NT

Ulloq

NT - 15.02.1985, Qupperneq 9

NT - 15.02.1985, Qupperneq 9
 Föstudagur 15. febrúar 1985 9 Umsjón: Jón Danielsson Þú getur þurft að borga allt að 70% „vexti“ ■ Það er dýrt að taka fé að láni á íslandi um þessar mundir. En þeir sem eru í þeirri aðstöðu að geta lán- að út fé, eða jafnvel aðeins haft milligöngu um það, hafa góðan afrakstur af þeirri starfsemi. NT kannaði örlítinn anga af þessari blómstr- andi okurlánastarfsemi í vikunni, þegar við spurð- umst fyrir um verð og afborgunarkjör á sjón varps og myndbandstækj um í 11 verslunum Reykjavík. Samalagðui kostnaður við að taka fé að láni, við afborgunar kaup, reyndist vera allt upp í 70% af lánsfjárhæð- inni, reiknað á ársgrund- velli. Og ekki ber á öðru en þetta sé allt saman löglegt. - „Trixið“ heitir staðgreiðsluafsláttur Pað er hinn svokallaði „stað- greiðsluafsláttur" sem hækkar lántökukostnaðinn svo ntjög að varla er hægt að tala um annað en okur í þessu sam- bandi. Staðgreiðsluafsláttur- inn er á bilinu 5-15% af stað- greiðsluverði, sem virðist kannski ekki beinlínis stór- hættuleg tala, en þegar farið er að athuga hversu hátt hlutfall þetta er af því fé sem fengið er að láni, kemur annað í Ijós. Staðgreiðsluafslátturinn er sem sé á bilinu 11-34% af því fé sem kaupandinn fær að láni þegar hann kaupir sjónvarps eða myndbandstæki með af- borgunarskilmálum. Venju- legir bankavextir bætast svo við þetta. - Jáin og neiin bankastjóranna Það liggur náttúrlega í aug- um uppi að lækka mætti þenn- an hrikalega lánakostnað, ef kaupandinn færi í banka og fengi þar lánað það fé sem hann þarf á að halda með venjulegum skuldabréfavöxt- urn, þ.e. hæstu lögleyfðu bankavöxtum. Málið er þó ekki alveg svona einfalt og þeir sem ekki trúa því ættu að prófa að ganga fyrir banka- stjóra og biðja um lán til að fjármagna sjóvnarps- eða myndbandskaup. Fjármagn liggur yfirleitt ekki á lausu í bönkum til þeirra hluta. Og þó. - Það vill svo skemmtilega til að eftir að þú hefur án árangurs leitað til bankastjóra í þessum tilgangi og síðan skrifað undir afborg- unáskilmálana í versluninni. - þá fer verslunareigandinn með skuldabréfið þitt í bankann og ■ Geturðu staðgreitt þetta? Þá sleppurðu vel. Það er nefni- lega óheyrilega dýrt að vera fátækur! sclur það sama bankastjóran- um, sem fyrr um daginn neitaði þérumþettasamalán. Munur- inn er ekki annar en sá, að verslunin sern seldi þér tækið og hafði milligöngu um lánið, er orðinn staðgreiðsluaf- slættinum ríkari. - Ódýrustu tækin Hér verður ekki lagður TAFLAI sjónvarpstæki Fyrirtæki Stærð Tegundarheiti Fjarst. Stgr.verð Afb.álag Afb.verð Útb. Lánstími Vextir Álagsem ársvextir Kostn. alls semvextir GunnarÁsg. 