NT - 18.01.1985, Blaðsíða 2

NT - 18.01.1985, Blaðsíða 2
Fjallakyrrðin virðist eiga svona vel við mig ■ „Já, það er rétt mér hefur gengið mjög vel að tefla hér, þetta er þriðja mótið sem ég vinn hérna í Gausdal,“ sagði Margeir Pétursson þcgar blaða- maður NT ræddi við hann í gærkvöldi, rétt eftir lok síðustu umferðarinnar. „Fjallakyrrðin virðist eiga svona vel við mig,“ bætti hann við en í Gausdal er teflt á skíða- og ráðstefnuhóteli, einöngruðu frá byggð. „Það kom dautt tímabil hjá ntér í mótinu, ég tapaði afskap- lega klaufalega fyrir Simen Agdestein. Ég var með góða stöðu en fann mig ekki af ein- hverjum ástæðum. I>að varð aftur á nióti til þess að ég varð illur við tapið og vann þrjár Þyrla við sauðfjár- smölun! ■ Þyrla Landhclgisgæsl- unnar aðstoöaði í gærdag bændur á Barðíiströnd viö fjársmölun á svokölluöu Svínanesi í Múlasveit. 13 kindur voru þar og náðust II. Tveir rúmlega vetur- gamlir hrútar sluppu en þetta er annar vcturinn sem þeir ganga úti. Snjó- laust er fyrir vestan, og smölun á þessu svæði afar erfiö. Allt fé hcfur nú verið skorið niður á svæðinu til útrýmingar á riöu og hefur af þeini sökurn verið lögð ntikil áhersla á að ná tcnu. Að sögn Ragnars Guð- mundssonar, bónda að Brjánslæk, var féð scm náðist mjög vænt, eins og alvanalegt er með lé það sem gengur úti á þessu svæði. Fénu var komið fyrir í neti neðan í þyrlunni og kontið þannig til byggöa. síðustu skákirnar. Þannig að tapið hefur kannske bjargað mér eftir allt saman," sagði Margeir. Samkvæmt reglum FIDE á aö hcfjast cinvígi um efsta sætiö og réttinn til að tcfla á milli- svæðamóti á sunnudaginn milli Margeirs og Simens Agdesteins. Margeir sagði ekki ákveðið Itvar það færi fram, persónulega sagðist Margeir heldur vilja tcfla það heima á íslandi eða í Osló, ef hægt væri að semja um það, dvölin uppi á fjöllum væri oröin nógu löng. Sá scrn tapar einvíginu verður að tefla annað cinvígi unt rétt- inn til að tefla á millisvæðamóti við þann sem verður nr. 2 á ■ Margeir Pétursson. svæðamóti sem hefst í ísrael í næsta mánuði. NT óskar Margeiri til ham- ingju með árangurinn og hér kernur vinningsskák hans við Finnan Heikki Westerinen í umferðinni í gær. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Heikki Westerinen 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e5 d6 5. O 0-0 6. Be3 Rc6 7. Rge2 a6 S. Dd2 Hb8 9. h4 h5 10. Rd5 Rh7 11. g4 hxg4 12. Ii5 e6 13. Rdc3gxf3 14. hxg6 fxg6 15. Rf4 Rxd4 16. 0-0-0 Hxf4 17. Bxf4g5 18. Dh2 R18 19. e5! Rf5 20. Bd3 Rg6 21. Dh7t Kf7 22. Dh5! Dg8 23. Re4 Bxe5 24. Bxe5 dxe5 25. Dxg5 Bd7 26. Rf6 svartur gaf. Þar mcð hefur Margeir lagt báöa stórmeistarana á mótinu að velli og var aðeins hálfum vinningi frá stórmeistaraáfanga út úr mótinu. ■ Laxeldisstöð ríkisns í Kollafiröi hefur nú verið einangruð eftir að nýrnaveiki fannst þar í klaklaxi. Áður hafði veikin fundist í seiðum frá Kollafírði í cldisstööinni Sjóeldi í Höfnum. Orka Sultartangavirkjunar óseld? ■ Slökkviliðið kvaddi út allan sinn liðsafla enda við erfiðan eld að glíma. Reykkafarar fóru með slöngu inn í húsið, tveir sjást á myndinni í körfu og incð byggingarkrana komust aðrir upp á þak hússins þar sem eldtungurnar brutust upp í gegnum járnið. NT-mynd: Árni Bjarna Föstudagur 18. janúar 1985 Bruninn t Ánanaustunv. ■ íkveikja er talin eina skynsamlega skýringin á eldi sem kom upp í risi verksmiðju- húss á rnótum Vesturgötu og Ánanausts í gærmorgun. Húsið hefur nú staðið autt um nokkurt skeið og var ekkert rafmagn á því. Þak hússins er talið ónýtt en ekki er vitaö um skemmdir á steypu og öðru. Slökkviliðinu, sem kvatt var á vettvang klukk- Ikveikja talin eina skýringin an 10, tókst að ráðíi niðurlögum eldsins á tveimur tímum. Hús þetta var áður