NT - 10.07.1985, Blaðsíða 8

NT - 10.07.1985, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 10. júlí 1985 8 Fimmta tölu- blaðÆskunnar komið út ■ Nýverið kom út fimmta tölublað barnablaðsins Æsk- unnar 1985. Meðal efnis í blað- inu er Opnuviðtal við hljóm- sveitina Gypsy sem sigraði í músiktilraunum SA'ri' og Tónabæjar I985, Hemmi Gunn er með íþróttaþátt og í blaðinu er grein um líf og fjör í barna- stúkustarfi. Auk þessa eru fastir liðir í blaðinu, s.s. teiknimyndasögur, framhaldssögur, poppþáttur og fleira og fleira. Ritstjórar Æskunnar cru þeir Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason. Utgefandi er Stór- stúka íslands. Helgihald í Skálholti með viðhöfn í sumar ■ Helgihald í Skálholti verður með meiri viðhöfn í sumar en verið hefur. Ber margt til þess og það m.a., að verið er að minnast tíu ára afmælis sumar- tónleikanna svonefndu og þrjú hundruð ára afmælis tónskáld- anna þriggja, Bachs, Hándels og Scarlattis. Þá eru og liðin 200 ár frá því að konungur íslands og Danmerkur reit nafn sitt undir tilskipun um flutning bisk- upsstóls og skóla frá Skálholti til Reykjavíkur. Þótt þeir at- burðir og tildrögin séu dapurleg saga, verður þess minnst með bæn um, að ný öld friðar og frægðar renni yfir íslenska kristni og liinn fræga, forna stað. Messað verður, sem áður, hvern helgan dag í Skálholti, en þær helgar, sem sumartónleikar standa, verður messa á sunnu- dögunt kl. 17. síðdegis. Auk organista Skálholtskirkju, Glúms Gylfasonar, og staðar- prestsins, sr. Guðmundar Óla Ólafssonar, munu margir tón- listarmenn og prestar starfa að þessum messum. Sunnud. 14. júlí predikar sr. Karl Sigur- björnsson, en Helga Ingólfs- dóttiro.fl. annast tónlistarflutn- ing. Skálholtshátíð verður hald- in 21. júlí og þar mun sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, prófastur Árnesinga, predika. Sunnudaginn 28. júlí predikar svo sr. Sigfinnur Þorleifsson, sem nú hefur verið ráðinn prest- ur við Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík, en sr. Guðmundur Óli, prestur í Skálholti, predik- ar sunnudaginn 4. ágúst. Báðar þær helgar munu listamcnn og koma við sögu. Og loks mun svo sr. Gunnar Björnsson, frí- kirkjuprestur, predika í mess- unni 11. ágúst. Jafnframt munu þau hjónin, sr. Gunnar og frú Ágústa Ágústsdóttir, flytja verk eftir hina gömlu meistara í messunni. Eddu hótelin nú tekin til starfa um land allt Amnesty hefur herferð gegn mannréttindabrot- um í Júgóslavíu ■ Hinn 29. maí síðastlið- inn hófst á vegum Amn- esty International alþjóð- leg herferð gegn mann- réttindabrotum í Júgósl- avíu. Herferðin stendur út ágúst. Að sögn íslandsdeildar Amnesty International er töluvert um mannrétt- indabrot í Júgóslavíu og eru þau brot lítt kunn á vesturlöndum. Frá árinu 1980 hafa um og yfir 500 manns verið ákærðir árlega vegna pólitískra afbrota í Júgósl- avíu. Langflestir eru ákærðir vegna orða sem þeir eru sagðir hafa látið falla, oft í einkasamtölum. Oft mun vera um að ræða formælingar á stjórnvöld- um, samfélaginu eða jafn- vel skopsögur. Refsingar fyrir þessháttar brot geta verið allt frá nokkurra mánaða fangelsi til 10-15 ára fangelsi, fyrir „alvar- legri afbrot“. Meðalrefsi- tími þeirra sem Amnesty International hefur valið sem samviskufanga er 6 'A ár. Amnesty International hyggst gera stjórnvöldum í Júgóslavíu það ljóst að vestræn ríki viti af mann- réttindabrotunum sem þar eru viðhöfð. í því sam- bandi ætlar íslandsdeild Amnesty International að leita eftir samstarfi við ýmis félagasamtök og hvetja þau til bréfaskrifta við hliðstæð félög í Júgósl- avíu. ■ Sumarstarfsemi Eddu hótel- anna er nú komin í fullan gang víðsvegar um landið. Þetta sum- ar verða 19 hótel rekin beint eða óbeint á vegum Hótel Eddu sem gera samanlagt um 2500 herbergi og er það þriðjungur af því gistirými