NT


NT - 27.08.1985, Síða 14

NT - 27.08.1985, Síða 14
Ný tækni við að renna bremsuskífur Með VBG rennibekk er hægt að renna skífur hvort sem er með því að setja tækið beint á bílinn, eða renna skífurnar lausar. Upplýsingar hjá AMOS HF. Síðumúla 3-5 S: 84435 J.R.J. hf. bifreiðasmiðja Varmahlíð - Sími 95-6119 Klæðningar í jeppa og fólksbíla. Klæðningar í fólksflutningabíla. Yfirbyggingar á: Zuzuki, Pick-up, Nissan Patrol, Toyota Haylux og aðra pick-up bíla og jeppa. Almálanir og skreytingar. Réttingar, stór tjón fítil tjón. Vanir menn - vönduð vinna. ATH. - ATH. - ATH. Þak-, glugga-, múr- og sprunguviðgerðir. Háþrýstiþvottur-sílanböðun. Pípulagnir - viðgerðir - viðhald o.fl. Nota aðeins viðurkennd efni. Skoða verkið samdægurs og geri tilboð. Upplýsingar í síma 64-12-74. Tökum að okkur Kjarnaborun Steinsögun Malbikssögun Raufarsögun Förum um allt land Sími 37461 Skagfirðingar Hið árlega héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 31. ágúst og hefst kl. 21. Ávarp flytur Haraldur Ólafsson, alþingismaður. Páll Jóhannesson, óperusöngvari syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Signý Sæmundsdóttir syngur létt Vínarlög við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdótt- ur. Að skemmtiatriðum loknum leikur hin vinsæla hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi. Undirbúningsnefnd Þriðjudagur 27. ágúst 1985 14 Efri-Hamra bræður: Þorbjörn, Óskar og Kristján Magnússynir i Á fyrsta vori 20. aldar fluttu ung hjón frá Bjólu í Holtum upp aö Efri-Hömrum í sömu sveit - og byrjuöu búskap þar í vesturbænum. Þau höföu þá þrjú ár undanfarin veriö húsfólk á Bjólu, en áöur vinnuhjú. Þau komu mcö þrjú börn sín 3ja til 6 ára gömul - fátæk eins og frumbýlingar voru flestir þá. Bóndinn há Magnús Björns- son bónda að Króki í Pörtum í Flóa, Snæbjörnssonar á Ás- gautsstöðum, Sigurðssonar að Ósgeröi í Ölfusi, Snæbjörnsson- ar þar, Sigurðssonar á Neista- stöðum, ísólfssonar í Urriða- fossi, Guömundsson. Þaö sýnist rakiö Flóamannakyn. Magnús var þá þrítugur að aldri og átti 55 ár ólifuð (1870-1956). Konan var 22ja ára (f. 1878- d. 1956, 77 ára gömul). Hún hét Stcfanía Ámundadóttir bónda í Bjólu, Filippussonar ríka bónda þar, Þorsteinssonar einnig bónda þar, Vigfússonar á Leið- ólfsstöðum, Nikulássonar á Ás- gautsstöðum, Jónssonar. Kona Ámunda og móðir hennar hét Ragnheiöur Eyjólfsdóttir bónda í Herdísarvík, Björns- sonar að Þúfu í Ölfusi, Ödds- sonar þar, Þorsteinssonar á Núpum í Ölfusi, Jónssonar á Breiöabólsstað í Ölfusi, Ey- steinssonar. II Hjónin Magnús og Stefanía tjölduðu á Efri-Hömrum til meira en einnar nætur. Þau bjuggu þar í 54 ár. Fyrst 12 ár á vesturhálflendunni, en á Hömr- unt hafði verið tvíbýli langa- lengi. Frá vori 1913 bjuggu þau á allri jörðinni. Sú viðbót jarð- næðis var þeim mikið happ. Þá gátu þau fjölgað fáum kúm unt helming. Kýr og næg mjólk voru barnmörgu búi nrikil blessun. Magnús á Hömrum var frísk- ur vaskleikamaður. Stefanía var dugnaðarforkur og myndarleg í öllum handaverkum. Fríðleiks- kona, glaðvær, greind og mælsk - gjafmild og mjög gestrisin. Samlyndi þeirra Magnúsar var sérlega gott - og búsafkoma þeirra furðanleg. Stefanía fæddi 19 börn. Fimm dóu kornung, en þessi 14 uxu upp heinta á I lömrum: 1. Þóra Ágústaf. 