NT - 10.07.1985, Blaðsíða 3

NT - 10.07.1985, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. júlí 1985 3 Band Aid hljómleikarnir: Sjónvarpað frá Banda- ríkjunum, ekki Bretlandi Útsendingin kostar tæpa 1/2 milljón ■ David Bowie og Mick Jagg- er syngja dúett á Band Aid . hljómleikunum. Bowie verður í Bretlandi og Jagger í Banda- ríkjunum. Við sönginn verður notast við fullkomin gerfi- hnattaútbúnað. íslenskir sjón- varpsáhorfendur missa af þess- um merkilega atburði.Auk þess missa sjónvarpsáhorfendur af öllu því sem gerist í Bretlandi, því ákveðið hefur verið að sjón- varpa einungis frá hluta hljóm- leikanna í Bandaríkjunum. Það hafði komið fram í frétt- um að fyrirhugað væri að sjón- varpa síðdegis á laugardeginum frá Bretlandi og síðla kvölds frá Bandaríkjunum. NT hafði sam- band við Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóra Sjónvarps- ins og spurði hann af hverju fallið hafi verið frá síðdegis- útsendingunni. Pétur sagði nokkur atriði hafa hafa haft áhrif á þessa ákvörðun. Hann sagðist vera viss um að tíminn frá 22.30 til 03.00 væri betri sjónvarpstími, en um miðjan daginn. Hann sagði enn- frentur að þetta væri kostnaðar- söm sýning og að kostnaðurinn hafi ráðið því að einungis yrðu sýndir 4 klukkutímar af þessum 16 tíma góðgerðarhljómleikum. Pétur sagði að eftir að ljóst var að sýningartímninn yrði bundinn við 4 klukkustundir hafi þótt réttara að hefja útsending- una í Bandaríkjunum og sýna út tónleikana, í stað þess að sýna styttri búta frá hvorum staðnum. Aðspurður sagði Pét- ur að líkur væru á því að þeir hlutar tónleikanna sem ekki yrðu sýndir í beinni útsendingu, yrðu sýndir síðar í íslenska sjónvarpinu, en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum ennþá. Þessi beina útsending er hlut- fallslega dýrari, en þær knatt- spyrnuútsendingar sem sýndar hafa verið í íslenska sjónvarp- inu. Það stafar af því að nú eru Islendingar einir um gerfihnött- inn. Sjónvarpsmerkin eru tekin niður á þremur stöðum í Evrópu og dreift þaðan um jarðkerfi. Islendingar ná ekki þeim send- ingum og þurfa því að láta senda sjónvarpsmerkin aftur upp í annan gerfihnött sem síðan sendir þau til íslands. Þessi útsending kostar 90 þús- und á tímann, sem gerir 360 þúsund fyrir 4 klukkutíma út- sendingu. Sú upphæð rennur öll til Pósts- og símamála- stjórnar Islands og Bretlands, vegna gerfihnattasendinga. Við 360 þúsundin bætist síðan 3000 dollara framlag íslenska sjón- varpsins í Eþíópíusöfnunina, en það er rúmlega 120 þúsund, íslenskar krónur. Samtals kost-' ar því útsendingin rúmar 480 þúsund krónur. > Frystihúsin hálf lömuð þegar húsmæðurnar hætta á hádegi: Vilja fremur frí en missa mest allt kaupið í skattinn ■ Mikill og góður afli Vest- mannaeyjatogaranna að undan- förnu hefur skapað hálfgert vandræðaástand hjá frystihús- unum á staðnum, þar sem þau hafa ekki mannskap til að vinna úr aflanum og hefur því verið gripið til þess ráðs að láta þá sigla með fiskinn á erlendan markað hvern af öðrum. Hús- mæðurnar í bænum - sem fisk- vinnslan byggist að miklu leyti á - telja flestar hverjar ekki svara kostnaði að vinna nema hálfan daginn yfir sumarmánuðina þar sem skatturinn myndi ella gleypa það sem þær bættu við sig í launum. Frá hádegi hrapar því vinnsluhraðinn í frystihús- unum niður, þar sem þau eru þá að mestu mönnuð skólakrökk- um, það sem eftir er dagsins. „Það er óhemju fiskur að koma þessa vikuna þar sem togararnir eru allir rneð full- fermi - sumir fyrir áætlaðan tíma. Við gengum á milli borð- anna í morgun og báðum kon- urnar að vinna meira - spurðum hvort möguleiki væri á að ein- hverjar þeirra væru fáanlegar til að koma eftir hádegi þó ekki væri nema 2-3 daga í viku. En vandamálið er það, að þær sögð- ust fara svo hátt í sköttum ef þær vinni meira að þær vilja það ekki,“ sagði Hjörtur Hermanns- son, yfirverkstjóri í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum í samtali við NT. Hann sagði húsið þokkalega mannað fram að hádegi á dag- inn og þá með eðlilegu hlutfalli af vönu fólki og óvönu. „Eftir hádegi erum við með hálftóman sal og nánast ekkert af vönu fólki - þá verður algert vand- ræðaástand," sagði Hjörtur. Hans skoðun er sú, að vand- ræði frystihúsanna stafi ekki eingöngu af lélegum launum heldur eigi sér ýmsar aðrar or- sakir: „Það má nefna - auk skattamálanna - óstöðugleika í vinnu, stundum er allt of mikil vinna en stundum alls engin. Jafnframt er það óróleikinn vegna þess þegar fólk heldur að það sé að mæta í vinnu frá kl. 8-5 þá tilkynnum við kannski að við þurfum að láta vinna til kl. 7, jafnvel flesta daga, þegar fólkið kærir sig ekki um nema dagvinnutímana og við í sjálfu sér ekki heldur.