NT - 27.08.1985, Page 12
j | L > Þriðjudagur 27. ágúst 1985 12
M Fréttir
Dr. Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur:
Lúxusfjárhús sem engin leið er að
framleiðslan geti staðið undir
- án niðurgreiðslna eða styrkja
■ Útflutningur á dilkakjöti til
Bandaríkjanna - og þá fyrir
miklum mun hærra verð en t.d.
nýsjálenskt kjöt, sem mest mun
af á alþjóðamarkaði - hefur
injög verið til umræðu að
undanförnu. Hinu háa verði á
fyrst og fremst að ná með því að
auglýsa kjötið sem hreina nátt-
úruafurð, ómengaða af öllum
lyfjum, áburðarefnum og öðr-
um mengunarvöldum. NT þótti
forvitnilegt að kynna sér þessi
,mengunarmál“ hvað varðar ný-
sjálenska kjötið og ieitaði því til
dr. Stefáns Aðalsteinssonar,
búljárfræðings, sem m.a. hcfur
verið á Nýja-Sjálandi, í sam-
bandi við rannsóknir.
Stefán kvaðst fyrst vilja
benda á að dilkakjötið okkar,
t.d. á Bandaríkjamarkaði, yrði
þar ekki einungis í samkeppni
við annað innflutt kjöt, heldur
ekki síður við kjöt af öllum
tegundum framleitt í Banda-
ríkjununt sjálfum og þá bæði
með beinum lyfjagjöfum og
jafnframt á korni af ökrum sem
úðaðir hafa verið með allra-
handa eiturefnum.
Spara sér
köfnunarefnis-
áburðinn
Varðandi sauðfé á Nýja-Sjá-
landi sagði Stefán það ganga úti
allan ársins hring, nema hvað
ánum sé gefið hey um l-2 mán-
aða tíma að vetrinum (þar).
Fénu er beitt á ræktað land, þar
sem mikið er um smára í gróðr-
inum, en hann vinnur köfnunar-
efni úr loftinu. Áburðurinn er
því aðeins fosfór, kalk, og kalí
ásamt snefilefnum þar sem þörf
erá. Almenna lyfjagjöf kannast
Stefán ckki við, nema hvað
yfirleitt þurfi að gcfa lömbunum
ormalyf, vegna þess hve landið
erþéttsetið. Kjarnfóðurtídkast
ekki handa lömbunum.
Land svipað og undir
Eyjaf jöllum algengt
Loft-eða vatnsmengun sagði
Stefán ekki mikla á Nýja-Sjá-
landi. Veðurfarið á syðri eyj-
unni sé áþekkt og í Skotlandi,
en þeirri nyrðri svipað og í
Frakklandi eða við Miðjarðar-
haf. Spurður um gróðurfar sagði
Stefán land svipað og undir
Eyjafjöllunum - þar sem alit er
vakið þéttum gróðri upp undir
kletta - gjarnan sjást á- Nýja-
Sjálandi, að viðbættumsmáran-
um sem fyrr greinir. Skóginum
hafa Nýsjálendingar eytt af stór-
um landsvæðum - eftir er kjarr
og annar lélegur trjágróður á
ýmsum stöðum.
Hvað húsakost snertir sagði
Stefán bændur þurfa hlöður fyr-
ir heyin, klippingarskýli fyrir
rúningu fjársins og nriklar réttir.
Um 2,5 sinnum meiri
ull eftir ána en hér
Stefán var þá spurður hvort
Nýsjálendingar einbeiti sér
kannski að ullarmiklum fjáf-
stofnum en hugi þá minna að
kjötinu?
- Þetta eru kjötstofnar, en þó
ullarmeira fé en hér, enda mjög
haft í huga að fá mikla og góða
ull. Þeir hafa sennilega um 5 kg
af ull eftir ána - um 2,5 sinnum
meira en við höfum - og þá er
meðtalin ullin af lömbunum sem
annað hvort eru klippt fyrir
slátrun eða ullin af gærunum á
eftir.
