NT - 10.07.1985, Side 14
H7 Miðvikudagur 10. júlí 1985 14
J lL Útvarp — sjónvarp
Staður og stund
frá Akureyri
■ „Viðmælandi minn í þess-
um þriðja þætti verður Krist-
ján Grant, fyrrverandi vöru-
flutningabílstjóri," sagði Þórð-
ur Kárason, er sér um þáttinn
Staður og stund ki. 15.15 í dag
frá Rúvak.
„Kristján keyrði milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur og ætlar
að segja okkur skemmtilegar
sögur af atvikum sem liann
lenti í, bæði hættulegum og
broslegum.
Inn á milli leik ég svo þægi-
lega og góða tónlist, sem lætur
vel í eyrum.
Staður og stund er á dagskrá
hálfsmánaðarlega og ég vel
fólk í þáttinn sem ég veit að
getur sagt skemmtilega frá og
hefur lífsreynslu að baki. Fyrri
viðmælendur mínir voru þeir
Albert Sölvi Karlsson sem er
mikill áhugamaður um skot-
vopn og Rúnar Þór Björnsson
sem lamaðist fyrir fjórum
árum, en er búinn að ná sér vel
á strik aftur og rekur nú segl-
brettaleigu hér á Akureyri,"
sagði Þórður Kárason.
um Kyrrahafslöndin
Vaktaskipti í Dallas
■ Upp á hvaða prakkarastrikum tekur óþekktarormurinn J.R.
í kvöld? Deyr Cliff Barnes? Grætur Sue Ellen? Allt þetta og
miklu fleira kemur í Ijós kl. 21.35 í kvöld, í Dallas.
Þýðandi er Björn Baldursson.
■ I kvöld hefur göngu sína í
sjónvarpinu nýr brcskur heini-
ildarmyndaflokkur í átta
þáttum, sem nefnist Kyrra-
hafslönd (The New Pacific).
Við Kyrrahaf býrþriöjung-
ur mannkyns. Þar búa fulltrúar
helstu kynþátta heims. Þareru
allar geröir þjóðfélaga, öll stig
mannlegrar þróunar og öll
helstu trúarbrögð heims, -
búddismi í Japan, hindúismi á
Fiji, kristni í Bandaríkjunum
og fylgjendur meistarans
Kongfuzi, sem vesturlandabú-
ar nefna gjarnan Konfúsíus. I
Kína og Kóreu og svo mætti
lengi telja.
Hvergi í heiminum eru svo
fjölbreytt tungumál, menning
og svo ólíkir kynþættir en í
Kyrrahafslöndunum.
En hvernig sporna íbúar
Kyrrahafseyjanna við banda-
rísku gildismati, japanskri
tækni og kínversku kung fu?
Hvernig tekst þeim að lifa við
stöðugan straum ferðamanna,
myndbandavæðinguna og lúx-
ushótelin? Hvernig leitast þeir
við að halda einstæðri
samkennd, verja lönd sín og
kenna afkvæmum sínum sögu
Gunnar Salvarsson leikur
úrvalslög að hætti hússins
■ „Perla þáttarins er lag sem
heitir Crazy Rhythms og telst
vera eitt af þessum stóru, frægu
lögum í sögunni. Þetta lag var
t.d. spilað í kvikmyndinni
Cotton Club,“ sagði Gunnar
Salvarsson, stjórnandi þáttar-
ins Nú er lag, á Rás 2 kl.
15.00-16.00 í dag.
„Lagið var mjög frægt með
saxafónleikaranum Coleman
Hawkins, en ég mun einnig
spila það með höfundinum
Roger Wolfe Kahn sem samdi
talsvert af söngleikjum á árun-
um milli 1920-1930.
Önnur lög I þættinum verða
með hefðbundinni sveiflu frá
1920 og fram á okkar daga.“
En hvernig stendur á því að
poppskríbentinn Gunnar Sal-
varsson fær áhuga á sveiflunni?
„Þetta er einfaldlega svo góð
tónlist. Þegar ég fékk úthlutað
þætti á Rás 2 á þessum tíma þá
sá ég að það var Popphólf á
Rás 1. Til þess að uppfylla þau
fyrirheit að Rás 2 væri valkost-
ur þá ákvað ég að hafa alls ekki
popptónlist í þættinum. Það
var því auðvelt val að taka
þessi gömlu lög fyrir, því ég
hef lengi haft áhuga á gömlu
sveiflunni.
Það hefur verið óskaplega
lærdómsríkt og skemmtilegt að
grafa upp þessi lög sem öll eru
samin og sungin áður en ég
fæddist. Sumir halda að ég
fletti lögunum og sögunum á
bak við þau upp í stórri
handbók, sem ég geri nú
reyndar ekki, heldur finn ég
upplýsingarnar í tímaritum,
bókum og á plötuumslögum.
■ „Jú, ég hef fengið nokkur
bréf frá ánægðum hlustendum
og það kom mér verulega á
óvart að þau eru frá unglingum
13-15 ára,“ sagði Gunnar Sal-
varsson.
þjóðanna? Þessu reynir
myndaflokkurinn að svara
með því að heimsækja 17 lönd
í kringum Kyrrahafið og kynna
sér lífshætti, sögu og þróun
landanna.
■ Gunnar Salvarsson.
■ Sumir taka störnuspána sína
alvarlega og lifa eftir henni. Ein-
staklingar í meyjarmerkinu hafa
eflaust fundið eitthvað við sitt
hæfi þennan dag.
Útvarp kl. 17.05:
Meyjan (23. ágúst —22. sept.):
Það verður ósköp lítið að gera hjá þér í dag og þú getur
svo sem alveg látið það eftir þér að liggja í leti.