sem íslensk hótel bjóða upp á í sumar. Er Hótel Borgarnes nú með í hópnum, en Hótel Eddu-deild Ferðaskrifstofu ríkisins hefur veitt þar rekstrarráðgjöf undan- farin 2 ár. Hótel Borgarnes er rekið árið um kring en önnur árshótel eru Hótel ísafjörður og Hótel Edda Kirkjubæjar- klaustri. Tvö ný Edduhótel taka til starfa í sumar, Hótel Edda Hrafnagili við Eyjafjörð í um 14 km fjarlægð frá Akureyri með 33 herbergi, stóra útisundlaug og einnig ágætis fundaraðstöðu. Hinsvegar er Hótel Garður í Reykjavík með 44 herbergi. Edduhótelin verða rekin með svipuðu sniði og undanfarin sumur. Reynt er að hafa allt verðlag í lágmarki, þó án þess að það komi niður á gæðum og þjónustu, verður t.d. reynt að mæta barnafjölskyldum með fríu fæði fyrir 5 ára og yngri og hálft matargjald fyrir börn á aldrinum 6-11 ára. Ennfremur er hægt að fá dýnur til svefn- pokagistingar fyrir börn að 11 ára aldri inn á herbergi foreldra, endurgjaldslaust. Öll hótelin eru með sjónvarpssal - flest með sundlaug og sum með gufu- bað að auki. Hótel Edda á Akureyri býður nú upp á 7 herbergi með baði. Að sögn Kjartans Lárussonar forstjóra Ferðaskrifstofu ríkis- ins var síðasta sumar metár hjá Eddu hótelunum hvað aðsókn varðaði en þetta ár hefði farið slakar af stað. Jafnvel þótt öll Eddu hótelin væru fullbókuð á vorin, væru oft mikil afföll er líða tæki á sumarið og kæmi það sér oft illa. Hinsvegar hefur orðið mikil breyting til batnaðar í ferðamálum síðastliðinn ára- tug þ.e. aðilar með ferðaþjón- ustu hafa í auknum mæli tekið upp samvinnu við Eddu hótelin. Felst mikil hagræðing í því ekki síst fyrir þá sem ferðast um landið. ■ Ingibjörg Sigurðardóttir hótelstýra og Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins fyrir framan nýja Eddu hótelið að Hrafnagili við Eyjafjörð. Ferðamálaráð: Öryggis* bæklingur í 70 þús. eintökum ■ Ferðamálaráð íslands hefur látið gera bækling um margvísleg atriði sem erlendir ferðamenn þurfa að hafa í huga varðandi ferðalög hér á landi og læturdreifahonum í sjötíu þúsund eintaka upplagi. Bæklingurinn er á ensku, norsku, frönsku og þýsku og liggur frammi við afgreiðslu erlendra ferðamanna á Keflavík- urflugvelli og Seyðisfirði, gististöðum um land allt, ferðaskrifstofunt og skrif- stofum flugfélaganna, auk annarra staða þar sem er- lendra ferðamanna er von. Það hefur oft komið í ljós, að erlendir ferða- menn eru illa búnir til ferðalaga hér á landi, einkum um hálendið og bregðast ekki rétt við, ef út af ber. Tímaritið Hjúkrun: Samfelld útgáfa í sex áratugi ■ Tímaritið Hjúkrun, sem gefið er út af Hjúkrunarfélagi Islands er 60 ára á þessu ári, en það hefur komið út ársfjórð- ungslega allar götur frá 1925 og er því þriðja elsta tímarit um heilbrigðismál á íslandi. Tímaritið hlaut í upphafi nafnið tímarit Fjclags íslenskra hjúkrunarkvenna. Árið 1935 var nafni þess breytt í Hjúkrun- arkvennablaðið, árið 1960 í Tímarit Hjúkrunarfélags ís- lands og 1978 í „Hjúkrun" Tímarit Hjúkrunarfélags fslands. Frani til ársins 1936 var blaðið fjölritað, en hefur verið prentað síðan. Tímaritið hefur frá upphafi verið unnið af hjúkrunarfræð- ingum og hefur það starf verið unnið í sjálfboðavinnu, nema starf ritstjóra. Núverandi rit- stjóri er Ingibjörg Árnadóttir, en hún hefur gengt því starfi í 15 ár. „Þegar þessir 60 árgangar eru skoðaðir kemur fram að við- fangsefni tímaritsins og stéttar- innar hafa lítið breyst; mennt- unarmál, kjaramál, fregnir af félagsstarfsemi og greinar um eins og árið 1925“ sagði Ingi- ' Tímaritið Hjúkrun ergefið út fagleg efni eru í brennidepli nú björg Árnadóttir, ritstjóri. í 2600 eintökum. ■ Sigríður Skúiadóttir, Ása St. Atladóttir, Ingibjörg Árnadóttir og Rannveig Sigurbjörnsdóttir skipa ritstjórn tímarítSÍnS HjÚkrunar. NT-mynd: Árni Bjania

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.