NT - 30.01.1985, Side 11

NT - 30.01.1985, Side 11
 Sjálfur leiðir Matthías Viðar ýmis vitni um glaðværð Kristjáns. UntmæliJónsÓlafs- sonar þau að Kristján hafi einkum ort eftir drykkjutúra gerir sennilegt að bölsýnin hafi magnast í Ijóðum hans. Svo hlaut að vera hafi hann einkum ort þegar mæða og vanlíðan þjáði hann eftir ofdrykkjuna. Þannig sligaðist hann svo und- an lífi sínu eins og Matthías Viðar segir. Þessari ritgerð fylgja nokkur bréf sem Kristján skrifaði vin- um sínum, sr. Birni í Laufási og Tryggva Gunnarssyni. Þau hafa ekki verið prentuð fyrr. Eftir þessu fylgja sögur og ritgerðir eftir Kristján Jónsson og hefur Matthías Viðar búið til prentunar. Það er vafasamt að bók- menntasaga okkar greini frá efnilegra skáldi en Kristjáni þegar aldurs er gætt. Hann var orðinn þjóðkunn- ugt góðskáld um tvítugt. Hann varð ekki nema 27 ára og má vel til samanburðar rifja upp hvað önnur skáld höfðu gert á þeim aldri. Hvað hafði Matthí- as ort 1863 eða Einar Bene- diktsson 1892? Og hvað hafði Jónas Hallgrímsson ort 1835 eða Stephan G. 1882? Það myndi helst vera að Jónas þyldi samanburð við Kristján. En þroskaár Kristjáns Jóns- sonar urðu engin. Löggjöf fornaldar Sigurður Líndal skrifar um lög og lagasetningu í íslenska þjóðveldinu. Það er svo sem oft vill verða þegar fengist er við forna tíð, þetta verður upprifjun þess hvað vitneskja okkar er takmörkuð. Niðurstaðan er helst sú að nýmæli í lögum hafi þurft ein- róma samþykki. Það er að vísu óraveg frá því að hafa þjóðhöfðingja sem er ofar öll- um lögum, „dæmdi einn í sínum sökum, setti kosti um líf og grið“. Þaðereilíftviðfangsefni að reyna að tryggja frið og rétt án þess að skerða frelsi og sjálfræði manna, finna þar ein- hvern færan milliveg. Einvald- ur konungur og einróma sam- þykki höfðingja, hvort tveggja hefur verið reynt. Einvalds- herra suddur almennri skatt- greiðslu svo að hann gæti hald- ið her til að vernda þegnana, verja landið og bæla niður allan mótþróa heima fyrir. Mikið er vinnandi til friðarins en í Gamla sáttmála var sú krafa gerð til konungs að hann léti oss ná íslenskum lögum. Það var skilyrði fyrir valdi hans og hollustu við hann. Hvað er réttlæti? Svo nefnist alllöng ritgerð eftir Þorstein Gylfason. Þetta er vönduð grein enda byggð á margra ára starfi og fyrirlestr- um. Niðurstaða höfundar virð- ist nánast sú að leggja áherslu á að allt orkar tvímælis þá gert er. Sumum kann að virðast það heldur slök niðurstaða hjá há- lærðum manni. En lífið er nú annað og meira en skólabækur og heimspeki. án þess að slíkt sé lastað. Við skipun mála er yfirleitt ekki um að ræða neina algóða og annmarkalausa lausn, heldur verður að velja milli mismunandi góðra eða mismunandi slæmra kosta. Og oft er það svo að það sem er best núna verður alls ekki besta úrræðið eftir nokkur ár. Þá eru ástæður breyttar, - forsendur aðrar. Þessi ritgerð Þorsteins er merkileg vegna þess að hún geymir margar gagnlegar bendingar sem eru varnaðar- orð gegn ofstæki og blindri trú á kreddur og formúlur sem misvitrir menn og grunnhyggn- ir halda oft að sé allra meina bót, - allsherjarlausn á vanda mannfélagsins. Sannfræði fornsagnanna Sjúkdómur Egils Skalla- grímssonar heitir stutt grein eftir Þórð Harðarson. Uppi- staðan er sú frásögn Egilssögu er hausinn Egils kom upp úr grafreitnum og kúpan var bár- ótt utan sern hörpuskel og er slegið var á með öxhamri hvítnaði hún en ekki dalaði né sprakk. Þórður kann að nefna sjúkdóm sem kynni að hafa valdið þeirri beinmyndun sem þarna er lýst. Sá sjúkdómur kæmi vel heim við önnur ein- kenni á ellihrörnun Egils sam- kvæmt lýsingu sögunnar. Blaðamenn hafa haft orð á þessari sjúkdómsgreiningu gamla mannsins. Þó hafa þeir lítið tala um það að hér