NT - 10.07.1985, Blaðsíða 6

NT - 10.07.1985, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 10. júlí 1985 6 Sagnir. Tímarit um söguleg efni. 6. árgangur 1985. ■ Petta er sjötta hefti af tímariti sagnfræðinema við Há- skóla íslands. Og víst er for- vitnilegt að fylgjast með því hvað hið unga fólk leggur til mála. Þessi árgangur er helgaður tveimur aðalverkefnum. Ann- ars vegar er mannlíf í Reykja- vík á þessari öld en hins vegar líf og starf Jóns Sigurðssonar forseta. Alþýðufólk í Reykjavík Sigurður G. Magnússon skrifar um Vesturgötu 30, lítið íbúðarhús í Reykjavík. Hann rekur sögu hjóna sem settust þar að í byrjun aldarinnar og fjölskyldu þeirra. Þetta er lát- laus en greinileg frásögn um reykvískt mannlíf. Birtur er uppdráttur af her- bergjaskipun í húsinu en mæli- kvarði fylgirenginn. Mérsýnd- ist fljótt á litið að væri hjóna- rúmið 1 metri á breidd og 2 á lengd væri gólfrými alls rúm- lega 30 fermetrar en í greinar- lok segir að heimilið væri „rétt 50 m2 að stærð“. Hrefna Róbertsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir segja frá Bjarnaborg. Má segja hið sama um þá frásögn og liina fyrri að þar er gerð grein fyrir horfnu mannlífi og fjarlægu. Hér er einkum sagt frá einni fjölskyldu en þó er rætt um sambýlið í þessu mikla fjölbýl- ishúsi þar sem eitt sinn voru 168 manns. Það er nokkuð losaralegt þegar rætt er um vinnu hús- móðurinnar: „Hálfsmánaðar- lcga fékk hún vinnu við að hreinsa dönsku skipin sem komu hingað til Iands. Það var mikil og erfið vinna en vel borguð“. Hver voru þessi dönsku skip? Og hver var hreinsunin? Sennilega skip Sameinaða gufuskipafélagsins sem voru í áætlunarferðum hingað, Botn- ía og Island og síðar Dronning Alexandrine. Hreinsunin hef- ur þá líklega verið ræsting eða hreingerning sem ekki hefur tilheyrt starfi jómfrúnna um borð. Þetta mætti veraskýrara. Deilur um samvinnu- félögin Helgi Hannesson skrifar um Félagshyggju og frelsisást, grein um deilur á samvinnu- hreyfinguna og við hana. Rifj- ar hann upp ýmislegt úr Versl- unarólagi Björns Kristjánsson- ar og ádeilum Björns Líndals og ræðir um Samvinnulögin 1921. Og auðvitað gerir hann grein fyrir svörum samvinnu- manna. Hér er sagan sögð með bcin- um tilvitnunum svo að ekkert fer milli mála. Þó kann að læðast að manni sá grunur að höfundur hafi naumast til- einkað sér kjarna þessarar sögu. Framhjá því er gengið að kaupfélögum hafi verið gert að greiða tekjuskatt af endur- greiðslu til félagsmanna. Það var regla þeirra ef fram kom við áramótauppgjör að fé hafði safnast við vörusölu að endur- greiða félagsmönnum hluta þess í hlutfalli við vörukaiip hvers og eins. Þetta sögðu samvinnumenn að væri hlið- stætt við afslátt sem kaupmenn gæfu viðskiptavinum enda þótt þetta fé væri í sjóði kaupfélags- ins hluta ársins. Einn þáttur samvinnumanna í þessari bar- áttu var sá að á aðalfundi SÍS 1920 var kosin þriggja manna nefnd í málið. Hana skipuðu þeir Ólafur Briem á Alfgeirs- völlumÞórólfur Sigurðsson í Baldursheimi og Jónas Jóns- son frá Hriflu. Þessir menn sömdu frumvarp að Samvinnu- lögum en áður fór Jónas Jóns- son utan til að kynna sér til hlítar skattamál sanivinnufé- laga erlendis. Frumvarp til samvinnulaga mun hafa fengið nánari athug- un áöur en það var lagt fram í þinginu. Pétur JónssonáGaut- löndum var þá atvinnumála- ráðherra og hann sagði að sennilega hefði það orðið stjórnarfrumvarp ef tími og ástæður hefðu leyft að stjórnin athugaði það