NT - 10.07.1985, Blaðsíða 10

NT - 10.07.1985, Blaðsíða 10
■ Tveir útlendir menn, sem miklar sögur fara af, bjuggu hér á landi á tímabilinu 1813 til 1815. Hvor um sig unnu þeir þjóð okkar ómetanlegt gagn. Menn þessir voru þeir Rasmus Christian Rask frá Danmörku og Ebenezer Henderson frá Skotlandi. Ekki veit ég til þess, að fundum þeirra hafi borið saman, en næsta ótrúlegt er, að svo hafi ekki verið. Eitthvað hafa þeir verið samtímis í Kaupmannahöfn og hér í Reykjavík. Einnig var margt líkt með þeim á ýmsan hátt, eins og störf þeirra hér á landi báru vott um. Þeir voru á svipuðum aldri, Rask 26 ára, er hann kom til íslands, fæddur 1787. Hender- son þrem árum eldri, fæddur 1784. Rask var tungumálamaður óviðjafnanlegur. Um Hender- son segir í 11. útgáfu brezku alfræðibókarinnar heims- kunnu, að hann hafi verið vel fær í 14 málum, og eru þau nefnd. En furðulegt er, að þar skuli ekki vera talin latína, gríska, franska, rússneska og íslenzka, sem vitað er, að hann hafði lagt mikla stund á að nema. Rask kunni íslenzku svo vel fræðilega, að rúmlega tvítugur að aldri samdi hann íslenzka málfræði á eigin spýtur. Er hann kom hingað talaði liann íslenzku svo vel, að sagt var, að ekki yrði greint að hann var Dani. Henderson talaði málið fullum fetum, en hefur að líkindum ekki tamið sér að skrifa íslenzku. Báðir ferðuðust þeir mikið um landið. Henderson miklu víðar en var þó hér skemmri tírna. Báðir komu þeir mönn- um svo fyrir sjónir, að þeirn var allstaðar tekið með virktum. Aðaláhugamál Rasks var tunga og bókmenntir þjóðar- innar. Henderson lét sig mestu varða trú ogsiðgæði, en kynnti sér annars eftir getu náttúru landsins og þjóðarhag. Báðir sömdu þeir Rask og Henderson stórmerk rit. Rast reit bók um uppruna norrænn- ar eða íslenzkrar tungu og kom hún út í Kaupmannahöfn 1818. Sama ár var gefin út í Edinborg Fcrðabók Hender- sons frá íslandi. Varð sú bók víða kunn erlendis og hér á landi hefur hún að líkindum hlotið meira og almennara hrós en nokkur önnur bók 19. aldar um sama efni og eftir útlendan höfund. Enn er ástæða til að geta þess, að Rask og Henderson stofnuðu hér félög, er áttu mikla framtíð og eru enn starf- andi. Rask stofnaði Hið ís- lenzka Bókmenntafélag 1816. Það hafði um aldar skeið aðal- bækistöðvar á tveim stöðum, Reykjavík og Kaupmanna- höfn. Henderson stofnaði Hið íslenzka Biblíufélag 1815 og hefur það einnig haft sínar bækistöðvar í hundrað ár í tveim löndum, aðra í Reykja- vík, hina í London. Fyrsti ritari Biblíufélagsins var hinn dugmikli dómkirkju- prestur, Árni Helgason. Hann var ári síðar kjörinn fyrsti forseti Bókmenntafélagsins. Lengra skulu nú þessir sam- slungnu þræðir ekki raktir. íslandi er það til mikils sóma að hafa orðið aðnjótandi heimsókna þessara stórmerku manna. Hér var og tekið eins vel á móti þeim og aðstæður leyfðu. íslendingar munu minnast þeirra beggja með virðingu og þökk, eins lengi og þeir leggja rækt við land sitt, tungu, trú og sögu. Saga Ebenezer Hendersons er svo yfirgripsmikil og inni- haldsrík, að í stuttu máli verð- ur ekki í mikið ráðizt. Ég mun skýra frá aðdragandi og undjr- Miðvikudagur 10. júli 1985 10 búningi komu hans til ls- lands og stofnun Biblíufélags- ins. Því fylgir svo flausturslegt yfirlit ferða hans um landið og að lokum ummæli merkra leikmanna íslenzkra. Henderson var aðeins þrí- tugur að aldri, er hann kom til íslands, en hafði þá þegar mikið starf og margvíslega reynslu að baki sér. Árið 1805 vígðist hann, 21 árs gamall, til kristniboðs á Indlandi, á vegurn fríkirkju- safnaða í Skotlandi, - en