NT - 10.07.1985, Blaðsíða 21

NT - 10.07.1985, Blaðsíða 21
 m I? Miðvikudagur 10. júli 1985 21 lu U Útlönd Hryojuverkamenn sagðir hér og þar - en enginn kannast við glæpinn ■ í ræðu sem Reagan Bandaríkjaforseti hélt á fundi bandarískra lögfræðinga nú á mánudaginn ásakaði hann íran, Norður- Kóreu, Líbýu, Kúbu og Nicaragua fyrir að vera „hryðjuverkaríki“ og hótaði því að beita valdi til að verja Bandaríkin fyrir alþjóðlegum hryðjuverkamönnum enda væri slíkt í samræmi við alþjóðalög. Eins og við mátti búast vöktu þéssi orð hans mikla mótmælaöldu. Ríkisstjórnir um- ræddra ríkja sverja af sér hryðujuverka- stuðning og segja að Bandaríkjamennn séu sjálfir hryðjuverkamenn. Stjórnvöld í Nicaragua lýstu þegar yfir mikilli ánægju með nýfunda virðingu Reagans fyrir alþjóðalögum og sögðust vonast til að Bandaríkjamenn sæju nú ástæðu til að hlýða úrskurði Alþjóðadóm- stólsins í Haag um að Bandaríkjamenn skuli hætta stuðningi við skæruliða sem berjst gegn löglegri stjórn Nicaragua. Castro Kúbuleiðtogi sagði ummæli Reagans merki um geðveiki. Reagan væri sjálfur „versti hryðjuverkamaður niannkynssögunnar". Castro benti á að Reagan hefði stutt tundurduflalagning- una í hafnir Nicaragua, hann hefði ráðist á Grenada og hann styddi her E! Salvador sem útrýmdi fólki og nauðgaði bandarísk- um nunnum. Leiðtogar írans, Norður-Kóreu og Líbýu tóku mjög í sama streng og ásökuðu Bandaríkjamenn fyrir að undir- búa hryðjuverk. En leiðtogar „hryðjuverkaríkjanna“ eru ekki einir um að mótmæla hryðju- verkastimplinum sem Reagan hefur sett á þau. Mörgum Bandaríkjamönnum þyk- ir hann hafa tekið fulldjúpt í árinni, sérstaklega með því að nefna Nicaragua. Þingmaðurinn Thomas O’NeiIl sagði að hryðjuverk væri viðkvæmt mál í Banda- ríkjunum þegar litið væri til þess hvernig þeir hefðu leikið Nicaragua. Hann benti líka á að Reagan hefði „gleymt nýfundn- um vini sínum, Sýrlandi". Sovétmenn eru líka ævir yfir ásökunum Reagans og hótunum. Tass-fréttastofan sovéska sagði að Reagan væri að finna sér tylliástæðu fyrir „ríkishryðjuverkum“ gegn stjórnum ríkja sem ekki geðjuðust Bandaríkjamönnum. Fréttastofan benti á bandarísk umsvif í Mið-Ameríku, Afríku og Suðaustur-Asíu sem dæmi um alþjóðlega hryðjuverkastefnu Banda- ríkjamanna. Krókódílastríð háð í Svíþjóð Stokkhólmur-Rcuter ■ Krókódíllinn Castró heldur nú uppi skæruhernaði gegn krókódílahöfðingj- anum Henry sem hingað til hefur drottnað yfir krókódílanýlendunni í Stokkhólmsdýragarðinum í Svíþjóð. Fidel Castro leiðtogi Kúbumanna færði Stokkhólmsdýragarðinum krókó- dílinn að gjöf árið 1981. Starfsmenn dýragarðsins skírðu krókódílinn þá í höfuðið á Castro. Þykir þeim sem krókódíllinn standi vel undir nafni því að hann hefur reynt að taka völdin í krókódílanýlendunni alla tíð síðan. Castro er nú sjö vetra gamall en helsti andstæðingur hans, Henry er orðinn þrettán vetra. Henry hefur þegar misst tvær tær í þessum átökum. Castro hefur líka sýnt mun meiri athafnasemi við samskiptin við kvendýr nýlendunnar og eru honum kennd 13 afkvæmi á seinustu fjórum árum samanborið við fjögur afkvæmi sem Henry mun hafa feðrað. Jonas Wahlstrom yfirmaður dýrag- arðsins segist ætla að breyta nafni krókódílanýlendunni í Litlu-Kúbu til heiðurs ókrýndum konungi hennar. inhell ÞJONUSTUSTOÐ Hananægt tæki til margra verka á hagstæðu verði kr. 5.760.00. Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 ■ Hungrið í Afríku hefur þjappað Afríkuþjóðum saman. Þær hafa lagí púlitísk deilumál sín til hliðar og reyna nú að fínna leiðir til að komast úr klúm hungurvofunnar. Afríkuríki funda: Fæðugnógt í Afríku fjarlæg draumsýn - Afríkuríki skulda 170 milljarða dollara Addis Ababa-Reuter ■ Þjóðarleiðtogar víðs vegar úr Afríku eru nú komnir til Addis Ababa til að taka þátt í tveggja vikna fundi OAU, Samtaka Afr- íkuríkja, um leiðir til að sigrast á þeirri kreppu sem heldur nú álf- unni í heljargreipum. Leiðtogarnir viðurkenna að draumar um fæðu- gnógt í Afríku um næstu aldamót eru óraunsæir og þeir munu ein- beita sér að því að finna leiðir til að minnka vandann fremur en að leysa hann sem er ekki hægt á stuttum tíma. 1 tillögum sjö ríkja stjórnar- nefndar Samtaka Afríkuríkja er meðal annars lagt til að OAU hafi frumkvæði að alþjóðaráðstefnu um skuldir Afríkuríkja sem voru orðnar 158 milljarðar dollara um síðustu áramót og búist er við að aukist upp í um 170 milljarða dollara. Markmiðið með slíkri ráðstefnu væri að fá frest á endur- greiðslum lánanna til þess að ríkj- unum gefist tími til að endurskipu- leggja efnahag sinn. í skýrslu stjórnarnefndarinnar er bent á að fæðuframleiðsla á hvern íbúa Afríku fari stöðugt minnkandi. Afríkumenn full- nægðu sjálfir um 86% af matvæla- þörf sinni árið 1980 en ef svo fer sem horfir verður þetta hlutfall komið niður í 70% við lok þessarar aldar. íbúar Afríku eru nú um 500 milljónir talsins. Þar af er talið að um 150 milljónir manna fái ekki nægjanlega mikið að borða og á mörgum stöðum sé hungursneyð og horfellir. Fyrir aðeins fimm árum lögðu leiðtogar Afríkuríkja fram stór- huga hugmyndir um stofnun Efna- hagsbandalags fyrir næstu alda- mót en þá töldu þeir að Afríka myndi geta brauðfætt sig sjálf. Nú viðurkenna þeir óraunsæi slíkra hugmynda og scgjast fyrst og fremst stefna að því að bjarga þjóðum sínum frá hungurvofunni. Hungrið virðist líka hafa þjapp- að leiðtogum Afríkuríkja sarnan. Margir fyrri fundir hafa mótast af deilum um Vestur-Sahara og Chad en nú hafa þessar deilur verið Iagðar á hilluna til að sinna brýnni viðfangsefnum. Þaö vekur athygli að í skýrslu stjórnarnefndarinnar er vandi Afr- íku rakinn án þess að nokkrum aðilum sé beinlínis kennt um hann hvorki fyrrverandi nýlenduherrum eða einstökum ríkisstjórnum í Afríku. Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík, 13. júlí 1985 Eldgjá - Ofærufoss Hin árlega sumarferð framsóknarfélag- anna verðurfarin laugardaginn 13. júlí n.k. Farið verður í Eidgjá um Landssveit, framhjá Heklu. Síðan verður farin hin þekkta Dómadalsleið, framhjá Land- mannahelli, að Frostastaðahálsi. Síðan um Landmannalaugar og áð í Eldgjá við Ófærufoss. Á heimleið verður ekið um Skaftártungur og síðan sem leið liggur um Mýrdalssand og Vík til Reykjavíkur. Steingrímur Hermannsson flytur ávarp á áningastað. Aðalfararstjóri verður Heimir Hannesson. Farið verður frá Rauðarárstíg 18 kl. 8 stundvíslega. Fargjald er kr. 650 fyrir fullorðna og kr. 450 fyrir börn 12 ára og yngri. Þátttakendur taki með sér nesti. Allar nánari upplýsingar og sala farmiða verður að Rauðarár- stíg 18, sími 24480. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.