NT - 18.01.1985, Blaðsíða 3

NT - 18.01.1985, Blaðsíða 3
Steingrímur Hermannsson um efnahagstillögur sínar: Markmiðið að létta sköttum af alm. launþ. og húsbyggjendum ■ í tillögum scm Steingrímur Hermannssori hefur lagt fyrir þingmenn stjórnarflokkanna er gert ráð fyrir licrtu eftirliti með skattframtölum og innheimtu opinberra gjalda. Þá crgert ráð t'yrir því að öll skatthcimta vcrði endurskoðuð, tekjuskattur lækki og í hcild hafi breytingin það markmið að létta sköttum af almennum launþegum og húskaupcndum cða hyggjend- um. Steingrímur sagði í viötali við NT að það væri alrangt sem Morgunblaöið héldi fram að tillögur hans fælu í sér skatta- hækkun og aö Sjálfstæðisflokk- urinn hefði hafnað hugmyndum hans. Þvert á móti virtist sér að það væri íullur vi.lji fvrir því í Sjálfstæðisflokknum að ræöa málin á þeim grundvelli sem hann hefði lagt. „í þessum hugmyndum er fyrst og fremst um að ræða leiðir til aö lækka fyrirsjáanleg- an viðskiptahalla og draga úr erlendri skuldasöfnun." sagði Steingrímur. „Gert er ráð fyrir því að staða ríkissjóðs verði bætt með sparnaði og hagræð- ingu á öllum sviöum. Einnig með bættri framkvæmd og inn- heimtu skatta. Veröur í því sambandi lögð sérstök áhersla á hcrt eftirlit með skattframtölum og innheimtu opinberra gjalda." Steingrímur sagði. að öll skattheimtan yrði skoðúð. Þeg- ar hefði veriö ákveðið að tckju- skattur yrói lækkaður. en síðar verði líka eignaskattar, félaga- skattar, aðflutningsgjöld. vöru- gjöld. söluskattur og virðis- aukaskattur teknir til heildar- endurskoðunar. Markmiðið með þessum brcytingum á tekjuöfluninni cr að létta skött- um af almennum launþegum og þeim sem nýlega hafa aflað sér húsnæðis og bcra þungar vaxta- byrðar af húsnæöislánum. Aðspurður um hugmyndir Alexandcrs Stefánssonar um skyldusparnað á liáar tekjur og eignaskatt á miklar eignir sagöi Steingrímur að persónulega þætti honum vcl korna til greina að auka citthvað eignaskatt á miklar eignir. cinnig aö skvldu- sparnaður á háar tekjur kæmi vel til greina, en hann liti ekki á það sent skattheimtu og slíkt væri ekki inni í þeint hugntynd- tim sem hann licföi lagt fyrir þingmenn stjórnarinnar. „Þarna eru á ferðinni hug- myndir. sem torsætisráðherra hefur sett á blað og ég tel ekki skynsam.lcgt að ræða þær í ein- stökum atriðum. á meðan njðurstaöa er ekki íengin." sagði Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæöisflokksins. Por- steinn sagði, ;iðsjálfstæðismenn væru ekki hrifnir af skattahækk- unum og það væri ekkert nýtt. Hann sagðjj hins vegar. að það væri fullur vilji af þeirra hálfu að gera nauðsynlegar ráðstafan- ir til að hemja viðskiptahulla og viðhalda skvnsamlegri fjármála- og peningastjórn í landinu. „Það liefur legið fyrir. að það er fullur vilji af hálfu Sjálfstæðis- manna til að taka þátt í slíkum aögerðum," sagði Þorst Pálsson. ■ Steingrímur Hermannsson: „Morgunhlaðið hlvtnr að liafa i'engið rangar uppivsingar tnii að tillögur niínar hall fengið litlar undirtektir í Sjálfstæðis- tlokkmun. Annað er mér tjáð m.a. af formaimi Sjálfstæðis- tlokksins." ■ Þorsteinn Pálsson: „Það er fulliir vilji af okkar hálfu til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að liemja > iðskiptahalla." Efnahagsbandaiagið: Hættir ekki við saltfisk- tollinn ■ Efnahagsbandalag Evrópu mun ekki falla frá þeirri ákvörð- un sinni að leggja á ný toll á íslenskan saltfisk og skreið frá I. júlí næstkomandi. Þetta korn fram í viðræðum íslenskra emb- ættismanna við fulltrúa Efna- hagsbandalagsins á skrifstofum þess í fyrradag. Vegna þessarar afstöðu bandalagsins lögðu íslensku fulltrúarnir áherslu á. að það myndi aðeins nota tollheimild- ina að takmörkuðu leyti; að árlegur tollfrjáls kvóti á þessar afurðir verði hækkaöur mcð hliðsjón af aðild Spánar og Port- úgals að Efnahagsbandalaginu, en hann er nú 25 þúsund tonn; og að bandalagið frestaði álagri- ingu tollsins þar til Spánn og Portúgal hefðu gerst aðilar að bandalaginu, sem verður vænt- anlega I. janúar 1986. Embættismenn