1895 d. 1946. Hún átti Guðlaug Halldórsson sjómann frá Pálsbæ í Garða- hverfi og tvö börn 2. Þorbjörn bóndi á Efri- Hömrum f. 1897 d. 1968.Átti son og dóttur með Arnfríði Gestsdóttur frá Mel í Þykkva- bæ. 3. Magnea Stcfanía f. 1899 átti Jens Jensson járnsmið frá Bakkafirði á Langanesströnd - og tvö börn. 4. Bcrgþóra f. 1902 d. 1983 - átti Jakob Bjarnason bakara ættaðan frá órundarfirði - barnlaus. 5. Ásta Ragnhciöurf. 1907.DÖ ung, ógift og barnlaus. 6. Ingilijörg f. 1908 - átti Snæbjörn múrara Kristmunds- son af Snæfellsnesi - og þrjú börn. 7. Þorkcll Óskarf. 1909-ókv. og barnlaus. 8. Kristján Ófeigur f. 1910 - ókvæntur og barnlaus. 9. Þuríður f. 1911 - Átti Björn Eggertsson frá Króki í Hafnar- firði. Voru barnlaus. 10. Kristín f. 1913 - Hún átti Magnús skipstjóra í Sandgerði Magnússon. Þau áttu þrjú börn. 11. Skúli bifrciðastjóri í Kópa- vogi f. 1915 - Kona hans: Stef- anía Stefánsdóttir úr Hafnar- firði. Áttu sjö börn. 12. Jónína Margrét f. 1917 - Átti Jón Jónsson sjómann í Reykjavík - Þau áttu eitl barn. 13. Ingunn f. 1920-átti Jóhann Vilhjálm Oddsson. Þeirra börn voru þrjú. 14. Sigríður f. 1922 - Veiktist ung af berklum og dó 19 ára gömul. Var haldin hafa smitast í Ási, er hún var þar í barna- skóla og lá við hjá Margréti föðursystur sinni. Jón bóndi hennar og sum börn þeirra voru berklaveik. Ásta systir Sigríðar var ung í vist á Þjótanda hjá Einari Brynjólfssyni. Hann og börn hans urðu berklum að bráð. Ásta var talin smitast þar - og dó á ungum aldrei. Það vitnar um varkárni og hreinlæti á Hömrum að hin systkinin öll komust hjá smitun. Nú eru Hamrasystkin önduð, öll nema Skúli einn. Þegar Magnús hætti búskap, tóku þeir bræður þrír við jörð og búi - og bjuggu þar nokkuð mörg næstu ár saman, félags- og samvinnubúi: Þorbjörn, ðskar og Kristján. III Þorbjörn Magnússon bóndi á Efri-Hömrum - 13. októbcr 1897 - 26. desember 1968. Var fæddur á Bjólu. en kom þrevetur upp að Efri-Hömrum - og átti þar síðan heimili lengst af æfi. Sem elsta syni mæddi snemma allmikið á honum. Hann var ungur sendur í ver- stöðvar til aflafanga. Réri út á opnu skipi í Herdísarvík og víðar. Var síðar marga vetur í Vestmannaeyjum. Þorbjörn var fríður maður sýnum, snyrtimenni og varkleg- ur á velli. Heilsuhraustur lengi æfi og manna heitfengastur. Gat leyft sér það, að liggja úti í snjó og frosti um vetrarnætur án þess það sýndist saka. IJann var léttur á fæti, málglaður og lag- inn að segja frá. Náttúruhagur eins og margir niðjar Árnunda smiðs í Langholti - langafa Ámunda á Bjólu. sem þótti hagleiksmaður í höndunum, eins og þeir bræður Filippus og Eyjólfur synir hans. Þorbjörn þótti velvirkur hvað sem hann vann. Hann var orð- lagður skeifnasmiður, einkum síöustu æfi-árin sín. Hann þótti og á „landaöldinni" einn af langbestu bruggurum íslend- inga. Sagt var að lyfsalar sæktust eftir spíritusnum hans. Enda var hann