verk- smiðjuhús Péturs Snæland. Þaö ersteinsteypt og byggt um 1960. Á síðasta ári keypti það verk- takafyrirtæki og hcfur staðið til að breyta því í fbúðarhúsnæði. Að sögn Gísla Guðmundsson- ar, annars af eigendum hússins, voru allar inngönguleiðir inn í húsið á fyrstu hæð negldar aftur utan ein á norðurgafli en þar við höfðu menn verið við vinnu í grunni viðbyggingar frá því um morguninn. Þaðvarfyrstnokkr- um mínútum fyrir 10 að reyks varð vart úr þakinu. Helgi Daníelsson hjá Rann- sóknarlögreglu sagði í samtali við NT að íkveikja virtist eina skynsamlega skýringin á elds- upptökum. Nýrnasjúkdómur í eldisfiski: Aðgerðir hafa enn ekki verið ákveðnar ■ „Við erum ekki búnir að ákveða til hverra aðgcrða vcrð- ur gripið, en hverjar sem þær verða, miðast þær að útrýmingu sjúkdómsins," sagði Sigurður Helgason, fisksjúkdóma- fræðingur, í samtali við NT, þcgar hann var spurður hvað yrði gert til að komast fyrir nýnaveikina, sem fundist hefur í eldislaxi í fiskeldisstöðinni Sjó- eldi í Höfnunt og í laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Nýrnaveikin fannst fyrst í seiðuni, sem Sjóeldi höfðu bor- ist frá laxeldisstöðinni í Kolla- firði, þar sem nú hefur fund- ist sýking í 13% af klaklaxi frá því í haust. í framhaldi af því, hefur Kollafjarðarstöðin verið sett í einangrun. Ekki hefur fundist sýking í seiðum í stöð- inni, en framkvæmd verður ná- kvæm úttekt á þeim. Þá verða framkvæmdar athuganir á fiski í öðrum eldisstöðvum og jafn- framt verður reynt að kanna útbreiðslu sjúkdómsins í villtum fiski, en þannig liefur liann borist inn í Kollafjarðarstöðina. Ekki sagðist Sigurður Helga- son geta sagt til um hversu langan tíma þessar rannsóknir tækju, það færi eftir þeim skilyrðum, sem rannsóknar- mönnum væru sköpuð. Nýrnaveiki í eldisfiski hefur áður komið upp hér á landi. í Eljiðaárstöðinni árið 1968 og á Laxalóni árið 1976. í báðum tilvikum var beitt niðurskurði og sótthreinsun. Farmanna- deilan: Ekkert miðar ■ Ekkert þokaðist í átt til samkomulags á samn- ingafundum með vinnu- veitendum og fulltrúum sjómanna vegna deilu undir- og yfirmanna á far- skipum, sem haldnir voru í gær. Næsti fundur með undirmönnum verður haldinn núna fyrir hádegið í húsakynnum ríkissátta- semjara, en yfirmenn ræða við.vinnuveitendur í Garðastrætinu á þriðjudag í næstu viku. Nordal í rafmagnið ■ Á gangi eins ráðuneytanna hér í bæ heyrðist á dögunum að staða Landsvirkjunar væri fárin að valda mönnum áhyggj- um og að jafnvel kæmi til þess að Jóhannes Nordal, stjórnar- formaður fyrirtækisins og Seðlabankasjóri, hyggðist taka sér frí frá bankastörfum og gerast virkur stjórnarformað- ur, þ.e. taka daglegan þátt í rekstri fyrirtækisins. Sögunni fylgdi að Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, tæki við starfi Jóhanrtesar tíma- bundið. G-bletturinn í Hafnarfirði! Þessi heyrðist í Hafnarfirði á dögunum. Maður nokkur kom að pari í Hafnarfirði þar sem það lá á framstuðara bíls og lét vel að hvort öðru svona eins og gengur. Manninn rak í rogastans af því þetta var nú einu sinni á stóru bílastæði. „Jú." sagði strákurinn, „við erum búin að finna G- blettinn," og benti hróðugur á bílnúmerið. „Ljótur Stein- grímur“ íslendingar eru ekki allir háir í loftinu þegar þeir fara í sína fyrstu fiskiróðra. Svo var í sumar með litla 3ja ára linátu - frænku blaðamanns Borgar- blaðsins. Meðal fiska sem faðir hennar dró úr sjó var steinbítur og sagði hann dótturinni að sjálfsögðu nafn hans eins og annarra fiska, er hann veiddi. Sköntmu síðar beit annar steinbítur á - sínu stærri og ófríðari en sá fyrri - á færið hjá föðurnum. Gall þá í þeirri stuttu: „Mikið er þetta ljótur Steingrímur." r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.