20” Sanyo CPT 6226 - 27.900,- 7% 29.900,- 'h 7mán. 37% 17% 54% Fálkinn 20" DeccaFT1253 - 29.958,- 11% 33.287,- 'h 6mán. 37% 30% 67% Gellir 20” ITT3325 Já 32.200,- 7% 34.600,- 'h 6mán, 37% 20% 57% eðahærri útborgun 32.200,- 7% 34.600,- 'h 6mán 2% 28% 30% Heimilistæki 20” Philips 20 CT1’ - 28.014,- 5% 29.488,- 'h 6mán 37% 14% 51% Japis 20” Sony KV 2062 iá 39.900,- 8% 42.900,- 'h 6mán 37% 20% 57% Nesco 20” OrionNE20xar já 26.900,- 15% 30.900,- 6.900,- 6mán 37% 34% 71% eða hærri útborgun 26.900,- 7% 28.900,- 13.900,- 6mán 37% 26% 63% Radíóbúðin3' 20” Nordmende SC1530 - 32.280,- 5% 33.980,- 8.000,- 8mán 37% 11% 48% Radíóstofa Vilbergs og Þorsteins 20” HitachiCPT2082 - 35.055,- 5% 36.900,- 'h 7mán 32%” 14% 46% Sjónvarpsbúðin 20” FischerFTM251 - 29.980,- 6% 31.815,- 'h 6mán 37% 18% 55% EinarFarestveit 22” Toshibal F3W já 37.905,- 5% 39.900,- 'h 6man 37% 16% 53% Hljómbær 22" Luxor5634 +3000 39.330,- 5% 41.400,- 'k 6mán 4% + láns kjaravisi tala eðaskemmri lánstími 39.330,- 5% 41.400,- 'k 5mán 37% 17% 54% Ekki til, en væntanl. i næstu viku á u.þ.b. sama verði ^’Vixilvextir 3>Radíóbúðin hefur að undanförnu auglýst þessi kjör sem tilboð. ■ Taflan sýnir mismunandi verð og afborgunarskilmálaá sjónvarpstækjum Næstaftastidálkurinn sýnir mismuninn á afborgunarverði og staðgreiðsluverði sem ársvexti af lánsfjárhæðinni og aftasti dálkurinn sýnir heildarmismuninn á því sem greitt er við staðgreiðslu annars vegar og hins vegar því sem alls er greitt, þegar borgaðer í áföngum, - einnig sem ársvexti af þeirri upphæð sem tekin er að iáni. í stað þess að reikna hinn svokallaða „staðgreiðsluafslátt“ af afborgunarver in er hann hér reiknaður sem „afborgunarálag" ofan á staðgreiðsluverðið, sem virðist sönnu nær. TAFLAII myndbandstæki Álagsem Kostn.alls Fyrirtæki Gerð Tegundarheiti Fjarst. Stgr.verð Afb.álag Afb.verð Utb. Lánstími Vextir ársvextir semvextir GunnarÁrsg. VHS BlaupunktRTV301 Þráðafj. 39.990,- 11% 44.479,- 'h 7mán. 37% 26% 63% GunnarÁsg. BETA SanyoVTC10 Þráðfj. 38.058,- 5% 40.063,- 'h 7mán. 37% 14% 51% Fálkinn VHS Kenwood Kv 903 Já 48.760,- 11% 54.178,- 'h 6mán. 37% 30% 67% Gellir VHS ITT3605' Já 44.580,- 5% 46.930,- 'h 6mán. 37% 16% 53% eða hærri útborgun 44.580,- 5% 46.930,- 'k 6mán. 2% 22% 24% Heimilistæki VHS PhilipsVR6460 Já 44.077,- 5% 46.397,- 'h 8mán. 37% 12% 49% eða skemmri lánstími 44.077,- 5% 46.397,- 'k 6mán. 37% 14% 51% Japis VHS PanasonicNV370 Þráðfj. 42.129,- 8% 45.300,- 'h 6mán. 37% 22% 59% BETA SonySLC 30 Já 45.105,- 8% 48.500,- 'h 6mán. 37% 22% 59% Nesco VHS XenonVHF-2B Þráðfj. 35.900,- 11% 39.900,- 9.900,- 6mán. 37% 26% 63% eða hærri útborgun 35.900,- 6% 37.900,- 18.900,- 6mán. 37% 22% 59% Radióbúðin" VHS NordmendeV-110 Já 41.980,- 12% 46.980,- 8.000,- 8mán. 37% 18% 55% Radióstofa Vilbergs og Þorsteins VHS Hitachi VT34 já 41.900,- 6% 44.600,- 'h 7mán. 32% 15% 47% Sjónvarpsbúðin VHS Fischer P-618 Þráðfj. 