NT


NT - 27.08.1985, Síða 11

NT - 27.08.1985, Síða 11
tflh- Nýja flug- stöðin í fullri hæð - verður að öllum líkindum fokheld í október n.k. Þriðjudagur 27. ágúst 1985 11 Fréttir ■ Hin nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli. ■ Nýja flugstöðin á Keflavíkurflug- velli er nú risin í fulla hæð. Af því tilefni efndu þeir aðilar sem að fram- kvæmdum hafa staðið til reisugillis sfðastliðinn föstudag. Þar var mikið fjölmenni saman komið til að fagna þessum áfanga. Framkvæmdir hófust í október 1983 og er áætlað að byggingin verði fokheld í október n.k. Kostnaður verður þá orðinn um 500 miljónir íslenskra króna. Hagvirki h.f. hefur séð um jarðvinnu, frárennslis- og vatnslagnir; ístak hefur séð um upp- steypu hússins og Stilwell Inter- national Corp. sér um burðargrind og glerskála. Eftirlit með fram- kvæmdum byggingarinnar hefur og verður í höndum Hönnunar h.f., Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar og Almennu Verkfræðistofunnar. Nýja flugstöðvarbyggingin er rúntir 12 þús. fermetrar og skiptist hún í tvo meginhluta þ.e. aðalbyggingu og landgang. Núverandi flugstöð er um 7 þús. fermetrar. Aðkoma og brottför farþega verð- ur á neðri hæð hússins. Par verður og farangursskáli og ýmis almenn þjón- usta svo og aðstaða fyrir starfsfólk. Á efri hæð hússins verður biðsalur (transit) fyrir miðju, skrifstofur, verslanir, fríhöfn og veitingabúð. Á efri hæðinni verður gengið beint út í landgang til flugvéla, en þessi landgangur getur þjónað 6 flugvélum samtímis. Hann verður hægt að stækka ef þörf krefur. Sverrir Haukur Gunnlaugsson for- maður byggingarnefndar sagði við athöfnina að byggingarnefnd hafi far- ið þess á leit við Leif Breiðfjörð listamann að hann gerði glerlistaverk fyrir flugstöðina og hefur hann þekkst boðið. Sverrir sagði einnig að efnt yrði til samkeppni meðal íslenskra listamanna um listaverk sem staðsett yrðu utan húss. Jafnframt væri í 80% hængar ■ Undarleg skipting milli hænga og hrygna hefur verið í Svartá, það sem af er veiðitímanum. Um 80% þeirra fiska sem veiðst hafa, eru hængar. Vanalega eru hrygnurnar fyrri til göngu. Hugsanleg skýring er sú að hængurinn sé harðari af sér en hrygnan, með fullri virðingu fyrir jafnrétti. Gæsin: Undarleg hegðun Gæsaveiðimenn á Norðurlandi hafa orðið vitni að undarlegum hlut- um síðustu daga. Fyrir um 10 dögum hafði gæsin hópað sig svo hundruðum skipti í Hörgárdal og Eyjafirði. Menn hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Mik- ið var umaðmenn færu að Hörgárós- um um helgina, og var ætlunin að taka nokkra fugla en varla sást kvik- indi. Að sögn skotveiðimanna var ekki eftir nema einn tíundi hluti hópsins sem var á ferðinni í Hörgár- dal. Þá er veiði í Árnessýslum og Rang- árvallasýslu mjög takmörkuð, og allt útlit að gæsin sé enn að mestu á hálendinu. Fór í lax, fékk gæs Menn eru mismiklir veiðimenn í sér. Margir eru þó með byssuna með sér seinnihluta sumars, þegar farið er í laxinn. Gæsin er jú farin að fljúga. Hann sá ekki eftir því veiðimaðurinn sem fór í Fnjóská nú um helgina. Hann hugðist krækja sér í lax. Ekki vildi svo vel til. Eins og sannur sportveiðimaður á þessum árstíma var hann með byssuna með sér. Það kom líka á daginn að meira var um fugl en fisk. Þegar veiðidagurinn var liðinn láu fimm gæsir í valnum, en laxinn tók ekki. Lélegt ungahlutfall Veiðihornið hafði spurnir af tveim- ur mönnum sem fóru á gæs, fyrstu daga veiðitímabilsins. Á tveimur dög- um höfðu þeir félagar, sem voru tveir, tuttugu gæsir. Báðir eru þeir þaulvanir veiðimenn og hafa mikið skotið á sama stað, og því vel kunnug- ir lifnaðarháttum fuglsins. Það vakti sérstaka athygli hvesu fáir ungar voru í aflanum. Einungis fimm. ■ Lögregla og slökkvilið í Hafnarfirði var kallað út á miðnætti á föstudag. Volkswagen bifreið stóð í Ijósum logum á Reykjanesbraut sunnan við álverið í Straumsvík. Bíllinn er að heita má ónýtur eftir brunann. Ekki er vitað um eldsupptök. /; athugun að koma fyrir fleiri listaverk- um á svæði flugstöðvarinnar. Páll Sigurjónsson forstjóri ístaks minnti á þær miklu breytingar sem oröið hafa á samgöngum íslendinga síðastliðin 100 ár og kvað það brýnt að Ijúka flugstöðinni svo hægt verði að mæta nýjustu kröfum um sam- göngur. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra sagði að mjög vel hefði verið að verki staðið og kvað það nánast ótrúlegt að aðeins væru tæp tvö ár síðan fyrsta skóflustungan hafi verið tekin. Hann sagði menn þarna saman- komna til að skerpa hugann til áfram- haldandi framkvæmda svo mannvirk- ið komi að tilætluðum notum sem fyrst. Hann minnti á að tilgangur flugstöðvarinnar væri þríþættur; fyrsta lagi að aðgreina farþegaflug frá starfsemi varnarliðsins, í öðru lagi að stórbæta alla aðstöðu t'yrir starfsfólk sem ynni ábyrgðarmikil störf ogsíðast en ekki síst að stórauka alla þjónustu við farþega, hvort sem þeir væru erlendir eða innlendir og með nýju flugstöðinni gætum við íslendingar boðið þeim farþegum serh aðeins stoppa í flugstöðinni þá þjónustu og aðstöðu sem okkur væri sómi að. ■ „..Skerpum hugann til að Ijúka frantkvæmdinni..“ sagði Geir Hall- grímsson í reisugilli flugstöðvarinnar. Barnabuxur frá kr. 390,- Barnapeysur frá kr. 350,- Barnabolir frá kr. 150,- Dömuj akkar frá kr. 690,- Dömukápur frá kr. 1.990,- Dömubuxur frá kr. 690,- Dömupils frá kr. 590,- Kjólar frá kr. 990,- Herrapeysur frá kr. 590,- Herrabuxur frá kr. 490,- Herraskyrtur frá kr. 280,- Herraj akkar frá kr. 990,- Barnaskór frá kr. 100,- Dömuskór frá kr. 295,- Herraskór frá kr. 590,- Auk þess margt fleira ódýrt og fallegt NT-mynd Sverrir.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.