sameiginlega. Frumvarpið var lagt fram í efri deild og flutningsmenn voru Sigurjón Friðjónsson, Einar Árnason og Hjörtur Snorra- son. Sigurjón var heimastjórn- armaður og sat á þingi fyrir Hannes Hafstein, fyrsta lands- kjörinn þingmann. Einar Árnason var Framsóknarmað- ur. Hjörtur Snorrason var landskjörinn af lista Sjálfstæðis- manna þversum. Frumvarp til samvinnulaga mun hafa fengið nánari athugun áður en það var lagt fram í þinginu. Pétur Jónsson á Gautlöndum var þá atvinnumálaráðherra og hann sagði að sennilega hefði það orðið stjórnarfrumvarp ef tími og ástæður hefðu leyft að stjórnin athugaði það sameig- inlega. Frumvarpið var lagt fram í efri deild og flutnings- menn voru Sigurjón Firðjóns- son, Einar Árnason og Hjörtur Snorrason. Sigurjón var heim- astjórnarmaður og sat á þingi fyrir Hannes Hafstein, fyrsta landskjörin þingmann. Éinar Árnason var Framsóknarmað- ur. Hjörtur Snorrason var landskjörinn af lista Sjáflstæðismanna þversum. Sigurjón Friðjónsson mælti fyrir frumvarpinu og var einnig framsögumaður er málið kom frá nefnd en með honum í nefndinni voru Sigurður Egg- erz og Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti sem skrifaði undir með fyrirvara þar sem hann vildi hafa óbundnar hendur um breytingartillögur ef fram kæmu um gjöld til sveitarfé- laga. Það er síst að undra þó að Helga finnist umhugsunarvert hve friðsamleg og hávaðalaus afgreiðsla Samvinnulaganna varð á Alþingi eins og deilur um samvinnumálin voru harð- snúnar. Skýringin er sú að þing- mönnum flestum hefur dugað að lesa athugasemdir þær sem frumvarpinu fylgdu. Þær byrj- uðu með þessum orðum: „Samkvæmt áliti yfirdóms- ins í máli nr. 51 árið 1916, bæjarstjórn Reykjavíkur gegn Sláturfélagi Suðurlands, þekk- ir íslensk lögggjöf ekki hugtak- ið samvinnufélag. Samt hafa þessi félög starfað hér á landi hér um bil 40 ár, eru til í hverju einasta kjördæmi landsins og mörg í sumum. Meira en helm- ingur allra íslendinga er á einn eða annan hátt starfandi í sam- vinnufélögum." Síðan er í athugasemdum rætt um sérstöðu samvinnufé- laga. Það er svo vel gert að umræður urðu óþarfar að mestu. Umræðan um skattafríðindi eða skattfelsi samvinnufélaga er með furðulegri þáttum þjóðmálaumræðunnar. Alltaf öðru hvoru eru menn að endurtaka þetta og þar á meðal fólk sem ætla mætti að vissi hvað það væri að segja. Þar má finna ungan stjórnmálafræðing og gamlan bankastjóra og hag- fræðing en þegar þessar mann- eskjur eru beðnar að segja í hverju þessi skattfríðindi liggi er þagað þunnu hljóði. Þá er farið að hugsa og þá finnur þetta fólk að það hefur heimsk- ast til að hlaupa með fleipur sem það hafði gleypt við. Þá velur það þann kostinn að þegja. Það ætti að vera auðskil- ið af hverju menn þagna þegar þeir eru beðnir að sanna fyrri fullyrðingar. 1920 var ótakmörkuð sam- ábyrgð í samvinnufélögunum. Verslun þurfti lánsfé og eitt- hvað varð að vera til trygging- ar. Þá voru ádeilurnar þær að menn væru ginntir til að hætta eignum sínum vegna verslun- arrekturs sem þeir bæru lítið skynbragð á. Nú eru ádeilurnar þær að samvinnufélögin séu alltof voldug og rík, þar ríki fá- mennisstjórn og gleymdar séu hugsjónir upphafsmannanna fyrir 100 árum. Hins vegar fást engin svör við því hverjar hinar týndu hugsjónir séu. Sann- gjörn verslun, vöruvöndun og leit að besta markaði er tak- markið og viðfangsefnið nú eins og fyrir hundrað árum. Hvað er sósíal-demo- krat? Ólafur Ásgeirsson skrifar grein um Jón Baldvinsson og nefnir hana Alþýðuleiðtogi og afturhald. Hann segirm.a. um Jón. „En jafnaðarmaður (sósí- al-demokrat) var hann ekki.