fæð- ingarstaður hans og heimili var í nágrenni Edinborgar. Sama ár fer hann til Kaup- mannahafnar í von um að fá ferð þaðan til Trankebar (eða Serampur), nýlendu Dana á austurströnd Indlands. Sú von brást. Kristniboði varð hann þó alla tíð, en aðeins í löndum, sem kristin töldust. Hann hófst handa um fjöl- þætt heimatrúboðsstarf, fyrst í Danmörku og síðar í Svíþjóð. fjölda tungumála víða um heim. Henderson kemur aftur til Reykjavíkur úr Vesturlands- för sinni „að morgni þess 29. júní, og munaði ekki nema einum degi“, skrifar hann, „frá þeirra tímalengd, er ég hafði ætlað mér, þegar ég hóf för- ina“. Sunnudaginn 10. júlí 1815 messaði séra Árni Helgason og gerði í prédikun sinni glögga grein fyrir stofnun Biblíufélaga og gagnsemi þeirra. Sérstaklega minntist hann Brezka og erlenda Bibl- íufélagsins og þess mikla greiða, er það hefði gert kirkju Islands. Síðan hvatti hann prestana eindregið til þess að stofna íslenzkt Biblíufélag. Henderson var boðið að vera viðstaddur fund presta- stefnunnar síðar um daginn. Var þar einróma samþykkt, að stofna skyldi íslenzkt Biblíufé- lag og þegar kosin bráða- birgðastjórn. Ekki var gengið Nýja testamenti 6.634. Nú var ekki annað eftir en að kveðja. Frá því segir hann á þessa leið: „Eftir að hafa kvatt biskupinn og hina aðra embættismenn í Reykjavík, er allir höfðu sýnt mér góðvild og óþreytandi greiðvikni, allan þann tíma, er ég dvaldi á lslandi tók ég mér far þann 20. ágúst með dönsku skipi, er fara skyldi til Kaupmanna- hafnar.“ Daginn áður skrifar hann síra Arna dómkirkju- presti Helgasyni, og segir, að honum muni oft verða hugsað til íslands - „þar sem ég hef dvalið tvö hamingjusömustu sumur ævi minnar." Enn skrif- ar hann, að hann kveðji landið með djúpri saknaðarkennd. - íslenzka þjóðin hafði þó ekki oft fátækari verið en árið, sem hann dvaldi hér, veður og vegir sjaldan verri. Forseti brezka Biblíufélags- ins sneri sér þegar bréflega til biskups íslands. Það bar þann árangur, að félagið gaf út 5000 Biblíunnar í Kaupmannahöfn og koma bandi á eftirstöðvar Nýja testamentis útgáfunnar frá 1807. Ennfremur ráða þeir til þess, að sendur verði maður með bókunum til íslands, strax og þær eru tilbúnar, til þess að sjá um sölu þeirra og útbýt- ingu. Þessari málaleitan var vel tekið og bauðst þá Henderson til að fara til íslands, er þar að kæmi, að þess gerðist þörf. Hann lagði um þær mundir mikla stund á málanám, las hebresku, grísku, frönsku, þýzku, dönsku og íslenzku. Enn leið langur tími þangað til það skeði, sem Henderson skýrir frá í Ferðabók sinni á þessa leið, í þýðingu Snæ- björns Jónssonar: „...nefndin bað mig að fara til Kaup- mannahafnar til þess að hafa eftirlit með því, sem óunnið var (að útgáfu íslenzku Bibl- íunnar) og gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fá bókina bundna og senda hana til Prentunin stóð yfir í sjö styrjaldarár, þegar heita mátti, að allt vantaði til alls í Kaup- mannahöfn. Brezka Biblíufé- lagið bað Henderson að láta prenta og binda 5000 Nýja testamenti - til viðbótar þeim 5000 eintökum, sem gefin voru út 1807, og nota til þess sama letrið og sett hafði verið til prentunar þess á Biblíunni. Það kostaði stórfé og mikla fyrirhöfn vegna erfiðra kring- umstæðna að láta prenta og binda tíu þúsund bækur ekki litlar, að viðbættum eftirstöðv- um N.t. útgáfunnar frá 1807, er voru 3500 eintök óbundin. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stóð til þess að hraða verkinu,“ skrifar Stein- kopff, félagi Hendersons, „en margt orðið til að torvelda það.