Þessi mikla ull gefur nýsjá-
lenskum bændum helming
tekna sinna, en hinn helmingur-
inn fæst fyrir kjötið. Fyrir
bragðið geta þeir selt kjötið
mun ódýrara, sem breytir sam-
keppnisstöðu þeirra við okkur
mjög verulega. Þetta er hlutur
sem allt of lítið hefur verið
hugað að hér, því við höfum
nægan markað fyrir góða ull.
Meiri ull mundi þýða mikið
fyrir sauðfjárbændur hér, sagði
Stefán.
Hvað snertir ullina af dilkun-
um hér sagði hann hana ekki
reiknaða inn í dæmið. Hún fylgi
gærunni sem gefi lágt hlutfall
teknanna af sauðfénu.
íslendingar
kunna ekki
að nota f járhunda
Aðrar ástæður þess hve Ný-
sjálendingar geta selt kjöt sitt
ódýrt sagði Stefán ýmsar: „Þeir
eru með miklu stærri bú en hér
tíðkast. Og ástæður þess að þeir
ráða við þessi stóru bú sín eru
m.a. að þeir hafa mjög góðar
girðingar - rafmagnsgirðingar,
sem eru orðnar tiltölulega ódýr-
ar. Og síðast en ekki síst - þeir
kunna að nota hunda. Þetta
kunnum við íslendingar
hvorugt. Það er alveg stórkost-
legt að sjá til manna sem eru
með góða fjárhunda og kunna
að nota þá. Það tekur svo mik-
inn hluta af vinnunni og erfiðinu
að án sinna góðu fjárhunda
réðu Nýsjálendingar ekki við
sín stóru fjárbú. A þessu sviði
erum við fslendingar svo aftar-
lega á merinni að það er alveg
ótrúlegt. En þetta atriði væri
kannski veigamikill þáttur í að
lækka vinnukostnað og vinnu-
þörfina á íslenskum fjárbúum,“
sagði Stefán.
Hjálparlaus burður
mikið atriði
Hvað snertir sauðburðinn -
sem er lang mesti annatíminn
hjá íslenskum fjárbændum -
sagði Stefán Nýsjálendinga nú
farna að láta ærnar bera eftirlits-
laust, þótt það hafi kostað nokk-
ur vanhöld til að byrja með. Að
bera lömbunum og koma
þeim upp sé arfgengt. Hjálpar-
laus burður sé nú orðinn mikið
atriði og metinn við val á kyn-
bótafé. Með þessum aðferðum
segi Nýsjálendingar sig hafa
snarminnkað vanhöld um sauð-
burðinn. Þetta atriði segir Stef-
án einnig hugsanlegt að bæta
hér - jafnvel við burð í húsum -
sé það tekið fyrir sérstaklega,
þ.e. að setja ekki á lömb undan
ám sem eiga í erfiðleikum með
burð.
Lúxusfjárhús,
sem enginn
kjötmarkaður
stendur undir
Spurður hvort ekki muni líka
miklu fyrir nýsjálensku bænd-
urna að sleppa við fjárhúsa-
byggingar í líkingu við þau sem
bændur þurfa hér á landi, sagði
Stefán:
„í líkingu við það sem er hér
á landi. Fjárhús eru hér mjög
dýr - miklu dýrari en þyrfti. Það
kemur m.a. til af því að við
tengjum ekki saman fram-
leiðslukostnað og markaðsverð.
Menn hafa getað leyft sér alls-
konar lúxus vegna þess að það
er ekki markaðurinn sem ræður
verðinu, heldur er reiknað út
hvað það þurfi að vera hátt til
að standa undir kostnaðinum af
meðalbúi.
Að mínu mati er enginn leið
að standa undir kostnaðinum af
þeim fjárhúsum sem hér tíðkast
að byggja - miðað við neinn
þann kjötmarkað sem við
þekkjum - nema þá að til komi
annað hvort verulegar niður-
greiðslur eða uppbætur til
bóndans.“
Kerfið hvatt menn
til að byggja dýrt
Hvers vegna sjá bændur samt
ekki hag í því að reyna að spara
sér of miklar fjárfestingar, hver
og einn? - Þar kemur fleira til.
Hér eru opinberar stofnanir,
sem kveða á um að byggingar
skuli uppfylla þessar og þessar
kröfur. Byggingafulltrúar hafa
fyrirmæli um að taka út bygging-
ar miðað við ákveðnar reglur.
