NT - 18.01.1985, Blaðsíða 19
Föstudagur 18. janúar 1985 19
ILlLI Raðauglýsingar Útlönd
Vesturland
Alexander Stefánsson félagsmálaráöherra, og Davíð Aöal-
steinsson alþigismaöur veröa til viðtals og ræöa þjóömálin á
eftirtöldum stööum:
Grundarfjörður:
Kaffistofa frystihússins, sunnudaginn 20. janúar kl. 16.00.
Ólafsvík:
í Mettubúð sunnudaginn 20. janúar kl. 21.00
Hellissandur:
í Röst mánudaginn 21. janúar kl. 21.00
Biskupstungur
Jón Helgason ráðherra og Þórarinn Sigurjónsson alþingis-
maöur veröa til viötals og ræða þjóðmálin í félagsheimilinu
Aratungu kl. 21.00 mánudaginn 21. janúar.
Allir velkomnir.
Ef þú ætlar að selja
eða kaupa fasteign,
þá auglýsir þú auðvitað
í Fasteignamarkaði NT.
Auglýsingasími fasteigna
er 62-16-15
Laugardaginn 19. janúar n.k. verður Sigríður
Björnsdóttir fyrrverandi hótelstýra á Hótel
Hveragerði sjötug.
Sigríður tekur á móti gestum að félagsheimil-
inu Bergþóru frá kl. 16.00 þann dag.
Raufarhöfn - nærsveitir
Alþingismennimir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og
Guðmundur Bjarnason halda almennan stjórnmálafund í
félagsheimilinu Raufarhöfn, föstudagmn 18. janúar kl. 21.00.
Húsavík og nágrenni
Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og
Guðmundur Bjarnason halda almennan stjórnmálafund í
félagsheimilinu Húsavík, laugardaginn 19. janúar kl. 16.00.
Igerist
Iáskrifendur
Ihjá næstá
lUMBOÐSMANNI
UPPELDI OG NÁM í
BREYTTU ÞJÓÐFÉLAGI
í tilefni af ári æskunnar 1985 heldur Landssamband fram-
sóknarkvenna ráöstefnu um uppeldis- og fræðslumál, laugar-
daginn 19.janúar 1985 aö Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18.
Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:
10.00-10.10
10.10-12.00
12,00-13.00
13.00-15.00
15.00-15.30
15.30-16.00
16.00-17.00
17.00
Setning og skipun starfsmanna, Sigrún
Sturludóttir formaöur Landssambands
framsóknarkvenna.
Framsöguerindi:
a) frumbernska.forskólaaldur: Heiödís
Gunnarsdóttir, fulltrúi.
b) Grunnskóli: Stella Guðmundsdóttir,
skólastjóri.
c) Framhaldsskóli: GeröurSteinþórsdóttir,
kennari.
d) Tengsl heimila og skóla: Sigrún Magnús-
dóttir, kaupmaður.
e) Tækninýjungar í námi: Áslaug Brynj-
ólfsdóttir, fræöslustjóri.
Hádegisverðarhlé.
Hópstarf.
Síðdegiskaffi.
Niöurstööurhópvinnu.
Almennarumræöur.
Fundarslit.
•'Ráðstefnan er öllum opin og vill landssamband framsóknar-
kvenna hvetja alla þá sem áhuga hafa á þessum málum aö
sitja ráðstefnuna.
flokksstarf
Indiand:
Æðsti prestur
sikha særður
Chandigarh-Kcutcr:
■ Æösti prestur í fjölmenn-
asta trúarhóp sikha á indlandi
særöist alvarlega í fyrrakvöld
þegar þrjú ungmenni skutu á
hann.
Jathedar Giani Kirpal Singh,
æösti prestur í Gullna hofinu í
Amritsar, var sagður úr lífs-
hættu í gær og forsætisráðherra
•Indverja, Rajiv Gandhi, óskaði
honum skjóts bata.
