NT - 10.07.1985, Blaðsíða 5

NT - 10.07.1985, Blaðsíða 5
 Miðvikudagur 10. júlí 1985 Vegagerð: Bundið slitlag á hring- veginum lengist um 60 km. í smábútum hérog þarum landíð ■ í sumar og frameftir hausti er áætlað að leggja bundið slit- lag á 180 km af þjóðvegum landsins. Þá er áætlað að í árslok verði komið bundið slit- lag á u.þ.b. 1110 km af þjóð- vegakerfinu sem er í heild um 8420 km. Þannig er smám saman haldið áfram, ár eftir ár að koma vegum landsins í viðunandi ástand. Hvað viðvíkur hring- veginum líta tölurnar þannig út: Lagt verður bundið slitlag á um 60 km og lengist þá slitlagið á hringveginum úr 450 upp í 510 km. Verkinu miðar þó hægt áfram því hringvegurinn er um 1425 km, verður því aðeins rúmur þriðjungur hans með bundnu slitlagi í árslok. Þessar upplýsingar eru sam- kvæmt tölum og áætlunum sem NT fékk hjá Helga Hallgríms- vegaframkvæmdir færu fram í nágrenni Reykjavíkur og á hringveginum í sumar, sumum er lokið aðrar eru að hefjast. „í nágrenni Reykjavíkur er verið að vinna við Reykjanes- brautina á milli Vífilsstaða og Breiðholts. Verkið var boðið út síðasta haust og í sumar verður verktaki að vinna að undirbygg- ingu vegarins og verður sett á hann bundið slitlag næsta sumar. Ef síðan er haldið vestur eftir landinu, og komið við í Hval- firðinum þá verður lagt bundið slitlag á hluta hans seinna í sumar. Eins er með veginn frá Akranesi upp að Vesturlands- veginum á hann bætast 2 km af bundnu slitlagi og 4 km á Vest- urlandsveginn. Vegurinn um Fornahvamm og um Norðurár- dalinn verður endurbyggður að Vegurinn á milli ísafjarðar og Súðavíkur er nú með bundnu > slitlagi á kafla. Á Norðurlandi verður vegur- inn um Vatnsskarð endurbyggð- ur að miklu leyti. Framkvæmdir eru þó ekki hafnar, og er vegur- inn greiðfær. Búið er að leggja slitlag á hluta Víkurskarðs í sumar. Ekki er komið bundið slitlag á veginn um Köldukinn, en verið er að vinna að undirbygg- ingu og verður slitlag lagt á hann seinna í sumar. Ólafsfjarð- armúli er greiðfær um þessar mundir. Byrjað er á undirbún- ingi ganganna í gegnum Múlann, en það kemur ekki til með að hafa áhrif á umferð um núverandi veg. Á Austurlandi eru vegir nokkuð góðir núna. Seinna í Bundið slitlag ---- i arslok 198 £ ■ Myndin sýnir vegi á landinu með bundnu slitlagi í árslok ’85. Nú eru rúmlega 450 km af hringveginum með bundnu slitlagi. sumar verður vegurinn um Hvalsnesskriður á milli Lónsins og Álftafjarðar endurbættur verulega og slitlagið lengist á vegunum út frá Fáskrúðsfirði og á Héraði. Vegurinn um Skeiðarársand er mjög góður núna, nýbúið að leggja bundið slitlag á kafla af honum. Á Suðurlandi er búið að leggja bundið slitlag í sumar á stóran hluta Suðurlandsvegar bæði í V-Skaftafellssýslu og í Rangárvallasýslu. Seinna á þessu ári verður lagt bundið slitlag á hluta Biskupstungna- brautar frá Sogi og áfram upp Grímsnesið.“ Helgi sagði að erfitt væri að segja um á hvaða tíma sumars- ins þessar framkvæmdir sem eftir væru færu fram verkin væru mest í höndum verktaka sem eiga að klára þau fyrir vissan tíma. Engin sérstök áætl- un er á því í hvaða röð vegir verða teknir. Fólk þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að vegir loki á meðan t.d. slitlagning fer fram. Vegagerðin hefur þá aðrar leiðir tilbúnar. Að lokum sagði Helgi að vegaframkvæmdir úti um land í sumar væru svipaðar að magni og undanfarin sumur, og ástand veganna í dag væri í betra lagi. ■ Við framkvæmdirnar eru notuð stórvirk vinnutæki á borð við þessa bíla Hagvirkis. NT-mynd: Arni Bjaraa syni forstjóra tæknideildar Vega- gerðarinnar. Helgi sagði ennfremur: „Það sem átt er við með bundnu slitlagi er ekki það sama og malbik. Að vísu er bundið slit- lag mjög svipað malbiki að sjá og að keyra á, en er þó ekki jafn endingarmikið og er efnissam- setningin önnur. Það er mun dýrara að leggja malbik og þess- vegna hefur Vegagerðin hér um bil lagt það niður, auk þess sem bundna slitlagið hefur reynst nokkuð vel hingað til úti á landi.“ Loks lýsti Helgi hvar helstu miklu leyti. Holtavörðuheiðin er í betra lagi þessa dagana, búið er að undirbyggja hana en bundið slitlag verður lagt á stóran hluta hennar næsta sumar. Nú bregðum við okkur út af hringveginum og lítum á Vest- firðina. Búið er að endurbæta veginn um Óshlíðina til Bolung- arvíkur mikið í sumar. Lokið er við að undirbyggja hann og verður slitlag lagt á hann seinna á árinu. Búið er að lagfæra Steingrímsfjarðarheiðina nokk- uð í sumar, en verður meira gert í henni seinna á árinu. V • : ' i ■ - Nú er unnið við nýja Reykjanesbraut, milli Vífilsstaða og Breiðholts. NT-mynd: Ami Bjanu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.