NT - 27.08.1985, Side 15
m Þriðjudagur 27. ágúst 1985 15
u w
einsetunni síðustu 16 árin.
Hann var einn þeirra mörgu
manna, sem láta eftir sig litla
sögu, þótt þeir lifi lengi og
aðrir menn hnjóta eigi um lífs
né látna, en nágrannar og mál-
kunningjar minnast með hlýjum
huga til leiðarloka.
Öskar og Kristján bjuggu
saman meðan báðir lifðu. Óskar
var alla tíma heima, en Kristján
oft á flökti. Enginn veit hvernig
þeir skiftu kostnaði búsins milli
sín, né heldur hvað þeim fór á
milli er þeir sömdu síðast. Ósk-
ar tók þá við kindum Kristjáns
og fór með sem sínar upp frá
því. Enda efalaust allra manna
best kominn að þeim.
Ein systurdóttir Óskars lét
■ Þorkell Óskar Magnússon
sér lengi annt um hann. Henni
gaf hann allan arf eftir sig.
V
Kristján Magnússon bóndi
á Efri-Hömrum
5. júlí 1910 -
15. september 1966.
Kristján átti heima á Hömrum
alla æfi sína. Engum er kunnugt
hvaðan hann fékk nafn sitt.
Hvort hann hét eftir dönskum
kóngi eða einhverjum gleymd-
um Flóakarli. Hitt er kunnugt
að síðara nafn sitt átti hann að
þakka glaðværri móður, sem
var gædd þeim sálargáfum, að
geta gert slys og erfiðleika að
góðlátum gamanmálum.
Baðstofan í Vesturbænum
var tekin ofan og endurbyggð á
fyrstu æfivikum þessa drengs.
Móðir hans hafði í mörgu að
snúast - og vinnukona í Austur-
bænum bætti því ofan á annir
sínar að fóstra hvítvoðunginn
fáar vikur. Hún hafði hann í
rúmi sínu og haldið var að hún
hefði syfjuð velt sér ofan á
hann. Hann meiddist á
handlegg, svo að hann beið þess
aldrei fullar bætur. Móðir hans
taldi hann heimtan úr helju -
og hafa sloppið vel - og lét skíra
hann að öðru nafni Ófeig.
Kristján var snotur lágur
meðalmaður, grannvaxinn og
léttur á fæti, mannblendinn og
málkunnugur mörgum. Athug-
■ Þorbjörn Magnússon
ull og fróður um flest, sem
gerðist í kringum hann. Málreifr
ur og kunni að segja skemmti-
lega frá. Ýmsir héldu að hann
væri ýkinn. Mér fannst hann
aldrei ýkja meira en nauðsyn-
legt var, til að gera frásögn
eftirminnilega.
Kristján fór ungur til sjávar
eins og flestir af kynslóð hans.
Var vetrum saman söltunar-
maður á togurum. Hann bjargað-
ist nauðlega af skipreka þegar
Skúli fógeti fórst. Síðan var
hann margar vertíðir matsveinn
á fiskibátum við Faxaflóa -
hagsýnn, hreinlátur og notaleg-
ur.
Eigi er mér kunnungt að
Kristján ætti neitt í kvennamál-
■ Kristján Ófeigur Magnús-
son
um. Enda jók hann engu við
misgott mannkyn.
Kristján dó af krabbameini
56 ára gamall. Meira en helm-
ingur Hamrasystkina hefur orð-
ið þeim herfilega mannsbana að
bráð. Svo virðist sem mörgu
fólki komnu af Bjólumanna-
kyni, sé hættara en í meðallagi,
við því banameini. Ef vel væri
skyldi allt fólk af ættinni forðast
að verða að ginningarfíflum
andskota þeirra, sem undirbúa
mannsskrokka til móttöku
krabbameina: Tóbaks, áfengis,
kókakóla, mikils saltmetis, harð-
steikts matar og hvftasykurs í
öllum samböndum. Auk margs
annars - að ógleymdu óhófsáti.
Ég minnist Stjána á Efri-
Hörnrum, sem gíaðværs gests
og góðkunningja. Hann vakti
víða bros á vanga, með hnytti-
legri gamansögu, sem gerði
fáum eða engum mein. Enda
var hann aufúsugestur víða þar
sem hann kom.
VI
Nú er hljóður bær á Hömrum
og enginn heimamaður til að
taka á móti gestum. Margir
eigendur Efri-Hamra: Sonur og
barnabörn Hamrahjóna, eru
ásátt um að láta jörðina standa
í eyði næstu ár og safna gæðum.
Hún er að mestu húsalaus og
mýrarnar óskemmdar af skurða-
greftri. Á sumum jörðum vofir
það yfir að stórir skurðir grafnir
í halla verði að jarðföllum og
djúpum giljum.
