægjanlega þolinmóðir og slátruöu oft gullgæsinni sinni. En hvernig vinna þá slík áhættulánafyrir- tæki? Vinnureglur Áðurnefnd starfsemi felst í því aö meta viðkomandi verk- efni og lána í það fé, beint cða óbeint, mcð tvennu tilliti í liuga. 1) Taka áhættu á að vel gangi, 2) hagnast á velgengn- inni. Eftillit ertekiðtil þessað 80°/) þeirra fyrirtækja sem „venturefé" er lagt í, borga sig upp, þá er auðséð að fjárfest- ingarnar munu halda áfram. Hingað til hefur ekkert „vent- ure"-fyrirtæki orðið gjaldþrota enda kannski ekki furða því yfirlcitt hlýtur minna en 3% beiðna náð fyrir augum þess- ara lánadrottna. Vinnuregl- urnar cru því þær að kanna vel og rækilega rekstraráætlanir, markaðsáætlanir o.s.frv.; eigið fé fyrirtækisins skiptir hins veg- ar minna máli. Síðan er það tryggt í samningi eða með hlutabréfakaupum eða öðrum leiðum, að ekki veröi hlaupið út í neina vitleysu. Fé það, sem varið er til slíks brúks, kemur úr stórum sjóðum félaga eða einstaklinga og er oft varið í því skyni að ávaxta það með hagstæðari kjörum og þá áhættu, eða þá að féð er lagt í slíkar framkvæmdir til þess að kóma því undan sköttum og skyldum. Flestir lánadrottnar reyna síðan aó hlúa að fjárfestingum sínum á meðan þær eru að komast á legg. Það skyldi þó enginn halda að slíkt væri af góðmennskugert, helduraftrú á hagnað. Ef botninn dettur undan fjárfestingunni þá eru lánadrottnarnir horfnir um leið. En ef fjárfestingin fer að sýna möguleika þá hrúgast lánadrottnar að henni og fal- ur, sem leikinn er, er sá að einstaklingurinn sem fann hug- myndina, er keyptur út úr fyrirtækinu svo að hægt sé að straumlínulaga það að hætti lánadrottins. Þungamiðja at- hygli lánadrottna er nefnilega stjórn fyrirtækisins, ekki fram- leiðslan. Jðm en Margir vilja meina að slík starfsemi komi íslendingum lítið við enda vart eftir miklu að slægjast hér á landi. Hér er þó um mikinn misskilning að ræða. Af þeim 496 virku fyrir- tækjúm, sem greinarhöfundi er kunnugt um, þá hafa 11 þeirra tjáð honum að þau hafi áhuga, og hann hefur verið fulltrúi eins í meira en hálft ár. Það skyldi þó enginn halda að menn ættu að hlaupa upp til handa og fóta, bönkunum hef- ur verið kunnug slík starfsemi „Þetta litla blað” ■ „Jæja, segir það það, þetta litla blað," sagði Þorsteinn Pálsson í viðtali í útvarpinu er fréttamaður bar undir hann bollaleggingar Alþýðublaðsins um málefni Sjálfstæðisflokks og ríkisstjórnar. f þessum orð- um endurspeglast það viðhorf að lítil blöð séu eitthvað ómerkilegri en stór blöð, hvað er náttúÉÍega hin mesta firra. Með því að halda þessu fram er í raun og veru verið að segja það að blöð og viðhorf seni njóta hyllis fjármagnseigenda séu merkilegri en önnur og þau viðhorf sem haldið er fram af fjárvana minnihluta séu verri en hin. Þetta er hættulegt fasískt viðhorf sem því miður veður hér uppi og endurspegl- ast oft viljandi eða óviljandi í máli manna. Lítil blöð eru þvert á móti oft betur skrifuð og skemmti- legri en þau stóru, yfirleitt skrifuð af meiri eldmóði og hugsjónakrafti. Það verður reyndar seint sagt um Alþýðu- blaðið að það sé skemmtilegt, en það er nokkuð vel skrifað og oft er þar að finna nokkuð góðar pólitískar bollalegging-, ár. Búseti í Alþýðublaðinu í gær er reyndar ágætisviðtal við Reyni Ingibjartsson starfsmann hús- næðissamvinnufélagsins Bú- seta, þar sem hann tjáir sig m.a. um stóreignaskattinn margumtalaða. Hann segir: „Það er augljóst mál að stóreignaskatturinn, eins og Jón Baldvin hefur bent á og Alexander Stefánsson nú tekið upp, er langsterkasti kosturinn til að fjármagna húsnæðiskerf- ið. Hins vegar er líka augljóst að sé reynt að fara þá leið þá er stóreignamönnum og þeirra pólitíska þrýstingi að mæta. En við hjá Búseta höfum gert okkur grein fyrir því að það gerist ekkert í húsnæðismálun- um nema til sé pólitískt vald til að ná penignum úr stofnunum samfélagsins og frá þeim sem ráða yfir fjármagninu." Eins og kunnugt er þá starfar nú nefnd stjórnarflokkanna sem hefur það hlutverk að koma húsnæðissamvinnufélög- um inn í húsnæðislöggjöfina. Um framtíð félagsins segir Reynir: „Það skiptir okkur miklu máli að komast af stað nú með byggingar, því annars er hætt við að hreyfingin lognist út af. Fjöldi fólks sem hefur skráð sig hjá okkur, hefur orðið að grípa til eigin ráðstafana í húsnæðiseklu sinni. Fólkið er hreint og beint neytt til þess. Þrátt fyrir það gera stöðugt fleiri sér grein fyrir því að félag á borð við Búseta er nauðsyn- legur liður í húsnæðiskerfinu." Rétt og satt. Þá er Morgunblaðið. „þetta stóra blað", búið að koma fastari skipan á málefni Sjálfstæðis- tlokksins sem felast í því að ekkert verður hróflað við ráð- herrahengingu og landsfundur flokksins haldinn í vor, en ekki i í haust eins og fyrirhugað var. Jafnframt klórar þetta stóra blað Þorsteini formanni á bak við eyrun í leiðara í fyrradag og telur þessa ákvörðun hans að flýta landsfundi bæði „tíma- bæra og skynsamlega". Ekki er að efa að landsfund- urinn í vor mun hylla Þorstein Pálsson daglangt, en á lands- fundi er sjálfsímynd flokksins styrkt með ýmsum skringileg- urn tiltektum. Reyndar er kímnigáfu Morgunblaðsins engin takmörk sett þegar það segir að fundirnir hafi „undan- farin ár og raunar um langan aldur verið áhrifamestu pólit- ísku samkomur landsmanna". Ekki mun af veita að styrkja sjálfsímyndina í vor því að sennilega hefur fylgi flokksins ekki verið jafn lítið og nú og í langan tíma. Þetta gerir hið minna málgagn Sjálfstæðis- flokksins DV sér ljóst því að ekkert bólar á skoðanakönnun um sum fylgi stjórnmála- flokkanna og hefur nú liðið óvenju langur tími frá því að slík birtist. Gert gys að Þorsteini Aumingja Þorsteinn. Morg- unblaðið er ekki fyrr búið að ráða málum en einhver mini- forystumaður úr flokknum sér ástæðu til þess að ráðast að honum í hinum smekklausa ■ Stöðugt fleiri gera sér grein fyrir því að félag á borð við Búseta er nauðsynlegt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.