Séu þær ekki uppfyllta er erfitt
eða jafnvel útilokað að fá lán og
jafnvel leyfi til að byggja. Kerfið
hefur því hvatt menn til að
byggja samkvæmt þessum til-
tölulega dýru teikningum.
(Samkvæmt upplýsingum frá
Stofnlánadeild er áætlaður
byggingarkostnaður vfir hverja
■ Áætlaö er að það kosti um 10 þús. krónur að byggja yfir hverja á, samkvæmt því sem nú tíðkast, eða 5 millj. að byggja fjárhús fyrir
500 kindur. Ekki er því ólíklegt að hátt í þriðjungur af brúttótekjum af ánni fari í húsnæðiskostnað fyrir hana yflr veturinn.
■ Dr. Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur hefur m.a. skrifað
vinsæla bók um húsdýrin okkar fyrir yngstu lesendurna.
á núna í kringum 10 þús.
krónur).
- Er þá ekki við kerfið að
sakast - að staðlarnir eru settir
of háir?
- Ekki endilega staðlarnir.
Það má segja að þetta hafi
þróast svona á meðan menn
þurftu ekki að borga lán til baka
nema að hluta - verðbólgan sá
um hitt. En nú erfarið að sverfa
að.
Fjárhús, sem kostuðu
um 1/6 af algengu
verði
- Ætti ekki a.m.k. að reyna
að breyta þessu sem fyrst þannig
að þeir sem eftir eiga að byggja
á næstunni sleppi við „snöruna“
ef svo má segja, þótt það verði
ekki aftur tekið sem búið er?
- Ég held að það hljóti að
verða að taka það til skoðunar
sem eitt af fyrstu atriðunum í
1 sambandi- við uppbyggingu hjá
fjárbændum sem þurfa að
endurnýja húsakost. En það er
heilmikið sem þarf að leysa á
því sviði áður en hægt er að
segja unt hvað getur komið í
staðinn.
Ég hef t.d. fjárhús sem voru
mjög ódýr - kostuðu líklega um
sjötta part af byggingarkóstnaði
venjulegra húsa. Ég efast hins
vegar um að þau fullnægi öllum
burðarþolskröfum t.d. varðandi
mikið veðurálag, eða ef það
gerði snjóavetur með miklum
lognsnjó.
Útflutningur krefst
meiri hagræðingar
Að endingu var Stefán spurð-
ur álits á þeirri markaðsleit fyrir
kindakjöt í Bandaríkjunum sem
áður er getið?
- Mér finnst alveg sjálfsagt
að athuga það hvort hægt er að
finna erlendan markað fyrir
dilkakjötið þar sem það yrði
selt sem lúxusvara á góðu verði.
En þá verður líka ennþá meira
atriði en áður að hagræða -
framleiða betri vöru og ódýrari
- því ólíklegt er að nokkur
markaður borgi það verð sem
þarf til að standa undir núver-
andi kostnaði. Hlns vegar er
ekki ólíklegt að við getum feng-
ið verulega hærra verð en til
þessa, sem þýðir að það yrði
styttra bil að brúa.
Þurfa að sjá að
vandamálið sé til
Þessi hagræðing þarf til að
koma á öllum stigum - bæði hjá
bóndanum sjálfum, í sláturhús-
unum, í flutningum, vinnslu og
geymslu. En til þess að tekið
verði á vandamálinu þurfa
menn að sjá að það sé til, og
jafnframt að treysta því að út-
koman geti orðið jákvæð. Séu
menn hins vegar neikvæðirbæði
gagnvart vandamálunum og
mögúleikanum á að leysa þau -
þá einfaldlega skeður ekki neitt.
Jafnframt held ég að hér þurfi
að fara að hugsa alvarlega fyrir
því að fjöldi manns í sveitunum
geti skapað sér nýja vinnu, sem
byggjast þarf á því að framleiða
hluti eða bjóða upp á þjón-
ustu sem einhver ákveðinn
markaður tekur við miililiða-,
niðurgreiðslu- og uppbótalaust,
sagði Stefán Aðalsteinsson.