NT - 10.07.1985, Blaðsíða 11

NT - 10.07.1985, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 10. júlí 1985 11 I ágúst 1843. Geymzt hefur ræða, sem þar var haldin, en henni lýkur á þessa lund: „Vér flytjum yður einróma hjartans þakkir fyrir hönd sjálfra okkar og foreldra okkar (á íslandi). Æðri sem lægri munu lengi minnast ferðalaga yðar á ís- landi, í kærleika og með virð- ingu.“ Minningu Ebenezer Hend- ersons var ekki maklegur sómi sýndur fyrr en 1957, að Snæ- björn Jónsson sneri Ferðabók hans á íslenzku og gaf út af frábærri vandvirkni og smekk- vísi. Það sama ár var Hendersons einnig minnzt á skemmtilegan hátt í föðurlandi hans, Skot- landi. Prestur að nafni James H. Glassman hlaut þá doktors- nafnbót við Edinborgarhá- skóla fyrir ritgerð um Ebenez- er Henderson. Tiltölulega stuttur þáttur hennar, en mjög skilmerkilegur, fjallar um starf hans á íslandi. Ferðabók Hendersons frá íslandi mun vera eina sígilda ritið af öllum þeim fjölda bæk- linga og bóka, sem hann var höfundur að. íslenzkir fræðimenn hafa margir vitnað til Ferðabókar hans og minnast hans sjálfs á lofsamlegan hátt. Samtíma frásögur um starf og ferðir Hendersons hér á landi, eru í Árbókum Espólíns og íslenzkum sagnablöðum. Gagnrýni mun hafa bært á sér síðar hjá þeim, sem hvorki þekktu til sögu útgáfunnar né heldur verðmæti hennar. Biblí- an þótti lítil í samanburði við eldri útgáfur. Mönnum hefur heldur ekki verið kunnugt, að þá var ekki óalgengt orðið á meginlandinu, að Biblían væri gefin út í áttblöðungsbroti. Villur voru í henni mýmargar. Henderson hefur verið óhepp- inn með prófarkalesara, hver sem hann nú hefur verið. Meinlegust var stafvilla ein: Harmagrútur Jeremía í stað Harmagráfur. Þannig varð hin helga bók skotspónn íslenzkr- ar meinfyndni. Því hefur hún verið aðgreind frá öðrum út- gáfum íslenzku Biblíunnar með smánarheitinu Grútar- biblía, í stað sjálfsagðs virðing- arheitis, Hendersons-Biblía. Þá 22 mánuði, sem Hender- son dvelur í Kaupmannahöfn (1812-1814) notar hann að öðru leyti dyggilega til undir- búnings undir væntanlega ferð sína til íslands. Hann fær sér kennara í íslenzku en les með honum ensku í þóknunar skyni. Hann les kirkjusögu íslands, Hungurvöku og Orkn- eyingasögu. Til Orkneyja hafði hann farið á námsárum sínum. Hann les Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, en hún kom út á dönsku 1774. Tvær allgóðar ferðabækur frá Islandi voru gefnar út á ensku árið 1811, önnur í London, hin í Edin- borg og voru þær honum því tiltækar. - Hann hafði eins og ævinlega, mörgum störfum að sinna. Hann kom því til vegar, að gefið var út fyrsta Biblíurit- ið, Matteusarguðspjall, á fær- eysku. Hálfum mánuði áður en hann leggur af stað til íslands er gengið frá stofnun Hins danska Biblíufélags. Er viður- kennt, að hann hafi átt frum- kvæði að því. í 8 manna bráða- birgðastjórn eru fyrstir taldir nánir kunningjar og vinir Hendersons, MunterSjálands- biskup og íslendingurinn Grímur Thorkelin. Hann gengur frá þýðingu og útgáfu Biblíukjarna og tveggja smárita á íslenzku, sem hann svo dreifði á ferðalögum sínum um landið, eins og sæði í akur. Brezka Smáritafélagið (RTS) kostaði útgáfuna. - (Hér vil ég leyfa mér að skjóta því að, að 116 árum síðar voru gefnir út í Kína á kostnað þess félags 30 af Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, sem ágætur mað- ur þýddi fyrir mig á kínversku 1929). Loks fær Henderson Gyð- ing einn frá Marocco til þess að lesa með sér arabísku annan hvorn dag og býr sig undir að hafa meðferðis til íslands Bibl- íuna á arabísku, „til þess,“ eins og honum sjálfum segist frá, „að fullkomna mig í því máli á löngum vetrarkvöldum á íslandi.