NT - 10.07.1985, Blaðsíða 7

NT - 10.07.1985, Blaðsíða 7
■ Stefán JóhannStefánSson. mönnum og oft verið hjálpar- hella. Hins vegar sýndi hann kapp sitt þegar í milli bar og var þá herskárri sumum öðrum þar sem engu minna bar þó á miili. Vitnisburður Stefáns Jó- hanns er alls ekki sá að Jónas hafi yfirleitt „af fremsta megni reynt að tefja framgang þeirra mála sem jafnaðarmenn báru fyrir brjósti.“ Þetta er rang- túlkun. Lýsing Stefáns Jó- hanns er alls ekki sú að Jón Baldvinsson hafi í reynd setið á svikráðum við hugsjónir jafn- aðarmanna með stöðugu sam- starfi við þann áhrifamann sem tafði framgang þeirra eftir megni. Kvöidúlfsmálið 1937 böggl- ast fyrir höfundi. Hugsum okk- ur að Framsóknarflokkurinn hefði stutt Alþýðuflokkinn til að gera Kvöldúlf uþp þrátt fyr- ir það að eigendur hans settu veð fyrir skuldum hans. Þá hefðu að sjálfsögðu fleiri tog- arafélög verið gerð upp og þjóðnýtt. Hefði það orðið tii að „knýja fram atvinnuupp- byggingu í bæjunum"? Þjóðnýtingarmenn fengu sín tæicifæri með bæjarútgerð ýmisskonar. Sitthvað gott er um það að segja en heildarsvipur atvinnulífsins breytist ekkivið það þó hluti þess sé þjóðnýtt- ur. Ríkisiitgerð á togurum Kvöldúifs og Alliance hefði naumast valdið nokkurm þáttaskilum í sambandi við atvinnulega uppbyggingu. En uppgjör Kvöldúlfs strandaði engan veginn á Jóni Baldvins- syni. Talsmenn nasismans á íslandi Birgir Sörensen rifjar upp ýmis viðbrögð Morgunblaðsins í sambandi við veldi Hitlers í ■ Jón Leifs. Þýskalandi og flokk þjóðern- issinna hér á landi. Þetta er á ýmsan hátt fróðleg upprifjun. Höfundur fer varlega í fullyrð- ingar um hugarfar að baki orðanna en sýnir þó mismun- andi viðhorf til Þjóðverja og Rússa í því sambandi að forðast móðgandi og meiðandi um- mæli um volduga viðskipta- þjóð, fyrirmenn hennar og stjórnmál. Vera má að Birgir vanmeti þann þrýsting sem pólitískir talsmenn verða fyrir í atkvæða- von. Auðvitað hafði það áhrif á tóninn í Morgunblaðinu hver viðhorf þjóðernissinnar höfðu til Sjálfstæðisflokksins. Þegar þeir studdu framboð Sjálf- stæðisflokksins var rétt að varast öll særandi orð um bandamenn sína. Þá var ekki nema kurteisi að formaður Sjálfstæðisflokksins þakkaði þeim opinberlega samstarf og veittan stuðning. En þegar þessir strákar fóru að deila á Sjálfstæðisflokkinn og bjóða fram gegn honum þá mátti segja að þar væri bara vand- ræðalýður og undirmálsmenn sem sérhver flokkur væri sæll að vera laus við. Ummæli Morgunblaðsins á ýmsum tímum á vitanlega að bera saman við samkomulags- horfur við þjóðernissinna hverju sinni. Annað er svo það að ýmsir flokksmenn blaðsins voru hrifnir af stjórnkerfi Hitlers svo að Morgunblaðið hafði ástæðu til að tala gætilegar þeirra vegna. Séum við sam- mála um að verulegur hluti kommúnista þessara ára hafi dýrkað Rússland vegna blekk- ingar og vanþekkingar á raun- veruleiknaum þá er víst að hliðstæð blekking lét ýmsa ■ Jón Sigurðsson. Sjálfstæðismenn tigna Þýska- land nasismans. Tónskáldið sem þjóðin gleymdi Svo nefnist grein sem Rík- harður H. Friðriksson skrifar um Jón Leifs. Rekur hann þar æviferil þessa sérstaka atorku- manns. Jón Leifs var afkastamikið tónskáld og sérstakt en tókst ekki að vinna verkum sínum hylli og viðurkenningu. Þegar hann var ráðinn til starfa hjá Ríkisútvarpinu íslenska féll ekki saman tilætlun stofnunar- innar og hættir hans. Hann var höfðingi sem vildi þjóna lund sinni og list og lét ekki þrælkun eftir stimpilklukku. En hvernig sem tónlist Jóns Leifs verður metin halda Stef- gjöldin nafni hans á lofti hér á landi. Jón barðist af kjarki og harðfengi fyrir rétti tónskálda og eigenda flutningsréttar og vann sigur. Skólastílar um Jón Sig- urðsson Seinni hluti þessarar bókar er stílar um Jón Sigurðsson forseta með inngangi eftir Gunnar Karlsson. Par segir: „En ef við viljum halda lífi í minningu Jóns Siguðrssonar hljótum við að endurskoða myndina af honum, skafa af honum gyllingu hundrað ára og sjá hvert efni er þar undir. í þeim tilgangi meðal annars var boðið uppá námskeið um Jón Sigurðsson og sjálfstæðis- baráttuna