kemur fram jákvæður vitnisburður um sannfræði íslendingasagna. Þórður bendir á að helst er talið að nálægt hundrað árum hafi liðið frá því hausinn Egils kom upp úr grafreitnum þar til sagan var skráð. Hins vegar voru 300 ár frá dögum Egils þegar saga hans er talin rituð. Nú eru veikindi Egils að vísu að mestu algeng ellihrörnun, fótkuldi, sjóndepra, sljó heyrn og óstyrkur cn þó er misjafnt hvernig þetta allt fer að sér. Þeir sem trúa foreldri sínu á fyrri öldum til að hafa varðveitt góðar sögur mann fram af manni frá kyni til kyns kunna vel að meta þessa sjúkdóms- greiningu. Deila um doktorsnafnbót Eiríkur Jónsson lagði bók ína um rætur íslandsklukkunn- ar fram sem doktorsritgerð við Háskóla íslands. Dómnefnd var skipuð svo sem vera ber og venja er. Sú nefnd hafnaði ritinu og taldi það ekki stand- ast þær kröfur sem gera ber til doktorsritgerðar. Skírnir birtir nú athuga- semdir Eiríks við dóm nefnd- arinnar og dóminn í heild. Nú má vel vera að leikmönn- um sé ekki vel ljóst hverjar kröfur doktorsritgerð þurfi að Miðvikudagur 30. janúar 1985 11 ■ Eiríkur Jónsson standast. Það breytir þó ekki því að ritgerð Eiríks þykir bráðskemmtileg aflestrar og athugasemdir hans við dóminn rökvísar. Dómnefndin gerir ntikið úr því að mörg smáatriði séu í bók Eiríks. Víst er það rétt en slíks munu mörg dæmi úr dokt- orsritgerðum. Eins finna þeir að því að Eiríkur sýni ekki nógu vel hvernig Halldór Lax- ness „notar afla sinn, breyttan eða óbreyttan, ellegar hvernig hann verður honum hvati til sjálfstæðrar sköpunar". Þetta telja þeir að ekki komi fram við samanburð á textunum. Þó má virðast að fyllri útlistanir á því hvers vegna höfundur vék svo og svo frá því sem hann hafði til hliðsjónar ýmist sem hvata eða fyrirmynd kynni að orka tvímælis. Þar yrði að geta sér til um margt og þó að greindur geti nærri er vafasamt hvort það er til bóta í svona fræðirit að ganga lengra en að tína til staðreyndirnar. Þessi umræða verður ekki rakin hér en hinu er ekki að neita að á suma verkar afstaða nefndarinnar og dómur svo að þess muni gæta nokkuð að Eiríkur hafi ekki gætt tilhlýði- legrar virðingar við rit eins dómnefndarmannsins, Peters Hallbergs. Nefndin segir blátt áfram að Eiríkur „standi tæp- lega full-heiðarlega að verki". Þó vitnar nefndin til þessara orða Eiríks: „Tekið skal fram að sum atriði sem hér eru höfð eftir þessum vinnubókum las undirritaður fyrst í fyrrnefndi grein dr. Peters Hallbergs". Hins vegar mun honum hafa þótt eðlilegt að vitna síðan hverju sinni í vinnubækurnar sjálfar sem frumheimild frem- ur en það sem aðrir höfðu áður skrifað eftir þeint. Að lokum Auk þess efnis sem nú hefur verið vikið að á Aðalgeir Kristjánsson stutta grein um það hvenær Jón Thoroddsen hóf að rita Mann og konu. Svo er bréf frá dr. Gunnlaugi Þórð- arsyni þar sem hann vill leið- rétta að málverk sem Þorvald- ur Skúlason eignaði sér og talið hefur verið sjálfsmynd sé ekki hans verk, heldur eftir Snorra Arinbjarnar, sjálfs- mynd hans. Ekki vill Björn Th. fallast á þetta en honunt var sýnt bréf dr. Gunnlaugs. Enn eru svo nokkrir ritdóm- ar í heftinu en fáir þó. Veí fer á því að Skírnir birti ritdóma um merkar bækur á sínu sviði, en þá eiga þeir líka að vera vandaðir. Hér eru ritdómarnir þrír, einn um Arngrím málara, ann- ar um þjóðsögur Sigfúsar Sig- fússonar og hinn þriðji um nýjar bækur um Halldór Laxness. Þar skrifar dr. Peter Hallberg m.a. um Rætur ís- landsklukkunnar. Þessi árgangur Skírnis rís undir því að vera læsileg bók um íslenska menningu eins og ætlast er til af honum. Ekki er hægt að segja að samtíðin gleymist vegna þess sem geng- ið er. Hér er líka skrifað fyrir líðandi stund. Bergur Gudjónsson bóndi Smiðjuhóli Álftaneshreppi Fæddur 