41.900,- 7% 44.900,- 10.000,- 6mán. 37% 18% 55% Einar Farestveit BETA Toshiba V8700 Já 47.405,- 5% 49.900,- 'h 6mán. 37% 14% 51% Hljómbær VHS FunaiVCR4000 jL 36.575,- 5% 38.500,- 'k 6mán. 4% +lánskjara vísitala eða skemmri iánstími 36.575,- 5% 38.500,- 'k 5mán. 37% 17% 54% "Radióbúðin hefur aö undanförnu auglýst þessi kjör sem tilboð Taflan sýnir verð og afborgunarskilmála á myndbandstækjum á sama hátt og fjallað er um sjónvarpstækin í töflu I. neinn dómur á það hvar bestu (cða skástu) kaupin vcrða gerð. Þcir sein kunna að vera í sjönvarps- eöa myndbands- huglciðingum ættu hins vegar að gcta haft nokkurt gagn af því að kynna sér töflurnar hér á síöunni í smáatriðum. Vcrð þessara tækja cr ákaf- lcga mismunandi og vel má vera að vcrðmunurinn sé aö einhvcrju leyti í samræmi viö hugsanlegan gæðamun, en á það verður scm sagt enginn dómur lagður hér. Þessi könnun fór þannig fram að hringt var í vcrslanirn- ar og þær beönar um verð á ódýrustu tækjunum scm þær höfðu á boðstólum. Bcðið var um vcrð á 20 tommu litsjón- varpstækjum, en væru þau ckki til voru skráð verð 22 tommu tækja í staðinn. Til að ganga úr skugga um að réttar upplýsingar fengjust á hvcrjum staö, fór þó „vcnju- legur kúnni" líka í verslanirnar og spuröi nokkurn veginn sömu spurninga. - Réttmæti reiknings- aðferðarinnar Trúlcga má dcila um um réttmæti þcss aö reikna lána- kostnaðinn á þann hátt sem hérhefur veriðgert. Söluaðilar þessara tækja halda því t.d. statt og stöðugt fram aö stað- greiðsluafslátturinn sé aflsátt- urogcigi ekkert skylt við vexti. Út frá sjónarmiði neytand- ans virðist þó mjög sanngjarnt að líta á þennan afslátt sem vexti. Verslunareigendur kom- ast trauðlega hjá að viður- kenna, aö hið svo kallaða stað- greiðsluverð er það verð sem þeir eru rciðubúnir að selja tækin fyrir. Af því leiðir að inni í því veröi er eðlileg álagning verslunarinnar. Það veröur heldur ekki séð að verslunin beri neinn kostnað af því að selja tækin með afborgunum. Skuldabréfin sem kaupandinn skrifar undir eru í flestum tilvikum seld í baka og seljandinn þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim fram- ar - nema þá í þeim tilvikum sem kaupandinn stendur ekki í skilum, en þá mun hið selda tæki yfirlcitt standa fyrir sínu og jafnvel gott betur. Út frá sjónarmjði neytand- ans sem kaupir vöruna og þarf að greiða þennan kostnað skiptir það náttúrlega heldur alls engu máli, hvað menn láta sér detta í hug að kalla pening- ana. Þá þarf að borga eftir sem áður. Og þegar heildarkostn- aðurinn - hverju nafni sem hann kann að nefnast - við lántöku er kominn upp í 70% af lánsupphæðinni. þá getur það varla kallast annað en okur, 'eða ...?

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.