a.nr.k. jafngóöur þeim danska. Það var eigi dregið í cfa, að Þorbjörn kunni manna best að brugga góðan landa. En líklega fór unr hann líkt og fleiri. sem umgengust þann dáradrykk of náið: Landinn varð ofjarl lians. - Og síðar á æfi svartidauðinn, sem líka hefur leikiö margan grátt. Ölvaður var hann óskemmtilegur og erfiður í sambúð. Ástmær hans var kom- in að Hömrum og fór á brott þaðan, líklega fyrir þá sök að nokkru leyti. Þetta átti þátt í því, að bræður hans þreyttust mjög á honum og ýttu honum út úr sambýli við sig. Fyrir það fór hann til Reykjavíkur og var þar nokkur síðustu æfiárin. Smíðaði skeifur sér til lífs og drakk brennivín sér til bana. Sumum kann að sýnast Itann hafa lifað til lítils gagns. Þó gæti annað orðið uppi á baugi. Gæti menn þess, að hann var 12, 13 og 18 vetrum eldri en bræður hans - og vann búi foreldra sinna kauplaust fram á fertugs- aldur. Þá verður Ijóst að hann átti gildan þátt í að icoma upp 6-8 yngstu systkinum sínum. Og líkléga hóf hann landabruggið til þess, að afla fjár fyrir mat handa þeim. þegar sultur beið á næsta leiti. Börn Þorbjarnar voru: ísak ókvæntur fisksali í Reykjavík og Lilja gift kona í Kópavogi - bæði barnlaus. IV Óskar Magnússon bóndi á Efri-Hömruni 16. júlí 1909 - 22. maí 1982. Þorkell Óskar hét hann fullu nafni. fæddur á Hömrurn og ól þar nálega allan aldur sinn. Var þó á vertíð í Vestmannaeyjum nokkuð ntarga vetur. Var vinnumaður foreldra sinna fram að hálffimmtugu, síðan bóndi sjálfur til æfiloka. Fyrsl með tveimur bræðrum sínum rúm- lega áratug - á konulaúsu félags- eða samvinnubúi þeirra.Annað- ist þá óðrum fremur innanbæj- arstörf, sem fóru honum snyrti- lega úr hendi. Síðan var hann 16 vetur einsetumaður á Efri- Hömrum, uns hann fársjúkur fór að heiman suður til að deyja í Reykjavík. Óskar var meðalmaður vexti, vænlegur á velli og drengilegur. Fríður sýnum, bláeygur og bjartur yfirlitum, eins og móðir hans. Magnús bóndi var móeyg- ur og mörg af börnum þeirra. Óskar bjó vel og hófsamlega og níddist ekki á neinum. Fór vel með allar skepnur sínar, en hafði þærekki fleiri en þurfti, til sjálfsbjargar sér. Þótt þannig búskapur hafi alla tíð verið hinn affarabesti, þykir hann lítið lofs- verður nú á dögum. Nú stara flestir á stórbúin og dásl að stórbændunum. Mönnunum sem níða landið. níðast sumir á nágrönnum sínum og oft á skepnum sínum. Þrælka sjálfa sig sýknt og heilagt, ung börn sín og konur sínar. Safna sumir allmiklum efnum. sem oft bless- ast misjafnlega. Ég heimsótti Óskar einu ári áður en hann var allitr. Hann hafði þá fyrir heilsubrest fargað flestöllum skepnum sínum. Ég sat hjá honum langa stund - og virtist hann una sér nokkuö vel. við útvarpið og víðsýnið á Hömrurn: Og svo var Tíminn heimilisvinur, sem kom nvrtvis- var í viku. Enda voru þeir feðgar löngum traustir fram- sóknarmenn. Óskar á Höntrum var hófsam- ur maður, hæglátur og hvers- dagsprúður. Og þó geðríkur nokkuð. Hann unni heimahög- um sínum og virlist una vel ■ Magnús Björnsson og Stefanía Ámundadóttir

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.