NT - 10.07.1985, Blaðsíða 24

NT - 10.07.1985, Blaðsíða 24
 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 — --i—|-m--|-------————.-—i-i------i ________________________ ■ Þær voru á alveg splunku- nýjum hjóium - „eða svo til“ stöllurnar Svava og Lilja Ginars- dætur. stærsti hluti hjólreiðafólksins í Reykjavík. Blaðamaður NT hitti því systkinin Henrý og Kamelu að máli á sólskinsrík- um sumardegi fyrir skömmu - svo ekki sé minnst á nokkra fullorðna hjólrciðamenn sem lýstu skoðun sinni á aðbúnaði hjólreiðamanna í borginni. Henrý 13 ára gamall og Kam- ela fjögurra ára hafa aldrei dott- ið og meitt sig á hjólum. Henrý á reyndar ekkert hjól en Kamela á hjól sem hún nennir aldrei að hjóla á, þess vegna teymir Henrý bróðir hennar hana oftast bara um og þá þarf hún ekki að hjóla. illa fyrir hjólreiðar. Aðstaðan er reyndar ekkert mjög góð því þegar vinstri meirihlutinn var við völd í borginni var ekkert gert í málinu eins og til dæmis að jafna gangstéttarkanta. Eftir að Davíð komst að var í upphafi dálítið gert í málinu en svo er eins og það hafi dottið niður.“ Jón Rúnar hefur hjólað í vinnu og úr á næstum hverjum degi sl. þrjú ár og vel það. Hann átti heima í Breiðholtinu og hjólaði alltaf þaðan niður í miðbæ. Það tók um hálftíma en eftir að hann flutti í Kópavoginn tekur það hann bara korter að hjóla í vinnuna. Og þetta gerir hann bæði sumar og vetur. „Ég nota sérstakt keppnishjól í þess- ar hjólreiðar á sumrin,“ segir Jón Rúnar. „En á veturna nota ég gamalt þriggja gíra hjól sem er útbúið öllum þeim græjum sem til þarf.“ Jón Rúnar er þeirrar skoðun- ar að það gæti verið umtalsverð- ur tímasparnaður fyrir alla íbúa Reykjavíkur vestan Ell- iðaár að hjóla í vinnuna. Hann telur að það taki engan þeirra sem búa á þessu svæði in.nan við 10 mínútur að fara í vinnuna, þegar það taki þetta fólk líkleg- ast bara um 15 mínútur að hjóla sömu leið. Svava og Lilja Einarsdætur hjóla mjög mikið þó svo þær kunni báðar á bíl. Þeim finnst bara vera óþarfi að flækjast um allt á fjórum hjólunr í stað tveggja auk þess sem það sé þægilegra. Stöllurnar eru þeirrar skoðunar að það sé hörmulegur aðbúnaður fyrir hjólreiðafólk í Reykjavík. Það sé hvergi gert ráð fyrir að fólk ferðist um á hjóli og ef til vill taka þær undir þau orð Jóns Rúnars þegar hann sagði: „Sá vægir sem vitið hefur meira,“ og átti þar við að hjólreiðamenn vægi í umferð- inni. Lausamaðurinn og bók- menntafræðingurinn Örn Ólafs- son hjólar sömuleiðis mjög mikið. Reyndar fer hann aílra sinna ferða á hjóli því hann kann ekki á bíl. Þetta hefur hann gert sl. 15 ár eða meira og hefur aldrei notað öryggishjálm allan þann tíma. ■ Henrý teymir litlu systur sína Kamelu um á hjólinu því hún nennir ekki sjálf að hjóla. ■ í Reykjavík er ekki mikið um hjólreiðafólk - flestir borg- arbúar taka strætó eða eru á eigin bíl ef þeir þurfa að komast leiðar sinnar. Þrátt fyrir þetta er talsvert umaðþað verði slysá hjól- andi fólki, flest einungis smá- vægileg og þá er oftast um börn aö ræða. Börnin eru nefnilega Þau Henrý og Kamela eru hvorugt í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur enda ekki nema von, það eru bara 15 manns í félaginu. Það hefur nú starfað í tvö ár, þó starfsemin hafi legið niðri undanfarið. „Það er svo lítill áhugi á hjólreiðum,“ segir Jónas Sverrisson hjólreiðamað- ur og nemi, sem er í félaginu. Jónas teiur að það sé mjög lélegur aðbúnaður fyrir hjól- reiðamenn í Reykjavík. Göt- urnar séu mjög slæmar þegar þær koma undan snjónum og það sé lítið tillit tekið til hjól- reiðamanna í umferðinni. Jónas og félagar hans í hjól- reiðafélaginu æfa mikið hjól- reiðar. Jónas fer þá til dæmis í einnar til tveggja klukkustunda hjólreiðaferðir sem um leið eru æfingar fyrir hann. Á þessum æfingum er hann gjarnan með hjálm og þvíumlíkan öryggis- búnað fyrir hjólreiðamenn. Hins vegar er Friðrik Gunn- arsson lögreglumaður í rann- sóknadeild löggunnar þeirrar skoðunar að hjólreiðamenn noti lítið þann öryggisbúnað sem hægt er að fá í borginni. „Þetta nánast þekkist ekki,“ segir Friðrik og bætir við að það sé slæmt hvernig margir hjól- reiðamenn hagi sér í umferðinni en erfitt sé fyrir lögregluna að hafa eftirlit með því. Aðbúnað fyrir hjólreiðamenn í borginni segir Friðrik vera hörmulegan. „Það er lítið af stígum fyrir þá nema kannski í nýju hverfunum.“ Þetta segir Jón Rúnar Sveins- son félagsfræðingur vera algjöra dellu. „Reykjavík hentarekkert ■ Félagsfræðingurinn á leið í eða úr vinnu á kapprciðahjól- inu sínu sem hann notar aðeins 3 sumrin. NT-mynd: Ámi Bjama

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.