NT - 10.07.1985, Blaðsíða 19

NT - 10.07.1985, Blaðsíða 19
Indverjar í vanda vegna metuppskeru Palwal-Reutcr: ■ Mikil og ríkuleg hveitiupp- skera veldur nú Indverjum óvenjulegum vanda. Þeir hafa ekki nægjanlegt geymslurými fyrir allt kornið sem nú hleðst upp og óttast að það muni eyðileggjast þegar monsúnrign- ingarnar hefjast eftir nokkra daga. Bændur og kaupmenn á Norður-Indlandi keppast nú við að ganga þannig frá hveitinu að það eyðileggist ekki þegar gáttir himinsins opnast. Allar korn- skemmur lndverja voru þegar fullar vegna góðrar uppskeru undanfarin tvö ár og erfiðlega gengur að finna erlenda kaup- endur að korninu vegna þess hvað verðið er hátt þrátt fyrir mikið framboð. Að sögn indverskra stjórn- valda var heildarkornuppskera landsmanna rúmlega 300 mill- jónir tonna á tveim árum frá því í júní 1983 þar til í seinasta mánuði. Indverjar gerðu 500.000 tonna kornsölusamning við Sovétmenn fyrr á þessu ári en Sovétmenn hafa kvartað yfir gæðum kornsins sem þeim hefur verið sent samkvæmt þessum samningi. Indversk stjórnvöld hafa keypt korn af bændum fyrir ákveðið lágmarksverð til sölu síðar þegar kornuppskeran bregst en ríkið getur nú ekki tekið við meira korni og um fimm milljónum tonna af hveiti er staflað í poka undir berum himni. Bændur og kaupmenn reyna að búa sig undir regntíma- bilið með því að breiða plast yfir kornhlaðana en hætt er við því að mikið af korninu skemm- ist á næstu vikum og mánuðum. ■ Margir Pekingbúar kjósa nú fremur að ferðast með strætisvögnum en að hjóla vegna þess hvað hjólreiðamenn verða oft fyrir slysum. En vagnarnir eru alltaf troðfullir og strætisvagnafargjöld tiltölulega dýr þannig að þorri fólks neyðist samt til að hjóla og stefna þannig lífi og limum í hættu. Pckins 1984 - N|-m-vnd: RB Pekingbúar skelfast vegna umferðarslysa - 64 létust í seinasta mánuði Peking-Reuter: ■ Pekingbúar hafa nú miklar áhyggjur af því hvað slysatíðni í umferðinni í borginni er orðin mikil. Stjórnvöld hafa nú hafið mikla herferð fyrir því að bæta umferðarmenninguna. Þau hafa meira að segja dregið ökumenn- ina, sem ollu slysunum, fyrir fjöldafundi þar sem þessir manndrápsmenn eru gagnrýnd- ir. Þótt einkabílar séu varla til í Peking, er umferð vörubíla, leigubíla, strætisvagna og fyrir- tækjabíla orðin mjög mikil. Að sögn lögregluyfirvalda brjóta margir ökumenn umferðarregl- urnar þegar þeim sýnist og ölv- un við akstur er algeng. Flest- ir borgarbúa nota ennþá reið- hjól og það eru aðallega hjól- reiöamenn sem verða fyrir slys- unum þegar ökumenn vélknú- inna farartækja þjóta skyndilega í veg fyrir þá. Á seinasta mánuði einum saman létust samtals 64 í um- ferðinni í Peking. í flestum tilvikum var hægt að rckja dauðaslysin til umferðarbrota eða ölvunar ökumanna. Pekingdagblaðið skýrði frá því að síðastliðinn laugardag voru tveir ökumenn, leigubíl- stjóri og vörubílstjóri, leddir fyrir 1.500 manna fjöldafund starfsfélaga sinna. Báðir mennirnir báru ábyrgð á dauða- slysum í umferðinni og tóku fundarmenn þátt í fordæmingu á glæpsamlegum akstri þeirra. Mjög ströng viðurlög eru við ölvunarakstri og umferðarbrot- um sem valda dauðaslysi í Kína. Braskararnir sitja við kjötkatlana í Póllandi Varsjá-Reuter: ■ Pólska dagblaðið Try- buna Ludu heldur því fram að allt að því helmingur af öllu kjöti, sem framleitt er í Póllandi, lendi beint á svartamarkaðinum og komi aldrei inn í kjötdreifingar- kerfi ríkisins. Pólverjar hafa all tíð verið miklar kjötætur. Þeim þykir engin máltíð góð nema kjöt sé í henni. En ríkisskammt- urinn af kjöti er aðeins 2,5 kíló á mann á mánuði. Trybuna Ludu heldur því fram að bændur fari framhjá ríkissölukerfinu og selji kjöt beint til svartamarkaðs- braskara sem komi því síðan til neytenda. Blaðið ásakar kjötiðnaðarmenn fyrir að nota lélegt og feitt kjöt í pylsur og selja vatnsósa skinku. Það segir að kjöt- iðnaðarmennirnir taki sjálfir bestu kjötbitana. í Trybuna Ludu er lagt til að bændum verði í tilrauna- skyni leyft að selja kjöt sitt beint til neytenda á frjálsum kjötmörkuðum. Þannig verði bundinn endi á svarta- markaðsbraskið með kjöt- vörur. Miðvikudagur 10. júlí 1985 19 Stjórnvöld á Jamaica: Spara með fjölda- uppsögnum kennara Kingston-Reuter: ■ Stjórnvöld á Jamaica hafa ákveðið að segja upp mörg hundruð kennurum og 700 öðrum starfsmönnum skóla til að spara. Sparnaðar- áformin eru byggð á sam- komulagi stjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Uppsagnirnar bitna fyrst og fremst á þeim kennurum sem eru komnir á eftirlauna- aldur en hafa haldið áfram