NT - 15.03.1985, Síða 20

NT - 15.03.1985, Síða 20
 mr Föstudagur 15. mars 1985 20 lil Útlönd Kosningar í Svíþjóð í haust: Fær Palme að sitja áfram? ■ Það verða kosningar í Sví- þjóð í haust og þótt kosninga- baráttan sé enn ekki hafin fyrir alvöru, fer ekki hjá því að stjórnmálaumræðan sé tekin að bera þess nokkur merki. Sumir þykjast einnig sjá vissan kosningasvip á nýjustu efna- hagsaögerðum ríkisstjórnar- innar, en verðstöövun gekk í gildi í Svíþjóð fyrir skömmu Nú um helgina voru birtar niöurstöður tveggja skoöana- kannana sem báðar sýna aukið fylgi jafnaðarmanna og sam- svarandi fylgisrýrnun borgara- flokkanna þriggja. í Svíþjóö ríkir nú minni- hlutastjórn jafnaðarmanna sem nýtur í flestum málum stuðnings lítils kommúnista- flokks. Þessir flokkar fengu sameig- inlega meirihluta þingsæta í kosningunum haustið 1982, en í Svíþjóð er kosið á þriggja ára fresti. Á því kjörtímabili sem nú cr að Ijúka, liafa skoðana- kannanir lengst af sýnt borg- araflokkana þrjá í meirihluta en nú viröist bilið sem sagt hafa minnkað verulega og sam- kvæmt niöurstööum annarrar þcirra tveggja skoöanakann- ana sem birtar voru um helg- ina, standa stjórn og stjórnar- andstaða um það bil jafnfætis. Kristilegi flokkurinn, nýtt afl? I fyrsta sinn í sögunni virðast nú líkur á því að Kristilegi lýðræðisflokkurinn muni fá kjörna fulltrúa á sænska þingið. Þessi flokkur er orðinn allgamall í sænskri pólitík og hcfur um árabil háft nokkur ítök.x bæjar- og sveitarstjórnum en aldrei náð því marki að fá 4% atkvæða í þingkosningum, en samkvæmt sænskum kosn- ingalögum dugar ekki minna hlutfall til að fá þingmann kjörinn. I júlí í sumar náðist sam- komulag um kosningasam- vinnu Kristilega lýðræðis- flokksins og Miðflokksins. Virðast því verulegar líkur á að flokkurinn gæti fcngið fá- eina menn kjörna í kosningun- um í haust. Verði mjög mjótt á munum að öðru leyti í kosn- ingunum, gæti svo farið að einmitt þessir fáeinu þingmcnn Kristilega lýðræðisflokksins kæmust í oddaaðstöðu á þingi og þótt flestum þyki sjálfgefið aö þeir muni skipa sér á bekk með borgaraflokkunum, gæti þurft að kaupa fylgi þeirra nokkru verði. í þcssu sambandi er vert að geta þess aö sænska þingið starfar í einni málstofu og hcfur gcrt þaö síðan Svíar tóku upp nýja stjórnarskrá um 1970. A þessu tímabili hafa þingkosningar veriö fimm sinnum og tvisvar sinnum hafa úrslitin orðið hnífjöfn. Á kjörtímabilinu 1973-1976 höfðu jafnaðarmenn og kommúnistar annars vegar en borgaraflokkarnir hins vegar 175 þingmenn hvor og þurfti iöulega að kasta upp krórtu til að fá skorið úr mikilsverðum málum, þcgar jafn mörg at- kvæöi reyndust mcð og á móti við atkvæöagreiðslur. Eftir þetta kjörtímahil var þing- mönnum fækkað unr cinn. þannig að útilokað er að slík staða komi upp framvegis. Borgaraflokkarnir unnu kosningarnar 1976 með nokkr- um mun en í kosningunum 1979 munaöi cinu þingsæti og síðara stjórnartímabil borg- araflokkanna höfðu þeir samanlagt aðeins eins atkvæðis meirihluta. Nýir flokkar eiga erfitt Eins og áður segir, þarf að minnsta kosti 4% atkvæða til að koma manni inn á sænska þingið. Þcssi regla hefur orðið þess valdandi að nýir flokkar hafa ekki risið upp í Svíþjóö, en hið hefðbundna flokka- mynstur hefur fest sig í sessi. Kristilegi lýðræðisflokkur- inn var áður nefndur sem dæmi um þetta. Honum hcfur ekki tekist aö komast upp fyrir þessi mörk í þingkosningum. Nýr flokkur umhverfis- verndarfólks bauð líka fram í síðustu kosningum en náði heldur ekki 4%-mörkunum og fékk því enga fulltrúa kjörna á þing. Kommúnistar nærri mörkunum Kommúnistaflokkurinn eða Vinstriflokkurinn - kommún- istarnir eins og hann heitir fullu naíni, hefur jafnan verið fremur lítill og oftar en ekki hefur fylgi hans verið hættu- lega nærri 4%-markinu í kosn- ingum. Það hefur kannski ekki bætt úr skák að við ýmis tæki- færi hefur kvarnast út úr honum, síðast 1977, þegarsíð- ustu Moskvusinnarnir klufu sig út. Það er hald margra að vinstri sinnaðir kjósendur jafnaðar- manna hafi iðulega bjargað kommúnistaflokknum frá því að falla út af þingi meö því að kjósa hann þegar skoðana- kannanir sýna að hætta er á því. Þykjast menn gjarna sjá þess merki að jafnaöarmenn beini kosningabaráttu sinni í aðrar áttir þegar svo árar. Þctta er alls ckki ócðlilegt, því samanlagður meirihluti Jón Daníels- son skrifar þessara tveggja vinstri tlokka hefur yfirleitt ekki verið svo stór að hann þyldi að Komm- únistaflokkurinn félli út af þingi og atkvæði hans nýttust ekki af þeim sökum. Borgaraflokkur í