í sagnfræði í Há- skóla íslands á haustmisseri 1984. Við vorum fáliðuð þa.r og komumst ekki yfir meira en rétt að byrja á að rnóta nýjar hugmyndir um æviverk Jóns. Greinarnar hér á eftir eru árangur af þessari viðleitni". Skemmst er frá því að segja að ég finn ekki þessar nýju hugmyndir í ritgerðunum þó skemmtilegar séu. Það er ekki ný hugmynd um Jón forseta þó að Arnaldur Indriðason leið- rétti Björn Þorsteinsson sem í Tíu þorskastríð eignar Jóni forseta ræðu sem Jón í Tandra- seli flutti. Ekki liggur í augum uppi ástæða til að gera athugasemd- ir við þessar umsagnir. Þó stansa ég við þessi orð Páls Vilhjálmssonar: „En Jón hefur þekkt sitt heimafólk og slær einnig á strengi búmannshjartans með ritgerðum um verslunarmál og önnur hagnýt efni.“ Þessi orð kynnu að vekja þá hugmynd að Jón Sigurðsson hafi skrifað um hagnýt efni einungis til þess að tala líka um eitthvað sem fólkið skildi. Það væri hinn hróplegasti misskiln- ingur, glórulaus fáviska. Jón vissi vel að allar þjóðlegar vonir voru við það bundnar að þjóðin ynni fyrir sér, nytjaði land sitt og nýtti mið þess, vandaði vörur sínar og lands- menn sjálfir seldu þær á þeim markaði sem hentugastur væri. Þetta skildi hann manna best. Alla ævi var hann að hvetja og styrkja til betri og meiri átaka í þeim efnum. í 140 ára sögu Alþingis mun ekki vera hægt að benda á nokkurn mann sem þar hefur setið og borið hefur í brjósti næmari skilning á gildi atvinnu- lífsins en Jón Sigurðsson for- seti. Búmannshjarta sló hon- um í brjósti. Og vegna þess að hann þekkti sitt heimafólk vissi hann að víða þyrfti að styrkja búmannshjartað sem var þjóð- inni lífsnauðsyn. í fimmta árgangi Sagna var frá því sagt að ráðstafanir væru gerðar til að sagnfræðinemar skrifuðu skiljanlegt mál. Þetta hefur tekist og finnst sumum kannske að ekki sé til mikils mælst. Hvað um það. Fátt skal hér að málinu fundið. Þó mun Ingibjörg Einarsdóttir varla hafa talað um að versla föt. Einhver sagði að þetta væri barnamál. En börnin eldast og sum þeirra koma í háskóla. Og þetta barn er komið á fertugs- aldur. Þeir sem hafa hneigð til sögu þessarar þjóðar hafa ástæðu til aó meta það framtak sagn- fræðinema að halda úti fimariti mönnum. Fjölmargir senda inn greinar sem Mogginn birtir og lífgar þannig upp á þjóð- málaumræðu og svo mætti lengi telja. En þegar Morgunblaðið kastar hinni pólitísku grímu og sýnir sitt rétta andlit, þá er ástæða til að óttast feikileg skoðanamyndandi áhrif blaðsins. Nægilegt er að minna á Rússahræðsluna hér á landi, sem er afrakstur nær barnalegs áróðurs og fréttaflutnings Morgunblaðsins. Upplýsingadreifing í nútíma þjóðfélagi ernær einvörðungu í höndum fjölmiðla. Þess vegna er ábyrgð þeirra mikil. Að blöð starfi eftir flokkspólit- ískum línum ætti að heyra fortíðinni til, en slík er því miður ekki raunin. Skólun íslenskra blaða- manna hefur hingað til verið nær eingöngu á blöðunum sjálfum. Þar hafa pólitískar skoðanir oftast ráðið um hverj- ir eru ráðnir til starfa ellegar þá ættartengsl. Á meðan hefur orðið mikil vakning erlendis meðal blaðamanna og fagleg umræða átt sér stað. 1 flestum tilfellum er um- ræða þessi studd af útgefend- um sem gera sér grein fyrir ábyrgð fjölmiðla sinna og vilja stuðla að því að þeir standi sig í stykkinu. Blaðamennska sem starf Á meðan tilgangur útgáfu flestra blaða er pólitískur er ekki von á mikilli faglegri breytingu hér á landi. Á meðan blaðamenn eru valdir eftir pólitískum skoðunum sínum er ekki von breytinga til batn- aðar. Á meðan litið er á blaða- mennsku sem skemmtilegt hobbý í besta falli, sem vott af hrædýrseðli í versta falli, er ekki von á góðu. Fólk, og þá ekki síst blaða- menn sjálfir, þarf að gera sér grein fyrir mikilvægi blaða og annarra fjölmiðla og skilja ábyrgð þá sem því fylgir að vinna að upplýsingadreifingu. Á meðan blaðamenn fyllast heilagri reiði á síðum blaða sinna, ef einhver iðnaðarmað- ur vinnur ekki starf sitt nógu vendilega, gera sömu menn litlar kröfur til sjálfs sín. Þar ræður meðalmennskan. Skortur á „professional- isma“ kemur því miður