“ Hann gerir þannig ráð fyrir langri viðstöðu. Til Reykjavíkur kom Hend- erson 15. júlí 1814, eftir rúm- lega mánaðar siglingu frá Kaupmannahöfn. Hann notaði fyrstu dagana til að kynna sig og erindi sitt forustumönnum kirkju og þjóðmála. Fyrsta sunnudaginn sótti hann messu í dómkirkjunni, en þá stóð svo á að Geir biskup Vídalín setti þar í embætti síra Árna Helga- son, síðar ritara Hins ísl. Bibl- íufélags. Nýja testamenti höfðu verið send og síðar einnig Biblíur til að minnsta kosti 7 hafnarstaða á íslandi, þá sjaldan að góðar skipsferðir gáfust þangað á stríðsárunum, frá Kaup- mannahöfn. Henderson skrifar brezka Biblíufélaginu: „Ég mun á ferðalögum mínum heimsækja þessa staði og gera ráðstafanir til dreifingar bókanna í ná- grenni þeirra. Einnig mun ég kynna mér þarfir fólksins og skilja eftir fáein eintök hér og þar af því litla, sem ég get haft meðferðis og jafnframt láta berast fréttir um þær bóka- birgðir, sem eru komnar til landsins og taka á móti pöntun- um til afgreiðslu með haustinu. Bækurnar verða seldar hér í Reykjavík í verzlunum og auglýsingaspjöld sett upp á áberandi stöðum. Prestum úti um land verður falið að til- kynna komu bókanna úr ræðustóli og gefa upplýsingar um skilyrði fyrir að fá þær vægu verði eða gefins.“ Eftir tíu daga dvöl í Reykja- vík, 26. júlí, leggur Henderson upp í sitt fyrsta og lengsta ferðalag um íandið: Til Þing- valla og þaðan til Eyjafjarðar. Þaðan fer hann kringum land austanvert og um Suðurland til Reykjavíkur. Þangað kom hann 20. sept. „Ég hef ferðast 1200 mílur“ - nálega 2000 km, skrifar hann - „riðið 60 ár óbrúaðar, oftast sofið í tjaldi mínu, en allstaðar verið tekið sem engli sendum frá himni.“ Um þetta ferðalag skrifar hann 215 blaðsíður þéttprent- aðar, í Ferðabók. Hann hefur vetursetu í Reykjavík. Hann leggur allt út á bezta veg í bókinni og talar vel um alla. En um Reykjavík segir hann þó: „Reykjavík er án efa versti staðurinn á íslandi til þess að dvelja á að vetrar- lagi.“ Með vorinu, eða 15. maí 1815, heldur hann aftur af stað og þá vestur á bóginn, til Borgarfjarðar og Mýrarsýslu, Hnappadals- og Snæfellsnes- sýslu og miðar við að vera kominn aftur til Reykjavíkur þegar Synodus hefst þar, í byrjun júlí. „Eitt megintakmark mitt með að fara til íslands og með ferðum mínum út um landið var það,“ skrifar hann, hér í þýðingu Sn. J., „að koma þar- lendum mönnum í skilning á því, hve mikilsvert það væri að mynda Biblíufélag í landinu. Skyldi það vera hlutverk fé- lagsins að sjá þjóðinni sífelld- lega fyrir heilagri ritningu á tungu Iandsins. Mér var það ánægja hve tillagan fékk góðar undirtektir...“ Fáir síðari tíma menn hafa farið meiri viðurkenningarorð- um um Henderson og Ferða- bók hans en Páll Eggert Óla- son, í sínu mikla riti um Jón Sigurðsson. Páll segir á einum stað þetta: „Ferðabók hans vakti óvenju mikla athygli hjá Dönum; komu höfuðþættir þess rits út í tveim eða þrem dönskum tímaritum merkum samtímis og skömmu síðar allt ritið á þýzku... Henderson hafði (þannig) eigi lítil áhrif á danska stjórnmálamenn um landsstjórnarháttu fslending- um í hag.