“ Við þetta var Henderson bundinn í nálega tvö ár, eða frá því er hann kom til Kaup- mannahafnar í ágústmánuði 1812 og til þess er hann leggur Hið ísleriska Biblíufélag 170 ára: Um afskipti Hendersons af íslenskum trúmálum Hið íslenska Biblíufélag er elsta starfandi félag hér á landi. I dag, 10. júlí er það 170 ára gamalt, en félagið var stofnað sama mánaðardag árið 1815 fyrir frumkvæði Ebenezer Henderson. Árið 1965 var gefið út sérstakt afmælisrit Biblíufélagsins og var þar m.a. birt grein um Henderson og tildrög þess að hann stofnaði félagið. Fer sú grein hér á eftir. Hann nemur tungumál, fleiri en eitt í báðum löndum, undir- býr stofnun Biblíufélaga og gefur út rit. 25 ára gamall er hann kjörinn félagi í Hinu konunglega lista- og vísindafé- lagi í Gautaborg. Hann semur vísindalega ritgerð, sem mjög var rómuð, um þýðingu fyrsta danska Nýja testamentisins. - Það lá fyrir honum síðar að verða kjörinn heiðursdoktor bæði Kílar- og Kaupmanna- hafnarháskóla. Áhugi Hendersons fyrir ís- landi vaknaði fyrst, er hann var í Svíþjóð 1806. Þaðan var hann kynntur bréflega fyrir Grími Thorkelin í Kaupmannahöfn, leyndar- skjalaverði konungs og þá í meiri metum þar en nokkur annar íslendingur. Hann fær þær upplýsingar um ísland frá Thorkelin, að íbúar séu 50 þús. Ekki einn af hverju hundraði, yfir 12-14 ára aldur sé ólæs, enda séu íslendingar afar bókhneigðir. Ein prent- smiðja er í landinu en ónothæf. Reynt er að bæta úr lesmáls- skorti með seinunnum afritun- um. Hvorki Biblía né heldur Nýja testamenti hefur verið gefið út síðan um miðja 18. öld, enda algerlega ófáanlegar bækur. Þessa skýrslu sendi hann fríkirkjusöfnuðunum í Ediri- borg. Frá þeim barst hún brezka smáritafélaginu (RTS) og það sendi hana áfram til Hins brezka og erlenda Biblíu- félags í London. - Þess skal getið að þau félög hafa enn sívaxandi útgáfustarfsemi á frá lögum félagsins fyrr en um haustið ári síðar. Voru þá formlega kosnir í stjórn þess tveir andlegrarstéttar menn og tveir leikmenn, þeir Geir biskup Vídalín forseti og síra Árni Helgason ritari, ísleifur dómstjóri Einarsson varafor- seti og Sigurður landfógeti Thorgrimsen gjaldkeri. Þannig var erindi Ebenezer Henders- ons farsællega til lykta leitt. „Satt er það,“ skrifar Hend- erson, „aðunga tréðergróður- sett í nokkuð óvænlegum jarð- vegi og á því mun mæða óblíð og óstöðug veðrátta. En eigi að síður, varið himneskri um- önnun og vökvað himneskri dögg, mun það vaxa og dafna, unz greinar þess yfirskyggja landið til yztu andnesja..." Enn voru á Norðurlandi nokkrir prestar og aðrir menn, sem ég þurfti endilega að hitta,“ segir í Ferðabók Hend- ersons. Hinn 18. júlí leggur hann af stað í sitt þriðja og síðasta ferðalag hér á landi: Um Þingvelli, Kaldadal og Arnarvatnsheiði norður í Húnavatnssýslu og þaðan til Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Á því ferðalagi er það, að hann heimsækir síra Jón lærða í Möðrufelli, og dvelur hjá honum tvo daga. Sú heimsókn var kirkjusögulegur viðburð- ur, eins og kunnugt er. Henderson var einn mánuð í þessari ferð. Honum telst svo til, að hann hafi ferðast alls 2240 km þau tvö síðari skipti, er hann lagði land undir fót. Bækur höfðu verið sendar til 15 staða, Biblíur alls 4.050 og íslenzk Nýja testamenti í Kaupmannahöfn í samvinnu við samtök trúaðra áhuga- manna á Fjóni, - fjónska Bibl- íu- og smáritafélagið. Hafði Grímur Thorkelin umsjón með prentun og var henni lokið árið 1807 og nokkuð af upplaginu bundið, stuttu áður en styrjöldin milli Bretlands og Danmerkur skall á. Þó tókst að senda til íslands 1500 Nýja testamenti bundin, eftirstöðv- ar