NT - 15.03.1985, Síða 24

NT - 15.03.1985, Síða 24
 Við tökum við ábendingum um fréttirallan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvcldsimar: askrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 ■--------------------- Skýrsla um mengun frá álveri við Eyjafjörð Kvikfjárrækt vafasöm á2600 hektara svæði - heimamenn telja rannsóknina ekki gefa nægiiega skýr svör ■ Flúormengun frá hugsan- legu álveri viö Dysnes í Eyja- firði kemur í veg fyrir kvikfjár- rækt á 600 hektara svæði næst verksmiðjustæðinu. Þar eru nú 6 bæir með 29 kýr og 500 ær. Svæði þetta mun þó að mestu fara undir sjálfa verksmiöjulóð- ina. A 2600 hektara svæði, sem nær frá Hjalteyri í norðri til Dagverðareyrar í suðri eru líkur á, að einhverra áhrifa verði vart í kvikfé, án þess þó að þeirra verði endilega vart í óllum gripum. Innan þessa svæðis eru 15 bæir með 123 kýr og 1340 ær. Þar eru dregin innri mörk meng- unarinnar. Innan ytri markanna, 5000 hektara svæðis, er 41 bær með 530 kýr og 3900 ær. Utan þeirrar markalínu eru taldar litlar líkur á að grasbítar verði fyrir mengunaráhrifum, en því er þó ekki hægt að slá föstu. A milli ytri og innri markanna er hvorki hægt að segja, að mengunin sé yfir hættumörkum eða undir. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi, sem staðarvalsnefnd hélt á Akureyri í fyrrakvöld, þar sem kynnt var bráðabirgðaskýrsla um dreifingu flúormengunar frá hugsanlegu álvcri í Eyjafirði. Skýrslan, sem unnin var af norskum sér- fræðingum, gerir ráð fyrir 130.000 tonna framleiðslu á ári og gert er ráð fyrir, að verk- smiðjan verði búin fullkomnuin þurrhreinsi- og vothreinsibún- aði. Lokaskýrslan er væntanleg í síðari hluta næsta mánaðar og þá er von á aðalhöfundi hennar hingað til lands til þess að gera nánari grein fyrir niðurstöðun- um. Óvissumörk línanna, sem dregnar eru um dreifingu meng- unarinnar eru 10-50%, en þau munu ekki breytast mikið, þeg- ar lokaskýrslan liggur fyrir. Mengunarmörkin ná austur yfir Eyjafjörðinn, eins og sjá má af meðfylgjandi korti, en flúormengunin hefur engin áhrif á lífríki sjávarins. Flúormengunin viðytri mörk- in er 0.2 míkrógrömm í hverj- um rúmmetra lofts, en 0,4 míkrógrömm í rúmmetra við innri mörkin. Norsku rannsókn- armennirnir tclja það vera skaðvænleg mörk fyrir grasbíta. Hvað plöntur áhrærir, er talið, að flúorinnihald eins rúmmetra lofts megi vera allt að 1 míkró- grammi, án þess að það hafi skaðvænleg áhrif á plönturnar sjálfar. Skaðsemismörkin fyrir grasbítana eru lægri vegna þess, að flúor safnast fyrir í beinum þeirra. Rannsóknin erunnin ágrund- velli takmarkaðra veðurfars- gagna og í henni eru ýmsir fyrirvarar, en hún er engu að síður vísbending um hvers ■ Á laugardaginn er búist við sunnan hæg- viðri, úrkomulitlu veðri og hlýnandi. Á sunnudag- inn þykknar upp með sunnan- eða suðvestan átt og skúrum um sunnan og vestanvert landið en léttir til á Norður- og Austurlandi. .-hjalXyri '^SyALBARÐSE^RI; SkjafðwrvtA Svón Aakk 'Bakkaeyn • Páirflholy^^, ,;6flsbakV. i—H£|-UPAtj —F - g/m* Drafnastaöa- SUMAR 1 .. „ fjall - - w .^LOFTK ? \ • .• . DAGUR \ * . Aslákss»frf \ * % } I GarósWk \^-¥sey,‘ ywgnm* -----•' \ ' VpglB- . Skógat AKUREYRI SKÝRINGAR Þéttbyii Fr»ó*ó land dyp» m vænta megi, og verða áhrif mengunarinnar metin af hæf- ustu aðilum, eins og sérfræðing- um Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins. Það kom fram í máli fulltrúa staðarvalsnefndar, að tilgangur rannsóknarinnar var ekki að benda á hvort þarna væri æski- legt að byggja álver eða ekki. Það væri ákvörðun, sem stjórn- málamenn þyrftu að taka. Stað- arvalsnefnd legði staðreyndirn- ar á borðið, en síðan yrðu málsaðilar að meta það hver fyrir sig hvort þeir vildu álver á svæðið, og byggja þá ákvörðun sína á efnahagslegum forsend- um - vilja menn fórna bújörðum fyrir álver - og gildismati. Síðdegis á miðvikudag hélt staðarvalsnefnd fund með sam- ráðshópi heimamanna, sem í eiga sæti m.a. fulltrúar úr at- vinnumálanefnd Akureyrar, fulltrúar náttúrverndarmanna og fulltrúar búnaðarsambands- ins. Á þeim fundi kom m.a. fram óánægja heimamanna með hversu óljós skýrslan væri. Höfðu þeir vonast eftir betri upplýsingum um mengunar- hættuna. Þá varstaðarvalsnefnd einnig gagnrýnd fyrir „iila undirbúinn fund", eins og einn heimamanna orðaði það. Sjá viðbrögð heimamanna í NT á morgun ■ Uppdrátturinn sýnir dreifingu flúormengunar út frá hugsanlegri álverksmiðju við Dysnes í Eyjafirði. Við ystu línuna og þá heilu er mengunin 0.2 míkrógrömm í hverjum rúmmetra lofts. Við brotnu línuna er mengunin 0.4 míkrógrömm í hverjum rúmmetra lofts. Þessi mengun getur haft skaðleg áhrif á kvikfénað. Utan heilu línunnar er ekki iíklegt, að skaðleg áhrif veröi, en þó er ekkert hægt að fullyrða um þaö. flf1 , , Back, ballett, sjúkdómarogsvindl Helgarblaðsmenn Ijósrituðu pen• ingaseðla I nýrri Ijósritunarvél sem nú er komin á markaðinn. Þessi heimilisiðnaðurreyndistmeð ágæt• um og ekki virtist neinum erfiðleik• um háð að eyða „peningunum" LesiðumþaðalltíHelgarblaðiNT

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.