3. ágúst 1892 Dáinn 18. janúar 1985 Þann 18. janúar síðastliðinn lést á sjúkrahúsi Akraness eftir stutta legu þar Bergur Guðjóns- son bóndi á Smiöjuhóli Alfta- neshreppi, á nítugasta og þriðja aldursári sínu. Bergur var fæddur á Leirulæk í Álftaneshrepp 3. ágúst 1892. Sonur Guðjóns Guðntundsson- ar bónda þar og konu hans Guðrúnar Bergsdóttur. Bergur var næstelstur 5 bræðra og ólst hann upp nteð þeim í foreldra- húsum. Á sínunt ungdómsárum vann hann á búi foreldra sinna auk þess sent hann vann lítils- háttar utan heimilis. Barnafræðslu hlaut Bergur eins og þá gerðist, síðar fór hann einn vetur á Flensborgar- skóla. Aðra menntun hlaut Bergur ekki af skólasetu. Árið 1917 kaupir Bergur hálfa jörðina Smiðjuhól í söntu sveit á móti bróður sínum Jóni. Fáum árum síðar kaupir hann fjórðung af landi jarðarinnar Þverholta og leggur það undir Smiðjuhól. Ekki bjó hann sjálf- ur á Smiðjuhóli fyrstu árin. Bjó þar eitt ár 1920-1921 en fór að búa þar samfellt 1924. Bjó fyrst í félagi nteð bróður sínum eða til ársins 1929 kaupir hann þá hlut Jóns bróður síns í jörðinni. Bjó Bergur þar síðan allan sinn búskap. Bergur var dugmikill og hag- sýnn bóndi og í fremstu röð á því sviði í sinni sveit. Á þeim árum þegar tækninýjungar voru að ryðja sér til rúms í landbún- aði var Bergur manna fyrstur til að færa sér þær í nyt. Og varð hann því með þeim fyrstu á þeim tíma með ræktun og fram- farir í búskaparháttum. Bergur bjó lengst af með blandað bú og var bú hans stórt og afurðagott miðað við það sem gerðist á þeim árum. Hin síðari ár dró hann bú sitt saman jafnóðum og hann lét það færast yfir á hendur fóstursonar sín Jóhanns. Bergur vann ntikið að félags- störfum fyrir sveit sína. Ekki varð það af því að hann hafi verið áberandi framsækinn á því sviði eða sækti eftir slíku. En sveitungar hans þekktu hann sem hinn skýra, trausta og vandaða mann , því var hann kosinn til margþættra starfa fyr- ir sveit sína. í hreppsnefnd var hann 1937- 1966. Þar afoddviti 1950-1966. í sýslunefnd Mýrarsýslu 1966- 1970. Hafði áður sæti í sýslu- nefnd sem varamaður. Fulltrúi á aðalfund Kaupfélags Borgar- fjarðar var hann um langt ára- bil. Þegar hreppurinn átti sitt eigið bókasafn var það á Smiðjuhóli í vörslu Bergs í um 40 ára skeið. Brunamatsmaður hreppsins var hann í áratugi. Auk þess sem hér er getið var Itann valinn til fleiri trúnaðarstarfa. Á fyrstu búskaparárum sín- um bjó Bergur með ráðskonu að nafni Magdalena Zakarías- dóttir varð hún síðar sambýlis- kona hans og lífsförunautur. Foreldar hennar voru Zakarías Einarsson bóndi Einfætingsgili í Strandasýslu og konu hans Guðrún Marsibil Guðmunds- dóttir. Magdalena er mikil dugnaðarkona og stóð hún sam- hent með Bergi að baki því myndar og rausnarheimili sem þau bjuggu á Smiðjuhóli. Á Smiðjuhóli var jafnan meira um að vera en almennt gerðist, þar var þingstaður sveit- arinnar, þar voru almennir hreppsfundir haldnir og hrepps- nefndarfundir þegar Bergur var oddviti. Oft voru þar líka Bún- aðarfélags og Kaupfélagsdeild- arfundir. Þar var skilarétt hreppsins þar til fyrir 6 árum síðan. Hér áður fyrr þegar farið var í réttir gangandi eða á hest- um þá var gestkvæmt á Smiöju- hóli eins og reyndar oft var, enda gestrisni mikil. Hyggégað allir sem í réttina kontu þá hafi farið heint á bæinn og þegið góðgerðir. Var þetta látið í té á svo sjálfsagðan hátt að manni fannst eins og maður væri að koma inn á sitt eigið heimili. Árið 1950 tóku Bergur og Magdalena í fóstur dreng á öðru ári Jóhann Pálsson. Faðir Páll Sveinsson fyrrverandi sand- græðslustjóri í Gunnarsholti. Móðir Margrét Guðmundsdótt- ir. Tóku þau miklu ástfóstri á fóstursyni sínurn og voru honum sem bestu foreldrar. Jóhann hefur nú tekið við búskap