upplagsins lá óbundið í Kaupmannahöfn í 5 ár. Á stjórnarfundi Brezka og erlenda Biblíufélagsins, 6. okt. 1806, var einróma samþykkt að veita nokkurt fé til undir- búnings að prentun íslenzku Biblíunnar í Kaupmannahöfn. Var Thorkelin ráðinn til að hafa umsjón með verkinu. Let- ursteypu var lokið og prentun hafin, en var fyrr en varði hætt sökum óteljandi erfiðleika af völdum stríðsins. Undir þeim kringumstæðum hófst útgáfa þeirrar Biblíu, sem okkur var gefin af beztum hug, þegar hér var hvað mestur skortur á þeirri bók, en við áttum erfiðast með að meta að verðugu, - Grútarbiblíu. Ebenezer Henderson var þá stríðsflóttamaður yfir í Svíþjóð. Hann hefur sterka löngun til þess að fara til heiðinna þjóða, en er bundinn í báða skó vegna mikils fram- gangs í aðkallandi störfum. Hann - og hans ágæti sam- starfsmaður frá Skotlandi, Pat- erson, skrifa brezka Biblíufé- laginu 1809, að nauðsyn beri til að hraða prentun íslenzku íslands... Með því að hans hátign Danakonungur hafði góðfúslega veitt mér leyfi til þess að dvelja í borginni, fór ég þangað þá um haustið (1812). Það sérlega ástand, sem þá ríkti, tafði framkvæmd- ir. Einkum var það þröskuldur á veginum, að ómögulegt var að fá pappír frá Svíþjóð til viðbótar, en þaðan hafði papp- írinn verið fenginn. Að lokum neyddumst við til að nota léleg- an pappír og varð prentunin fyrir það ærið miklu lakari. Að síðustu tókst að ljúka prentun í árslok 1813. Var upplag bókarinnar 5000 eintök.“ Thorkelin hafði frá upphafi umsjón með prentun Biblíunn- ar. Nálega þriðjungi hennar var lokið þegar Henderson kemur til skjalanna. Um hlut- deild sína að prentun þess, sem enn var ólokið, farast honum svo orð í skýrslu til brezka Biblíufélagsins: „Vegna þess, sem ég hef lært í hebresku, get ég nú dæmt um, hvort rétt hefur verið þýtt úr frummálinu í þeirri útgáfu (1747), sem farið er eftir. í henni eru ótrúlega margar villur. Ég geri þó engar breyt- ingar aðrar en þær, sem telja verður óhjákvæmilegar. Málið á Nýja testamentinu hef ég borið saman við gríska textann og hef komizt að raun um, að þýðingin sé yfirleitt nákvæm.“ Þeir hafa sannarlega margt sér til málsbótar mennirnir, sem stóðu að útgáfu þessarar ófullkomnustu útgáfu íslenzku Biblíunnar. af stað þaðan með megnið af bókunum meðferðis til íslands, 8. júní 1814. Hann hafði allsendis ónóga aðstoð kunnáttumanna í íslenzku, en fær til sín annanhvorn dag íslenzkan mann til þess að fullkomna sig í málinu. Kunn- asti kirkjusöguhöfundur Svía, Holmquist, segir um Hender- son, að hann hafi verið „en av tidens básta Bibelöversátt- ere“. Bókunum var hér allstaðar vel tekið í fyrstu, enda höfðu þær verið lengi ófáanlegar og yfirleitt lítið um lestrarefni á heimilum. Það þótti mikil og gleðileg viðbrigði, að nú gat hver sem vildi fengið þær vægu verði eða jafnvel gefnar. Ó, nei, Henderson gleymdi ekki íslandi. Hann dvaldi í Kaupmannahöfn um veturinn og mun þá hafa lokið við að semja hina miklu ferðasögu sína frá íslandi. Hann semur um prentun Smqbóka síra Jóns í Möðrufelli og sér um útgáfu^ kostnað fjögurra hinna fyrstu. Hann útvegar hinu nýstofnaða íslenzka Biblíufélagi fjárstyrk. Hann semur og gefur út á íslenzku bækling, er hann nefnir: „Fáein orð um uppruna og útbreiðslu hinna svonefndu Biblíufélaga“. íslendingar munu fyrir sitt leyti varðveita minningu hans, enda má heita að hann hafi helgað íslandi að minnsta kosti þrjú ár á blómaskeiði lífs síns. íslenskir námsmenn í Kaup- mannahöfn héldu honum sam- sæti, er hann var þar á ferð, 17.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.