“ Um höfundinn segir Páll að hann hafi verið „einn hinn sanngjamasti og skilningsbezti, er samið hefur og birt lýsing ferða sinna á fslandi." Ebenezer Henderson og Hið íslenzka Biblíufélag er kapituli út af fyrir sig. Stofnun þess var, sagt með hans eigin orðum: „Eitt megintakmark mitt með að fara til íslands og með ferðum mínum út um landið“, Hann var allt sitt líf trúr því heilaga köllunarverki, er hann ungur vígðist til. Hann taldi sjálfur það eitt sér til hróss - þrátt fýrir margvíslega yfirburði - að honum var gefið að vera þjónn fagnaðarerindis Heilagrar Ritningar um Jesú Krist. ■ Ebenezer Henderson. __________■Virmiri Jóna Sigríður Sveins- dóttir, Seyðisfirði Fædd 23. mars 1952 Dáin 2. júlí 1985 Sem móðir hún býr í barnsins mynd. það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins lind. þó lokið sé hennar verki. Og víkja skal hel við garðsins grind því guð vor, hann er sá sterki E.Ben. Kæra frænka. Aðeins fáein orð í hinsta sinn. Hverju okkar á ættarmóti á Hallormsstað 29. júní sl. hefði getað komið til hugar að þú ættir aðeins tvo daga eftir á meðal okkar? En maðurinn með Ijáinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Jóna var alin upp líkt og önnur börn í sjávarplássi, og í faðmi ástríkrar fjölskyldu. Það besta sem hún hlaut í uppeldinu var það traust sent henni var sýnt, enda hefur það orðið henni gott veganesti síðar. 14. júlí 1973 var vafalaust stærsti dagur í lífi Jónu. Þá fæddist henni dóttirin Eva Björk, sem hefur verið sólargeislinn í lífi hennar og stærsti tilgangur. Ljúft hefur verið að fylgjast með uppvexti Evu og hversu náið samband var á milli mæðgnanna. Jóna lagði metnað sinn í að gefa dóttur sinni öruggt og fallegt heimili og tókst það með eindæmum vel. En hún gleymdi ekki barnssálinni. Það sjáum við og finnum í Evu Björk. Þrátt fyrir allt stendur hún ekki ein eftir. Þessi litla fjölskylda stendur saman nú sem áður. Hulda og Óli halda áfram hlutverki Jónu og amma Stefanía mun áfram leggja sitt af mörkum. Elsku Eva Björk, Stebba, Hulda, Óli og Stefán Sveinn, megi guð styrkja ykkur í sorg við sviplegt fráfall ágætis mann- eskju. í guðs friði, Ólöf og Anna Konur álykta um fisk- vinnslu, landbúnað o.fl. Ályktun um stöðu kvenna í fiskvinnslu ■ Kvennalistinn í Vestur- landskjördæmi sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Ráðstefna Kvennalistans á Vesturlandi haldin að Varma- landi í Borgarfirði 22. og 23. júní 1985 ályktar: Kvennalistinn fagnar því að nefnd verði skipuð til aö leita leiða til að gera störf í fisk- vinnslu eftirsóknarverð og bæta hag fiskvinnslufólks. I því skyni vill Kvennalistinn leggjaáherslu á að það afkastahvetjandi launakerfi sem nú er í gildi verði lagt niður í núverandi mynd, án þess þó að launakjör fiskvinnslufólks skerðist. Reynslan hefur sýnt að slíkt launakerfi hefur í för með sér óhóflegt vinnuálag og þjónar frekar hagsmunum atvinnurek- enda en launafólks. Einnig þarf að leita leiða til að auka atvinnuöryggi og fjöl- breytni í fiskvinnslu t.d. með því að fullnýta sjávarafiann og breyta honum í gómsæta gæða- vöru. Óverjandi er að uppsagn- arfrestur fyrirtækja sé aðeins ein vika á meðan fiskvinnslufólk þarf að segja upp störfum sínum með mánaðar fyrirvara. Því leggur Kvennalistinn til að uppsagnarfrestur af hálfu beggja verði gerðursambærileg- ur við aðrar