“ Það er sennilega næsta óljóst fyrir ýmsum hvað það sé að vera sósíal-demókrat. Ekki verður fyllilega ljóst af þessari grein hvers vegna Jón Bald- vinsson nær ekki því nafni. Þó skilst mér að það byggist helst á því að hann vildi vinna með Framsóknarflokknum og gera fólki lífvænt í sveitum heldur en að vinna með íhaldinu, „styðja borgaraöflin til at- vinnuuppbyggingar í þéttbýl- inu.“ „Síðari kosturinn hlaut að leiða af sér fjölgun verka- fólks en jafnframt sterkari at- vinnurekendastétt. En slík þró- un hefði fært þungamiðju stjórnmálanna til sjávarsíð- unnar og gefið verkafólki ein- hverja von um lausn frá fátækt- inni í framtíðinni“. Satt að segja er vandséð hvað hér er haft í huga. Hvar lagðist Jón Baldvinsson gegn atvinnuuppbyggingu í þéttbýl- inu? Reykjavík óx hröðum skref- um á þessum árum og ýmsir erfiðleikar eru samfara slíku. sú hugmynd að banna að leigja utanbæjarfólki húsnæði á að vera heimamönnum til verndar svo að þeir hafi heldur von um húsaskjól. Önnur hlið þessara mála var sú að víða í þorpum var tilfinnanlegur skortur á mjólk en neysla hennar er heilbrigðismál. Það var hags- munamál alþýðunnar í Reykjavík að kostur væri á góðri mjólk með skaplegu verði. Svo er að sjá sem Ólafur telji að Jón Baldvinsson hafi lítið lært af kynnum við flokksbræður sína á Norður- löndum. Hann hafi lítinn skiln- ing haft á sósíal-demókratiskri stefnu, sem mun þá hafa verið fylgt erlendis. Á það má minna að verkamannaflokkurinn norski hefur verið stærsti bændaflokkur í Noregi og ætli nokkur flokkur hafi haft meira fylgi í sveitum Danmerkur en Sósíaldemókratar? Þeir studdu bændur. Óiafur Ásgeirsson segir orðrétt: „Eftir því sem næst verður komist hafði Jón Bald- vinsson náin tengsl við Hriflu- Jónas, sem reyndi eftir fremsta megni að tefja framgang þeirra mála sem jafnaðarmenn báru fyrir brjósti." Þessu til sönnun- ar vitnar hann í minningar Stefáns Jóhanns, fyrra bindi, bls. 134. Mér virðist þó að það sé allt annað sem Stefán Jó- hann segir þar. Það er þetta: „Þessi ríkisstjórn markaði á margan hátt tímamót. Alþýðu- flokkurinn veitti henni stuðn- ing og fékk framgengt nokkr- um áhugamálum sínum, svo sem löggjöf um verkamanna- ■ Jón Baldvinsson. bústaði og lengdan hvíldarfima togaraháseta, nýjum og frjáls- lyndari lagaákvæðum um kosningarétt í málefnum bæj- ar- og sveitarfélaga og ýmsu öðru. Tryggvi Þórhallsson reyndist sanngjarn og lipur í málum alþýðunnar. Jónas frá Hriflu var og oft hjálparhella, en öðrum stundum þver og örðugur, einkum í kaupgjalds- málum. Vildi hann fara sínu fram og vera, að okkur fannst, helst til mikil forsjón Alþýöu- flokksins. Líkaði sumum það miður og oft ekki að ósekju. Átti Jón Baldvinsson þó jafnan við hann gott samstarf og fór þó sínu fram. Stundum urðu og allharðir árekstrar milli J 'ó nasar og Héðins Valdi- marssonar, enda voru þeir báðir kappsfullir og óvægnir, ef því var að skipta. Jónas var hug- kvæmdur og áræðinn, en sást stundum lítt fyrir. í mörgum málum studdum við jafnaðar- menn hann engu verr en hans eigin flokksmenn, þótt okkur mislíkaði sumt í fari hans og raunar því meir sem lengur leið. Tryggvi Þórhallsson átti fáa andstæðinga innan Alþýðu- flokksins. Hann jafnaði oft deilur og var hvers manns hugljúfi. Að mínu viti fór sam- an í fari hans brennandi áhugi fyrir bændastéttinni og góður skilningur á þörfum verka- manna. Hann var eldheitur hugsjónamaður og humoristi, en flestum öðrum fúsari til þess að sætta og bera bróður- orð á milli þeirra, er stunda landbúnað, og hinna sem vinna launavinnu við sjóinn. Hann var góður vinur alþýðunnar.