að kenna. Öllum lausráðnum stundakennurum verður ennfremur sagt upp og tveir kennaraskólar verða lagðir niður. Kennarasamband Jamaica hefur mótmælt ákvörðun stjórnarinnar sem forystu- menn sambandsins segja bera vott um ótrúlega skammsýni. Kennara- sambandið studdi tveggja daga allsherjarverkfall, sem verkalýðsfélög í þessu 2,4 milljón manna eyríki boðuðu til í seinustu viku til að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar og niður- skurði. Landbúnaðarráðuneyti Jamaica sagði næstum ellefu hundruðu starfsmönnum upp í seinasta mánuði. Upp- sagnir ráðuneytisins voru einnig liður í sparnarráð- stöfunum stjórnarinnar. Brasilía: Lágt olíuverð ógnar áfengisframleiðslu Brasilia-Reuter ■ Lágt olíuverð virðist ógna framtíð áfengiseldsneytisins sem knýr flesta nýja bíla í Brasilíu. Alþjóðabankinn vill ekki lána Brasilíumönnum til að auka enn frekar framleiðslu á áfengiseldsneytinu á næstu árum. Þess í stað vill bankinn að Brasilíumenn auki aftur notkun sína á gamaldags bensíni. Brasilíumenn hófu fram- leiðslu á iðnaðaráfengi til elds- neytisnotkunar fyrir bíla vegna hás heimsmarkaðsverðs á olíu fyrir nokkrum árum. í fyrstu voru bílaeigendur tregir til að kaupa bíla sem gengju fyrir vínanda vegna þess að vélar þeirra þóttu ekki endast eins vel og bensínbíla auk þess sem oft var erfitt að koma þeint í gang. En bílaframleiðendum tókst að vinna bug á þessum vandamál- um og í september 1983 seldu þeir milljónasta vínandabílinn. Nú ganga um 91% allra nýrra bíla, sent eru seldir í Brasilíu, fyrir áfengi, fimm prósent ganga fyrir gasohol sem er bensín með um 23% vínanda blandað sam- an við. Ársframleiðslan af vín- andabílum er orðin meira en hálf milljón. Með aukinni notkun vínanda- bíla og aukinni innanlandsfram- leiðslu á olíu hefur Brasil1 íumönnum tekist að draga mjög úr olíuinnflutningi sínum. Olíu- innflutningurinn kostaði þá um 10 milljarða dollara árið 1980 en á seinasta ári nam hann ekki nema um 6,9 milljónum dollara. Haldist hlutfall vínandabíl- anna í sölu nýrra bíla má búast við því að þörfin fyrir áfengis- eldsneyti tvöfaldist á næstu fimm árum og verði orðin 18,6 milljarðar lítra árið 1990. Brasil- íumenn áætla að þeir þurfi að fjárfesta um 930 milljónir doll- ara í nýjum bruggverksmiðjum til að anna þessari auknu eftir- spurn. Þeir leituðu m.a. til Al- þjóðabankans fyrir skömmu og báðu hann um 325 milljón doll- ara lán til fimmtán ára til að standa undir hluta kostnaðarins við þessu auknu vínandafram- leiðslu. En Alþjóðabankinn er tregur til að lána Brasilíumönnum þessa peninga þar sem bankinn telur að lágt olíuverð í heimin- um um þessar mundir réttlæti ekki ntiklar fjárfestingar í fram- leiðslu áfengiseldsneytis. í skýrslu sent bankinn lét gera er því haldið fram að Brasil- íumenn verði að fjárfesta 8,5 milljarða dollara í áfengisfram- leiðslunni nema hlutfall vín- andabílanna minnki. Alþjóðabankinn ieggur til að Brasilíumcnn hækki verðið á áfengiseldsneytinu upp í 75% af verði gasohols. Bankinn leggur ennfremur til að skattaívilnanir sem gera vfnandabílana ódýrari en aðra bíla verði minnkaðar. Bankinn telur að hæfilegt gæti verið ef Brasilíumönnum tækist að minnka hlutfall vínandabíl- anna af nýseldum bílum niður í um 50 prósent. Ófært sé fyrir brasilíska ríkið að greiða með framleiðslu áfengiseldsneytisins á sama tíma og hægt sé að fá tiltölulega ódýra olíu. Hvort sem Brasilíumenn fylgja þessum leiðbeiningum Alþjóðabankans eða ekki er ljóst að vínandabílarnir hverfa ekki af götum Brasilíu. Kínverjar kaupa te ■ Kínverjar komu tekaup- mönnum á Sri Lanka verulega á óvart í júní mánuði með því að kaupa þrjár milljónir kílóa af svörtu tei á teuppboðum í Col- ombo. Kínverjar eru sjálfir ein mesta teræktarþjóð veraldar og var almennt ekki talið að þeir þyrftu að kaupa te frá öðrum ríkjum. Líklega munu Kínverj- ar samt ekki drekka þetta te sjálfir heldur endurselja það til annarra ríkja til að standa við tesöluskuldbindingar sínar. Kínverjar drekka aðallega grænt te en að undanförnu hefur neysla þeirra á svörtu tei aukist töluvert. Teræktun er tímafrek iðja og það er ómögulegt að auka teframleiðslu nema á til- tölulega löngum tíma þar sem telaufið kemur af runnum sem tekur nokkur ár að rækta upp í fulla stærð. Kínverjar keyptu teið fyrir milligöngu nokkurra teútflutn- ingsfyrirtækja í Colombo og var tekaupum þeirra haldið leyni- legum þar til þeim lauk. Þrátt fyrir það varð aukin eftirspurn eftir tei til þess að verðið hækk- aði um 66%.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.