fallhættu? Lcngst af hefur Kommún- ■ Alf Svensson (til vinstri), formaður Kristilega lýðræðisflokks- ins og Thorbjörn Fálldin, formaður Miðflokksins á blaðamanna- fundi í sumar sem leið, þar sem þeir kynntu ákvörðunina um kosningasamvinnu flokkanna. istaflokkurinn verið einn um það þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu að eiga á hættu að detta út. Hin síðari ár hefur Þjóðarflokkurinn þó orðið að sætta sig við minnk- andi fylgistölur, bæði í kosn- ingum og skoðanakönnunum. Flokkurinn tók að vísu nokkra sveiflu upp á við þegar þáver- andi formaður hans, Ola Ull- sten myndaði minnihlutastjórn með hlutleysi jafnaðarmanna haustið 1978. Sú stjórn sat að völdum í tæpt ár, eða fram að kosningunum 1979. Á þessu tímabili komst fylgi Þjóðarflokksins samkvæmt skoðanakönnunum yfir 20% þegar mest var, en síðan má heita að það minnkaði samfellt fram að síðustu kosningum. þegar flokkurinn fékk aðeins einum þingmanni fleira en Kommúnistaflokkurinn. Nú er Þjóðarflokknum spáð 8 og 9% atkvæða, þannig að hann virðist ekki í fallhættu í haust, en sé litiö til lengri tíma er þó tæpast hægt að fullyrða neitt um áframhaldandi setu Þjóðarflokksmanna á þingi. Umhverfisverndarmenn líka óvissuþáttur Umhverfisverndarmenn buðu fram í síðustu kosningum en höfðu þá ekki árangur sem erfiði. Þeim skoðanakönnun- um sem birtar voru um helgina og áður hafa verið nefndar í þessunr pistli, ber raunar ekki saman um fylgi þeirra nú. í annarri eru þeir ekki taldir sérstaklega, heldur með öðr- um smáflokkum sem samtals fá 2,5% í könnuninni. í hinni könnuninni er umhverfis- verndarmönnum spáð 4%. Fremur ólíklegt verður reyndar að teljast að þessi nýi flokkur komi mönnum á þing. Koma þar ekki síst til hin sálfræðilegu áhrif 4%-mark- sins á kjósendur, sem vilja síður eyða atkvæði sínu til ónýtis og munu því fremur kjósa aðra flokka þegar komið er inn í kjörklefann. Af því sem hér hefur verið rakið, ætti að sjást að kosn- ingabaráttan í Svíþjóð verður afar tvísýn og fremur ólíklegt að annar hvor vængurinn fái stóran þingmeirihluta. Aðalfundur Verzlunarbanka íslands hf., veröur haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, laugardaginn 23. mars 1985 og hefst kl. 14.00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf skv. 18. grein samþykktar fyrir bankann. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um útboö á nýju hlutafé. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu aðalbank- ans Bankastræti 5, miðvikudaginn 20. mars, fimmtudaginn 21. mars og föstudaginn 22. mars 1985 kl. 9.15-16 alla dagana. Bankaráð VÍRZLUNflRBflNKI ÍSLflNDS HF ísrael: Strangtrúarlög hindra neyðar- þjónustu lækna Ekki til ágræðsluskinn fyrir skaðbrennda hermenn Jvrusalem-Keuler ■ ísraelskir læknar segj- ast vera í vandræðum með að veita skaðbrenndum hermönnum fullnægjandi læknisþjónustu vegna laga sem strangtrúaðir gyðing- ar áttu frumkvæði að og banna sjúkrahúsum að koma sér upp birgðum af skinni og öðrum líffærum til líffæraflutninga og á- græðslu. Talsmaður Hadassah- 'sjúkrahússins segir að sjúkrahúsið skorti tilfinn- anlega skinn til að græða á hermenn sem skað- brenndust í sjálfsmorðsár- ásum líbanskra skæruliða fyrir skömmu. Læknar við sjúkrahúsið hafa neyðst til að panta skinn frá Hol- landi þar sem ekkert skinn er til í sjúkrahúsinu og mjög lítið fáanlegt með svona stuttum fyrirvara. Strangtrúaðir gyðingar telja það vanhelgun við hina látnu að geyma líffæri úr þeim eftir dauðann. Samkvæmt lögum. sem þeir fengu samþykkt. er bannað að taka skinn eða önnur líffæri úr líkömum nema þau þurfi að nota þegar í stað til að bjarga lífi. Singapore: Reyndi að svindla á vændiskonu með fölsku krítarkorti Singapore-Reuter ■ Embættismenn í Singa- pore hafa skýrt frá því að franskur flugþjónn hafi nú setið í einn mánuð í fangelsi í Singapore fyrir að reyna að greiða fylgiskonu nætur- greiða með krítarkorti sem var ógilt og ekki skráð á hann sjálfan. Flugþjónninn. Robert Joseph Louis Goudella, sem er 36 ára gamall, viður- kenndi við yfirheyrslur að hafa reynt að svíkja stúlk- una um greiðslu fyrir kyn- lífsþjónustuna með því að nota krítarkort sem hann hafði fundið á flugvellinum í Sydney. Stúlkan setti upp 360 singaporedollara (um 7000 ísl. kr.) fyrir greiðann og kom með krítarkortartæki og sölueyðublöð upp á hótelherbergið. Þegar hún komst síðar að því að krít- arkortið var ógilt og til- heyrði ekki flugþjóninum lét hún lögregluna vita sem handtók sökudólginn.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.