Barnaútvarpið: Trúir þú á stjörnuspádóma
■ Trúir þú á stjörnuspádóma?
Lestu alltaf stjörnuspána í blöð-
unum þó þú trúir ekki bókstaf-
lega á hana? Langar þig í stjörnu-
kort? Um þetta og margt annað
í sambandi við stjörnuspeki og
stjörnumerki verður fjallað í
Barnaútvarpinu í dag.
„Við ætlum að reyna að ná í
starfsmenn Stjörnuspekimið-
stöðvarinnar og fólk sem kann
eitthvað fyrir sér í stjörnukorta-
gerð," sagði Ragnheiður Gyða
jónsdóttir, stjórnandi Barnaút-
varpsins.
„Við reynum líka að finna fólk
sem trúir á þetta og lifir eftir
þessu og fólk sem finnst þetta
bölvað bull. Við tölum einnig við
blaðamann sem vinnur við það
að þýða stjörnuspádóma í blöð-
unum.
Sváfnir Sigurðarson er þulur í
þessum þætti og tekur viðtöhn,"
sagði Ragnheiður Gyða.
Rás 2, kl. 15.
Sjónvarp kl. 21.35:
Úr inyndaflokknuiii Kyrrahafslönd.
Sjónvarp kl. 20.40:
Nýr breskur flokkur
Utvarp kl. 15.15:
Miðvikudagur
10. júlí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Til-
kynningar.
7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
Sigurðar G. Tómassonar frá kvöld-
inu áöur.
8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Morgunorð -
Helga Sveinsdóttir, Bolungarvik,
talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Litli bróðir og Kalli á þakinu“
eftir Astrid Lindgren. Sigurður
Benedikt Björnsson les þýðingu
Sigurðar Gunnarssonar (17).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
10.45 jslenskar skáldkonur. Unnur
Eiríksdóttir. Umsjón: Margrét
Blöndal og Sigríður Pétursdóttir.
RÚVAK.
11.15 Morguntónleikar Leikin verður
tónlist eftir Scarlatti, Bach og
Hándel.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Inn og út um gluggann
Umsjón: Emil Gunnar Guðmunds-
son.
13.40 Tónleikar
14.00 „Úti í heimi'1, endurminning-
ar dr. Jóns Stefánssonar. Jón Þ.
Þór les (5).
14.30 Islensk tónlist
15.15 Staður og stund - Þórður
Kárason. RÚVAK.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Popphólfið - Bryndis Jóns-
dóttir
17.00 Fréttir á ensku
17.05 Barnautvarpið Stjórnandi:
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir.
17.45 Síðdegisútvarp - Sverrir
Gauti Diego. Tónleikar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynning-
ar. Málræktarþáttur Ólafur Odds-
son flytur.
20.00 Sprotar Þættir af unglingum
fyrr og nú. Umsjón: Símon Jón
Jóhannsson og Þórdis Mósesdótt-
ir.
20.40 Frá sumartónleikum i Skál-
holti 1985 Lars Ulrik Mortensen
og Toke Lund Christiansen leika á
barokkflautu og sembal.
21.30 Ebenezer Henderson á ferð
um ísland sumarið 1814. Fyrsti
þáttur: Á leið til Eyjafjarðar.
Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari
meö honum: Snorri Jónsson.
22.05 Tónleikar
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Þannig var það Þáttur Ólafs
Torfasonar. RÚVAK.
23.20 Tónleikar frá kanadíska út-
varpinu Hljómsveit Þjóðlistasafns-
ins í Ontario leikur.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Mtw
Miðvikudagur
10. júlí
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
andi: Kristján Sigurjónsson.
14:00-15:00 Eftirtvö. Létt dægurlög.
Stjórriandi: Jón Axel Ólafsson.
15:00-16:00 Nú er lag. Urvalslög að
hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar
Salvarsson.
16:00-17:00 Bræðingur Stjórnandi:
Arnar Hákonarson og Eiríkur Ing-
ólfsson.
17:00-18:00 Ur kvennabúrinu
Hljómlist flutt og/eða samin af
konum. Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir
Þriggja mínútna fréttir sagðar
klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og
17:00.
Miðvikudagur
10. júlí
19.25 Aftanstund Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni. Sögu-
hornið - Starrahreiðrið eftir Ið-
unni Steinsdóttur, höfundur flytur.
Kanínan með köflóttu eyrun,
Dæmisögur og Högni Hinriks,
sögumaður Helga Thorberg.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kyrrahafslönd (The New
Pacific) Nýr flokkur - Fyrsti
þáttur. Breskur heimildamynda-
flokkur í átta þáttum. Við Kyrrahaf
eru heimkynni þriðja hluta mann-
kynsins. I löndum þar eru gjörólíkir
kynþættir, tungumál, menning og
atvinnuhættir enda er milli þeirra
mesta úthaf jarðar. I þáttunum er
brugöið upp myndum af ýmsum
sviðum: náttúru, þjóðlífi og stjórn-
málum í sautján Kyrrahafslöndum.
Þar viröist nú framþróun vera einna
örust i heiminum þóttgömul menn-
ingararfleifð sé víðast hvar i heiðri
höfð. Þýðandi og þulur Óskar Ingi-
marsson.
21.35 Dallas Vaktaskipti Bandarisk-
ur framhaldsmyndaflokkur. Þýð-
andi Björn Baldursson.
22.25 Úr safni Sjónvarpsins. Maður
er nefndur Þórarinn Guðmunds-
son, tónskáld. Viðtalsþáttur frá
1973. Pétur Pétursson ræðir við
Þórarin.
23.20 Fréttir í dagskrárlok.