Kirpal Singh er tiltölulega
hófsamur og er talið að ung-
mennin, sem skutu á hann,
tilheyri öfgahöþum sikha sem
berjast fyrir sjálfstæöi þeirra
svæöa sem sikhareru fjölmenn
astir á. Ungmennin cltu bíl lians
á mótorhjólum og skutu á æösta
prestinn þegar bíiiinn stoppaði.
Lífverðir svöruðu skothríðinni
en árásarmönnum tókst að
komast undan.
í fyrrasumar settist hópur
öfgasinnaðra sikha að í Gullna
hofinu og safnaði þar að sér
vopnurn í andstööu viö Kirpal
Singh, æðstaprest, sem var á
móti hryðjuverkum. í júní á
síðasta ári lagði indverski her-
inn svo til atlögu við öfgasinn-
ana við hofið og létust þá að
minnsta kosti átta hundruð
manns.
Rajiv Gandhi leggur nú mikla
áhcrslu á að bæta samskiptin
viö hófsamari leiötoga sikha cn
öfgasinnaðir sikhar, sem störf-
uöu í lífveröi móður lians,
myrtu hana í október á síðasta
ári.
■ Róttxkir sikhur við Gullna hofíð í Amritsar síðastliðið sumar.
Þá vöruðu hófsamari leiðtogar sikha við afleiðingum ofbeldisins.
En öfgasinnarnir létu sér ekki segjast og mörg hundruð manns féllu
í valinn í bardögum milli þeirra og stjórnarhersins. Ollieldishylgjan
leiddi að lokum til morðsins á Indiru Gandhi og nú hafa
öfgasinnarnir í hópi sikha líka beint byssum sínum að hófsamari
leiðtogum sínum.
Brasilía:
38 létust í
aurskriðu
Sao Paulo-Reuter:
■ 38 létust í aurflóði í borginni
Victoria í gær. Embættismenn
sögðu að fleiri lík myndu vafa-
laust koma í Ijós.
Slökkviliðsmenn sögðu að 26
lík væru fundin en milli 12 og 15
væru enn grafin undir aurléðju,
sem rann niður úr hlíðinni ofan
við borgina.
Miklar rigningar hafa verið á
þessum slóðum að undanförnu
en aurskriðan reið yfir í dag-'
renningu þegar flestir voru enn
í fasta svéfni.
Lögreglan taldi líklegt að um
50 hefðu látist. Mikil rigning
hefur tafið leitarstarfið og er
enn hætta á nýju aurflóði.
Bretland:
íhaldsmenn
hækka vexti
London-Reuter:
■ Stjórn íhaldsmanna á Bret-
landi hefur ákveðið að hækka
vexti upp í 12 prósent til að
sporna við gengislækkun punds-
ins sem fór niður í 1.102 dollara
á mánudag sem er lægsta gengi
pundsins gagnvart dollaranum
frá upphafi.
Almennt er talið að þessi
vaxtahækkun leiði til aukinnar
verðbólgu. Verðbólga á síðasta
ári var sex prósent og hefur
stjórn Thatchers hingað til litið
á minnkun verðbólgunnar sem
eitt helsta verkefni sitt.
Kókaínpeningar
Miami-Reuter:
■ Bandarískur lyfjafræðingur
segir að kókaín sé orðið svo
algengt í Miami í Bandaríkjun-
um að það megi nú finna á
peningaseðlum í öllum bönkum
þar.
Lyfjafræðingur, sem heitir
Lee Hearn, skýrði frá þessu við
yfirheyrslur í eiturlyfjamáli í
Miami í gær. Hann segir að
hann hafi rannsakað seðlabúnt
með hundrað og fimmtíu doll-
ara seðlum, sem valin voru af
handahófi í sjö bönkum. í ljós
hafi komið að í hverju 1.500
dollara búnti hafi verið allt frá
einum milljónasta uppí einn
þúsundasta úr grammi af kók-
aíni.