Ekki fæ ég orða bundist urn
það hve þriðjungur jarðarinnar
sýnist vera ákjósanlegur til
nytjaskógræktar. Hallendið
móti sól og suðri, milli Steins-
lækjar og holtabrúna. Einkum
skákin austan Þrándarholtsgils.
Ekki get ég rneð neinu m'óti
óskað Hamraætt betri heilla, en
að henni megi auðnast að gefa
sér og niðjum sínum, til sam-
eignar um langa framtíð, þenn-
an arf sinn eftir afa og ömmu. -
Og að hamingjan gefi henni
tröllatrú á nytjaskógrækt á þeim
ættarreit. - Og að „Hamrafólk"
ungt og aldið, megi njóta sumar-
sælu í skjóli eigin skóga.
Ef ég horfi í huga mínum
hundrað vetur fram í tímann, sé
ég sígrænan barrskóg breiða sig
um allan hallann. - Tugþúsund-
ir - hundrað þúsund furu og
grenitré. Og lerki og lauftré inn
á milli í skjóli hinna trjánna. -
Og þá búa þrenn hjón á
Hömrum!
Helgi Hannesson
Frímerkjasafnarinn XIV
Óæskilegar útgáfur
■ Alþjóðasamtök frímerkja-
safnara hafa gefið út sérstakar
reglur um hvað frímerkjaút-
gáfur verði að hafa til að bera,
svo að þeim sé safnað.
Sem dæmi má taka, að sé
yfirverð þeirra of hátt eða
meira en helmingur burðar-
gjaldsverðs, þá eru þær taldar
óæskilegar. Þó er sú undan-
tekning að sé verið að - safna
fé vegna náttúruhamfara, þá
má hafa yfirverðið hærra en
helming. Þá er einnig talið
óeðlilegt að gefa út frímerki
sem hvort tveggja í senn eru
höfð tökkuð til póstnota og
ónotuð í smáörkum til að
plokka fé úr vösum safnar-
anna.
Samtökin hafa farið þess á
leit við ASCAT, alþjóðasam-
tök þeirra er gefa út frímerkja-
verðlista, að þeir auðkenni slík
merki með svörtum tígli, svo
að söfnurum sé ljóst að bannað
er að sýna þau á frímerkjasýn-
ingum á vegum samtakanna.
En hér er sem annarsstaðar,
að enginn getur sagt safnaran-
um fyrir um hverju hann má
safna og hverju ekki. Og ætla
ég að þunnt þætti mönnum að
mega ekki hafa Skálholtsmerk-
in í frímerkjasafninu sínu. eða
þá Háskóla smáörkina. Undir-
ritaður bar á sínum tíma fram
tillögu hjá F.I.P. um að útilok-
un þessara merkja frá íslandi
yrði felld niður, þar eð tryggt
gæti talist að svonalagað
endurtæki sig ekki. Tillagan
var ekki afgreidd, en á síðari
árum hefi ég ekki rekist á
sérauðkenningu þessara
merkja, nema í Facit.
Óæskilegar útgáfur. Svarti
listinn. Bönnuð merki, allt eru
þetta nöfn á svona útgáfum.
Þessar útgáfur hafa t.d. þann
eiginleika að hækka mjög í
verði í sumum löndum, eins og
merki úr hverri útgáfu í Aust-
ur-Þýskalandi, sem er haft í
miklu minna upplagi en öll
hin, en það er líka bannað.
Alla vantar þessi merki og fá
þau ekki keypt nema dýrum
dómum. Þótt reynt sé að staðla
hvað sé óæskilegt eru mörkin
svo þröng á stundum, að safn-
ararnir láta sér fátt um finnast.
Þannig verða þessi merki sér-
staklega æskileg í bókum
kaupmannanna, bæði fyrir þá
og viðskiptavinina. þótt bann-
að sér að safna þeim, eða
kannske þess vegna.
Til viðbótar þeim reglurn
sem áður er minnst á, rná geta
þess að frímerki verður að
vera hægt að kaupa á öllum
pósthúsum heimalandsins. Það
má ekki selja allt upplagið til
útlanda og á hinu skráða verði
merkjanna. En þarna gilda
undantekningar um merki
vegna náttúruhamfara eins og
áður og frímerki gefin út vegna
(911HÁSKÖLIÍSLANDS 19<
BENEDIKT SVEINSSON
SLAND 1S'
frímerkjasýninga, þ.e. heims-
sýninga. Reglan um ótökkuðu
frímerkjaarkirnar gildir aðeins
frá 1/1 1968.