“ Vegna fólkseklunnar sagði Hjörtur mikið af fiskinum unnið í fljótvirkustu pakkningarnar - blokk - sem gefur sem kunn- ugt er mun minna útflutnings- verðmæti og þar með minni gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. ■ Nýr bátur var nýlega sjósettur á Akranesi. Hlaut hann nafnið Doddi SH-222 og verður heimahöfn hans á Rifi. Doddi er 9,2 rúmlestir, byggður úr trefjaplasti. í bátnum er Missubishi aðalvél. Hann er búinn fullkomnum siglingatækjum og búnaði til línu- neta- og færaveiða. Hönnuður Dodda og framleiðandi er Jóhann Ársælsson skipasmiður.' Atvinnuleysi í júnímánuði: Um1 afhverjum 200 iðjulausir ■ Þótt talið sé að fólk hafi vantað í þúsundir starfa nú í vor jafngilti skráð atvinnuleysi í júní því að um 660 manns hafi ekkert fengið að gera allan mánuðinn, eða sem svarar um 1 af hverjum 200 vinn- andi mönnum. Um tveir þriðju þessa hóps voru konur, eða 427 - helntingur allra atvinnulausra var á höfuðborgarsvæðin u. Að áliti vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytis- ins á þetta atvinnuleysi að verulegu leyti rætur að rekja til þess að ýmiss fiskvinnslu- fyrirtæki hafi sent starfsfólk sitt í launalaust frí. í slíkum tilvikum á það rétt á atvinnu- leysisbótum. Þess sé því ekki að vænta að þeir sent þannig stendur á um bæti úr mann- eklu hjá öðrum atvinnurek- endum. Skráð atvinnuleysi á fyrri helmingi ársins samsvarar því að um 1.400 manns hafi engin störf fengið að meðal- tali allt tímabilið, þ.e. um 1 af hverjum 83 starfandi mönnum í landinu. Hefði þessi hópur verið í fullri vinnu, jafnvel á lægstu laun- um í landinu (14.075 kr. á mánuði til samninganna í júlí s.l.) hefðu samanlögð vinnulaun hans numið urn 120 milljónum króna. Á höfuðborgarsvæðinu hafa atvinnulausir fyrst og fremst verið í Reykjavík 215 (125 konur) og í Hafnarfirði 69 (54). Á landsbyggðinni voru flestir atvinnulausir á Akureyri 63 (37), Ólafsfirði 51 (35), Akranesi 25 (13) og Selfossi 22 (17 konur). landaráð gefur út, en nú mun komið að fslendingi að skipa ritstjórastólinn. Nefnd, skipuð til að ræða við umsækjendur, samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að mæla með Einari í stöðuna, og var samþykkt nefndarinnar lögð fyrir fund forsætisnefndar N orðurlandaráðs nú fyrir skömmu. Forsætisnefndin gekk ekki endanlega frá málinu, þar sem fulltrúi Finnlands bað um frest, og mun það að sögn Snjólaugar G. Ólafsdóttur, hjá íslandsdeild Norðurlandaráðs, ekki óvenju- legt að beðiö sé um slíkan frest. Snjólaug sagði að vera kynni Einar Karl Haraldsson: Ráðinn ritstjóri „Nordisk Kontakt“ ■ Allt útlit er nú fyrir að Einar Karl Haraldsson, fyrrv. ritstjóri Þjóðviljans og framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins, verða ráðinn ritstjóri „Nordisk Kontakt“, tímarits sem Norður- að einhverjar vangaveltur hefðu verið um pólitíska fortíð Einars, enda kæmi slíkt alltaf upp í hvert sinn sem menn væru ráðn- ir í áhrifamiklar stöður á borð við þessa. Hið íslenska Biblíufélag 170 ára í dag: Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju ■ í dag 10. júlí eru 170 ár liðin frá því að skoski fræði- maðurinn og presturinn Eben- ezer Henderson, sem var hér á ferð milli 1813 og 1815, stofn- aði hið íslenska Biblíufélag. Það er nú elsta starfandi félag á íslandi og í tilefni afmælisins verður sérstök há- tíðarguðsþjónusta í Hall- grímskirkju kl. 5 í dag. Að henni lokinni mun stjórn Biblíufélagsins síðan halda sérstakan hátíðarfund í safn- aðarsal kirkjunnar. í tilefni þessa verður einnig ýmislegt um að vera þann 21. júlí á Skálholtshátíðinni. Þar mun sr. Felix Ólafsson, prest- ur í Kaupmannahöfn, flytja erindi um Henderson, Odds Gottskálkssonar verður sér- staklega minnst, og einnig þess að 200 ár eru liðin frá því biskupsstóllinn var fluttur frá Skálholti til Reykjavíkur. NT-mynd: S.L.P.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.