“ Stefán Jóhann segir hér að Jónas hafi stundum engu síður átt samleið með Alþýðu- flokknum en framsóknar- Hefur Mogginn velþóknun á f lugránum? eða skiptir þjóðerni ræningjanna máli ■ Tvískinnungurinn á síðum Morgunblaðsins ríður ekki við einteyming. í frétt blaðsins á forsíðu í gær er greint frá flugráni og fjallað um það í vinsamlegum tón. Samúð Morgunblaðsmanna er greini- lega öll með flugræningjunum; ekki flugmanninum sem þola mátti ofbeldi og yfirgang. Hér kveður við annan tón en venjulega er hið þunga blað, Mogginn, fjallar um flugrán og skiptir greinilega mestu að flugræningjar voru Tékkar sem vildu vestur yfir. Hér er hætta á ferðum. Ef Morgunblaðið ætlar að skipta glæpum og ofbeldisverkum í flokka, eftir pólitískum skoðunum þeirrasem glæpinn fremja, eða þá þeirra sem glæpurinn bitnar. á, er ekki langt að bíða þess að Mogginn hvetji til myndunar hvítliðasveita til að berja á íslenskum kommúnistum og öðrum óferjandi. Flugrán hafa verið fordæmd um allan heim sem verk hryðjuverkamanna og hafa flest ríki veraldar hvatt til þess að flugránum verði mætt með ströngum viðurlögum og harðneskju. Mogginn hefur yfirleitt tekið undir þessar kröfur en nú virðist sumsé sem leyfilegt sé að ræna austan- tjaldsflugvélum og meiða þar menn og myrða. „Þeir sem ekki eru með mér...“ Þá þegar Mogginn nær að sýna sitt rétta andlit, þá kemur berlega í Ijós að þar á blaði er fólk flokkað með tilliti til stjórnmálaskoðana, litarháttar og trúarbragða ellegar þá bú- setu. Síðan er farið eftir gam- alkunnri kennisetningu: „Þeir sem ekki eru með mér, eru á móti mér.“ Þetta er leikur sem stórveld- in hafa stundað í áratugi og þannig pínt ríki og fólk til að taka afstöðu til risaveldanna svipað því og ekki væri til staðar annar valkostur. Skoðanakúgun þessa hafa stórveldin getað stundað með dyggri aðstoð málgagna á borð við Prövdu og Moggann. Þar er sannleikurinn ávallt hreinn og klár; andstæðingarnir ávallt syndum hlaðnir. Ábyrgð fjölmiðla Ábyrgð blaðs á borð við Morgunblaðið er mikil. Blaðið er langstærsta íslenska blaðið, nær inn á allflest heimili á landinu og er mikið lesið. Að sönnu er Mogginn ekki allur af hinu illa. Þar starfar fjöldinn allur af hæfum blaða- Svæfðu flugu á vit frelsisi UmiW «. jáM. *P. ÞRÍR ua(ir Tékkóuióralur rcftdu Iftilli nugrél i d»K meó þrí aó «T*f* rhpnuuiu rió atýríó. Tók uonur ku> rió atjiniiau of fluf rtufrélinni tiJ Autnrríkó, ýar ro þrrmenningarnir báó« um kcli *» fólitfakir flóUauean. Fjórmenninffarnir I fluirvél- ráöuerðu að fljúna útsýnia- flug frá borginni Pardubice, sem er 100 km austur af Prag. Við stjórnvölinn var Boiej StruU, flugmaður í tékkneska nughern- um. Við hliðina var 19 ára sonur hans, Radek, sem nam flug af föður ðinum. Skúmmu eftir flugtak greip annar félaga Radeks fyrir nef og munn (Iugmannsin9 með klút. sem vættur var klóroformi Flugmaðurinn, Boiej Strutz lotpiaðist nær strax úuf og son urinn tók stefnu á Austurriki Flaug hann lágt til að flugvélin smist ekki á tékkneskum rat- sjám. Bozej vaknaði aftur i þann mund sem flogið var yfir landa- mærin Var eldsneyti þá að ganga til þurrðar Þar sem son-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.