NT - 28.02.1985, Blaðsíða 2

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 2
 pr Fimmtudagur 28. febrúar 1985 2 m |> Fréttir Átak í dagvistunarmálum barna til annarrar umræðu í efri deild: Fjárhags- og viðskiptanefnd þríklofin í afstöðu sinni ■ Frumvarp til laga um átak í dagvistunarmálum barna var til annarrar umræðu í efri deild Alþingis í gær og samtímis var lagt fram nefndarálit fjárhags- og viðskiptanefndar um málið. Reyndist nefndin vera þrí- klofin í afstöðu sinni en meiri- hluti nefndarinnar, sem í eru fulltrúar stjórnarflokkanna,tek- ur undir meginmarkmið frum- varpsins um að dagvistunarmál- um barna sé tekið tak sem miði að því að fullnægja þörf fyrir dagvistunarrými en er mótfall- inn því að lögbinda skuli fram- lög til þessara verkefna eins og lagt er til í frumvarpinu. Telur meirihlutinn varhuga- vert að ganga lengra en orðið er í að marka tekjustofna ríkisins til ákveðinna verkefna og leggur til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinar. Fyrsti minnihluti fjárhags- og viðskiptanefndar, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, leggur ísafjörður: Rekstrarafgangur á fjárhagsáætlun ■ Rekstrartekjur bæjarsjóðs Ísafjarðar fyrir 1985 eru áætlað- ar 152 milljónir og 300 þúsund krónur, sem er um 32% hækkun frá árinu 1984. Heildarútgjöld bæjarsjóðs eru aftur á móti áætluð 127 milljónir og 249 þúsund krónur, sem er 24,3% hækkun frá 1984. Þetta eru niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar kaupstaðarins fyrir 1985, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 16. febrúar síðastliðinn. Helsti tekjustofn bæjarsjóðs eru útsvörin, en þau eru áætluð um 65 milljónir króna. Gert er ráð fyrir, að útsvarsprósentan verði hin sama og í fyrra, eða 11%. Tekjurafaðstöðugjöldum eru áætlaðar 17 milljónir og 400 þúsund og 11 milljónir og 600; þúsund af fasteignaskatti. Af öðrum tekjuliðum má nefna framlag úr jöfnunarsjóði og landsútsvar að fjárhæð 11 mill- jónir og 300 þúsund. Almannatryggingar og félags- hjálp eru helsti útgjaldaliður bæjarsjóðsins og er áætlað að 17,5% af sameiginlegum tekj- um renni til þessa málaflokks. Til fjárfestingar og reksturs verklegra framkvæmda er áætl- að að verja um 14% af tekjun- um og 12% fara til fræðslumála. Fjármagnskostnaður tekur 10% og yfirstjórn kaupstaðarins tek- ur sömu upphæð. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 8 milljón króna framlagi til byggingar st>prnsýsluhúss og áætlað er aó verja tæpum 5 milljónum til dagheimilis og leikskóla við Eyrargötu. Ný- bygging sjúkrahússins fær rétt rúmar 2 miljónir og 1300 þúsund fara til hönnunar nýs íþrótta- húss. Af öðrum framkvæmdum má nefna rúmlega 5 milljón króna framlag til nýfram- kvæmda við vatnsveitu og rúm- ar 7 milljónir til gatna- og hol- ræsisgerðar. Þetta er nú bara smá forskot á viðreisn þjóðarbúsins skotssjónum fyrst á eftir. Svo var a.m.k. um dropateljara sem tyllti sér þungt hugsi á stigapallinn heima hjá sér, og batt skóþveng sinn, morguninn eftir sýningu myndarinnar. Bar þá að nágrannakonu eina og tóku þau tal saman. Barst talið að umræddri mynd og bar þeim saman um að fleiri slíkar myndir mættu vera á dagskrá sjónvarpsins. Hafði nágrannakonan mörg og fögur orð um efni myndarinnar. Þeg- ar dropateljari stóð á fætur og bjóst að halda til vinnu sinnar, runnu þó óneitanlega á hann tvær grímur við niðurlagsorð nágrannakonunnar, sem hún tuldraði brúnaþung um leið og til að frumvarpið verði sam- þykkt óbreytt en fulltrúar ann-, ars minnihluta, Eiður Guðna- son -og Ragnar Arnalds telja óeðlilegt að framlög á fjárlög- um sé tiltekið hlutfall af heildar- útgjöldum fjárlaga og vilja frek- ar að tilgreind sé í lögum tiltekin upphæð sem hækki samkvæmt byggingarvísitölu frá 1. des. 1984. Leggja þeir til að ár hvert verði varið til byggingar dagvist- unarheimila fyrir börn eigi lægri fjárhæð úr ríkissjóði en sem svarar 75 milljónum á verðlagi í desember 1984. Flutningsmaður frumvarps til laga um átak í dagvistunarmál- um barna er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir en gert er ráð fyrir því að a.m.k. 0,8% af A-hluta fjárlaga ár hvert verði varið til byggingar dagvistunar- heimila fyrir börn. Alffreð formaður framsóknarmanna ■ Síðastliðið mánudagskvöld var Alfreð Þorsteinsson kosinn formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, en prófessor Valdi- mar K. Jónsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn voru kosnir Krist- inn Finnbogason, Valur Sigur- bergsson, Örn Erlendsson, Ragn- heiður Ásta Jóhannesdóttir, Jónas Guðmundsson (stýrimaður og skáld) og Pétur Sturluson. í vara- stjórn eru Haraldur Ólafsson, Jón- ína Jónsdóttir, Jón Gunnarsson og Steinþór Þorsteinsson. Óþekkur strákur, Páll ■ Frá æfíngu á Draugasónötunni. ■ Það vakti nokkra athygli í lok sjónvarpsfrétta í fyrra- kvöld að Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra, sá sig knúna til að veita undir- mönnum sínum á fréttastofu sjónvarpsins örlitla ofanígjöf fyrir að nota orðalagið að upp- sagnir kennara „komi til fram- kvæmda" um mánaðamótin. Ragnhildi þóttisemséað uppsagnir kennara gætu alls ekki komið til framkvæmda nú um mánaðamótin, þar hún hef- ur sjálf, svosemkunnugter, framlengt uppsagnarfrest þeirra um þrjá mánuði. At- hugasemd frá Ragnhildi um þetta var lesin upp síðar í fréttatímanum. Páll Magnússon var þó ekki á þeim buxunum að láta segja sér fyrir verkum um orðalag einstakra frétta og sagði blá- kalt að óvíst væri hvort upp- sagnir kennara „kæmu til fram- kvæmda“ um mánaðamótin, þegar hann las okkur fréttir í daeskrárlok. Góð mynd ■ Myndin Atomic Café, sem sjónvarpið hafði til sýningar síðastliðið mánudagskvöld, vakti verðskuldaða athygli. Þar var sýnt fram á hvernig Bandaríkjamenn beittu áróð- urstækni sinni til að réttlæta kjarnokruvopnauppbyggingu sína á fyrstu árunum eftir stríð og hversu ósparir þeir voru á að beita Rússa-grýlunni í þeim tilgangi. Hefur myndin vafa- laust staðið mörgum friðsöm- um Frónbúanum fyrir hug- Draugasónatan í MS ■ Talía-leiklistarsvið Mennta- skólans við Sund frumsýnir Draugasónötu Strindbergs í gamla Vogaskólanum í kvöld kl. 8.30. Leikstjóri er Hlín Agn- hún vatt sér upp á næsta stiga- pall: „Ég vissi það alltaf - Rússum er ekki treystandi fyrir kjarnorkusprengju..." Listrænt skemmdarverk ■ NT greindi frá því fyrir skömmu að skemmdarvargar hefðu brotist inn í dagheimili hér í borg og valdið þar ýmsum spjöllum. Með fréttinni fylgdi meðfylgjandi mynd sem dæmi um þau voðaverk sem unnin voru innandyra. Svo einkennilega brá þó við, að einn lesandi blaðsins hafði samband við Ijósmyndadeild- ina og fór þess á leit að fá mynd þessa gefna, þar eð honum þótti veggskreytingin hin mesta prýði og hafði fullan hug á að notfæra sér hugmyndina í eigin hýbýlum. Dropateljari er sammála hinum listræna lesanda og skorar á starfsfólk dagheimilis- ins að leyfa veggskreytingunni að standa, börnum og gest- komendum til ánægju og ynd- isauka, því eins og máltækið segir: Fátt er svo með öllu illt... o.s.frv. arsdóttir, en þýðinguna gerði Einar Bragi. Draugasónatan var skrifuð 1907 og er í hópi þeirra leikrita Strindbergs sem kölluð hafa verið „draumaleikrit“ hans. Þau hafa af mörgum verið talin for- verar ýmissa leikrita fáránleika- leikhússins, einkum verka Ion- escos og Adamovs. Sýningar á Draugasónötunni verða L, 3., 4., 5., 6., 7. og 10. mars. Allar sýningarnar hefjast stundvíslega íd. 20.30. Frelsi og samkeppni lækkar bensínverðið Þingsályktunartil- laga frá þingmönn- um Alþýðuflokks ■ Þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu á Alþingi þar sem lagt er til að gefínn verði frjáls innflutn- ingur á olíuvörum. I greinargerð kemur fram að tilgangurinn með tillögunni er að stuðla að verðlækkun á bens- íni og olíum með því að koma á samkeppni og frjálsum innflutn- ingi. Er bent á að verð á olíum og bensíni sé mun hærra á íslandi en í nágrannalöndunum en þrátt fyrir þetta kvarti olíufé- lögin yfir taprekstri og knýi á um frekari hækkanir samtímis sem þau standi í stöðugum hall- arbyggingum yfir útsölustöðvar sínar. Telja Alþýðuflokksþing- mennirnir skýringanna á þessu vera að leita í fyrirkomulagi olíuverslunar á íslandi. Sam- keppnin er engin segja þeir en innflutingur er háður leyfum, hámarksverð og verðjöfnun er ákveðin af opinberum stjórn- völdum og í stað þess að olíufé- lögin komi fram sem keppinaut- ar birtast þau sem samvirkur þrýsitaðili sem ver hagsmuni sína og knýr á um meira í sinn hlut vegna kostnaðar sem eng- inn vegur er að líta eftir. Er bent á það að núverandi skipu- lag hafi verið í gildi langa hríð og hafi það skilað okkur miklu dýrari olíuvörum en gerist í grannlöndum okkar og því sé tími til breytinga kominn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.