allt of oft fram á síðum dagblaðanna. Þar er reynt að komast eins auðveldlega í gegnum við- fangsefni dagsins og unnt er og ef einhver reynir að sýna al- vöru vinnubrögð þá yppta hin- ir kærulausu öxlum og halda áfram hálfkáki sínu. En þó „áhugamennskan“ sé hættuleg þá er meðvituð sann- leikabjögun samt sýnu verri. Tilgangurinn helgar meðalið Það er grátlegt til þess að vita, að um allan heim sitja menn á launum hjá ríkisstjórn- um og flokkum við það eitt að brengla veruleikann. Dæmi um slíkt eru fjölmörg og nægir þar að nefna austantjaldslönd- in. En hér á klakanum, hjá „söguþjóðinni sælu“ er því mið- ur hið sama uppi á teningnum. Þar ráða flokksleg sjónarmið við ritun frétta og sannleikurinn verður oft aukaatriði í áróðurs- stríðinu. Og að sjálfsögðu er það almenningur sem tapar, því' sannleikurinn sem hann fær, er ekki endilega sá rétti, heldur sá er hentar valdsmönnum hverju sinni. Óskandi væri að þeir menn sem ráða þessum sterku fjöl- miðlafyrirtækjum, á borð við Moggann, létu sér nú nægja að flytja almenningi frásagnir af atburðum í stað þess að hliðra til þannig að atburðurinn og frásögnin þjóni einhverjum annarlegum tilgangi. S.ÁIb. TIMIM Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson. Framkvstj.: Guömundur Karlsson Markaösstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson Skrilstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Ökumenn eru vandamálið ■ Nú þegar hafa tíu menn látið lífið í umferð- arslysum á þessu ári. í fyrra féllu 27 menn í valinn á þessum sama vígvelli, sem, þegar grannt er skoðað, virðist vera sérfslenskt fyrirbæri. Mikið hefur verið um það fjallað, að vegir á íslandi séu slæmir, ástand bifreiða oft bágborið og skoðun ökutækja ábótavant, bensín dýrt og aðstæður oft hinar verstu, skyggni ekkert, snjó- koma og hálka. Samt aka íslendingar eins og þeir væru einir, þrautþj álfaðir og á hraðskreiðum kappaksturs- bifreiðum á lokuðum brautum. Hvergi á byggðu bóli dytti mönnum í hug að aka á eitt hundrað og tíu kílómetra hraða á holóttum inalarvegi á sunnudagseftirmiðdegi með alla fjölskylduna í litlum fjölskyldubíl. Pað gera íslendingar. Hvergi dytti mönnum í hug að leggja af stað, aftur með fjölskylduna og oft smábörn og enn á ný á smábíl, út í kafaldsbyl, keðjulausir og allslausir. Það gera íslendingar og það þrátt fyrir ítrekaða beiðni lögreglu um að gera það ekki. Hvergi dytti mönnum í hug að koma æðandi að gatnamótum á eitt hundrað kílómetra hraða og negla svo niður, ef ekki tekst að hræða aðvífandi ökumann til þess að hægja á sér. Þetta gera íslendingar iðulega og má telja þetta þjóðarsport. Hvergi, nema í New York, dytti mönnum í hug að liggja á flautunni við minnsta hik ökumannsins á undan eða ef gangandi menn nálgast. Þetta gera íslendingar einnig. Hvergi dytti mönnum í hug að auka hraðann, ef ökumaður fyrir aftan vildi komast fram úr. íslendingar gera þetta undantekningarlítið. Nú hefur vegakerfi víða verið komið þannig fyrir, að tengivegir liggja inn á aðra af tveim akreinum þjóðvegar eða „hraðbrautar“. Alls staðar erlendis sýna menn þeim, sem eru að koma inn á hraðbrautina þá tillitssemi að víkja yfir á vinstri akrein. Það gera íslendingar*ekki, - dettur það ekki í hug. Alls staðar þar sem lög um notkun bílbelta; hafa verið sett, hefur notkun þeirra verið fylgt eftir, enda margsannað, að þau draga úr slysum og hafa bjargað hundruðum þúsunda mannslífa um allan heim. Alþingi íslenskra ökumanna gat auðvitað heldur ekki tekið af skarið í þessum efnum, heldur samþykkti það einskis nýtan lagaafturkreisting, sem ekki gerir neitt gagn. Það er margvitað, að þeir, sem búið hafa erlendis, jafnvel í miklum umferðarborgum, segjast hvergi vera eins hræddir við að aka bíl og hér á landi. Það skyldi engan undra. Vanda- mál íslenskrar bílaumferðar er ekki ytri aðstæð- ur, vondir vegir, slæmt skyggni og þess háttar. Vandamál íslenskrar bílaumferðar og helsti dauðsvaldur fólks í umferðinni hér á landi eru ábyrgðarlausir og aðgæslulausir íslenskir öku- menn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.