Svo er kannske enn hættu-
legra að eiga frímerki frá lönd-
um sern í raun eru ekki til. En
af því að þau eru ekki til, sem
lönd eru merki þeirra eðilega
ekki skráð í neinum frímerkja-
lista. Þar á meðal er eyjan St.
Kilda, en eitt sinn taldi íslensk-
ur maður sig vera hertoga af
St. Kildu.
Tilgangslítið er að vera að
birta einhvern lista hér yfir slík
landaheiti, sem ekki eru nein
landaheiti. Besta ráðið til að
ganga úr skugga um hvort
landið í raun er til, er að gá í
einhvern hinna þekktu frí-
merkja verðlista og sjá hvort
það finnst þar. Ef það gerir
það ekki þá er ekki um neitt
frímerkjaland að ræða. En vit-
anlega má hver sem vill eyða
fé í það, safna fallegum lím-
miðum frá útgefendum slíkra
merkja. Alveg eins og ég safna
t.d. öllum fyrirtækjamiðum og
hverskonar íslenskum merkj-
um í frímerkjastærð. Ekki til
að sýna slíkt á neinum alþjóð-
legum sýningum. heldur að-
eins til ánægju fyrir sjálfan
mig. Mest gaman er að eiga
slíka miða álímda á bréf frá
þeim tíma er þeir voru í raun
notaðir, en þá geta þeir líka
lent á alþjóðlegum sýningum
ogenginnsegirneitt. Svosakar
ekki að rifja upp jólamerkja-
söfnunina. Þar eru einnig til
samtök félög og klúbbar, sern
nteira að segja halda sýningar.
Sigurður H. Þorsteinsson
Valgerður
Sigrún M.
Inga Þyrí
Ulfhildur
Unnur
Ingibjörg Þrúður
Þórdís
Drífa
2. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið
að Laugarvatni 31. ágúst og 1. september 1985.
Laugardagur 31. ágúst:
Kl. 10.00 Þingsetning,
Sigrún Sturludóttir, formaður.
Skýrsla stjórnar:
a) Formanns Sigrúnar Sturludóttur.
b) Gjaldkera Drífu Sigfúsdóttur.
Umræður um skýrslu stjórnar.
Kl. 11.30 Ávörp gesta.
Kl. 12.00 Hádegisverður.
Framsöguerindi:
Kl. 13.00 Framboösmál.
Sigrún Magnúsdóttir.
Ingibjög Pálmadóttir.
Kl. 13.30 Launamál kvenna:
Gerður Steinþórsdóttir.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Kl. 13.50 Fjölskyldupólitík:
Þórdís Bergsdóttir.
Guðrún Jóhannsdóttir.
Kl. 14.10 Starfsval kvenna:
Inga Þyrí Kjartansdóttir.
Þrúður Helgadóttir.
Kl. 14.20 Umræður um framsöguerindi.
Kl. 15.15 Kaffihlé.
Vörukynning frá Kjötiðnaðarstöð SÍS.
Kl. 16.20 Hópstarf.
Kl. 20.20 Kvöldverður.
Kl. 22.00 Kvöldvaka í umsjón Félags framsóknarkvenna
í Árnessýslu.
Nætursnarl frá Osta og smjörsölunni.
Sunnudagur 1. september:
Kl. 8.00 Gufubað.
Kl. 9.00 Morgunverður.
Kl. 10.00 Erindi:
a) Stjórnmálaástandið:
Valgerður Sverrisdóttir.
b) Stjórnmálaþátttaka kvenna:
Drífa Sigfúsdóttir.
c) Hvernig efla má starf LFK:
Unnur Stefánsdóttir.
Kl. 10.45 Umræður um erindin.
Kl. 12.30 Hádegisverður.
Kl. 14.00 Niðurstöður umræðuhópa kynntar.
Kl. 15.00 Umræður og afgreiðsla mála.
Kl. 16.00 Kaffihlé.
Kl. 17.00 Kosningar.
a) formaður
b) meðstjórnendur í framkvæmdastjórn (4)
c) landsstjórn (6)
d) varamenn í framkvæmdastjórn (3)
Kl. 18.00 Þingslit.
Skagf irðingar - nærsveitamenn
Héraðsmót framsóknarmanna Skagafirði verður í Miðgarði
laugardaginn 31. ágúst, góö skemmtiatriði.Hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Nánar auglýst síðar.
Nefndin.
Framsóknarbali
Verður í Árnesi laugardaginn 31. ágúst. Ræðumaður kvölds-
ins verður Helgi Pétursson, ritstjóri. Bergþóra Árnadóttir
skemmtir með söng og spili. Hljómsveitin Úpplyfting leikur
fyrir dansi. Allir velkomnir.
Félag FÚF Árnessýslu.