NT - 11.09.1985, Qupperneq 2
— segir Sveinbjörn Pétursson, félagsforseti
■ „Þaö má segja ad JC-Nes
sé endurvakning á JC-Sel-
tjarnarnes sem starfaði hér á
árum áöur. Við fengum hóp
fólks til þess að gerast stofn-
félagar og síðan var félagið
stofnað þann 28. október
1980,“ sagði Sveinbjörn Pét-
urson, forseti JC-Nes, er
blaðamaður NT forvitnaðist
um starfið. „Þannig að félag-
ið okkar á 5 ára afmæli á þessu
ári og reyndar eru einnig
tímamót hjá heildarhreyfing-
unni því að hún er 25 ára.“
Starfssvæði JC-Nes er Sel-
tjarnarnes og Vesturbær. Þau
fimm ár sem liðin eru frá
stofndeginum hafa einkennst
af mikilli þátttöku og virkni
félaga og að sögn Sveinbjarn-
ar er ætlunin að reyna að fá
enn fleiri til liðs við hreyfing-
■ Sveinhjörn Pétursson, forseti JC-Nes, benti á að hefð er fyrir því innan hreyfmgarinnar að enginn gegni sama embætti oftar en
einu sinni. NT-mynd: Sverrir
Þið getið drifið ykkur í megrun. Það er ekkert uppúr þessu að hafa lengur.
una og þau markmið sem hún
vinnur að.
„Félagsfundir hjá JC-Nes
eru haldnir einu sinni í mán-
uði og þeir eru skipulagðir af
stjórninni sem í sitja 7 ein-
staklingar. Stjórnarfundireru
haldnir einu sinni í viku,"
sagði Sveinbjörn. „Starfið
sjálft byggist annars mest á
nefndum og þess er gætt að
félagar komi víða við t.d. má
enginn gegna sama embætt-
inu nema einu sinnir
Sem dæmi um nefndar-
starfið má nefna að byggðar-
lagsnefnd tekur fyrir ákveðin
málefni á svæðinu. Hvað JC-
Nes varðar hefur nefndin
m.a. fjallað um ferilsmál á
Seltjarnarnesi og skipulagt
kvöldstundir fyrir aldraða.
Fjáröflunarnefnd aflar fjár
fyrir starfsemina, eins og
nafnið gefur til kynna. Rit-
nefnd sér um útgáfu frétta-
blaða t.d. stjórnarfrétta og er
það mikilvægur tengiliður við
hinn almenna félagsmann.
Skemmtinefnd sér um að
halda „opin hús", árshátíðir
og þvíumlíkt. Félagsnefnd
sér unr eftirfylgju málefna,
um kynningu og móttöku
nýrra félaga og svo samskipt-
in við önnur JC-félög. I því
sambandi má m.a. nefna að
nú er orðið algengt að félög á
íslandi komi á vináttusam-
böndum við önnur JC-félög
erlendis.
„Nú þegar við erum aftur
að hefja starfið eftir sumarið
þá er þess helst að geta að við
höfum komið okkur upp
ágætri aðstöðu í Nýjabæ á
Seltjarnarnesi. Þarna er um
að ræða eldra hús sem
bæjaryfirvöld léðu okkur
vinsamlegast og mikill tími
hefur farið í það að gera það
upp. En erfiðið hefur borgað
sig því að nú er í fast húsnæði
að venda,“ sagði Sveinbjórn.
„Nú í byrjun er okkur einnig
ofarlega í huga málefni ársins
sem JC-Nes hefur tekið upp
eins og mörg önnur JC-félög.
Það er: íslensk framleiðsla -
öflugt byggðarlag og gefur til
kynna hversu víð okkar um-
fjöllun er: Sameiginlegt
„mottó" íslensku JC-hreyf-
ingarinnar í heild er: Við
þjálfum forystu framtíðarinn-
ar.
Sem dæmi um árvissan þátt
í starfi JC-Nes er hægt að
nefna mælskunámskeið og
mælskukeppnir. Margir
grunnskólanemendur og að-
standendur þeirra kannast
sjálfsagt við það er Hagaskóli
og Valhúsaskóli etja kappi
með tungulipurð. Þar koma
félagar úr JC-Nes við sögu
sem undirbúnings- og fram-
kvæmdaaðilar. Svipaðar upp-
ákomur er svo að finna út um
land allt.
„Fyrsti félagsfundurinn hjá
JC-Nes var haldinn 9. sept-
ember en það-þýðir þó alls
ekki að of seint sé að ganga
til liðs við okkur,“ sagði
Sveinbjörn að lokum. „Við
fögnum því ef fólk hefur
áhuga á því að taka þátt í
starfinu og teljum jafnframt
það geti orðið bæði til
skemmtunar og þroska“.
■ Stjórn NC-Nes hittist einu sinni í viku í Nýjabæ, sem er eldra
hús er félagar hafa gert upp. ‘ NT-mynci: s*crrir.