á Smiðjuhóli ásarnt konu sinni Sigrúnu Einarsdóttur frá Glaumbæ á Snæfellsnesi og eiga þau 2 dætur. Vegna aldursntunar okkar Bergs var hann kominn unt ntiðj- an aldur þegar ég man hann fyrst, var ég þá 7 ára naggur. Kom ég þá að Smiðjuhóli í fylgd með föður mínum. Hef ég sennilega verið eitthvað feiminn þess vegna er þetta minnisstætt. Þegar Bergur heilsaði mér man ég hvað hann var brosmildur og talaði hlýlega til mín, en þannig var hann jafnan. Bar ég þá strax til hans hlýhugogtraust. Þannig tel ég að hafi verið unt flesta sem honum kynntust. Margir voru í vinnu hjá Bergi um lengri eða skemmri tíma. Að jafnaði má telja að Bergur hafi verið heilsuhraustur og bar hann sinn háa aldur með sér- stakri reisn. Bergur var mikill starfsmaður og hélt hann starfs- orku sinni mjög fram á sinn háa aldur og vann liann að bústörf- um fram á nítugasta og fyrsta aldursár sitt. Bergur stundaði nokkuð íþróttir á yngri árum og tók þátt í glímukeppni á íþróttamótum enda var hann hvatlegur og þróttmikill á velli. Á síðastliðnu ári fór heilsu Bergs hrakandi. Á haustdögum flutti hann ásamt sambýliskonu sinni út á Akranes í íbúð sem hann var þá nýbúinn að kaupa. Við hjónin vorum á ferð á Akranesi um miðjan desember síðastliðinn og komum viö þá við hjá þeim. Bergur var þá búinn að vera á sjúkrahúsinu um tíma undir læknishendi. Hafði hann komið heim daginn áður. Greinilega mátti þá sjá að líkamlegri heilsu hans var mjög hrakað en hress var hann að tala við eins og hans var vandi. Barst talið að ýmsu sem gerst hafði í sveitinni því að þar var hugur hans. Eftir að við höfðum staldrað við hjá þeinr góða stund og þegið góðgerðir, fylgdi Berg- ur okkur út á gangstétt styrkum skrefum. Þar tókum við í hans hlýju hönd í hinsta sinn. Horft er á bak góðum dreng þar sem Bergur var. Hann var sveit sinni og sveitungum mikið. Ég minnist hans með þakklæti, hlýhug og virðingu. Ég og fjölskylda mín sendum aðstandendum hins látna sam- úðarkveðjur. Jóhannes IM. Þórðarson Sl. laugardag var góðvinur niinn og frændi Bergur Guð- jónsson til grafar borinn. Þá leitar hugurinn til liðinna ára og ótal minningar rifjast upp um okkar samverustundir er ég sent drengur dvaldist hjá honum í sjö sumur á Sntiðjuhóli. Bergur var sérlega dagfars- prúður ntaður, sem öllunt þótti vænt unt og í návist hans leið öllum vel. Var sérlega gott að leita til hans og hann ávallt boðinn og búinn að hjálpa og ráðleggja öðrum. Svo eru ó- gleymanlegar stundirnar þegar hann sagði frá ýntsu sem á daga hans Itafði drifið. Bergur hafði góða kíntnigáfu og kont hann mér oft á óvart í þeim efnunt. Ég á vini mínum Bergi meira að þakka en þessi fátæklegu orð lýsa. En nú er 92ja ára ævigöngu hans lokið og mun ég minnast Itans með þakklæti og virðingu. „Fnr þú í fríði, fríður Guðs þig blessi bafðu þökk fyrir allt og ullt. Gckkst þú mcð Guði. Guð þér nú fylgi. hnns dýrðurhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Sigurdur H. t Hjartans þakkir fyrir alla hjálp og samúð við andlát og jarðarför Magnúsar Hartmannssonar Brekkukoti Óslandshlíð Skagafirði Guð fylgi ykkur öllum. Sigurbjörg Halldórsdóttir Halldora Magnúsdóttir Jóhannes Sigmundsson Páll Magnússon HerdísFjeldsted og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Vernharðs Karlssonar Laugavegi 1, Siglufirði Sérstaklega viljum við þakka læknum og starfsfólki sjúkrahúss Siglufjarðar Margrét Vernharðsdóttir Fanney Vernharðsdóttir Skarphéðinn Guðmundsson Anna Vernharðsdóttir Eiríkur Sigurðsson Jóhanna Vernharðsdóttir Hafliði Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför fósturmóður okkar Vigdísar Jónsdóttur F.h. vina og vandamanna Viggó Guðmundsson Hjalti Þorsteinsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.