NT - 18.01.1985, Blaðsíða 4

NT - 18.01.1985, Blaðsíða 4
Föstudagur 18. janúar 1985 4 Skuldarar heppnir: Dráttarvextir lægstu vextirnir - nú í janúarmánuði Borgarnes: Kennari frá Hvanneyri ráðinn sveitarstjóri Frá fréttaritara NT í Borgarnesi M.M.: ■ Á fundi hreppsnefndar Borgarneshrepps í gær var samþykkt að ráða Gísla Karlsson, kennara í starf sveitarstjóra í stað Húnboga Þorsteinssonar, sem gegnt hefur starfinu síðan 1968. Á undan Hún- boga skipaði Halldór E. Sigurðsson stöðu sveitar- stjóra í Borgarnesi frá 1955, þannig að manna- skipti hafa ekki orðið tíð í þessu starfi. Gísli Karlsson er fædd- ur á Brjánslæk á Barða- strönd árið 1940. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvann- eyri 1962, stundaöi síðan nám við Búnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi 1968 (hagfræðilína). Árin 1968- 1971 starfaði Gísli sem hagfræðiráðunautur hjá búnaðarfélagi á Jótlandi. Síðan 1971 hefur liann verið kennari í hagfræði- greinum á Hvanneyri. Gísli var settur skólastjóri á Hvanneyri 1980 í orlofi Magnúsar B. Jónssonar og hefur einnig gegnt ýmsum félagsmálastörfum í hér- aði. Gísli er kvæntur Ág- ústu Hólm og eiga þau tvo syni. Vestmannaeyjar langstærsta löndunarhöfn landsins 1984: Um 11,5% alls fiskafla landað í Eyjum ■ Um 175 þúsund tonn- um af t'iski (11,5% af heildarafla landsntanna) var landað í Vestmanna- eyjum á árinu 1984 og voru Vcstmannaeyjar þá langstærsta löndunarhöfn landsins. Löndun nú er um tvöfalt meiri en árið 1983. Fyrst og fremst mtm- ar þar að loðnulöndun i Eyjum sem nam nú nær 124 þús. tonnum samanborið við rúm 12 þús. tonn árið 1983. Önnur stærsta lönd- unarhöfnin var nú Seyðis- fjörður meö rúmlega 108 þús. tonn. þar af um 102 þús. tonn af loðnu, en samtals hefur því um fjórðungur allrar veiddrar loðnu faiiö á þessar 2 hafnir. í Reykjavík, Siglu- firði og Eskifirði nam löndun samtals í kringum 95 þús. tonnum á hverjum stað. Neskaupstaður kom næstur í röðinni með tæp- lega 69 þús. tonn. Grindavík og ísafjörður voru hins vegar stærstu löndúnarhafnir þorsks - nær hnífjafnar með um 14.250 tonn á hvorum stað. Rúmlega 13.500 tonnum af þorski varland- aö í Ólafsvík og um 12.700 í Vestmannaeyjum. Ut- lönd koma í sæti 5. stærstu löndunarhafnar þorsks á síöasta ári með 11.750 tonn. en álíka miklu var landað á 4 eftirtöldum stöðum: Akureyri, Þor- lákshöfn. Sandgerði og í Keflavík. Ánægðir bíleigendur ■ Drcgið hefur vcrið í síninúnicrahappdrætti Styrktarfélags lainaðra og fatlaðra, cn aðalvinningarnir voru Toyotabílar. Bílarnir voru aflicntir hinum hcppnu fvrir sköinmu og var þessi ntynd tekin við það tækifæri. Á invndinni cru, taldir frá vinstri: Páll Samúelsson forstjöri Toyotaumboðsins, Bcrgstcinn Jónsson scm hlaut Toyota Tercel, Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving sem einnig hlutu Toyota Tcrcel, Hclga Oddsdóttir sem hlaut Picup-Hilux og Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri Styrktarfélagsins. Reiðhöllin í Víðidal. Séð inn í salinn, áhorfendasvæði og sýningarsvæði. Landssambands hestamannafélaga í Víðidal ■ Engir skuldarar niunu sleppa léttar frá vaxtagreiðslum af skuldum sínum nú í janúar- inánuði en vanskilamenn, þar sem vanskilavextir/dráttarvextir eru þennan mánuð lægstu „út- lánsvextir" sem bjóðast í al- mennum lánaviðskiptiim. Við vaxtabreytingu um ára- mótin ákvað Seðlabankinn aö dráttarvextir skulu vera 5% á ári Árnað hei|la ■ Sjötíu ára er í dag Ólöf Guðrún Guöbjörnsdóttir, Bókhlööustíg2, Stykkishólmi. Á morgun 19. janúar tékur hún á móti gestum í Lionsluis- inu í Stykkishólmi. ■ Ólöf Guðrún Guðbjörns- dóttir umfram meðaltalsvexti á nýjum skuldabréfum hjá bönkum og sparisjóðum eins og þeir cru þann 21. næsta mánaðar á undan. Þann 21. desember s.l. reyndist þetta meðaltal 25,8% og dráttarvextir í janúar sam- kvæmt því 30,8% á ári, eða um 2,57% á mánuði, scm reiknast skulu í hlutfallslegum dagvöxt- um. Scðlabankinn heimilaði þó að í janúar mætti nota fyrri ■ Landssamband hesta- mannafélaga hefur ákveðið aö hefjast handa um byggingu reið- hallar í Víðidal. Á fundi Landssambandsins 12. jan. sl. var stofnað hlutafé- lag sem ber nafniö Reiðhöllin hf. og hefur að markmiði að reisa og reka reiðhöll, er vera reglu, þ.e. 2,75% dráttarvexti á mánuði, sem jafngildir 33% árs- vöxtum fyrir janúarmánuð. Lík- legt er að lánastofnanir muni nota sér þessa heimild, þar sem eldri vextirnir eru.hærri en þeir nýju. Vextir af almennum skulda- bréfum eru hins vegar 33,6% frá 1. janúar og af viðskipta- skuldabréfum 35%, samkvæmt vaxtatöflu Seðlabankans. skal vettvangur þjálfunar, keppnis- og sýningaraðstöðu fyrir hross og hestamennsku. Áuk þess skapist þar með aö- staða til sýninga tengdum land- búnaði og starfsemi reiðskóla. Áætluð stærð hallarinnar cr ca. 2500 m' og þar af 1200 m' völlur. 20x60 ni. Sæti og stæði Víxilvextir eru að vísu lægri, 31% og 32%, en þar er líka um fyrirframgreidda vexti að ræða, sem í raun verða því nokkru hærri, t.d. milli 33-34% á tveggja mánaða víxlum. Bæði skuldabréfa og víxilvextir eru því hærri þennan mánuð heldur en vanskilavextirnir. Þá má minna á að skuld tryggð með láns- kjaravísitölu hækkaði um 4,9% um síðustu mánaðamót. verða fyrir 800-900 áhorfendur, og kennslu- og fundaaðstaða fyrir 50-100 manns sem einnig yrði nýtt sem kaffitería. Reiknað er með að fullbúin með öllum ytra frágangi kosti reiðhöll nú rúmlega 20 milljón- ir. 50% áætlaðs kostnaðar leggja hluthafar fram en af- gangurinn verður síðan lánsfé til nokkurra ára. Eignaraðilar eru hin ýmsu félög, hestamanna og bænda og fyrirtæki þeim tengd. Með tilkomu reiðhallar eykst mjög og batnar öll aöstaða til kennslu og þjálfunar hesta og reiðmanna. Þar verður aðsetur Bæjargjöld á Akureyri: Góð inn- heimta ■ Góðar heimtur voru á álögðum gjöldunt á Akureyri fyrir sl. ár. Álögð gjöld voru 322.708.651 kr. og af þcim innheimtust 293.833.683 kr. Erþað91.06% álagðragjalda. Árið 1983 innheimtust 92,22% gjalda. Af útsvörum og aðstöðugjöldum á Akur- eyri 1984 voru innheimt 92,71% af fasteignagjöldum 97,4%, af gjöldum fyrri ára 62,12% og af dráttarvöxtum 54.51%. Mun þetta hlutfall vera með því hæsta á landinu en allt yfir 90% tclst mjöggóð innheimta. væntanlegs reiðskóla sem sjá mun um kennslu fyrir reið- kennara, tamningamenn og ým- iss konar námskeið. Einstakl- ingar, hópar og félög fá aðstöðu til þjálfunar. sýninga og keppni á hestum. Einnig verða þar sýningar á vörum, skemmtanir og samkomur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.