atvinnugreinar. Kvennalistinn skorar á verka- lýðsforustuna að efla stéttarvit- und fiskvinnslufólks með öllum ráðum svo sem að fjölga veru- lega vinnustaðafundum, þar sem fiskvinnslufólki verði gert kleiftað ræða kaup sitt og kjör. Jafnframt þarf að auka áhrif fiskvinnslufólks á stjórnun og fyrirkomulag fiskvinnslustöðv- anna. Kvennalistinn hvetur konur í fiskvinnslu til að taka virkan þátt í starfi stéttarfélaga sinna og vinna markvisst að því að bæta launakjör sín. Ályktun um landbúnaðarmál Ráðstefna Kvennalistans í Vesturlandskjördæmi hvetur konur í landbúnaði til að standa vörð um hagsmuni sína ogstétt. íslenskur landbúnaður stend- urnúátímamótum. Kjör bænda hafa hríðversnað og Ijóst er að á næstunni verður veruleg stefnubreyting að eiga sér stað. Framleiðsla í landbúnaði er of mikil, allt of lítil áhersla er lögð á gæði framleiðslunnar og ot lítið er gert að því að nýta þá möguleika sem fyrir eru á lands- byggðinni. Landbúnaðurinn stendur undir mikilli yfirbygg- ingu sem greinilega á sinn þátt í versnandi stöðu bændastéttar- innar. Kormr í bændastétt verða nú að láta málin til sín taka. framtíð landbúnaðarins er líka framtíð kvenna. Kvennalistinn skorar á konur í bændastétt að gerast virkar i búnaðarfélögum og stéttar- sambandi bænda og leggja þar með sitt af mörkum til þess að íslendingar geti áfram brauð- fætt sig með sóma. Ályktun um skólamál í dreifbýli Ráðstefna Kvennalistans í Vesturlandskjördæmi gerir ský- lausa kröfu um að ákvæðum grunnskólalaganna frá 1974 um útibú frá aðalskólum fyrir yngstu börnin verði framfylgt nú þegar. Yrðu slík útibú stað- sett í þeirri nálægð við heimili barnanna að unnt yrði að koma við heimanakstri á hverjum degi og þannig losa yngstu börnin undan því álagi sem fylgir fjar- veru frá heimili sínu og dvöl á heimavist. Víðast standa félags- heimili ónotuð og mætti nýta þau sem kennsluhúsnæði, en kennslugagnamiðstöðvar væru í aðalskólanum. Þegarþessi laga- grein verður komin til fram- kvæmda verður skerðing á skólagöngu barna í yngstu bekkjardeildunum ekki lengur vandamál í drcifbýli og aðstaða þeirra til nánis stórbætt. Þar sem 9. bekkur grunnskóla verður gerður að skólaskyldu á hausti komanda, er það algjört réttlætismál að 9. bekkur veröi starfræktur við alla grunnskóla. Brýna nauðsyn ber til aö komið verði á cinhvers konar námskeiðahaldi fyrir foreldra til að auðvelda þeim leiðspgn við heimanám barna sinna, sér- staklega með kennslu yngri barna í huga. Kvennalistinn skorar á alla sem um þessi mál fjalla og bera hag ungra og uppvaxandi ís- lendinga sér fyrir brjósti að stuðla að því að ofangreindum réttlætismálum verði framfylgt og komið í viðundandi horf nú á Ári æskunnar. Ályktun um aðstöðu til framhaldsnáms Ráðstefna Kvennalistans í Vesturlandskjördæmi telur að í kjördæminu sé mikill munur á aðstöðu unglinga til framhalds- náms eftir að 9. bekk grunn- skóla lýkur í heimahéraði. Sækja þarf menntun að miklu leyti út fyrir kjördæmið og þá að mestu til Reykjavíkur. Kvennalistinn í Vesturlands- kjördæmi beinir því til allra sýslunefnda í kjördæminu að þær hver fyrir sig hlutist til um að keyptar verði eða leigðar íbúðir í Reykjavík sem náms- fólk sýslunnar fái til afnota og geti þar með átti tryggan sama- stað á meðan á námi stendur. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar- dag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.