Efnahags- bandalagsins kváðust taka óskir þessar til athugunar. en gætu ekki gefið nein cndanleg svör. Saltfiskur og skreið falla ekki undir fríverslunarsamning ís- lands og Efnahagsbandalagsins. en tollur á þessar afurðir var einhliða felldur niðuráriö 1971. ■ Kampakátir félagar eftir að hafa ekið 610 km leið frá Flateyri í bæinn. Guðmundur Haddason, t.h. heimavinnandi húsmóðir slasaðist á fingri í vinnuslysi og ákvað að eyða helginni í rólegheitum fyrir vestan. Nafni hans, Sigurðsson, slóst með í förina til baka, sem gekk í alla staði vel enda færðin góð og farskjótinn traustur. NT-mynd: ah. Eingöngu kynn- ingarviðræður ■ „Viðræðurnar komust ekki svo lángt. ;ið viö ræddum beint við þá um uö byggja áliöjuver hér. Þetta voru eingöngu kynn- ingarviðræöur. þar sem menn veittu upplýsingar á báða bóga," sagði Sverrir Hermanns- son iðnaöarráðherra í samtali við NT í gærkvöldi. en hann var þá nýkominn frá París. þarsem hann átti viðræöur við forráöa- menn franska álfyrirtækisins Peehiney. ásamt Albert Guð- mundssyni og tvcinuir fulltrúum úr stóriðjtinefnd. Sverrir sagði. að Frakkarnir helðu sýnt íslandi mikinn áhuga og þeir myndu el' til vill koma hingað í sumar til að kynna sér aöstæður. Breytingar á flutningasviði Eimskips: Rekstrareining- arnar efldar ■ Eimskipafélag íslands hefur gert nokkrar brcytingar á stjórnskipulagi flutningasviðs og cr markmiö þeirra að efla hverja rekstrareiningu innan þess og gera deildunum kleift að sinna betur þjónustu við viðskiptavini félagsiris. Ifreyt- ingarnar eru gerðar í Ijósi þéirr- ar reynslu, sem fengist hefur af núverandi skipulagi, og af þörf á stöðugri þróun og aðlögun að brcyttum aðstæðum. Flutningasviðiö skiptist niður í nokkrar höfuödeildir. vöruaf- greiðslu. flutningadeildir. gámareksttir og fraktsamræm- ingu. og skiptast þær tvær l’yrst- nefndu í nokkrar undirdeildir. Framkvæmdastjóri flutninga- sviðs Eimskips er Valtýr Hák- onarson, en aöstoöarfram- kvæmdastjóri þess hefur verið ráðinn ÞórðurSverrisson. Þórð- ur starfaði áður sem fulltrúi á sviði markaðs- og kynningar- mála. í nýja starfinu mun hann áfram bera ábyrgð á kynningar- inálunt félagsins. ásamt störfum sínum sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Þingvallafólk: Útilegumaður í gæsluvarðhald - Leitað að þremur sem halda hópinn ■ Einn útilegumanna af Þing- vallasvæðinu sem uppvís er um að hafa farið inn í bústaði á Þingvöllum var handtekinn í gær og hefur Rannsóknarlögregla ríkisins krafist viku gæsluvarð- halds yfir manninum meðan rannsókn stendur yfir. í yfirheyrslum ber maðurinn að hafa séð þrjá aðra menn í bústöðum og kemur það heim og saman við vegsummerki sem sést hafa. Nú er vitað um milli 15 og 20 bústaði sem farið hefur verið inn í en alls eru um 700 sumarbústaðir umhverfis Þing- vallavatn. Uppvíst varð um veru þessa manns í bústöðunum þegar Þingvallaprestur, sr. Heimir Steinsson sá hann hlaupa út úr einum bústaðnum fyrir skemmstu. Heimir náði tali af manninum og fékk nafn hans. Síðan hefur lögreglan leitað mannsins og fannst hann í Rcykjavík í fyrrinótt. Hann mun hafa dvalið á Þingvallasvæðinu frá því í haust og verið einn á ferð. Að sögn lögreglu á það bæði við um mann þennan og konu þá sem Selfosslögreglan hefur nú haft afskipti af nokkr- um sinnum að bæði eru heimil- islaust fólk sem hvergi á höfði sínu að hallu og hefur átt viö sálræp vandamál að stríða. Maðurinn er þrítugur og konan lítið eitt eldri. Skemmdir á bústöðunum hafa ekki verið aðrar en þær að brotin hcfur verið rúða eða dyrakarmur til að komast inn. Þar hefur fólkið svo lifað á vistum en ekki haft neitt fémætt á brod með sér. í einum bústað- anna hafði verið breitt úr þrem- ur svefnpokum sem rökstyður frásögn mannsins sem nú hefur verið handtekinn að þrír menn séu þar á ferð saman. Innbrot í bústaðina að vetri til hafa ekki komið upp á áður enda verið einmunatíð, en oft komið upp á að útigangsfólk hafi leitað þangað á haustin meðan færð er enn góð.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.